Tíminn - 04.08.1974, Qupperneq 12

Tíminn - 04.08.1974, Qupperneq 12
12 TÍMINN Sunnudagur 28. júli 1974. Menn og máUfni Alþjóðadómstóllinn er á eftir þróuninni Hátiöarfundur alþingis á Þingvöllum. Timamynd: Gunnar Ihaldssemi dómstóla Crskuröir alþjóöadómstólsins i landhelgisdeilum íslendinga ann- ars vegar og Breta og Þjóöverja hins vegar, koma ekki á óvart. Þeir eru alveg i samræmi við það, sem andstæöingar landhelgis- samningsins viö Breta sögðu á Alþingi, þegar hann var þar til umræðu. Aöalandstaðan gegn samningnum byggðist á þvi, sem dómstóllinn sjálfur staöfestir i forsendu úrskurðanna, að hann myndi telja sig meira bundinn af imyndaðri hefð, þótt hún sé að verða úrelt, en af nýjum reglum eða lögum, sem séu að myndast. Mér finnst ekki úr vegi að rifja upp, þessu til sönnunar, nokkur atriöi úr framsöguræðu, sem ég flutti af hálfu fyrsta minnihluta utanrikisnefndar, þegar land- helgissamningurinn við Breta var til afgreiðslu i sameinuðu al- þingi i ársbyrjun 1961. Ég sagði m.a.: „Það er svo þessu næst að athuga, að alþjóðarétturinn, sem dórhurinn dæmir eftir, byggist að iangsamlega mestu á hefð og venjum. Það er mjög litið til af alþjóðlegum samningum, sem hægt er að fara eftir i sambandi við ágreiningsmál, og þá veröur að fara eftir þeirri hefð og þeim venjum, sem hafa myndazt. Nú er þannig ástatt um sjálfa viðáttu landhelginnar, að um hana rikir ekki nein viðurkennd regla, engin viðurkennd hefð, engin viður- kennd venja. Af þeim ástæðum hafa þrisvar sinnum verið kvaddar saman alþjóðaráð- stefnur til að ná samkomulagi um þetta atriði, en það ekki tekizt. Þar af leiðandi eru það ekki neinar ákveðnar reglur, sem alþj.dómurinn getur farið eftir i þessum efnum, heldur verður hann að reyna aö meta, ef sliku máli er skotið til hans, hvað hann á að telja að sé hin eölilega regla i þessum efnum. Þetta er svo óljóst, að fram aö þessu hefur engin þjóð farið þá leiö að skjóta ágreiningsmálum eins og þessum, þ.e.a.s. ágreiningsmál- um um viðáttu sjálfrar land- helginnar, til alþjóðadómstóls- ins. Málið, sem Norðmenn skutu til alþjóðadómstólsins fyrir nokkrum árum, fjallaði ekki um viðáttu sjálfrar landhelginnar, heldur um þaö, hvernig grunn- linur skyldu vera dregnar, og um það atriöi er nú komiöfulltalþjóö- legt samkomulag eins og ég minnist á áðan, að hefði náðst á Genfarráöstefnunni um haf- réttarmálin 1958. En sem sagt, ef alþjóöadómstóllinn ætti aö fjalla um deilumál eins og hér mundi skapast milli okkar og Breta, ef við færum út fiskveiðiland- helgina, yrði hann að byggja á hefð og reglum, sem ekki njóta neinnar alþjóðiegrar viöurkenn- ingar i dag. Hann yröi þá aö reyna að meta það, eftir hverju hann ætti að fara. Það eb alveg visst mál, að þegar dómstóliinn á aö kveða upp dóm undir slikum kringumstæðum, þá hlýtur hann og þá veröur hann skyldu sinni samkvæmt að vera nokkuð ihaidssamur. Hann verður aö vera varfærinn. Hann má ekki ganga of langt. Og þess vegna er hætta á þvi, þegar dómar eru kveðnir upp undir slikuin kringumstæðum, aö dómararnir séu heldur á eftir þróuninni, fylgist ekki meö henni. Til þess að ganga ekki of langt fara þeir frekar eftir þvi, sem leljast gamlar reglur, heldur en hinum nýju reglum, sem eru að skapast. 1 þvi sambandi er að sjálfsögðu mikil hætta fyrir okkur fólgin, ef við þyrftum að leggja slikt mál undir úrskurð alþjóðaréttarins”. Alþjóðadóm- stóllinn og Kýpurdeilan „Ég vil minna á það i þessu sambandi, að þegar Kýpurdeilan var að byrja, þá buöu Bretar upp á það, bæði Grikkjum og Kýpur- búum, að hún skyldi lögð undir al- þjóðadómstólinn og alþjóöadóm- stóllinn skyldi látinn dæma um það, hvort Kýpurbúar ættu rétt til sjálfsákvörðunarréttar og sjálf- stæðis. Þessu tilboði Breta var eindregið hafnaö, bæði af Grikkjum og Kýpurbúum, og þaö var einfaldlega vegna þess, að það var taliö nokkurn veginn full- vist, að ef alþjóðadómstóllinn dæmdi i þessu máli, mundi hann fara eftir hefö og reglum, sem væru þannig tagaðar, að Bretar mundu þar bera sigur úr býtum. Þeir mundu vinna málið, þó að aðstæður væru hins vegar þannig, aö Kýpurbúar hefðu allan hinn siðferöislega rétt með sér i málinu. Og ég held, aö það sé ekki hægt að benda á eitt einasta dæmi þess, að nýlendu- þjóö hafi snúið sér til alþjóða- dómstólsins og óskað eftir úr- skurði hans um það, að hún ætti tilkall til sjálfst. eða yfirráða i landi sinu, einfaldlega af þeim ástæðum, að reglum eða hefð um þessi mál er enn þannig hátt- að i heiminum, að viðk. þjóð mundi ekki fá sinn rétt viður- kenndan hjá alþjóðadómstólnum og þess vegna yrði hún að sækja rétt sinn eftir öðrum leiðum. Nú má segja, að það sé að mjög miklu leyti svipað háttaö tilkalli okkar til landgrunnsins og ný- lenduþjóða til yfirráða i landi sinu, og þess vegna verðum viö að sækja þann rétt eftir svipuðum leiðum og nýlendurikin hafa sótt sinn rétt. Eins og alþjóöalögum er enn háttað, þar sem þau eru raunverulega ekki til i þessum efnum og fara veröur eftir gamalli hefð, þá getum við ekki treyst á úrskurð alþjóöaréttar i þessum efnum, heldur veröum að sækja mál okkar eftir öðrum leiðum, eins og við höfum hingað til gert með fullum árangri og eins og aðrar þjóðir hafa gert, sem svipað hefur staðiö á um og okkur. Þær hafa allar sótt sinn rétt með einhliða ákvöröunum eins og nefna má um tugi dæma á undanförnum árum, en engin hefur snúið sér til aíþjóðadóm- stólsins og óskað eftir ein- hverjum ákvörðunum hans eða dómi um þessi mál, vegna þess, að þær álitu alþjóðareglur um þetta svo óákveðnar og aö mörgu leyti afturhaldssamar, að það væri ekki hægt að leita dómsins undir þeim kringumstæðum. Þegar þetta er allt saman at- hugað, hljóta menn að gera sér fulla grein fyrir þvi, að á þvi er reginmunur, hvort við áskilum okkur einhliða rétt til útfærslu fiskveiðilandhelginnar og til landgrunnsins eða hvort við viljum Iáta þennan rétt verða háðan samþykkt Breta og úrskurði alþjóðadómstóls, sem á mjög erfitt með að úrskurða um þetta vegna þess, hve óljósar reglurnar eru og mikil hætta er á, að hann verði fremur ihalds- samur en frjálslyndur i slikum úrskuröi, eins og á vissan hátt honum ber lika að vera, þegar reglur eru óákveðnar um einstök efni”. Bandaríkin og Alþjóðadóm- stóllinn „Hér hefur komiö fram i umr., fyrst hjá hæstv. fjmrh. Gunnari Thoroddsen og svo hjá seinasta ræðum., Jóh. Hafstein, að við værum skyldir til þess sem réttarriki að láta aljóðadóm- stólinn kveða upp dóm i deilu- málum okkar við önnur riki. Þetta er mikil misskilningur. Þær reglur, sem um þetta eru i sáttmála Sameinuðu þjóðanna, ákveða ekki beina skyldu i þessum efnum, heldur er hvert einstakt riki látið sjálfrátt um það., i hvaða tilfellum þaö visar málum til alþjóðadómstólsins. Hitt er það, að einstök riki geta gefið yfirlýsingar um það, að þau vilji útkljá deilumál sin með þvi, að málskot eigi sér stað til al- þjóðadómstólsins. Seinast þegar ég vissi um þessi mál, i árslok 1959, voru ekki nema 38 riki af 100 rikjum, sem nú eru i Sameinuðu þjóðunum, búin að gefa slika yfirlýsingu og öll eða langflest með vissum fyrirvara, eins og til dæmis með þeim fyrirvara, að þau yrðu að meta það sjálf i hverju einstök tilfelli, hvort um innanlandsmál væri að ræða eða ekki. Meöal þeirra rikja, sem hafa sett slikan fvrirvara, er það stórveldi, sem viö hæstv. fjmr. getum vafalaust veriö sammála um aö telja einna mesta réttar- rikiö i heiminum i dag, en það eru Bandarikin. Þing þeirra setti þann fyrirvara fyrir aöild að al- þjóðadómstólnum, að það yröi metið i hverju einstöku tilfelli, af Bandarikjunum sjálfum, hvort um innanlandsmál væri aö ræða eða ekki. Ég skal nefna dæmi um, hvernig þetta mundi vera fram- kvæmt af hálfu Bandarikja- stjórnar. Arið 1945 gaf Banda- rikjastjórn út yfirlýsingu, sem helgaði Bandarikjunum rétt til allra auðæfa, sem felast i botni landgrunnsins umhverfis Banda- rikin, Þetta gerðu Bandarikin með einhliða ákvörðun og töldu sig hafa fullan og óskorðaðan rétt til þess. Það væri innanrikismál þeirra. Það er alveg vist, að ef héfði komið krafa um það frá öðru riki, að þessari eignatöku Bandarikjanna á landgrunninu yrði skotið til alþjóðadóms, þá hefðu Bandarikin neitað þvi, vegna þess að þau töldu, aö hér væri um hreint innanrikismál þeirra að ræða og þau ættú ein óskoraðan rétt til námuauðæfa, sem finnast kynnu á landgrunn- inu. Þess vegna erum við ekki að ganga i berhögg við neinar reglur, þó aö viö viljum hafa rétt til þess að meta þaö i hverju ein- stöku tilfelii, hvort deilumálum okkar við aörar þjóðir um land- grunnið verði skotiö til alþjóöa- dómstóls eða ekki”. Álit Hermanns Jónassonar Meðal þeirra, sem tóku i sama streng, var Hermann Jónasson Hann sagði m.a.: „Ég ætla ekki að fara frekari orðum um alþjóðadómstólinn. Það hefur verið talað um hann hér af öðrum og sýnt fram á, að það er áhyggjuefni framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, hvað dómstóllinn hefur litið álit og miklu minna álit en gamli Haag- dómstóllinn hafði. En það er stað- reynd, að þessum dómi hafi ekki viljað lúta nema um einn þriðji af Sameinuðu þjóðunum. Mér dettur ekki i hug að halda þvi fram, að i þessum dómi séu ekki góðir og gegnir menn, — siður en svo, — þeir eru það áreiðanlega. En það er alveg tvimælalaust, eins og rakið hefur verið hér, og það er sú stóra hætta, að dómari, hvað samvizkusamur sem hann er, fer ekki eftir öðru en sinum skoðun- um, skoðunum og lögum og venj- um, sem hann á að dæma eftir, og þær mótast alltaf af þvi þjóðerni, sem hann tilheyrir, af þeirri menningu, sem hann lifir i og er alinn upp i. Og það er staðreynd, að þær þjóðir, sem eru á móti okkur i landhelgismálinu, eiga nú meiri hluta i dómnum. Við getum þess vegna ekki búizt við þvi, eins og ég lika sagði áðan, þegar ég minntist á hættuna af þvi að af- sala hinum einhliða rétti til út- færslu, að þegar dómurinn dæm- ir, þá verði það mat, sem hann leggur á okkar mál, okkur hag- kvæmt, þvi að við skulum gera okkur það ljóst, eins og marg- sinnis hefur verið tekið fram, að hér er ekki verið að dæma eftir lögum, hér er verið að dæma eftir þvi, hvað dómurinn álitur rétt i þessu tilfelli, til þess hefur hann vald, og það er eins konar mat á aðstæðum. Við getum ekki búizt við þvi, að það verði okkur hag- stætt, þvert á móti.” Ummæli Helga Bergs Helgi Bergs átti þá sæti á þingi sem varaþingmaður. Hann sagði m.a. um framangreint atriði: „Versta ákvæðið i þessum samningi er þó, eins og svo marg- ir ræðumenn hér hafa undirstrik- að, ákvæðið um alþjóðadómstól- inn. Þetta ákvæði er auðvitað al- gerlega óhafandi, meðan þessi dómstóll hefur ekki nein alþjóða- lög til að fara eftir nema um ein- stök fáein atriði þessu viðvikjandi og t.d. engin um viðáttu fiskveiði- lögsögunnar. Það komu hér fram i umr. þær sorglegu fréttir, hafðar eftir eng- um lakari manni en sjálfum Hammarskjöld, að 2/3 hlutar þjóðanna innan vébanda Samein- uðu þjóðanna hefðu ekki viljaö sætta sig við að visa deilumálum sinum til Haag-dómstólsins. Þó var þarna um að ræða almenn deilumál af ýmsu tagi, sem i flestum tilfellum falla undir ein- hver gildandi alþjóðalög. Hvað halda menn, að það væru margar þjóðir og þá sérstaklega hvað margar af þeim framsæknu þjóð- um, sem eru i sókn, — það er skiljanlegt með þær gömlu og ihaldssömu, — en hvað halda menn, að það séu margar þjóðir, sem hefðu viljað skuldbinda sig til þess að visa málum, sem engin alþjóðalög eru til um, til dóm- stólsins i Haag, þegar svona illa gengur að fá þær til þess að fall- ast á að láta hann dæma i milli- rikjamálum almennt? Það mætti hugsanlega sætta sig við atriði af þessu tagi, ef þau næðu t.d. aðeins til spursmála eða ágreinings- atriða i sambandi við grunnlinur eða slika hluti, sem alþjóðareglur eru til um. En að vera fyrir fram bundinn við að sætta sig við al- þjóðadóm um alla eilifð, einnig i þeim atriðum, þar sem dómstóll- inn hefur, eins og það er orðað, sanngirni sina eina til að dæma eftir, er alveg ótækt. Og hvernig er sanngirni slikra dómstóla? Sanngirni þeirra er, eins og hér hefur oft verið bent á, fyrst og fremst ihaldssöm. Dómstólar eru ihaldssamir, og i mörgum tilfell- um eru þeir mörgum árum, kannske áratug, á eftir þeim praksis, sem einhliða aðgerðir þjóðanna eru að skapa á hverjum tima. Þess vegna er umskiptun- um, sem nú eru að verða eða eiga að verða, bezt lýst með orðum hv. 2. þm. Vestf. hér áöan, þegar hann sagði, að við værum að flytja okkur úr fararbroddi og aftast i röðina.” Happaverk Þvi miður er það nú komið fram, sem menn óttuðust mest i sambandi við landhelgis- samningana við Breta og Þjóð- verja frá 1961. Alþjóðadómstóll- inn er afturhaldssöm stofnun, sem telur sig þurfa að vera frekar á eftir réttarþróuninni en að fylgjast með henni. Það var þvi mikið happaverk, að Alþingi skyldi segja samningunum upp með eðlilegum fyrirvara, og þvi getum við haldið þvi fram með fullum rétti, að við séum ekki bundnir af úrskurðunum. Það var lika happaverk, að við skyldum ekki flytja málið I Haag, þvi að það hefði einnig bundið okkur sið- ferðilega til að hlita úrskurðun- um. Hvorugt þetta hefði verið gert, ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið að ráða. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.