Tíminn - 04.08.1974, Side 15
Sunnudagur 4. ágúst 1974.
TÍMINN
15
Andstæður
fortíðar
og nútíðar
BH—Reykjavik. — Það er sölt
sjávarangan I loftinu, þegar kom-
ið er i deild sjávarútvegsins á
þróunarsýningunni, sem nú
stendur yfir i Laugardalshöll.
Komiö hefur verið upp gömlum
skreiðarhjalli við inngang
sýningardeildarinnar, þar sem
ýmis gömul verkfæri hanga á bit-
um og veggjum og skreið utan á,
og á sjávarsléttum steinum við
uppsláttinn liggur slatfiskur til
þerris, gulur af sól og vænleik,
hvitmatandi af salti.
Það er mikið, sem fyrir augun
ber í sjávarútvegsdeildinni, og
augsýnilega talsverð vinna lögð i
að safna saman þeim myndum og
munum, sem hvað gleggsta mynd
gefa af þróuninni.
Einna mesta athygli hlýtur
samt að vekja gamli vélarstrokk-
urinn þarna, frá 1902, 2 hestafla
Mollerup frá Esbjerg. Þegar
maður snýr hjólinu, gefur hún
skarpan hnykk, það leynir sér
ekki, að hún þjappar vel enn i
dag — en þætti sjálfsagt ekki
kraftmikil núna.
Þarna eru lfka Asdic-tæki úr
Ægi gamla og radarinn úr Ingólfi
Arnarsyni.
Og svo eru þarna nýtizku tæki
af öilum hugsanlegum gerðum til
samanburðar við þau gömlu.
Verður ekki annað sagt en sér-
lega vel hafi tekizt til um val
mynda og muna i þvi skyni að
sýna andstæðurnar, fortið og
nútið, i hinum margvislegu
myndum sjávarútvegsins, eins og
hann hefur verið hér á landi.
Þarna er gamalt ævintýri frá
sildarárunum, sem vafalaust
vekur endurminningar margra,
sem upplifðu þau skrýtnu ár. Hér
er um að ræða stauranót, sem sett
hefur verið upp af miklum hag-
leik. Má auðveldlega rekja ganga
sildarinnar, þegar hún með flóð-
inu hefur villzt inn i völdunarhús
nótarinnar, sem hún hefur ekki
átt afturkvæmt úr.
Það, sem einna mesta athygli
vekur á þessum stað, eru hinar
smekklegu umbúðir sjávaraf-
urða, sem nú eru seldar um heim
allan — það er sýnt á korti þarna
— og hefur ekki nema sumar
hverjar borið fyrir augu okkar.
Um ágæti þessara afurða þarf
ekki að efast, eða eins og ágætur
sælkeri komst að orði i okkar eyru
þarna á sýningunni um
niðursoðna lifur i oliu, sem til
dæmis er sýnd þarna:
— Ég hafði bara ekki hugmynd
um, hvað ég var að borða, þegar
ég smakkaði þetta fyrst, og
fannst það alveg geysigott..
Þarna á sýningunni eru lika
sýndar sjónvarpsmyndir og lit-
skuggamýndir frá vinnslu sjávar
afurða á vegum islenzkra aðila,
og kemur þar ef til vill hvað bezt
fram, hvilikar framfarir hafa
orðið á þessu sviði á mjög svo
skömmum tima, með slauknum
skilningi á mikilvægi atvinnuveg-
arins og stöðu hans i þjóðarbúinu.
Það eru 24 fél. sjávarútvegsins,
sem standa að sýningardeildinni
i Laugardalshöll. Hönnuðir
sýningarinnar eru þeir Stefán
Snæbjörnsson og Astmar Ólafs-
son, og hafa þeir leyst sitt verk-
efni af höndum með mikium
sóma og skilningi á verkefni sinu.
Guðmundur Ingimarsson, framkvæmdastjóri sjávarútvegsdeildarinn ar á Þróunarsýningunni, sýnir gestum
gömlu bátsvélina frá 1902.
Rætt við Guðbjörgu Sigríði Jónsdóttur, sem las íslenzkar
bækur fyrir ömmu sína blinda vestur í Ameríku og talar
sjólf ógæta íslenzku, þótt hún sé fædd og alin upp í annari
heimsólfu og hafi meginhlutann úr ævi sinni varla heyrt
íslenzkt orð.
Þetta er í fyrsta skipti, sem hún sér ísland.
björg. Segir þú nemendum þinum
mikið frá íslandi?
— Mér hefur lengi fundizt það
skyjda min að fræða þá um ætt-
land mitt, eftir þvi er ég get. Við,
kennararnir, megum velja okkur
eitthvert land, sem okkur þykir
merkilegt, til þess að tala sér-
staklega um það við börnin. Að
þvi þarf auðvitað ekki að spyrja
að ég valdi tsland. Til þess hef ég
notað þær islenzkar bækur, sem
mér hafa verið tiltækar, en eftir
þessa ferð mina hingað grunar
mig að ég muni ekki svo mjög
þurfa bókanna við. Að minnsta
kosti stend ég ólfkt betur að vigi
nú en áður, þvi sjón er sögu
rikari.
íslenzkt sólskin
islenzk gestrisni
— Finnst þér Island ólikt þvi,
sem þú hafðir gert þér i hugar-
lund?
— Já, ekki neita ég þvi, Það er
ekki von, að skrifuð orð eða
myndir, hversu góðar sem þær
eru geti lýst þeirri dýrð sem hér
er. Að visu eru sumir drættirnir i
ásjónu landsins nokkuð harð-
neskjulegir, en gróðursælar
byggðir, andrúmsloftið, svona
hreint og tært, og svo blessað sól-
skinið fram undir miðnætti — allt
er þetta i raun og veru dásam-
legra en svo, að þvi verði með
orðum lýst í gær sá ég Gullfoss,
það var ógleymanlegt
Já, ég hef sannarlega notið
mikiís þannrtima, sem ég er búin
að dveljast hér. Landið hefur
skartað sinu fegursta á þessum
sólskinsdögum, og fólkið hér
hefur borið mig á höndum sér.
Séra Jón Einarsson i Saurbæ gaf
mér Passiusálmana með nótum,
svo nú get ég leikið þá, þegar ég
kem heim.
Nú er ég búin að sjá svo mikið
af landinu, að ég mun njóta
islenzkra ljóða og sagna miklu
betur hér eftir en hingað til. Og
þegar ég segi nemendum minum
frá Islandi, veit ég betur en áður,
um hvað ég er að tala.
— Þú værir þá ekki á móti þvi
að koma hingað aftur, ef færi
gefst?
— Nei, ég væri sannarlega ekki
á móti þvi. Og ég vildi lika óska,
að ég ætti eftir að taka á móti
gestum frá Islandi heima hjá
mér. Annars finnst mér ég ekki
með neinu móti geta þakkað
þann mikla vinarhug og gest-
risni, sem alls staðar hefur mætt
mér hér á landi, hvar sem ég hef
komið.
-VS
Guðbjörg Jónsdóttir. Ljósm. GE.
Sjóvarútvegsdeildin: