Tíminn - 04.08.1974, Side 14
14
TÍMINN
Sunnudagur 4. áaúst 1974.
Þau tengsl mega
ekki slitna
ms
m
m
EINN ÞEIRRA ágætu
Vestur-íslendinga, sem
nú eru hér staddir i til-
efni af ellefu alda af-
mæli íslandsbyggðar, er
frú Guðbjörg Sigrlður
Jónsdóttir, kennari og
hljómlistarkona. Blaða-
maður frá Timanum
fékk að spjalla við hana
litla stund, ekki alls fyr-
ir löngu, og fer nú hér á
eftir nokkur hluti þess,
Við byrjuðum á þvi að
ræða um fortíðina, og
undirrituðum varð vist
fyrst fyrir að spyrja. •
— Voru foreldrar þinir i hópi
hinna fjölmörgu Islendinga, sem
fluttust vestur um haf, eða fædd-
ust þau i Ameriku?
— Foreldrar minir ólust upp
hér á Islandi og voru meira að
segja gift, áður en þau fluttust
héðan. Þau gengu i hjónaband ár-
ið 1892 og urðu siðan samferða
stórum hópi vesturfara árið eftir.
Þau komu til Winnepeg 1893 og
unnu þar að verzlun i átján ár.
Faðir minn rak þessa verzlun
ásamt öðrum manni, og verzluðu
þeir aðallega með hestafóður og
hveiti. Seinna fluttumst við að
Leslie i Saskatchewan, og þar
fæddist ég.
— Hvaðan af Islandi voru for-
eldrar þinir?
— Faðir minn fæddist á Kópa-
reykjum i Reykholtsdal, en móðir
min, Sigriður Jónsdóttir, var frá
Fljótstungu i Hvitársiðu. Þau
voru gefin saman i Reykholts-
kirkju, en siðast áttu þau heima á
Hurðarbaki, og þaðan fóru þau
vestur.
Faðir minn hét Jón Ólafsson og
var Borgfirðingur að ætt, svo
langt sem ég kann að rekja. Móð-
ir min var systir Böðvars Jóns-
sonar, bónda á Kirkjubóli i
Hvitársiðu. föður Guðmundar
Böðvarssonar, skálds sem nú er
nýlátinn.
íslenzkt heimili,
islenzkt mál
— Héldu ekki foreldrar þinir
sambandi við ættingjana hér
heima, eftir að þau voru komin til
Amerikú?
— Jú. Mamma skrifaði alltaf
Benónýju systur sinni og lika
Böðvari á Kirkjubóli. Seinna, eft-
ir að Guðmundur skáld var orðinn
fulltiöa maður, var hann mjög
áhugasamur að halda þessum
tengslum við. Hann skrifaði oft,
bæöi mömmu minni og ömmu,
sem lika var fyrir vestan. Núna,
rétt áður en ég lagði af stað hing-
að til Islands, tók ég mig til og las
vandlega bréf frá Böðvari heitn-
um til ömmu minnar, svona til
þess aðendurvekja minningarnar
og tilfinningatengslin.
— Þið hafið þá ef til vill eignazt
eitthvað af bókum Guðmundar
Böðvarssonar?
— Ekki eitthvað af þeim, heldur
allar. Alltaf, þegar komin var út
bók eftir Guðmund, sendi hann
mömmu minni hana. Þær eru og
hafa verið ómetanlegur fjársjóð-
ur fyrir mig, sem hef verið að
reyna að halda minni islenzku
viö, eftir þvi sem ég hef getað. Þó
býst ég nú varla við, að ég skilji
bækur Guðmundar alveg niður I
kjölinn, ekki allar að minnsta
kosti.
— Þú talar lika góða islenzku,
af hverjum sem þú hefur lært
hana.
— Þakka þér fyrir að segja það.
Þetta held ég að foreldrum min-
um þætti vænt um að heyra, þvi
að þeim var það mikið áhugamál,
að ég talaði móðurmál mitt vel.
— Þau hafa auðvitað alltaf tal-
að saman á islenzku?
— Já. Heimili okkar var alis-
lenzkt, og við vorum i islenzkri
byggð, þarna i Vatnabyggðunum.
Þar voru oft sungnar islenzkar
messur, og foreldrar minir tóku á
móti prestunum, sem komu til að
messa, en þar að auki var heimili
okkar jafnan opið öllum is-
lendingum. Björgvin Guðmunds-
son tónskáld kom oft heim til okk-
ar. Hann hafði miklar mætur á
mér, þegar ég var barn, hvernig
sem á þvi hefur nú staðið.
— Var það svo undarlegt?
— Skýringin er liklega helzt sú,
að ég var snemma gefin fyrir tón-
listina, og það mun Björgvin hafa
fundið, þótt ég væri aðeins barn,
sem ekkert kunni.
— Fórst þú samt ekki að leika á
hljóðfæri þegar á unga aldri?
— Eg h'ef spilað á orgel við
guðsþjónustur siðan ég var
fimmtán ára.
— Kenndi Björgvin þér kannski
aö leika á hljóðfæri?
— Nei, ekki var það nú. Ég
byrjaði á þvi að læra hjá elztu
systur minni, Lilju, en hún hafði
lært pianóleik i Winnepeg. Siðan
var ekki mikið um nám hjá mér i
bráð, enda ekki auðhlaupið að þvi
að fá tilsögn i hljóðfæraleik. Loks
gat pabbi grafið upp enska konu
úti á landsbyggðinni, sem var
góður kennari, og hana fékk hann
til þess að kenna mér.
— Þú hefur aðallega leikið á
planó?
— Já, fyrst, en svo kom á
heimili okkar litið orgel, stigið og
með belg, eins og þau voru i
gamla daga. A þetta orgel spilaði
ég oft og hafði mjög gaman af þvi.
— Leikur þú enn opinberlega?
— Já, já, ég spila alltaf i kirkj-
unni heima hjá mér. Það er ein-
hvern veginn svo, að þar sem ég
hef átt heima, hefur organleikar-
inn i kirkjunni verið um það bil að
flytjast I burtu eða hætta um það
leyti sem ég kom á staðinn, svo
það hefur oftast komið á mig að
taka við starfinu. Það kann að
vera dálitið undarlegt, en svona
hefur þetta gengið.
Saga íslendinga
i Alberta
— Nú hefur aðalstarf þitt verið
kennsla. Er það þá einkum tón-
list, sem þú kennir?
— Nei, ekki núna. Fyrr á árum
kenndi ég tónlist og æfði söng-
flokka barna, aðallega á striðs-
árunum.
Núna syng ég með Saga Singers
i Edmonton. Það er söngfélag
þeirra, sem vilja halda við is-
Íenzkukunnáttu sinni. Við syngj-
um auðvitað alltaf á islenzku, en
við gerum meira en að syngja.
Við erum búin að taka mikið af
þjóölegu efni upp á segulbönd og
höfum komið þvi á islenzkt safn i
Edmonton, þar sem ætlunin er að
M-
tm
Reykholt I Uorgarfirði. Hér voru foreldrar Guðbjargar Sigrlbar Jónsdóttur gefin saman I hjónaband
þegar nýhafinn var seinasti tugur aldarinnar sem leið. Þá hefur þessi bær staöiö I Reykholti, eins og
hann gerði lengi sfðan. Og þessu Ilk, og þó öllu fátæklegri, hafa þau veriö, híbýlin, sem foreldrar Guð-
bjargar yfirgáfu, þegar þau kvöddu ættland sitt og fluttust vestur um haf.
safna allri sögu Islendinga i Al-
berta. Það er safnað eins mikilli
vitneskju og hægt er um þá Is-
lendinga,-sem fyrst komu á þess-
ar slóðir og sögunni siðan fylgt
óslitið allt fram á þá daga, sem nú
eru að liða. Annars má segja það,
stjórnendum Albertafylkis til
hróss, að þeir eru mjög áhuga-
samir að halda við tungumálum
þeirra þjóðabrota, sem þar hafa
setzt að. Það er ekki nein tilvilj-
un, að Saga Singers skuli á hverju
ári vera beðin að syngja i safninu
i Edmonton — á Islenzku. Þá
klæðast konurnar islenzkum bún-
ingum, en þar eiga karlmennirnir
ekki eins hægt um vik, þvi þeirra
klæðnaður er ekki svo mjög
breytilegur frá einu landi til ann-
ars. Ég er nú samt að reyna að gá
i kringum mig á meðan ég dvelst
hérna og vita, hvort ég kem ekki
auga á eitthvað það i klæðaburði
islenzkra karlmanna, sem frá-
brugðið er þvi, sem gerist i Ame-
riku. Eiginlega var mér falið að
rannsaka þetta og flytja um þaö
fréttir, þegar ég kæmi aftur heim.
— Er vitað, hversu margt fólk
af Islenzkum ættum er nú I
Edmonton?
— Það efast ég um. Að minnsta
kosti hef ég ekki neinar tölur um
það. Á siðasta Islendingadegi i
Markerville voru um fjögur
hundruð tslendingar komnir
saman, en það segir ekki alla
sögu, þvi það eru ekki allir i
tslendingafélaginu, þótt þeir séu
af islenzku bergi brotnir og ekki
heldur við þvi að búast, að hver
einasti félagsmaður hafi komið á
samkomuna.
— Er algengt, að fólk af
Islenzkum ættum tali íslenzku
þarna á þinum heimaslóðum?
— Ég veit ekki, hvort rétt er að
segja, að það sé algengt Þó er
talsvert um, að menn reyni að
halda við sinu gamla móðurmáli,
og þeir sem á annað borð hafa
lagt á það stund, tala flestir.
islenzkuna vel — og miklu betur
en ég!
Vináttubönd, sem enzt
hafa þrem ættliðum
— Var ekki erfitt að halda
islenzkunni við á fullorðins-
árunum, þótt hún væri töluð. á
æskuheimili þinu, þegar þú varst
barn?
— Þegar ég fór að fara að
heiman á unglingsárunum, hafði
ég þann sið að skrifa foreldrum
mlnum og öðrum heima alltaf á
islenzku, það hjálpaði mikið,þvi
meirihluta minna fullorðinsára
hef ég varla heyrt islenzkt orð.
En ég bjó að uppeldinu og ekki
sizt þvi, að þegar ég var lltil.,
kom amma min tii pabba og
mömmu og átti þar heima mörg
siðustu árin, sem hún liföi. Hún
var þá orðin blind, og ég var látin
lesa fyrir hana — á islenzku auð-
vitaö. Ég varð alltaf að lesa fyrir
hana i sálmabókinni á sunnu-
dögum og svo annað efni, sögur
og kvæði, eftir þvi sem til náðist.
Þessum góða sið hef ég reynt að
halda. Ég hef ekki aðeins lesið
bækur Guðmundar Böðvars-
sonar, frænda mins, heldur einnig
islenzku blöðin og yfirleitt allt þaö
islenzkt efni, sem ég hef náð til
— Þú hefur ekki gifzt Islenzkum
manni?
— Nei, nei. Maðurnn minn var
franskur og hét Letourneau að
ættarnefni. Við eignuðumst
fjögur börn, en mér reyndist ekki
unnt að kenna þeim Islenzku, þvi
enginn maður neins staðar nálægt
skildi stakt orð i henni. Börn læra
mál alveg eins mikið af leik-
félögum sinum eins og foreldrum,
og þvi var ekki þess að vænta að
min börn lærðu islenzku, þegar
ekki var nema ég ein, sem skildi
Björgvin Guðmundsson tónskáld.
Hann var nágranni Guðbjargar
Sigriðar Jónsdóttur i Ameriku,
kom oft á heimili foreldra hennar
og fékk dálæti á barninu, þvi að
honum duldist ekki, hvert yndi
hún hafði af söng og hljóðfæra-
leik. Siðan hefur hún geymt mynd
hans I þakklátum huga.
hana og þegar aldrei var tækifæri
til þess að tala hana. En börn-
unum minum var það mikið
áhugamál að ég færi til Islands
núna, og ég er að vona, að ég
geti útvegað þeim bréfafélaga
hér heima, svo það samband á
milli skyldmenna, sem staðið
hefur óslitið i þrjá ættliði siitni
ekki, þótt nú hafi fjórði liðurinn
bætzt við
— Á hvaða aldrei eru börn þin
núna?
— Þau eru frá 23 ára til þritugs
og öll gift. Bróðurdóttir min i
Kaliforníu á hvorki meira né
minna en sex dætur, sem eru á
aldur við sumt af þvi frændfólki,
sem ég er að heimsækja hér núna,
svo það ætti ekki að vera von-
laust um áframhald þeirra vin-
áttubanda, sem svo lengi hafa
staðið innan ættarinnar
íslenzkar samkomur —
fræðsla um ísland
— Haldið þið stundum sam-
komur, þar sem eingöngu er töluð
islenzka?
— 1 Edmonton er vanalega
haldið þorrablót i febrúar. Þá eru
lesin upp kvæði og Saga Singers
syngur á islenzku. Þar koma
íslendingar lika saman i mai-
mánuði og krýna fjallkonuna. Þá
er alltaf töluð islenzka og ef unga
stúlkan eða konan, sem er fjall-
kona i það og það skiptið, hefur
lært Islenzku, er hún beðin að lesa
eða hafa yfir kvæði eða annað á
islenzku. Siðasta fjallkonan okkar
las úr bók eftir Halldór Laxness.
Það sem ég man bezt úr þeim
upplestri, var, að baðstofan hafi
um langan aldur verið háskóli
Islendinga. Þessi orð snurtu mig
djúpt.
— Nú ert þú skólakennari, Guð-