Tíminn - 04.08.1974, Page 18
18
TÍMINN
Sunnudagur 4. ágúst 1974.
r Frank Usher:
A
TÆPU VAÐI
V___________________________________r_______J
Þú mundir hafa það mikið betra aleinn í Múnchen, eða
þá að fara út í glímuíþróttina í Búdapest.
— Viltu að ég fari frá þér, Amanda?
— Nei. Ég skal vera hreinskilin við þig, það hef ég allt-
af reynt að vera. Ég mundi sakna þín. En það mundi
verða betra fyrir þig sjálfan að við skildum samvistum.
Ég er ekki heppileg stúlka f yrir þig, Óskar. Ég er heldur
engin góð stúlka. En þú hefur aldrei séð neina aðra en
mig. Hvers vegna nærð þú þér ekki í aðra stúlku?
Hann hristi höfuðið.
— Ég mundi aldrei geta snert nokkra stúlku aðra en
þig — eftir að hafa kynnzt þér.
— Nú ertu ekki vitur. En eigi að síður verðum við öll að
gera okkar bezta í stöðunni. Þú skalt að minnsta kosti
ekki fara að slást við Stanislov útaf mér.
— Jú, það er nú einmitt það sem ég mun gera. Hann
greip um handlegginn á henni. — Aðeins hugsunin um
það að hann snerti þig fær mig til að sjá rautt.
Þó að hann ætlaði aðeins að taka laust í handlegginn á
henni gat hún ekki hreyft sig, og reyndi það heldur ekki.
Hún þekkti vel heljarafl hans.
— Þú hefur enga ástæðu til að vera afbrýðisamur,
Óskar. Hvað er eiginlega að þér? Svona ertu ekki vanur
að vera. Jesús minn, við erum víst búin að vera nógu
lengi saman.
— Það er allt öðruvísi með Stanislov en aðra menn.
Hann er ekki maður, sem fylgist með okkur af tilviljun.
Það líður víst ekki á löngu þangað til hann fær allt sem
hann vill hjá þér.
Óskar beygði sig að henni og tók utan um hana. Inni-
sloppurinn féll á gólf ið og í Ijós komu vöðvahnyklarnir á
risaskrokknum.
Hann tók hana í fangið. Það var ekki í fyrsta sinn, en
hef ði getað sýnzt svo því ástríða hans var svo æðisgeng-
in. Hún vissi vel hvernig hún átti að fara að því að láta
hann ekki vaða of aní sig og einnig kunni hún að æsa hann
upp. En auðvitað voru þarna takmörk, en hún naut þess
til hins ýtrasta þegar allar hömlur voru brotnar á bak
aftur.
— Jæja Óskar, sagði hún og ýtti honum frá sér —
farðu inní þitt herbergi. Ég er búin að segja Nickolai það
að ég vilji engar svefngöngur milli herbergja í þessari i-
búð. Þetta gildir einnig fyrir þig.
Óskar tók sígarettuna út úr munninum á henni og lagði
hana í öskubakkann losaðihann viðblaðið, sem hún hélt á
og tók hana í faðminn, vingjarnlega en mjög sterklega.
Augu hans brunnu i takmarkalausri tilbeiðslu, sem var
hátt hafin yfir allar ástríður.
— Hann vill aðeins sofa hjá þér, tautaði hann rámur
mjög. — En ég elska þig. Ég mundi láta lífið fyrir þig.
Það véiztu vel.
Hann fann að hún lagði handleggina um hálsinn á hon-
um. Hún hafði látið bugazt.
— Óskar, f lónið þitt, sagði hún um leiðog hann vatt sér
uppí rúmið.
9. kapítuli.
Fregnin um flótta Stanislovs til Vesturlanda birtist í
öllum heimsblöðunum daginn eftir.
MEÐLIMUR STJÓRNMALAN EFNDAR RÚSS-
NESKA KOMMÚNISTAFLOKKSINS ER FLÚINN TIL
VESTURLANDA OG HORFINN: ER STANISLOV I
FELUM EÐA STENDUR AMERÍSKA FRÉTTAÞJÓN-
USTAN BAK VIÐ F LÓTTAN? Blöðin skrif uðu f remur út
frá lauslegum getgátum en staðreyndum.
Það var staðreynd að Nickolai Stanislov hafði farið
vestur fyrir Járnteppið. En hvað var orðið af honum?
Wahington neitaði að vita um dvalarstað hans. Hvíta
húsið hafði enga fréttaþjónustu, og kunnugir í Lundún-
um sögðu að brezka leyniþjónustan mundi tæplega vera
blönduð í þetta mál. Moskva þagði, þeir vildu ekki viður-
kenna að einn af toppmönnunum f rá Kreml hefði lagt á
flótta til Vesturlanda.
Ekki leið á löngu að stórf réttir f æru að berast í útvarpi
í Kaltenburg. Stanislov hafði farið með næturlestinni frá
Kaltenburg til Varsjár, en kom ekki f ram í hinum pólska
höf uðstað. Það var álitið að hann hefði yfirgefið lestina
áður en hún fór yf ir pólsku landamærin. Síðar sást hann í
Eastvold, bæ sem ekki var langt f rá vestur-þýzku landa-
mærunum, í fylgd með enskum hjónaleysum, karli og
konu, sem dvalið höfðu um tíma í Kaltenburg með at-
vinnuleyf i.
Yfirmaður rikislögreglunnar í Kaltenburg, Otto
Gabelsberger, hafði grennslast eftir grunsamlegum
háttum ensku hjónaleysanna, og njósnað um þau í
Eastvold. Gabelsberger fannst síðar á krá einni í bænum
með brotna höfuðkúpu, og lá nú meðvitundarlaus á
sjúkrahúsu Aðstoðarmaður hans, f réttaþjónustumaður
að nafni Brody, fannst dauður í yfirgefinni grjótnámu
fáeina kílómetra frá landamærunum.
Alþjóðalögreglunni í París höfðu veriðsend tilmæli um
að handtaka ensku hjónaleysin og senda þau til Kalten-
burg, en þar lá fyrir morðákæra.
Davið Peterson las af miklum áhuga í blöðunum frá-
sögn Útvarp Kaltenburg um atburði þessa. Hann bjó á
Maximilian Hótel í Munchen, og þóttist vera umboðs-
maður fyrir plastfirma í Birmingham. Verzlunarfélag
þetta hafði útf lutningsskrifstofu í Lundúnum með síma-
númeri tilheyrandi White hall.
Þeir sem henda öxunum^
hafa eyðilagt allar eftirlits
flaugar okkar.1 já
' Bara að við
gætum fundið
áhöfnina. Xtw..
. Við neyðumst til að( A þessu stóra
■sjálfl skipi? Það
/. verður aldeilis
skotmark fyrir
1 axir. r”'~ V
fara þarna niður
ir. Geiri.
KAtM.'
Nei, við verðum i ög" reyndar'
hreyfanlegu skotmarki.lí nokkrum.i/
jP9”- Hm, þegar þú giftist^
Ó.lifiðer Laurann, verðurðu \
svo A hamingjusom'.'
leiðiniegt.
tins og eg vero, pegar pu
eiur ertingja ao riKinu.
Nýr hópur biður þin. 0, nei
TTTT
I
Sunnudagur 4. ágúst
8.00 Morgunandakt Séra
Pétur Sigurgeirsson vigslu-
biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög Hljóm-
sveit Hans Carstes og
Dalibors Brazda leika slgild
lög og valsa.
9.00 Fréttir. Útdráttur úr
forustugreinum dagblað-
anna.
9.15 Morguntónleikar
11.00 Messa I Dómkirkjunni
Séra Óskar J. Þorláksson
predikar og séra Þórir
Stephensen þjónar fyrir
altari. Organleikari:
Ragnar Björnsson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar Tónleikar.
13.25 Mér datt það i hug Einar
Kristjánsson rabbar við
hlustendur.
13.45 tslenzk einsöngslög
Sigurveig Hjaltested syngur
lög eftir Sigvalda
Kaldalóns. Guðrún
Kristinsdóttir leikur undir á
pianó.
14.00 Hagar eru hendur
bræðra Viðtalsþættir Jónas-
ar Jónassonar við bræðurna
Finn, Bjarna, Hallstein, As-
mund og Sigurð Sveinssyni.
Fyrsti þáttur: Finnur og
Bjarni I Eskiholti.
15.00 Miðdegistónleikar
„Hátiðarljóð 1930”, kantata
fyrir blandaðan kór, ein-
söngvara, karlakóra, fram-
sögn og hljómsveit eftir
Emil Thoroddsen, við texta
eftir Davið Stefánsson frá
Fagraskógi. Flytjendur:
óratóriukórinn, Elisabet
Erlingsdóttir, Magnús
Jónsson, Kristinn Hallsson,
karlakórinn Eóstbræður,
Óskar Halldórsson og
Sinfóniuhljómsveit Islands.
Stjórnandi: Ragnar
Björnsson.
16.00 Tiu á toppnum örn
Petersen sér um dægur-
lagaþátt.
16.55 Veðurfregnir. Fréttir.
17.00 Barnatimi: Agústa
Björnsdóttir stjórnar
18.00 Stundarkorn með Gisla
Magnússyni pianóleikara
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
19.35 Úr seguibandasafni
fornaldarinnar T.veir stuttir
gamanþættir eftir Orn
Snorrason.
19.55 Sinfóniuhljómsveit ts-
lands leikur I útvarpssal.
Sinfónia nr. 38 i D-dúr, (K-
504) „Prag-sinfónian” eftir
Wolfgang Amadeus Mozart:
Karsten Andersen stjórnar.
20.30 Hátiðarsamkoma'i Dóm-
kirkjunni i tiiefni hundrað
ára afmælis þjóðsöngsins
Andrés Björnsson útvarps-
stjóri flytur érindi um séra
Matthias Jochumsson,
höfund þjóðsöngsins, Jón
Þórarinsson tónskáld flytur
erindi um tónskáldið Svein-
björn Sveinbjprnsson. Dóm-
kórinn undir stjórn Ragnars
Björnssonar og fleiri aðilar
flytja tónlist eftir Svein-
björn Sveinbjörnsson. —
Séra Þórir Stephensen flyt-
ur inngangsorð og kynn-
ingar og séra Óskar J. Þor-
láksson flytur ritningarorð
og bæn. — Beint útvarp.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Frá
Laugardalsveili. Knatt-
spyrnukeppni: Reykjavik —
Kaupmannahöfn. Jón
Ásgeirsson lýsir.
22.35 Danslög Átján manna
hljómsveit FIH leikur i
u.þ.b. hálfa klukkustund
undir stjórn Magnúsar
Ingimarssonar. Siðan verða
leikin danslög af hljómplöt-
um.
23.25 Fréttir I stuttu máli.
Dagskrárlok.