Fréttablaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 56
Það eru vissulega nokkur tíma- mót að gefa út endurminningar sínar. Eyjólfur Jónsson sund- kappi er öllum kunnur. Íslending- ar sem komnir eru yfir miðjan aldur minnast enn afreka hans. Við hittum Eyjólf að máli á dög- unum ásamt Jóni Birgi Péturs- syni sem bjó æviminningar hans til prentunar. Eyjólfur er búsett- ur í Adelaide í Suður-Ástralíu. Tímamótin spurðu Eyjólf hvað kæmi til. Hvað er það sem fær mann á áttræðisaldri til að flytj- ast yfir hálfan hnöttinn? „Það er ástin. Ég hélt að ég yrði aldrei ástfanginn aftur eftir að ég missti hana Kallý mína. Við bjuggum í hamingjusömu hjóna- bandi í áratugi. En svo kynntist ég Mary Pilgrim. Hún gerði mér kleift að sættast við lífið aftur.“ Hvenær byrjaðirðu að synda, Eyjólfur? „Það var nú ekki fyrr en ég var orðinn 25 ára gamall. Ég var kirtlaveikur sem barn, eins og það var kallað, var tvö ár á Land- spítalanum og eitt ár á Vífils- stöðum, þannig að ég var fremur þreklítill sem unglingur. Ég lærði ekkert að synda. En svo var það eftir að við stofnuðum Þrótt á Holtinu að ég var að þjálfa strákana. Ég var að reyna að fá þá til þess að taka þátt í drengjahlaupi Ármanns og það var nú þannig að ég var eiginlega að fara á hausinn af þessu, því ég borgaði þeim fyrir æfingarnar með bíóferð. Nú, við vorum að þessu við Þróttarheimilið, gaml- an bragga og þar var engin sturta. Strákarnir kvörtuðu yfir því og ég sagði við þá: „Af hverju farið þið ekki bara í sjóinn? Þeir sögðust mundu fara ef ég færi. Og þannig byrjaði þetta. Seinna fór ég svo að synda í sjó. Synti yfir Skerjafjörð, til Bessastaða, út í Viðey, Drangeyjarsund og Vestmannaeyjasund. Það var skemmtilegt núna í haust að minnast þessara atburða. Þá minntist Sjósundfélag lögregl- unnar Skerjafjarðarsundsins með boðsundi. Dóttursonur minn og nafni, fimmtán ára gamall, synti síðasta spölinn. Og svo tóku forsetahjónin á móti okkur.“ ■ 20 13. desember 2004 MÁNUDAGUR SR. JÓN ÞORLÁKSSON FÆDDIST ÞENNAN DAG Í SELÁRDAL Hann var seinna kenndur við Bægisá. Fann ástina aftur EYJÓLFUR SUNDKAPPI BÝR Í ÁSTRALÍU „Eitt rekur sig á annars horn, eins og graðpening hendir vorn“. Þetta kvað sr. Jón í frægu níðkvæði um sálmabók Magn- úsar Stephensen. Bókin, kölluð Leirgerður af andstæðing- um hennar, var endurprentuð 13 sinnum. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Knútur Otterstedt, verkfræðingur, fyrrv. rafveitustjóri og deildarstj. hjá Landsvirkj- un, er 77 ára. Eyvindur P. Eiríksson rithöfundur er 69 ára í dag. Geirlaug Þorvaldsdóttir leikkona er 65 ára. Óli G. Jóhannsson listmálari er 59 ára í dag. Jóna Rúna Kvaran miðill er 52 ára. Lísa Pálsdóttir, útvarpskona, leikari og söngv- ari, er 51 árs. Lárus H. Grímsson tónlistarmaður er fimmtugur. Guðmundur Torfason fótboltakappi er 43 ára. ANDLÁT Geir Þorvaldsson lést fimmtudaginn 9. desember. Guðmundur Sigurdórsson, Akurgerði, Hrunamannahreppi, lést föstudaginn 10. desember. Jólín Ingvarsdóttir ,Hrafnistu, Hafnar- firði, lést fimmtudaginn 9. desember. Katrín Ingibergsdóttir frá Vík í Mýrdal, Droplaugarstöðum, Snorrabraut 58 er látin. JARÐARFARIR 13.00 Sigurður Eðvarð Pálsson, Leifs- götu 32, verður jarðsnginn frá Fossvogskapellu. EYJÓLFUR JÓNSSON OG JÓN BIRGIR PÉTURSSON Þennan dag 1577 lagði leiðangur Francis Drake úr höfn í Plymouth. Erindið var að herja á nýlendur Spánverja í nýja heiminum og kanna Kyrrahafið. Þremur árum síð- ar kom þessi sæfari til baka eftir að hafa, fyrstur manna, siglt umhverfis hnöttinn. Drake neyddist til þess að skilja tvö skipa sinna eftir í Suður- Ameríku en hélt gegnum Magell- ansund með þau þrjú sem eftir voru. Hann hélt norður eftir Kyrrahafs- strönd Ameríku og réðist á bæki- stöðvar Spánverja á leiðinni. Hann náði líka að hertaka gersemum hlaðið spænskt skip. Hann hélt yfir Kyrrahafið frá San Fransisco-flóa, þar sem hann hafði haft vetursetu, og fór fyrir Góðrarvonarhöfða yfir í Atlantshaf. Skip hans, „Gullna hindin“ kom aft- ur til Plymouth 26. septeember 1580. Skipið var hlaðið kryddi og gersemum. Í leiðangrinum var aflað mikilvægra upplýsinga um úthöfin. Árið eftir var Francis Drake aðlaður. Segja má að leiðangur Magellans hafi verið fyrsti leiðangurinn til þess að sigla umhverfis hnöttinn. En þar sem Magellan sjálfur var drepinn á leiðinni, á Filippseyjum, var það þessi enski bóndasonur sem fyrstur fékk heiðurinn af þessu afreki. Hann hefur alla tíð síðan verið tal- inn fremsti sæfari Breta. ■ SIR FRANCIS DRAKE Fyrstur manna til þess að sigla um- hverfis hnöttinn. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1642Tasman finnur Nýja-Sjáland. 1744 Jón Þorláksson á Bægisá fæðist. 1922 Hannes Haf- stein ráðherra deyr í Reykja- vík, 61 árs. 1947 Tólf mönnum bjargað af togaranum Dhoon við Látrabjarg. Þessi atburður var síðar kallaður „Björgunarafrekið við Látra- bjarg“. 1988 Sjötug kona í Reykjavík vinnur 25 milljónir í happ- drætti. 1992 Orgelið í Hallgrímskirkju vígt. Það er um 25 tonn að þyngd og kostaði um 100 milljónir króna. Leiðangur Drakes leggur úr höfn Hinir árlegu Lúsíutónleikar á veg- um Sænska félagsins á Íslandi verða haldnir í Seltjarnarnes- kirkju í kvöld, 13. desember 2004, og hefjast kl. 19.30. Lúsíuhátíðin markar upphafið á afmælisári Sænska félagsins en það fagnar 50 ára afmæli á þessum vetri ásamt Íslensk-sænska félaginu sem hefur sameinast því. Allir eru velkomnir á Lúsíutónleikana. Dagur heilagrar Lúsíu er 13. desember. Nafn hennar þýðir „ljós“ og er hún verndardýrlingur blindra og sjónskertra. Lúsía þessi var frá Sikiley og dó píslardauða árið 304. Móðir hennar hafði gefið hana manni en Lúsía neitaði að hlýða vegna þess að hún hafði ákveðið að helga líf sitt Guði. Sagt er að hún hafi kom- ið mat til kristinna manna sem földu sig vegna ofsókna Diocleti- usar keisara í neðanjarðargöng- um á eynni. Til þess að sjá til á ferð sinni um göngin setti hún krans alsettan kertum á höfuð sér. Upp komst um athæfi hennar er mannsefni hennar sagði frá í hefndarskyni fyrir hryggbrotið og var hún tekin af lífi. Heilög Lúsía var tekin í tölu dýrlinga á Ítalíu og breiddist tilbeiðsla á henni út um alla Evrópu á miðöld- um, þar á meðal til Norðurland- anna. Vegna tengsla Lúsíu við birtuna og nálægðar helgidags hennar við vetrarsólstöður varð hún persónugervingur sólstöðu- hátíða á Norðurlöndunum. Um siðaskiptin reyndu mót- mælendur að losa sig við alla dýr- linga úr kaþólskum sið og var þá Lúsía sett til höfuðs heilögum Nikulási þótt dýrlingur væri sjálf. Hafði tilbeiðsla hennar þegar fest í sessi og varð ekki breytt enda aldrei virkað vel að fækka frídög- um um of. Á 18. öld fer að bera á þeirri Lúsíu sem við þekkjum nú, hvítklæddri veru með rauðan mittislinda og kertakrans á höfð- inu. Elsta stúlka heimilisins var klædd sem Lúsía og bar hún saffranbrauð og kaffi til heimilis- fólksins. Snemma á 20. öldinni var farið að halda skipulagðar Lúsíu- hátíðir í Svíþjóð þar sem þessi hvítklædda vera kom fram og enn tíðkast að borða smákökur og drekka kaffi eða jafnvel glögg með þeim að morgni 13. desem- ber. ■ Lúsíuhátíð Sænska félagsins á Íslandi LÚSÍUHÁTÍÐ SVÍA Á ÍSLANDI Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér á opnunni má senda á netfangið timamot@frettabladid.is Auglýsingar á að senda á auglysingar@fretttabladid.is eða hringja í síma 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.