Tíminn - 04.08.1974, Qupperneq 10
10
TtMINN
Reykvískir
borgararí
þjóðhdtíð
arskapi
Garðyrkjumenn í skóla-
görðum.
Helga Sigurðardóttir er bara
9ára og þvl ein af yngri
borgurunum. En hún lætur ekki
sitt eftir liggja, þvi aö hún aflar
sins hlutar i búskapnum, meö þvi
aö rækta grænmeti i skólagöröun-
um:
— Ég setti niður næpur og svo
fæ ég sennilega lika blómkál,
sagöi Helga, sem tæpast mátti
vera aö þvi að lita upp, — ég gat
ekki mætt siðast, af þvi að ég var
á feröalagi, svo að ég hef nóg aö
gera aö reyta arfa og taka til.
Mamma lét mig hafa 1000 krónur
til þess að borga fyrir skólagarö-
inn, en ég vona að ég geti látiö
hana hafa þær aftur i næpum og
káli.
— Auðvitað reyni ég að fara i
skrúögönguna og horfa á
skemmtanirnar. Ég fór 17. júni,
og ætla að gera það aftur.
Svo fer skólinn bráðum að
byrja, og ég hlakka sko til þvi
mér þykir gaman að lesa.
1 skólagörðunum i Breiðholti I
Texti: Helgi
Pétursson og
Gunnar
Salvarsson
AAyndir: Róbert
/
Agústsson
hittum við einnig nokkra krakka,
sem voru þar við vinnu sina.
Þar voru systkinin Brynjar, 11
ára og Maja 9 ára, og vinur þeirra
Sigurbjörn 12 ára.
— Við hlökkum dálitiö til að
vera á þjóðhátiðinni sögðu þau
um leið og þau sýndu okkur beðin
sin.
— Ætli við tökum ekki upp i
byrjun september, sagði Brynjar.
Þegar við spurðum þau um
Reykjavik og hvort þeim þætti
gott að búa þar, hafði Sigurbjörn
orö fyrir þeim öllum.
— Mér finnst Reykjavik falleg
borg miðað við allar aðrar, sagfti
hann. — Það er til dæmis ekki
eins sóðalegt i Reykjavik, eins og
I New York!
— Hefurðu komið til New
York?
— Nei, en maður sér það i sjón-
varpinu, sagði Sigurbjörn.
Maja vildi ekkert segja, hún
horfði bara á okkur og hljóp svo
að sækja fleiri verkfæri. En þegar
við vorum að fara, eftir að hafa
smellt af þeim mynd, kom Maja
hlaupandi til okkar og spurði:
— Viljið þið radisur?
Við játtum þvi og hún gaf okkur
radisur.
Verðandi læknirog kona
með rusl.
Á lóðinni við fjölbýlishús, sem
stendur við Jörfabakka var kona
nokkur að hreinsa til, þegar við
ókum þar hjá. Við tókum hana
tali.
— Ég heiti Marta Sigurðardótt-
ir en þið megið ekki taka mynd af
mér með ruslið, sagði hún og hló.
Marta sagði okkur, að hún
hreinsaði nú oftar til i kringum
sig, en aðeins fyrir þjóðhátiðir.
— Ertu ánægö með borgina
þina?
— Reykjavik er alveg dásam-
leg borg, og hún er alltaf að verða
fallegri og fallegri. Mér finnst
mjög þægilegt að búa hérna og
borgin er hreinleg og I alla staði
ágæt, sagði Marta Sigurðardóttir,
Jörfabakka 8.
Eins og allir vita, er mest unnift
aö uppbyggingu og fegrun borg-
arinnar að sumri til og þarf þvi að
bæta við fjölda vinnfólks til að
vinna verkin. Skólafólk hefur
gjarna notiö góðs af þessari þróun
og einn hittum vift, verðandi
lækni, þar sem hann stjórnaði
dráttarvél fimlega við að slétta úr
moldarbingjum. Kristmundur
Asmundsson:
— Jú, ætli maður taki ekki þátt
i hátiðarhöldum, ég má til með að
fara með dótturina i skrúðgöngu.
Auk þess getur þetta nú verið
upplyfting fyrir mig, ég vinn jú
alla daga vikunnar, en reyni samt
að hvila mig á sunnudögum.
— Hér? Við erum að leggja hér
gangstétt, sem teljast má varan-
leg aö gerð og er þvi ekki ein-
göngu þjófthátiftarskraut, sagði
Kristmundur.
Fólk að byggja
í Breiðholti og
ung dama að róla sér
Ein ung dama stundaði uppá-
haldsiðju sina, að róla sér, og hjá
henni sat köttur, kötturinn Perla
og sleikti sólskinið. Kristjana Sig-
urftardóttir 4 ára, brosti kotrosk-
in, þegar ljósmyndarinn setti sig I
stellingar við að ná mynd, strauk
ljósa lokka frá enninu og svaraði
greiðlega öllum spurningum, sem
fyrir hana voru lagðar:
— Ég er 4 ára og er búin að
vera 3 ára og kisan heitir Perla.
Ég á hana ein, en þegar Sigga
systir kemur úr sveitinni, á Sigga
hana með mér. Sigga er búin að
eiga afmæli i sveitinni, en ég man
ekki hvað hún er gömul. Sigga er
nefnilega búin að vera lítil og er
orðin stór núna.
— í skrúðgönguna? Ég er búin
að fara i skrúðgöngu einu sinni.
Það var gaman. En ég fer niður i
bæ, þegar ég er orðin kona.
Kristin Þórisdóttir er fædd og
uppalin i Reykjavik, og þegar
okkur bar að, stóð hún við að
naglhreinsa spýtur og færðist þvi
hálfvegis undan þvi að vera að
eyða tima sinum i blaðamenn. En
við gátum samt fengið hana til
þess að segja nokkur orð um
Reykjavik og þjóðhátið:
— Um Reykjavik hef ég kann-
ski ekki mikið að segja, mér
finnst borgin skemmtileg og hér
er gott að vera. Við hjónin stönd-
um i þvi að byggja hér og það gef-
ur manni nú kannski ekki neinn
tima til heimsppkilegra vanga-
veltna. En ég ætla alla vega að
gefa mér tima til þess að taka
þátt i hátiðarhöldum um helgina
enda mætti nú ekki minna vera.
Kristin var með son sinn með
sér i barnavagni og sagðist hún
alltaf hafa hann með, svona til
í tilefni þjóðhdtíðar
í Reykjavík
brugðum við undir
okkur betri
fætinum og ræddum
við nokkra þeirra,
sem halda
þjóðhdtíðina,
reykvíska borgara
við vinnu, sólböð
og leik:
Hér munu aöalhátiöarhöldin fara fram.Næst okkur sjáum viö kerald þaö, hvar þjóöhátiöareldurinn skal loga, þá pallinn mikla meö tjaldinu
og síöan l.ækjartorg, sem algjörlega hefur breytt um svip hina síöustu daga.
Þaö þarf ekki stórar hárgreiöslustofur til þess aö iáta klippa sig. Þaö
getur maöur gert meö góöum skærum á Miklatúni.