Fréttablaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 55
Á meðan þörf er talin fyrir innanlands- flug er óhjákvæmilegt að við- urkennt sé að þótt Vatnsmýr- in sé dýrmætt byggingaland er hún ómetanlegt land allra landsmanna undir flugvöll. Flugvöllinn áfram til framtíðar Einar Kr. Guðfinnsson alþingis- maður fjallaði nýverið um Reykjavíkurflugvöll í Frétta- blaðinu. Það varð til þess að and- stæðingar flugvallarins ruku upp og mótmæla nú enn ákaft því að hann skuli standa og leggja gífurlega áherslu á að hann skuli burt. Suðurnesja- menn grípa tækifærið og lýsa því yfir að afar lítið mál sé að taka við öllu innanlandsflugi á Keflavíkurflugvöll. Ég sé ekkert að því að þetta fólk viðri þessar skoðanir en tel það hafa rangt fyrir sér. Að Vatnsmýrin sé dýrmætt bygg- ingarsvæði má sjálfsagt til sanns vegar færa en rangt að ætla að fórna flugvellinum að- eins vegna þess. Mikilvægi þess að hafa flugvöllinn þar sem hann er nú sjá þeir sem gera sér að fullu grein fyrir því hvernig hann fullnægir þörfum lands- manna þar sem hann er nú og að enginn annar staður finnst betri til þess. Guðmundur heitinn Sveinsson netagerðarmaður og bæjarfulltrúi á Ísafirði opnaði augu mín fyrir mikilvægri legu flugvallarins þegar hann sagði mér frá eftirfarandi reynslu sinni, á þessa leið: „Ég hef lent í því að vera 10 daga að komast heim á Ísafjörð frá Reykjavík með flugvél. Þrisvar fórum við í loftið og komumst tvisvar alla leið vestur í Djúp áður en flug- vélin varð að snúa við og eitt sinn styttra. Á tíunda degi tókst loks að fljúga vestur og lenda þar.“ Sögunni fylgdi ekki hversu marga daga það tók að komast suður, enda annað mál að vera þá heima. Þetta gæti komið fyrir Reykvíking sem væri fyrir vest- an, þó með öfugum formerkjum, þ.e.a.s. að vera 10 daga að kom- ast suður frá Ísafirði. Að þurfa að leita flugs alla leið til Keflavíkur þann árstíma sem veður eru válynd og dagar skammir eru óraunhæfar álykt- anir. Yrði það niðurstaðan mætti hætta öllu innanlandsflugi, a.m.k. að vetrum. Það fólk sem berst fyrir því er beðið um að gera sér grein fyrir því að Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna og ber íbúum henn- ar að taka tillit til þess. Á meðan þörf er talin fyrir innanlands- flug er óhjákvæmilegt að viður- kennt sé að þótt Vatnsmýrin sé dýrmætt byggingarland er hún ómetanlegt land allra lands- manna undir flugvöll. Loks má nefna að borg eftir borg erlend- is, fjölmennari en Reykjavík, hefur flugvelli innan borgar- marka sinna og það jafnvel fleiri en einn og með miklu meiri flug- umferð en okkar höfuðborgar- flugvöllur hefir. Áfram til fram- tíðar, flugvöll í Vatnsmýri. ■ 19MÁNUDAGUR 13. desember 2004 Flóttafólk á Íslandi Ef fólk sem flýr pólitískar og trúarlegar ofsóknir í Afghanistan og Úsbekistan uppfyllir ekki skilyrði Útlendingastofn- unar fyrir því að fá hæli hér á landi, þá er eitthvað mikið að. Útlendingalögin sem sett voru á Alþingi á síðasta ári voru framfaraspor hvað varðar skilgreiningar á viðurkenndum ástæðum fyrir hælis- umsókn. Þess sér þó ekki stað í af- greiðslu Útlendingastofnunar á um- sóknunum og kærur til dómsmálaráðu- neytis virðast því miður nær tilgangs- lausar. Steinþór Heiðarsson á murinn.is Skólinn og strákarnir Ég hef aðallega kynnst íslenskum grunnskólum í gegnum eigið nám, en einnig hef ég starfað sem kennari í skamman tíma. Sú tilfinning sem ég hef er að íslenskt skólakerfi sé einmitt alls ekki „drengjavænt“. Stúlkur í ís- lenskum skólum eru almennt duglegri og iðnari við námið og er því kannski ekki skrítið að þær nái betri árangri en drengirnir. Hins vegar hlýtur maður að spyrja af hverju það stafi, þ.e. að íslensk- ar stúlkur séu iðnari við námið. Ein helsta ástæðan er sú að þarfir drengja og stúlkna eru afar misjafnar og tel ég að þörfum drengja sé ekki mætt sem skyldi í íslenskum grunnskólum. Í raun er mjög ósanngjarnt að setja kynin undir sama hatt og beita sömu aðferð- um við að ná sama árangri. Eyjólfur Magnús Kristinsson á sell- an.is Tungumálanám í skólum Fyrir örfáum árum var sú hárrétta ákvörðun tekin að breyta áherslum í tungumálanámi íslenskra grunnskóla- nema þegar upphaf enskukennslu var fært úr 7. bekk niður í þann 5. Upphaf dönskukennslu var á sama tíma fært úr 6. bekk yfir í 7. bekk. Enskan var þar með gerð að öðru tungumáli í stað þess þriðja, þótt ef til vill hafi hún þegar ver- ið annað tungumál Íslendinga um árabil sökum engilsaxneskra áhrifa í dægur- menningu landans. Það má síðan færa fyrir því rök að hefja tungumálakennslu, þá sérstaklega enskukennslu, enn fyrr heldur en tíu ára en flest börn ættu þegar að hafa náð ákveðnum orðaforða úr textuðu barnaefni fyrir þann tíma. Fanney Rós Þorsteinsdóttir á deigl- an.com Aðförin að Kristjáni Harpa Karlsdóttir kerfisstjóri skrifar: Íslendingar eru að sýna það og sanna, að þeir eru ekki ennþá komnir út úr öldudalnum og vitna ég þar með í sög- una af Bör Börssyni. Það er ótrúlega stutt í smáborgaraháttinn hjá okkur. Skrif og umtal um að Kristján Jóhanns- son, okkar ástsælasti söngvari, hafi þegið laun fyrir hlutverk sitt í Hallgríms- kirkju í þágu krabbameinssjúkra barna eru dæmi um lágkúrulega umræðu fólks sem ekki líður vel innra með sér. Ég spyr: Af hverju gefa ekki krabba- meinslæknar vinnu sína? Kristján hefur borið höfuð sitt hátt með framkomu sinni undanfarin ár og hefur eflaust þurft að gjalda þess. Ég efa að hann erfi þetta við þjóðina – hann er einfaldlega of hamingjusamur maður til þess. Að lokum: Íslendingar einskis meta, alla þá sem þeir geta. KRISTINN SNÆLAND UMRÆÐAN REYKJAVÍKURFLUG- VÖLLUR ,, BRÉF TIL BLAÐSINS AF NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.