Tíminn - 04.08.1974, Side 13

Tíminn - 04.08.1974, Side 13
Sunnudagur 4. ágúst 1974. TÍMINN 13 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Sagan í ræðu þeirri, sem Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra flutti, þegar hann sleit þjóðhátiðinni á Þingvöllum, minntist hann sérstaklega hins mikla gildis, sem sagan hefði haft fyrir Islendinga. For- sætisráðherrann sagði m.a.: „Ég vil annars við þetta tækifæri leggja áherzlu á, að það er og verður islenzkri þjóð til sæmdar, að hún minnist þess með margvislegum og veglegum hætti, að fyrir ellefu öldum hófst Islendingasaga með fastri búsetu forfeðra vorra i landinu. Það er áreiðanlega hollt og horfir til heilla hverri þjóð að leggja rækt við sögu sina. Þangað sækir hún styrk i þrengingum og mannraunum, eggjan til dáða og framsóknar, fordæmi um markmið og leiðir og fróðleik um lifsbaráttu kynslóðanna i bliðu og striðu. Og það er þroskamerki á þjóðinni, að hún lætur óvenjulegar aðstæður og átök á þjóðmálasviðinu ekki varpa neinum skugga á þessi hátiðahöld né annað það, sem gert er til að minnast þessa ellefu hundruð ára afmælis. Islenzka þjóðin er svo gæfusöm, að hún mun flest- um þjóðum betur kunna skil á uppruna sinum og sögu, þó að sitthvað sé þar enn órannsakað og sögu- skýringar kunni að vera eitthvað á reiki. Vér Is- lendingar erum stoltir af uppruna vorum, og eigi að ástæðulausu, þegar litið er á heimildir. Landnáma gerir grein fyrir landnámsmönnum og sýnir, að þar voru sjaldnast kotungar á ferð, heldur ættgöfugir afreksmenn og vikingar. Og skáldin hafa gjarna brugðið rómantiskum ljóma yfir þessa forfeður vora. Þau hafa talað um „hetjur af konungakyni”, „syni og farmenn hins frjálsborna anda”, „andann forna konungborna”, o.s.frv. Hvort sem menn taka lýsingar þessar bókstaflega eða ekki, og hvort sem mat manna nú á dögum er á ættgöfgis ættartölum, þá er vist, að hugmyndir manna um ágæti landnámsmannanna og frásagnir íslendingasagna af afreksmönnum hafa verið þjóð- inni aflgjafi og örvun til dáða. Á öllum öldum ís- landsbyggðar hefur sagan og „feðranna frægð” verið islenzku þjóðinni orkulind. Við þann ylgjafa ornuðu íslendingar sér, þegar kreppti að og á móti blés á erfiðleika timum, og þangað sóttu þeir orku til átaka, von um bjartari daga og trú á eðliskosti og framtið þjóðarinnar. Það er þvi ekki of mælt, að minum dómi, að sagan hafi verið einn traustasti lifvörður þjóðar vorrar, þó að auðvitað hafi þar fleiri verndarvættirverið að verki og staðið vörð um þjóðarsálina, og eigi sinn þátt i þvi, að íslendingar — ekki fleiri en þeir eru — hafa lifað af aldirnar sem sérstök þjóð. Það er þvi sannarlega ekki af neinum hégóma- skap, sem minnzt er landnámsins og ellefu hundruð ára byggðarsögu. Með þvi heiðrum vér minningu horfinna kynslóða, sem hver og ein lagði eftir sinni getu steina i þann grunn, sem ísland stendur nú á. Vér stöndum þvi i þakkarskuld við þessar horfnu kynslóðir, sem margar hverjar urðu að heyja harða lifsbaráttu og lifa við miklar þrautir, en gáfust aldrei upp. Sú saga er vitaskuld ekki nema að litlu leyti fest á blað, þvi að: „hver einn bær á sina sögu, sigurljóð og raunabögu”. En hinum óþekktu hetjum hversdagslifsins skyldum vér sizt af öllu gleyma i reikningsskilum við fortiðina. Skuld vora við horfn- ar kynslóðir getum vér aðeins goldið framtiðinni.” „Störfum i samtið”, sagði forsætisráðherra enn- fremur, „að markmiðum i framtið, en með leiðsögn i fortið. Þá mun stefnt að traustu og gróandi þjóðlifi hér á landi.” Þ.Þ. Clayton Fritchey, New York Post: Ford hefur verið of hlýðinn við Nixon Vafasamt að hann reynist vel sem forseti N'ixon og Ford. Höfundur þessarar greinar, Clayton Fritchey, er einn af þekktustu biaðamönnum Bandarlkjanna. Greinar hans birtast i mörgum blöðum samtimis. t þessari grein vfk- ur hann að þvl, að Ford vara- forseti hafi verið of fyigispak- ur við Nixon til þess að hægt verði að trevsta honum, ef for- setadómurinn fellur honum I skaut. Hann tekur þó fram, að aðstaða Fords sé erfið, og halda margir þvi fram, honum til afsökunar. ÞEGAR lokalotan hófst i yfirheyrslum rannsóknar- nefndar fulltrúadeildar Bandarikjaþings út af land- ráðaákærunni á hendur Nixon forseta, sat Ford varaforseti enn við sinn keip og varði for- setann jafn ákaft og hann gerði, þegar yfirheyrslurnar hófust fyrir mörgum mánuð- um. Hann andmælti því ákaft, að framferði forsetans hefði verið ríkisstjórninni til van- virðu. Varaforsetinn lét sér þvi ekki nægja að koma fram sem herra Hreinn, heldur gekk lengra og tók að sér hlut- verkið herra Hvitþvoandi. Þegar Ford hefur mikið við og vill hreykja sér, segir hann: „Ég er fyrsti skátinn, sem gerist varaforseti Bandarikjanna”. Allir skátar eru og eiga að vera trúir og hollir, en skáta- heitið setur hollustu við einstaklinginn ekki ofar holl- ustunni við þjóðina. Varafor- setinn var að þvi spurður fyrir skömmu, hvað hann kynni að gera, ef honum leyfðist að gera bandarisku þjóðinni einn einasta greiða. Hann kvaðst kjósa að endurvekja „tiltrú al- mennings til rikisstjórnar okkar og hoilustu við hana”. En hefur varaforsetinn unnið að þessu i reynd? FORD er og verður senni- lega alltaf geðþekkur maður fyrst og fremst, enda er það honum i blóð borið. En honum hefur farnazt likt og mörgum öðrum varaforsetum að þvi leyti, að hann hefur sjaldan risið gegn forsetanum. Hann beygði sig.þegar fyrst reyndi á hann i Votugáttarmálinu, gerði að visu nokkrar minni- háttar tilraunir til að sýna sjálfstæði, en beygði sig aftur, þegar yfirheyrslurnar út af I landráðaákærunni voru i þann veginn að ná hámarki. Ford var valinn varaforseti samkvæmt 25. endurbót stjórnarskrárinnar og vann embættiseið sinn i desember i vetur. Margir republikanar gerðu sér þá vonir um, að hann endurreisti flokkinn á sama hátt og Calvin Coolidge gerði eftir Teapot Dome- hneyksli rikisstjórnar Hardings forseta. Harding féll sviplega frá, Coolidge tók við völdunum, gerðist herra Hreinn, og lét vægðarlaust rannsaka framkomu sam- flokksmanna sinna sem mis- gert höfðu. Vegna þessa náði Republikanaflokkurinn sér fljótt á strik að nýju og Coolidge vann stórsigur árið 1924. FORD hefur ekki sýnt minnstu tilhneigingu til að feta i fótspor Coolidge. Hann hefur þvert á móti hvað eftir annað gengið i lið með Nixon forseta við að reyna að þagga Vogugáttarhneyksliðniður. Ef til vill mælir hann af heilum huga, þegar hann fullyrðir, að sig langi ekki minnstu vitund til að verða forseti. Vissulega rennir það stoðum undir þá fullyrðingu, hve hann ver hina miklu stjórnarspill- ingu Nixons af mikilli ákefð og auðmýkt. Eigi Republikana- flokkurinn að geta gert sér vonir um sigur i kosningunum 1976, verður hann að bjóða fram mann, sem almenningur getur treyst til fyllsta heiðar- leika. Ford hefur ekki sýnt neina löngun til að taka að sér það hlutverk, enn sem komið er. JATA verður Ford til máls- bóta i þessu efni, að varafor- seti á ávallt erfitt um vik að sinna sjálfum sér. Fyrirrenn- ari Fords, Spiro Agnew, gerði það vissulega ekki. Vald- hafarnir i Hvita húsinu notuðu hann bæði til árása fyrir stjórnina og henni til varnar. Og þeir létu ekki dragast úr hömlu að taka Ford sömu tök- um. Starfsmenn Hvita hússins sendu Ford fljótlega út af örk- inni iil þess að verja Nixon i Votugáttarmálinu, og skrifuðu ræöuna meira að segja fyrir hann. Það var frumræða hans, þegar hann kenndi „fáeinum öfgamönnum og samtökum” um „viðvarandi raunir Votu- gáttarmálsins”, svosem AFL- CIO, ADA og öðrum „máttug- um áróðurshópum”. Ford lét þess ekki getið, að sum forustublöð Republikana- flokksins gengu fram fyrir skjöldu og reru að þvi öllum árum að Nixon segði af sér, og gera raunar enn. NOKKUR blöð vinveitt varaforsetanum hafa reynt að gera sem mest úr strjálum og máttlitlum tilraunum hans til aö sýna sjálfstæði. En blistri Nixon, hlýðir Ford kallinu umsvifalaust, og tekur ævin- lega undir með húsbónda sin- um, einkum þó um Votugátt- armálið, þegar hann kemur út úr Hvita húsinu aftur. Fróð- legt er að bera saman afstöðu hans og afstöðu öldungadeild- arþingmannanna Weickers, Buckleys, Brookes og jafnvel Scotts og fleiri republikana, sem hika ekki við að lýsa hneykslun sinni á spillingu rikisstjórnarinnar. Ford er lögfræðingur og þekkir stjórnarskrána. Eng- inn staðhæfði jafn ákveðið og hann áður en Votugáttar- hneykslið kom til sögu, að landráðaákæra þyrfti ekki að einskorðast við bein glæpa- mál, eins og Nixon fullyrðir nú. Skjalleg sakargögn á hendur forsetanum hafa hrannazt upp eins og aur- skriða að undanförnu, en ekk- ert lát er sýnilegt á varafor- setanum. FORD var kvaddur til San Clemente fyrir skömmu, og átti hann þar langan fund með Nixon. Þegar hann kom aftur, lét hann i það skina, að rannsóknarnefnd fulltrúa- deildar þingsins sýndi forsetanum ekki fullan heiðar- leika. Hann spáði þvi einnig, að fulltrúadeildin sem heild snerist honum til varnar, þeg- ar til kastanna kæmi, þar sem „yfirgnæfandi” meirihluti framkominna gagna sýndi, að hann væri saklaus af hvers konar misgerðum. Slikra ummæla sem þessara er að vænta af munni manna eins og James D. St. Clair, aöalverjanda forsetans. En dapurlegt er að heyra þau af vörum þess manns, sem krefj- ast ber að endurreisi siðferði- lega forustu Hvita hússins, ef hann tekur við forsetaembætt- inu. og krefjist fyllsta heiðar- leika og flekkleysis af allri rikisstjórninni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.