Fréttablaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 64
28 13. desember 2004 MÁNUDAGUR Það er svolítið skemmtilegt hvað það er allt í einu passað upp á það hjá Destiny’s Child að hafa stórstirnið Beyoncé Knowles ekki í miðjunni. Framan á umslaginu í nýja myndbandinu og inni í hulstrinu er allt gert til þess að leggja áherslu á að Beyoncé sé ekki aðal, hún er það nú samt enn þá. Þegar Destiny’s Child ruddist upp á yfirborðið voru það frum- legar taktpælingar, raddútsetn- ingarnar og grípandi lagasmíð- arnar sem heilluðu ... hmm, og út- litið kannski líka. En það fór ekk- ert á milli mála að þarna voru virkilega hæfileikaríkar stúlkur á ferð, og eru enn. Nýja platan á að vera endur- koma sveitarinnar. Sterk heild eftir að ein söngkonan er orðin að stórstirni, svo gífurlegu að hún bræðir hinar nánast bara með því að vera nálægt þeim. Hér er glás af grípandi lögum, og þær eiga ef- laust eftir að negla út nokkrum slögurum til viðbótar með þessari plötu. Best fannst mér Through With Love. Allir textarnir hljóma eins og þær séu allar illa brenndar af ást- armálunum. Textarnir hér eru nánast andstæða textans úr laginu frábæra Independent Women ... þessar hnátur eru háðar ástinni, hljóma eins og fíklar. Lofa því að vera ofurkonur, þegar þær eru að reyna að vera lokkandi, ... og gráta svo sáran í rólegri „alvar- legri“ lögunum. Svo eru þær svo ósmekklegar að hafa lag um „her- manninn sinn“... líklegast til þess að styðja strákana sína í vitleys- unni í Írak. Þessi plata rennur í gegn án greinilegra toppa. Allt mjög smekklega gert og unnið og ætti ekki að valda neinum aðdáendum Destinyís Child vonbrigðum. Hún á heldur ekki eftir að verða sveitinni sú endurreisn sem hún þráir. Birgir Örn Steinarsson Allt og ekkert DESTINY’S CHILD DESTINY FULFILLED NIÐURSTAÐA: Fjórða eiginlega plata Destiny’s Child er allt og ekkert. Mettir aðdáendur en bætir líklegast ekki nýjum í hópinn. Tími fyrir Beyoncé að einbeita sér alfarið að sólóferlin- um? [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN salkaforlag.is Stíllinn þjónar efninu ... gott vald á ljóðrænum stílnum ... kostulegar lýsingar ... En kannski er einfaldara að segja að Laufskálafuglinn (eftir Margréti Lóu Jónsdóttur) sé vel skrifuð bók um tilfinningar og þrá sem flestir þekkja; sígilt efni og sívinsælt ... Hrund Ólafsdóttir, Mbl. Bókin sem talað er um! - mest lesna blað landsins Á FÖSTUDÖGUM Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is „Þetta gengur þrusuvel hjá okkur úti í London en við erum orðin ansi lúin. Við sýnum átta sinnum í viku og tvisvar sinnum á dag svo þetta er hörkukeyrsla, við erum að verða komin í helvíti gott form,“ segir Gísli Örn Garðars- son, leikstjóri og aðalleikari. „Það er mesta furða hvað Eng- lendingar taka vel í þetta. En það er gaman hvað þetta gengur vel og við erum auðvitað hrikalega stolt af sýningunni. Við fáum líka fína dóma í fjölmiðlum sem er alls ekkert gefið hérna úti. Ég hef tek- ið eftir því að fjölmiðlar taka sum- ar sýningar og gjörsamlega slátra þeim. Við vorum frekar hrædd við þetta vegna þess að enskan okkar er auðvitað ekkert laus við hreim og við héldum kannski að það myndi ekki falla í kramið en gagnrýnendur taka okkur vel þrátt fyrir það.“ Ótrúleg tilþrif Gagnrýnandi Daily Telegraph, Dominic Cavendish, sagði ís- lenska hópinn bæta virkilega miklu við þetta gamla leikrit sem honum finnst oftast vera allt of venjulegt og flutt eftir bókinni. Hann segir leikhópinn leysa leik- ritið úr sínum föstu skorðum með fimleikum og ótrúlegum tilþrif- um. Það sem honum finnst skorta í enskum framburði er hann á því að hann fái bætt upp með sjón- rænni fegurð sýningarinnar. Cavendish minnist jafnvel á það að The Royal Shakespeare Company gæti lært ýmislegt af Íslendingunum. Hápunktarnir finnst honum vera Ólafur Darri Ólafsson í hlutverki fóstrunnar og hin magnaða brúðkaupssena. Hjálpar að vera bilaður Keith Watson hjá Metro þykir texti leikritsins erfiður fyrir. En að fara með hann hangandi úr loftinu á meðan fimleikar eru stundaðir þegar enska er ekki einu sinni móðurmál leikarans, það þykir honum merkilegt. „Þú þarft ekki að vera bilaður til þess að vera í þessari frábæru íslensku sýningu en það hjálpar örugglega til,“ segir hann. Sýninguna segir hann vera fulla af skemmtilegum húmor og þó hún sé sett fram á djarfan og nýstárlegan hátt missi hún aldrei sjónar á upphaflega verkinu. Í lokin segir hann sýn- inguna virkilega fljúga á vængj- um ástarinnar. Áhorfendur gapa Nýjasta gagnrýnin birtist í Daily Mail gærdagsins. Þar segir gagn- rýnandinn, Patrick Marmion, að íhaldssamir Shakespeare-aðdá- endur gætu gagnrýnt þessa útgáfu af leikritinu. „En jafnvel með hippalegum Rómeó, sem minnir á Jesú, leikara í rólum, frjálslegri túlkun á leikritinu og greinilegum íslenskum hreim þá fer sýningin með fólk í hæstu hæðir.“ Hann segir einnig svalasta Rómeóinn vera frá Íslandi. Hann nefnir sér- staklega frábæra frammistöðu Gísla, Nínu Daggar Filippusdótt- ur, Ólafs Darra Ólafssonar, Björns Hlyns Haraldssonar og síðast en ekki síst dásamar hann frammi- stöðu Árna Péturs Guðjónssonar. Marmion hvetur fólk í lokin til þess að fara með opnum huga á þessa dáleiðandi útgáfu af Rómeo og Júlíu en ábyrgist að hún skilji áhorfendur eftir gapandi af hrifn- ingu. Stíf jólatörn Gísli segir engin slys hafa orðið á sýningunni í London en margir séu orðnir þreyttir og þá aukist hættan á slysum. „Ég held að flestir yrðu alveg sáttir við að klára þetta í janúar, þetta er ansi mikið púl en samt erum við búin að uppskera vel. Það er því ekkert að því að skilja við sýninguna í bili. Við vorum svo að fá styrk úr kvikmyndasjóð heima og erum að vinna handrit með Ragnari Braga- syni. Næsta verkefni hópsins verður því í formi kvikmyndar. Einnig höfum við átt í viðræðum við menn í New York um að flytja sýninguna þangað en það er ekki enn komið á hreint heldur veltur það á því hvað við viljum gera í þeim efnum. Nú tekur bara jóla- törnin við sem verður stíf og við sýnum alls tíu sýningar um jólin. Við sýnum meira að segja á að- fangadag! En það er bara skemmtileg upplifun og við kvört- um sko ekki.“ hilda@frettabladid.is RÓMEÓ OG JÚLÍA Uppsetning leikfélagsins Vesturports fer vel í gagnrýnendur ytra og verður að minnsta kosti sýnd til 9. janúar. Svalasti Rómeóinn er frá Íslandi Sýningin Rómeó og Júlía sló aldeilis í gegn hérlendis og er nú í fullum gangi í London. Sýningar standa að minnsta kosti fram til 9. janúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.