Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 19
19FIMMTUDAGUR 23. desember 2004 Dótturfélag KB banka, danski bank- inn FIH, hefur ásamt lífeyrissjóðnum Lönmodtagernes Dyrtidsfond, LD, í Danmörku stofnað sjóð sem sérhæfir sig í fjárfestingum í óskráðum félög- um. KB banki mun eiga fimmtung í fyrirtækinu á móti LD og starfs- mönnum sem verður gefinn kostur á kaupum á þrettán prósenta hlut og kauprétti á tíu prósentum til viðbót- ar. „LD hefur þekkingu og reynslu af fjárfestingum í óskráðum félögum og það hefur FIH einnig. Aðalstyrkleiki FIH er þekking og reynsla af útlán- um til óskráðra fyrirtækja, „ segir Sigurður Einarsson, stjórnarformað- ur KB banka. Samanlagt munu þessir aðilar leggja í sjóðinn yfir fimm milljarða íslenskra króna. Sigurður segir að slíkur sjóður færi KB banka nær því markmiði sínu að bæta virðisaukandi starfsemi við grunnstarfsemi FIH. Sjóðnum hefur verið sett stjórn. Formaður hennar er Hans Jensen fyrrverandi fjármálaráðherra Dana og meðal stjórnarmanna er Svend Jakobsen, forseti danska þingsins. hh Bréf í deCode hækka Verð á hlutabréfum í deCode hef- ur hækkað umtalsvert á banda- ríska Nasdaq markaðinum að und- anförnu. Fyrir opnun markaðar í gær stóðu bréfin í 7,86 dölum á hlut. Bréfin hafa hækkað um 22 prósent á einum mánuði. DeCode hefur nýverið kynnt nokkrar uppgötvanir meðal ann- ars um arfgengi áhættu vegna lungnakrabbameins. Að sögn Eiríks Sigurðssonar, upplýsinga- fulltrúa deCode á Íslandi, hafa rannsóknir fyrirtækisins leitt í ljós að einstaklingar af vissum ættum séu líklegri en aðrir til að fá lungnakrabbamein. Reykingar eru yfirgnæfandi áhættuþáttur hvað lungnakrabba- mein varðar en misjafnt er hversu líklegt sé að reykinga- menn veikist af sjúkdóminum og bendir rannsóknin til þess að arf- gengir þættir ráði þar nokkru. Rannsókn deCode var unnin í samvinnu við vísindamenn hjá Landspítala-háskólasjúkrahúsi og Hjartavernd. Í haust höfðuðu nokkrar lög- mannsstofur í Bandaríkjunum mál á hendur deCode og sökuðu fyrirtækið um ófullnægjandi upp- lýsingagjöf. Að sögn Eiríks er ekki að vænta frétta af málaferl- um fyrr en eftir nokkra mánuði og óvíst sé að af þeim verði. - þk MÁR WOLFGANG MIXA Framkvæmdastjóri VSP. VSP fær starfsleyfi Verðbréfaþjónusta Sparisjóðsins fékk í gær starfsleyfi sem verð- bréfaþjónsta. Fyrirtækið er dótt- urfélag Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Í frétt frá VSP kemur fram að stefnt sé að því að nær allir spari- sjóðir landsins verði eignaraðilar að VSP en fyrirtækið er að mestu sprottið upp úr SPH verðbréfum þar sem Már Wolfgang Mixa hefur verið framkvæmdastjóri. Hann verður einnig fram- kvæmdastjóri hins nýja félags en það mun hafa starfsstöð í Norður- turni Kringlunnar. Starfsemin hefst formlega í janúar. - þk MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.365 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 134 Velta: 843 milljónir +0,42% MESTA LÆKKUN vidskipti@frettabladid.is Actavis 38,80 +3,47% ... Bakkavör 24,30 - ... Burðarás 12,00 +0,42% ... Atorka 5,82 -0,85% ... HB Grandi 7,90 - ... Íslandsbanki 11,10 - ... KB banki 447,00 +0,11% ... Landsbank- inn 11,90 +0,42% ... Marel 48,70 +0,21% ... Medcare 6,05 - ... Og fjar- skipti 3,20 +3,23% ... Samherji 11,10 - ... Straumur 9,45 -1,56% ... Öss- ur 77,50 +1,31% Actavis 3,47% Og fjarskipti 3,23% Össur 1,31% Tryggingamiðstöðin -2,27% Straumur -1,56% Jarðboranir -1,44% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: STOFNA SJÓÐ Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka og Lars Jo- hansen bankastjóri FIH. FIH hefur stofn- að sjóð með danska lífeyrissjóðnum LD. Forseti og ráðherra í stjórn KB banki hefur stofnað sjóð með dönskum lífeyrissjóði. Sjóðurinn mun sérhæfa sig í hlutabréfum óskráðra félaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.