Fréttablaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 58
22 13. desember 2004 MÁNUDAGUR Við hrósum ... ... Eiði Smára Guðjohnsen sem var allt í öllu í sóknarleik Chelsea í toppslagnum í gær og skoraði síðan markið sem taldi í lokin. Eiður Smári er orðinn einn af markahæstu mönnum deildarinnar.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 10 11 12 13 14 15 16 Mánudagur DESEMBER „Þetta var dæmigerður baráttuleikur og það var virkilega sætt að vinna svona, sérstaklega í ljósi orð- bragðsins á gömlu félögunum hérna í Njarðvík. Það er alltaf mikið af vitleysingum sem sækir leiki hér.“ Valur Ingimundarson, þjálfari Skallagríms eftir sigurinn á Ljónunum í Ljónagryfjunni í gær. Stórmeistarajafntefli á Highbury Stórskemmtilegum leik Arsenal og Chelsea lauk með jafntefli á heimavelli Arsenal í gær. Eiður Smári skoraði jöfnunarmark Chelsea en úrslitin þýða óbreytta stöðu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. jbs-nærföt Aldrei spurning Karlmenn á öllum aldri og um allt land treysta á gæði jbs-nærfatanna. En fáa grunar hvað úrvalið er í raun mikið. Þú færð einhvern hluta af hinni breiðu jbs-línu á eftirtöldum sölustöðum: Höfuðborgarsvæðið: Debenhams - Guðsteinn Eyjólfsson - Herrahúsið - Íslenskir karlmenn - Herra Hafnarfjörður - Hagkaup - 66°norður • Akranes: Bjarg • Blönduós: Húnakaup Borgarnes: KB • Hellissandur: Blómsturvellir • Ísafjörður: Olíufélag útvegsmanna - Silfurtorg Hvammstangi: KVH • Sauðárkrókur: Sparta • Dalvík: Úrval • Akureyri: J.M.J. Akureyri - Joes Akureyri - Úrval, Hrísalundi • Egilsstaðir: Samkaup Úrval • Neskaupstaður: Lækurinn Höfn: Lónið • Kirkjubæjarklaustur: Kjarval • Hvolsvöllur: 11-11 • Hella: 11-11 Selfoss: Nóatún - Barón - Efnalaug Suðurlands • Vestmannaeyjar: H. Sigurmundsson, Smart Keflavík: Samkaup Úrval - Flugstöð Leifs Eiríkssonar • Grindavík: Samkaup Úrval ■ ■ LEIKIR  19.15 KA mætir ÍBV í KA-heimilinu í SS-bikar karla í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  15.30 Helgarsport á RÚV.  15.55 Ensku mörkin á RÚV.  17.30 Þrumuskot á Skjá einum.  18.30 Ameríski fótboltinn á Sýn. Leikur Steelers og New York Jets.  20.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Evrópuboltinn frá ýmsum hliðum.  22.00 Olíssport á Sýn. Íþrótta- viðburðir heima og erlendis.  22.45 Enski boltinn á Skjá Einum. Sýnt frá leik Fulham og Manchester United.  23.15 Knattspyrnusagan á Sýn. FÓTBOLTI Einum stærsta leik ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leik- tíð, leik meistara Arsenal og Chel- sea, lauk með jafntefli 2-2 eftir æsispennandi 90 mínútur á High- bury í gær. Gríðarlegur hraði ein- kenndi leikinn frá upphafi til enda og verður að telja úrslitin sann- gjörn miðað við gang hans. Thierry Henry skoraði bæði mörk heimaliðsins en John Terry og Eiður Smári Guðjohnsen jöfnuðu fyrir þá bláklæddu. Fyrri hálfleikur gat ekki byrjað með betri hætti þegar Henry skor- aði fyrsta markið fyrir Arsenal þegar aðeins rúm mínúta var liðin af leiknum. Markið kom nánast út úr engu þegar boltinn endaði hjá Henry eftir skyndisókn og lyfti hann knettinum af ísköldu öryggi framhjá Petr Cech, markverði Chelsea. Markið galopnaði leikinn og er langt síðan jafnmikill hraði sást síðast í knattspyrnuleik á enskri grund. Hófu leikmenn Chelsea gagnsókn og sextán mín- útum seinna endaði knötturinn í neti Arsenal eftir skalla frá markamaskínunni John Terry. Kom markið eftir hornspyrnu Arjen Robben en enginn vaktaði Terry, sem þó hefur skorað grimmt undanfarið. Aðdáendur Arsenal gátu þó fljótlega andað léttar á ný á 29. mínútu þegar Henry skoraði aftur og kom liði sínu yfir á ný. Skoraði hann beint úr aukaspyrnu fyrir framan vítateig Chelsea meðan Cech markvörður var enn að stilla upp varnarveggnum. Urðu hinir bláklæddu æfir en dómaranum varð ekki haggað og markið stóð. Það tók Eið Smára Guðjohnsen aðeins tólf sekúndur að skora ann- að jöfnunarmark Chelsea strax í upphafi seinni hálfleiks. Aftur kom markið eftir fast leikatriði. Frank Lampard tók aukaspyrnu fyrir sem William Gallas skallaði svo fyrir markið þar sem Eiður beið færis og jafnaði. Leikurinn jafnaðist aðeins eftir mark Eiðs og fór að bera meira á tæklingum og harðari leik en lið Chelsea var þó meira með boltann og skapaði sér hættulegri færi en þó ekkert sem olli Almunia mark- verði Arsenal vandræðum. Í lok leiksins blésu leikmenn Arsenal til sóknar en vörn Chelsea stóðst pressuna. Stórmeistarajafntefli var niðurstaðan. albert@frettabladid.is Jose Mourinho, framkvæmdastjóri Chelsea: Sorglegt að ná ekki fleiri stigum en einu FÓTBOLTI Báðir stjórarnir voru svekktir í leikslok á leik Arsenal og Chelsea í gær en það var þó örugglega auðveldara fyrir Jose Mourinho að sætta sig við eitt stig því fyrir vikið er enn fimm stiga munur á liðunum. „Fyrir leikinn taldi ég að jafntefli væru góð úrslit fyrir mína menn en eftir að honum lauk og við átt- um fleiri og betri möguleika þá finnst mér sorglegt að ná ekki fleiri stigum en einu,“ voru við- brögð Jose Mourinho, fram- kvæmdastjóra Chelsea, eftir leik- inn við Arsenal í gær. „Þrátt fyrir að ég geti sett út á eitt og annað er því hins vegar ekki að neita að úrslitin eru já- kvæð fyrir okkur. Leikurinn sjálf- ur var góður og spennandi fyrir áhorfendur og ekki of mikið um slæmar tæklingar eða meiðsli.“ Áttum að gera betur „Við áttum að gera betur í vörninni þegar mörk Chelsea komu og bæði hefðum við átt að koma í veg fyrir,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. „Þetta er svekkjandi enda komumst við tvisvar yfir og fengum tækifæri til að bæta við mörkum. Hins veg- ar var mjög ungt lið inni á vellin- um og það ber að fagna því að leikmennirnir stóðu sig frábær- lega í erfiðum leik.“ MIKILVÆGU MARKI FAGNAÐ Eiður Smári Guðjohnsen tryggði Chelsea dýrmætt stig út úr leiknum gegn Arsenal á Highbury í gær. Hér fagnar okkar maður markinu sínu. Mynd/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.