Fréttablaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 34
16 13. desember 2004 MÁNUDAGUR www.remax.is ÞARFTU AÐ SELJA OG KAUPA, EN VILT EKKI SELJA FYRR EN RÉTTA EIGNIN ER FUNDIN? Gunnar Vallson sölufulltrúi sími 822 3702 gv@remax.is Þorkell Ragnarsson sölufulltrúi sími 898 4596 thorkell@remax.is Ingi Már sölufulltrúi sími 821 4644 ingim@remax.is Tryggvi Þór Tryggvason sölufulltrúi sími 820 0589 tryggvi@remax.is Stefán Páll Jónsson sölufulltrúi sími 821 7337 stefanp@remax.is Baldvin sölufulltrúi sími 892 3330 baldvin@remax.is Ásdís Ósk Valsdóttir sölufulltrúi sími 863 0402 asdis@remax.is Berglind Sigurjónsdóttir sölufulltrúi sími 822 2435 berglind@remax.is Þá er kaupendaþjónusta RE/MAX Mjódd eitthvað fyrir þig. Hafðu samband við sölufulltrúa hjá RE/MAX Mjódd til að fá nánari upplýsingar, sími 520 9550 RE/MAX Mjódd Íbúðalánasjóður hefur opnað nýjan vef og hafið samstarf við sparisjóðina. Hallur Magnússon sviðsstjóri var inntur frétta. – Hallur. Segðu okkur frá nýj- ustu útspilum Íbúðalánasjóðs, vefsíðunni og samstarfi ykkar við fjármálastofnanir. „Já, við gáfum þá yfirlýsingu árið 2002 að við ætluðum að nýta upplýsingatæknina til að uppfylla það hlutverk okkar að þjónusta fólk hvar sem er á landinu. Það er nákvæmlega það sem við erum að gera núna með því að setja upp öfluga vefsíðu sem heitir íbúða- lán.is. Þar getur fólk gert sitt eig- ið greiðslumat, velt fyrir sér kost- um og göllum mismunandi lána, sótt um lán og nýtt sér öflugar reiknivélar til að finna út hvernig heildarvaxtabyrði þess verður. Hugmyndin er sú að þetta sé sam- vinnuvettvangur sem felst í því að koma inn upplýsingum um lán og kjör allra þeirra sem bjóða íbúða- lán. Samhliða er þetta öflugur samkeppnisvettvangur milli banka og þeirra sem bjóða fram lán vegna þess að þarna fer virk samkeppni fram gagnvart þeim sem huga að lántökum.“ – Býstu við að fá alla banka til að birta sín tilboð á þessum vef ykkar? „Við gerum okkar besta til þess og erum formlega búnir að bjóða öllum íslensku bönkunum að koma að verkefninu íbúðalán.is með okkur. Sparisjóðirnir eru fyrstir til þess og hinir eru að hugsa málið. Það hlýtur að vera hagsmunamál fyrir þá sem eru að kaupa fasteignir að geta með ein- földum hætti borið saman þá lána- möguleika sem eru á markaðinum hverju sinni og vefsíðan á að verða sá vettvangur.“ – Þarf fólk ekki að vera við- skiptamenntað til að átta sig sjálft á þessum upplýsingum? „Nei, síðan er auðskilin en íbúðalán.is er líka með símaþjón- ustu til kl. 19 á virkum dögum í síma 800 6969. Svo erum við búnir að gera samkomulag við spari- sjóðina um að fólk geti fengið hjálp þar við greiðslumatið og meiri ráðgjöf en í boði er á netinu. Við vonumst til að slíkt samstarf náist við hina bankana líka þannig að fólk geti innan tíðar farið til síns viðskiptabanka og fengið þar eðlilega ráðgjöf um þau lán sem í boði eru á markaðinum.“ – Er ekki borin von að einhver fari að kynna lánamöguleika hjá samkeppnisaðilanum? „Við lítum ekki svo á að við séum í samkeppni. Hlutverk Íbúðalánasjóðs er að bjóða ákveð- in grunnlán á bestu mögulegum kjörum til fólks hvar sem það býr á landinu og í hvaða tekjuhópi sem það er. Við förum fram á fyrsta veðrétt upp að hámarksláni en það hindrar ekki að aðrir geti lánað á fyrsta veðrétt. Þá bara skerðast okkar lán upp að há- marksláni, króna á móti krónu. Oftast þarf fólk aukalánsfé á ann- an veðrétt. Þar eru sparisjóðirnir komnir inn með sín lán á 4,15% vöxtum án uppgreiðslugjalds og viðskiptabindinga og þar getur orðið hörð samkeppni milli bank- anna. En við væntum þess að okk- ar samstarfsaðilar séu að vinna fyrir sína viðskiptavini og bendi þeim á bæði kosti og galla sinna lána og hins vegar hverjir séu kostir og gallar lána Íbúðalána- sjóðs.“ gun@frettabladid.is Ætlum að nýta upplýsingatæknina Hallur Magnússon segir Íbúðalánasjóð ekki vera í samkeppni heldur einungis að þjóna sínu skilgreinda hlutverki með því að bjóða grunnlán á bestu mögulegu kjörum. Húsbyggjendur hvar sem er á landinu þurfa að skipuleggja fjármálin vel. Nýja síðan ibudalan.is ætti að hjálpa þeim til þess. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Með langtímasamband við seljendur og kaupendur í huga Mjódd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.