Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 2
2 23. desember 2004 FIMMTUDAGUR Stjórnvöld aðhafast ekki frekar: Enn dragast mál Fischers LANDVISTARLEYFI Ekki varð af fundi Masako Suzuki, lögmanns skák- meistarans Bobby Fischer, með fulltrúum japanska utanríkisráðu- neytisins í gær, en á honum stóð til að ræða mögulega lausn hans úr haldi og komu hingað til lands. Íslensk stjórnvöld hafa sem kunnugt er boðið Fischer land- vistarleyfi, en bandarísk innflytj- endayfirvöld hafa haldið honum frá því í sumar þegar hann var handtekinn með ógilt vegabréf. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, ræddi við hann í gær- morgun og kvað vera ágætt í honum hljóðið. Útlit er þó fyrir að málarekstur vegna hans taki enn nokkurn tíma ytra. Ekki verður af fundi með yfirvöldum í dag þar sem í Japan er frídagur vegna afmælis keisarans. Þá þykir ólík- legt að teknar verði afgerandi ákvarðanir á föstudaginn, verði af fundi þá. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu, segir íslensk yfirvöld ekki munu aðhafast frekar í mál- efnum Fischers á meðan honum er haldið í Japan, það sé undir stjórnvöldum þar komið hver næstu skref yrðu. „Við erum búin að gera það sem við getum. Málið er hjá Japönunum,“ sagði hann. - óká VIÐSKIPTI Hreinn Loftsson, stjórn- arformaður Baugs, telur að fréttir um að skattrannsóknarstjóri hafi vísað hluta af skattrannsókn á Baugi aftur til Ríkislögreglustjóra hafi ekki áhrif á nýjustu viðskipti félagsins erlendis, til dæmis kaup- in á Big Food Group, BFG, og þar áður Magasin du Nord. „Öllum er kunnugt um þessar rannsóknir, þær hafa verið opin- berar fréttir í nokkur misseri,“ segir Hreinn og bendir á að kaupin á BGF séu „bara staðgreiðsluboð í ákveðin bréf með aðstoð virtra lánastofnana þannig að við getum ekki séð að það eigi að hafa nein truflandi áhrif, vonum það alla- vega ekki. Hluthafar hafa nú tíma til að ákveða hvort þeir taka þessu boði eða ekki, það er búið að mæla með því og öllum viðræðum er lokið,“ segir Hreinn og vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Baugur hefur ekki fengið niður- stöðu frá embætti Ríkisskattstjóra en búist er við því fyrir áramót. Ekki er vitað hvaða hluti rann- sóknarinnar hefur verið sendur aftur til embættis Ríkislögreglu- stjóra þó að einhverjar getgátur virðist vera um það innan Baugs. Hreinn vill ekki staðfesta þetta né segja út á hvað þær getgátur gangi. Hann vill heldur ekki koma með bollaleggingar um það hvert framhald málsins verður eða hvenær endanleg niðurstaða liggi fyrir. Þó er ljóst að það skiptir Baug máli að niðurstaða berist úr skattrannsókninni. Baugur hefur áður gagnrýnt tímasetninguna á fréttum um skattrannsóknina og hefur Hreinn sagt að tímasetningin veki undrun, fréttir um rannsóknina berist þegar jákvæðar fréttir eru um fyrirtækið. Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislög- reglustjóra, vildi ekki gefa neinar upplýsingar um málið. Hann segir að 20-30 mál séu til rannsóknar hjá embættinu og 15 manna lögreglu- sveit sinni þeim á vegum embætt- isins, tveir til sex í hverju máli. ghs@frettabladid.is Landhelgisgæslan: Georg ráðinn LANDHELGISGÆSLA Georg Kr. Lárus- son forstjóri Útlendingastofu var í gær skipaður forstjóri Land- helgisgæslu Ís- lands frá og með 1. janúar. Um áramót mun Hafsteinn Hafsteinsson láta af starfi forstjóra Landhelgisgæsl- unnar eftir ellefu ára starf. Helstu verkefni sem Georg sér fyrirhuguð hjá Landhelgisgæslunni segir hann endurnýjun tækjabúnaðar og sér- staklega skipakosts. „Þó þarf að vinna með þeim fjármunum sem stjórnvöld hafa ákveðið, til að nú- tímavæða starfsemina fyrir land og þjóð.“ Hann segir ráðninguna hafa borið brátt að og hann hafi ekki tekið ákvörðun um að sækja um fyrr en á síðasta degi umsóknar- frestsins. „Ráðningin kemur ekki á óvart miðað við reynslu og fyrri störf. Ég er bara ákaflega þakk- látur fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt.“ - ss JÓLAKORTIÐ AFHENT Börnin í frístundaheimilinu Selinu afhentu Steinunni Valdísi veglegt jólakort. Jólakveðjur: Kort handa borgarstjóra JÓL Um 100 krakkar úr fyrstu bekkj- um Melaskóla sem sækja frístunda- heimilið tóku sig til og föndruðu jólakort handa Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra. Kortið var skreytt myndum eftir öll börnin og tók föndurgerðin um þrjá daga. Steinunn Valdís kom svo í heimsókn í gær til að taka við kortinu. Ásta Friðriksdóttir, leiðbeinandi í Selinu, segir að auk jólakveðjunnar hafi jólakortið verið þakklætisvottur til borgarstjóra fyrir þjónustu frí- stundaheimilanna. - ss Rætt um kjör í Alcan KJARAMÁL Kjaraviðræður eigenda og starfsmanna Alcan, álversins í Straumsvík, standa yfir. Samtök atvinnulífsins fyrir eigendurna og fulltrúar sex verkalýðsfélaga starfsmanna hafa setið á fundum frá því seinni part nóvembers. Þeim miðar eftir áætlun. Kjara- samningur starfsmannanna rann út um síðustu mánaðarmót. ■ Nei, ég verð búinn að gefa börnunum í skóinn áður en farið verður að kveikja undir skötunni. Ég fer eitthvað út úr bænum til að forðast þetta eitur- bras og finn mér vænan sauð. Ketkrókur kom til byggða í nótt. Hann kemur rétt í þann mund sem Íslendingar sporðrenna mörgum tonnum af kæstri skötu. SPURNING DAGSINS Ketkrókur, borðarðu kæsta skötu? Tony Blair fundaði með Sharon og Abbas: Vill endurvekja friðarviðræður HÁDEGISFUNDUR UM FISCHER Í IÐNÓ Sagt var frá ævi Bobby Fischer á hádegis- fundi í Iðnó í gær. Sjá má Sæmund Pálsson halda ræðu, en sitjandi eru Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi forseti Skáksam- bandsins og Hrafn Jökulsson. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Stuðningsfólk Fischers: Biðlar til ráðherrans TÓKÝÓ, AP Stuðningshópur sem vinn- ur að frelsun Bobby Fischer í Japan sendi Junichiro Koizumi, forsætis- ráðherra Japans, bréf í gær þar sem hann er hvattur til að leyfa Fischer að fara til Íslands þannig að hann sleppi við lögsókn í Bandaríkjunum. Í bréfinu er því haldið fram að vegabréf Fischers hafi verið ógilt með ólögmætum hætti og að japönsk lög heimili brottför hans til Íslands. Þá er hann „grátbeðinn“ um að leyfa Fischer, „að eyða ævi- kvöldinu þannig að hann fái notið frelsis og friðar.“ Undir bréfið ritar John Bosnitch, formaður Nefndar- innar um frelsun Fischers. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA PALESTÍNA, AP Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, hefur lagt til að haldin verði eins dags alþjóð- leg ráðstefna í London í mars um málefni palestínsku stjórnarinn- ar. Blair, sem heimsótti bæði Ísra- el og Palestínu í gær, vill að rætt verði hvernig hægt sé að styrkja stjórnina og bæta og endurvekja með því friðarviðræðurnar sem legið hafa niðri vegna átaka Palestínumanna og Ísraelsmanna. Mahmoud Abbas, forsætisráð- herra Palestínu, tók vel í hug- mynd Blair. Líkt og breski forsætisráðherrann segir Abbas mikilvægt að koma friðarviðræð- unum af stað aftur. Hann segir þó mikilvægt að hafa fleiri mál á dagskrá en bara málefni palest- ínsku stjórnarinnar. Hann vill ræða helstu deilumál Ísraela og Palestínumanna, eins og til dæmis Jerúsalem og örlög palestínskra flóttamanna. Blair segir að það þurfi að bíða betri tíma og Arial Sharon, for- sætisráðherra Ísrael, tekur undir það. Blair segir að eins og staðan sé nú sé brýnna að ræða það hvernig hægt sé að endurskipu- leggja efnahags- og öryggismál Palestínumanna. ■ TONY BLAIR OG ARIEL SHARON Forsætisráðherrar Bretlands og Ísraels hittust í gær. Blair hitti einnig Mahmoud Abbas, for- sætisráðherra Palestínu. Kennarar fá laun leiðrétt KJARAMÁL Grunnskólakennarar í Reykjavík fá greidda yfirvinnu og leiðréttingar samkvæmt nýjum kjarasamningi í dag. Kennarar á eftirágreiddum launum fá auk þess mánaðarlaun fyrir desember greidd. Sesselja G. Sigurðardóttir, varaformaður Félags grunnskóla- kennara, segir það margra ára hefð að greiða yfirvinnu kennara fyrir jól en ekki fimmtánda dag næsta mánaðar eins og annars tíðkist. ■ YFIRSTJÓRN BAUGS Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og Hreinn Loftsson stjórnarformaður. Hreinn telur að fréttir af skattrannsókn og rannsókn Ríkis- lögreglustjóra á Baugi hafi ekki áhrif á viðskipti félagsins erlendis. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Ekki truflandi áhrif Fréttir af rannsókn lögreglu og skattyfirvalda hafa ekki áhrif á viðskipti fé- lagsins erlendis. Þetta er mat Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs. GEORG KR. LÁRUSSON Nýráðinn forstjóri Landhelgisgæsl- unnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.