Fréttablaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 STÆRSTA GJÖFIN ER Í MINNSTA PAKKANUM ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 26 79 2 1 2/ 20 04 Kauptu jólapakkann á icelandair.is og prentaðu gjafabréfið út um leið! Jólapakki Icelandair er einstök jólagjöf handa þeim sem þér þykir vænst um. Evrópa 19.900 kr.* USA 29.900 kr.* Business Class Evrópa/USA 39.900 kr.* Þessar ferðir gefa 3.000-12.400 Vildarpunkta. Einungis fyrir handhafa Vildarkorts VISA og Icelandair Evrópa 24.900 punktar* USA 39.900 punktar* Jólapakkarnir fást líka á söluskrifstofum Icelandair og í Fjarsölu í síma 50 50 100. Geisladiskur með úrvali af íslenskri tónlist fylgir. Einstæð útgáfa. * Innifalið: Flug og flugvallarskattar, nema þegar greitt er með Vildarpunktum; þá þarf að greiða flugvallarskatta sérstaklega (Evrópa 5.800 kr., USA 7.000 kr.). • Handhafi Jólagjafabréfs Icelandair velur sjálfur áfangastað. • Sölutímabilið er til 24. desember 2004. • Gildir í ferðir sem hefjast á tímabilinu 10. jan. - 7. maí 2005 (síðasta heimkoma 13. maí 2005). • Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags. • Bóka þarf fyrir 21. janúar 2005. • Tilboðið gildir til allra áfangastaða Icelandair nema Orlando. • Eingöngu í ferðir frá Íslandi og ferðast verður fram og til baka á sama áfangastað. • 5.000 kr. afsláttur fyrir börn 2ja-11 ára nema þegar greitt er með Vildarpunktum. Gildir ekki á Business Class. • Vildarpunktatilboð fyrir börn eða á Business Class, sjá vildarklubbur.is • Takmarkað sætaframboð. Au-pair stúlkur í Skriðuklaustri Tvær beinagrindur austur áSkriðuklaustri hafa vakið upp spurningar um hvort sparnaðar- stefna íslensku heilbrigðisþjónust- unnar eigi sér lengri sögu en áður var talið. Fornleifarannsóknir á klausturrústunum og kirkjugarði klaustursins sýna að klaustrið hefur verið starfrækt sem sjúkrahús á sín- um tíma, það er að segja fram að siðaskiptunum árið 1550. Beinasér- fræðingar eru sammála um að grind- urnar séu af ínútítakonum, enda eru framtennur beinagrindanna mjög slitnar eins og algengt var á þessum tíma þar sem konur beittu þessum tönnum mjög við ýmiss konar heim- ilisstörf þar til rafmagnstæki komu til sögunnar. ÞESSI merkilegi beinafundur stað- festir að sjálfsögðu framlag erlends verkafólks til uppbyggingar velferð- arríkis á Íslandi. Ófaglært verkafólk tók að streyma til Íslands strax með fyrstu landnámsmönnum, og er þess skemmst að minnast að þeir fóst- bræður Ingólfur og Hjörleifur komu við á Írlandi á leið sinni hingað og réðu þarlenda menn til landbúnaðar- starfa. FYRSTU erlendu verkamennirnir reyndust því miður ekki vel. Þeir voru ekki fyrr komnir til Íslands og farnir að skemmta sér við að ganga fyrir plógi en þeir drápu Hjörleif vinnuveitanda sinn eftir stutta en snarpa kjaradeilu og stungu af til Vestmannaeyja. Þetta gerðist fyrir tíma Alþingis, svo að ekki var hægt að leysa vinnudeiluna með bráða- birgðalögum. Því neyddist Ingólfur Arnarson til að fara til Vestmanna- eyja og drepa þátttakendurna í þessu fyrsta verkfalli Íslandssögunnar. ÞAÐ er því skemmtilegt til þess að vita að þrátt fyrir sorglegan endi á þessari fyrstu vinnudeilu á Íslandi skuli útlendingar ekki hafa orðið því afhuga að koma hingað og taka þátt í uppbyggingu þjóðfélagsins. Beina- grindur au-pair stúlknanna græn- lensku sem virðast hafa dáið ungar þrátt fyrir að vera aðnjótandi ís- lenskrar gestrisni sanna að framlag útlendinga til atvinnuuppbyggingar á Austurlandi á sér glæsta sögu. Og beinagrindurnar tvær væri upplagt að varðveita í fallegum glerkassa, til dæmis í hinu glæsilega stöðvarhúsi sem erlendar hendur reisa við Kára- hnjúka. BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á MÁNUDÖGUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.