Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 24
Ástvinir Mundu eftir ástvinum og góðum ættingjum á jólunum. Það er lítið mál að taka upp símann og hringja í gamlar frænkur og frænda eða þá sem eru einir á jólunum og óska þeim gleðilegra jóla. Jafnvel er sniðugt á Þorláks- messukvöldi eða á aðfangadag að koma við hjá þeim og færa þeim blóm, kerti eða konfekt til að sýna ást og hlýhug.[ Háir jólaenglar Hafdís Brandsdóttir leirlistakona er nýkomin heim frá Skotlandi og stundar fjarnám í listhönnun við Listaháskólann í Glasgow en hún vinnur fallegar vörur úr leir. Hafdís hefur einbeitt sér að jólaenglum úr steinleir fyrir þessi jól. „Ég er að vinna fullt af dóti úr leir en það sem ég hef einbeitt mér að núna fyrir jólin eru stórir englar úr steinleir. Þeir eru um sextíu sentimetra háir og geta staðið sjálfir,“ segir Hafdís en englarnir hafa verið afar vinsælir hjá henni og á hún fáa eftir. „Ég hef verið að selja þá sjálf en þeir verða seldir í Gallerí List frá miðjum janúar á næsta ári. Fólk hefur líka mikið verið að panta þá fyrir hugleiðslu með fyrirbænum.“ Hafdís er aldeilis ekki nýgræð- ingur í leirlistinni þar sem hún hefur verið að hanna og skapa hluti í fjöldamörg ár. „Ég hef sótt leirlistanámskeið úti um allan heim og læri alltaf eitthvað nýtt á hverju námskeiði. Ég er í leirlista- félagi í Skotlandi sem er mjög mikill félagsskapur og við fáum alltaf reglulega til okkar einhvern frægan leirlistamann og lærum af honum.“ Hafdís er með vinnustofu heima en Skotland togar líka tals- vert í hana. „Ég sel enn í fjögur gallerí úti í Skotlandi sem ég ætla að halda í. Ég stefni á að vinna á báðum stöðum og vera erlendis þrjá mánuði á ári. Þegar ég er úti í Skotlandi fylli ég á galleríin og einbeiti mér að náminu en það er fjölskyldan sem togar í mig hér á Íslandi. Ég ætla að fá það besta úr báðum heimum,“ segir Hafdís, sem er rétt að byrja hér aftur á Ís- landi. „Í bili geri ég ekkert annað en stóru englana. Annars vinn ég eingöngu úr leir og þá skúlptúra og handverk. Íslenska náttúran er mér mikill innblástur og hún er fyrirmynd í mörgum verkum mínum. Til dæmis ætla ég að fara að ráðast í að gera stofuborð sem er eins og jökulklumpur í laginu. En fólk getur að sjálfsögðu pantað eitthvað sérstakt hjá mér ef það vill. Ég geri alls konar muni, skraut, skálar, styttur og lampa svo eitthvað sé nefnt,“ segir Haf- dís að lokum en hægt er að ná í hana í síma 899 6255. ■ ATH Opið alla daga til jóla Rafmagnsgítarpakki verð frá kr. 24.900.- Rafmagnsgítar, magnari, poki, ól, snúra og gítarneglur. Kassagítarar frá kr. 9.900.- Þjóðlagagítar með poka, stillitæki, kennslubók, ól, gítarnöglum kr. 16.900.- Trommusett með öllu, ásamt æfingarplöttum og kennslumyndbandi rétt verð kr. 73.900.- tilboðsverð kr 54.900.- BJÓÐUM UPPÁ RAÐ- OG LÉTTGREIÐSLUR Ítölsk náttföt - amerískir heimagallar. - íslenskar værðarvoðir og fleira fallegt í jólapakkan Diza • Ingólfsstræti 6 • S. 561-4000 Opið til kl. 22 öll kvöld til jóla Jólagjafir ] FRÉTTAB LAÐ IÐ /STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.