Tíminn - 04.08.1974, Síða 7

Tíminn - 04.08.1974, Síða 7
Suanudagur 4. ágúst 1974. TtMINN 7 I Pónik og Einar fastráðnir í Sigtúni Hljómsveitin byrjar að spila fyrir gesti Sigtúns um miðjan september STEMMING Það kom fram í siðasta þætti af Með á nótunum, að hugsanlegt væri að Pónik og Einar yrðu fast- ráönir i Sigtúni, og ef af yrði, myndu þeir byrja að spila þar um miðjan september. Tiðindamaður þáttarins fékk þetta staðfest sl. miðvikudag, er hann gerðist svo djarfur að ónáða þá félaga á æf- ingu. Hljómsveitin Pónik var stofnuð 1963. Pónik hvarf úr sviðsljósinu 1972, en ári siðar var hljómsveitin endurvakin, og þá hóf Þorvaldur Halldórsson að syngja með Pón- ik. Nýlega urðu svo þær breyting- ar, að gamalreyndur Pónik liðs- maður, Einar Júliusson, tók við hljóðnemanum af Þorvaldi. í Sigtúni verða þeir félagar sex. Nýi hljómsveitarmeðlimurinn nefnist Hallberg Svavarsson, en hann hefur reyndar spilað i Pónik áður. Hallberg spilar á bassagit- ar. Aðrir meðlimir hljómsveitar- innar eru þeir Úlfar Sigmarsson orgel, Erlendur Svavarsson trommur, Kristinn Sigmarsson gitar og trompett, Kristinn Svav- arsson saxafón og flautu. Einar Júliusson lætur sér nægja að syngja, en annars syngja þeir all- ir meira eða minna. — Við ætlum að nota timann fram að þvi, að við byrjum að spila I Sigtúni, til þess að æfa af kappi, sögðu þeir félagar, er þeir gáfu sér loks tima til að ræða við blaðamanninn, en það var ekki fyrr en þeim hafði tekizt að koma orgelinu hans Úlfars I samband og búið var að kaupa nokkra Thule. — Hefur hljómsveitin verið svona fjölmenn áður? — Við vorum sex á timabilinu 1969-’71. Þá spiluöum við mest i Hallberg Svavarsson. Hinn endurheimti liðsmaður Póniks. Glaumbæ og á Vellinum. úr þvi við erum farnir að tala um Sig- tún, þá er ekki úr vegi að koma þvl að hér, að Pónik og Einar voru fastráðnir i gamla Sigtúni 1966. ■ — Verður lagavalið svipað þvi sem það hefur verið? • — Já, það má segja að við komum til með að fylgja svipaðri stefnu, en það gefur auga leið, að þessi hljóðfæraskipan býður upp á meiri möguleika. Ef þú vilt fá á- kveðnara svar, þá stefnum við að þvi að hafa lagavalið eins fjöl- breytt og kostur er á. Nú, að öðru leyti fer þetta mikið eftir fólkinu. — Ferill Póniks hefur að mestu byggzt á hinum svo kallaða lausa „bissnes”, hvað kom til að þið á- kváðuð að breyta til? — Það er ekkert upp úr þessum eilifa flækingi að hafa, og þú mátt gjarna koma þvi á prent, að hljóðfæraleikarar eru ekki eins hátt launaðir og margir virðast á- lita. Við viljum helzt vera sex, en það er útilokað, á meðan hljóm- sveitin er ekki fastráðin i ein- hverju danshúsi. Þetta segjum við að fenginni reynslu. Auðvitað hefur það lika sitt að segja, að við höfum allir annað starf að aðalat- vinnu, þannig að það er anzi erfitt aö standa i þessum eilifa þeytingi um landsbyggðina. — Það hefur komið fram i þættinum, að þið stefnið að þvi að spila inn á LP. hljómplötu. • — Þegar þar að kemur, verður á þeirri plötu bæði frumsamin músik og þekkt erlend lög. Við er- um ákveðnir að hafa hana með is- lenzkum texta, en það kemur einnig til greina að taka sönginn lika upp með enskum textum, með sérútgáfu fyrir erlendan markað i huga. Hins vegar er það skoðun okkar, að islenzk plata með enskum textum nái ekki til fjöldans hér heima. — Eruð þið ánægðir með þær hljómplötur, sem komið hafa út með Pónik fram að þessu? — Nei, siður en svo. Þær plöt- ur, sem við höfum i huga, hafa verið teknar upp hér heima, og það gerum við aldrei aftur, nema veruleg breyting verði á þvi sviði hér heima. Hins vegar erum við allánægðir með þær tvær tveggja laga plötur, sem við tókum upp erlendis fyrir nokkru, en önnur þeirra er væntanleg innan skamms. í þeim upptökum höfum við komizt næst þvi að ná þvi „sándi”, sem við viljum hafa á hljómplötu með Pónik. Það er enginn vafi á þvi, að þessar hljómplötur hafa að geyma það bezta, sem við höfum gert á hljómplötum fram að þessu. Þar með var þessu spjalli lokið, en piltarnir létu þess getið að lok- um, að þeir væru mjög hressir yf- ir þvi að fá tækifæri til að spila fyrir gesti Sigtúns... RlÓ TVÆR L.P. UPPTAKA: í AUSTUR- BÆJARBÍÓI ÚTG: FÁLKINN — RÍÓ. ÚT er komið sérstaklega ánægju- legt albúm, sem inniheldur tvær L.P. plötur, og eru flytjendurnir hið góðkunna RÍÓ trió. Hljóm- plötur þessar eru hljóðritaðar i Austurbæjarbiói i janúar 1973. Á plötunum er hið forvitnilegasta samsafn laga, bæði nýrra og gamalla. Um tæknilegu hlið málsins sáu þeir Pétur Stein- grimsson og Jón Þór Hannesson, og RIó til aðstoðar I sambandi við hljóðfæraleik voru þeir Gunnar Þórðarson, Pálmi Gunnarsson, Guðmundur Ingólfsson og Ari Jónsson. Platan hefst á opnun hljómleik anna þar sem aðstoðarmennirnir eru kynntir. Siðan kemur lagið Ég glaðar þekkti þrjár. Þá er fluttur Kópavogsbragurinn góð- kunni. Textinn við Strákarnir i götunni er reglulega hnyttinn, en hann er eftir Jónas Friðrik, eins og reyndar meginhluti þeirra texta, sem Rió flytur á plötunni. Jónasi tekst undantekningalitið vel upp i textasmiði sinni, og á hann svo sannarlega hrós skilið. Það kæmi undirrituðum ekki á óvart, að „Strákarnir I götunni” ættu eftir að ná vinsældum, og þá ekki hvað sizt hjá yngstu kynslóð- inni. Jónas Friðrik les þrjú frum- samin ljóð, og fjalla þau að von- um öll um þremenningana i Rió. Hér er það, sem vakti hvað mesta katinu hljómleikagesta: Fóru að syngja fuglar þrir. Fólkið liissa sagði: Þeir eru alveg eins og kýr með appelsinubragði. A einni lieiði. 1 þessu lagi er fjallað um okkar mjög svo um- deilda varnarlið, og segir m.a. i textanum: Þetta er okkar her, sem okkur leiðist, þvi er ver. Svaka vont að vera einn. Það er ekki fjarri lagi að reikna með, að þetta lag nái vinsældum, en það var upphaflega flutt af Neil Se- daka undir nafninu: „Breaking up is hard to do”. Ekki má gleyma Mánablómunum, en þar bregða þeir félagar á leik og flytja lögin Halió og Astin min eina, Steini.Þá kemur að gamal- kunnu rokklagi, og i textanum er fjallað um sigilt umræðuefni, en lagið nefnist Hver gerði gerði?” Siða þrjú endar á lagi og eftir einn þeirra i Rió, Agúst Atlason. Þetta mjög svo ljúfa lag var upphaflega flutt af Nútimabörn- um á LP. plötu, en Ágúst var á sinum tima meðlimur þess söngflokks. Rétt er að geta þess, að góðkunningjar þeirra Rió félaga, Robert Force og Mark Weinberg, taka lagið á plötunni. Siðari hljómplötunni og þar með sýnishorninu af þessum hljómleikum i Austurbæjarbiói, lýkur með flutningi Riós á göml- um kunningjum, en það eru lögin Nonni sjóari, Ég sá þig snemma dags og Við viljum lifa. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru, enda af nógu að taka. ! heild er ekki hægt að segja annað, en að RIó trióið megi vera ánægt með útkomuna. Þeir skila sinum hluta vel, og það rfkur svo sannarlega ósvikin RIó stemmn- ing á hljómleikunum. Það bera þessar kærkomnu plötur glöggt vitni um. _g v. AuglýsícT iTtmamun IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Nemendum, sem stunda eiga nám i 2. bekk (1. námsönn), en hafa ekki lokið prófum i einstökum námsgreinum 1. bekkjar með fullnægjandi árangri, gefst kostur á að sækja námskeið i reikningi, efnafræði, bókfærslu, flatarteikningu, is- ienzku og ensku, ef næg þátttaka fæst. Innritun fer fram i skrifstofu skólans dag- ana 6. til 8. þ.m. á skrifstofutima, Námskeiðsgjald verður kr. 800,- fyrir hverja námsgrein. Námskeiðin munu hefjast 12. ágúst og próf byrja 26. ágúst. Nemendur, sem þurfa að endurtaka próf i öðrum námsgreinum 1. bekkjar skulu koma til prófs á sama tima og láta innrita sig i þau dagana 19.-21. ágúst. Skólastjóri.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.