Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 28
Myndir í sól Farðu vel með myndirnar þínar með því að koma þeim fyrir á stað þar sem sólin skín ekki á þær, svo þær fölni ekki. Ef þú vilt koma þeim fyrir á vegg þar sem sólin skín mikið skaltu láta setja filmu inn á glerið sem dregur úr áhrifum útfjólublárra geisla og verndar myndirnar. [ Finnur postulíns- muni fyrir fólk „Ég er með litla antíkverslun í kjallara í Skipasundi 82 í Reykja- vík þar sem ég sel antíkborðbún- að. Síðan tek ég líka að mér að leita uppi gömul stell. Það er ekki mikil traffík í versluninni en leit- arþjónustan er heldur betur að hlaða utan á sig. Áhugasamir geta því haft samband við mig og ég get fundið það sem vantar inn í stellin fyrir þá. Ég held að ég sé sú eina á Íslandi sem býð upp á svona þjónustu. Ég er með sam- bönd í Danmörku og Bretlandi en antíkmarkaðurinn er gríðarlega stór. Ég var að leita á netinu að að- ilum sem ég gæti keypt af þegar ég rakst á vöruhús í Bretlandi sem sérhæfir sig í gömlu postu- líni. Ég ákvað að fara að heim- sækja fyrirtækið, sem var gjör- samlega ótrúleg upplifun. Það hafði nýlega verið fjallað um vöruhúsið í The Telegraph og því var alveg brjálað að gera þar,“ segir Ester, sem getur varla fært það í orð hve hrifin hún er af póst- versluninni. „Þarna eru kílómetr- ar af hillum með bresku postulíni síðustu fimmtíu ára. Þarna vinna þrjátíu konur og einn karlmaður og allt er handvætt – þau eru ekki einu sinni með ritvél. Þau eru með eina og hálfa milljón muna og allt er handskráð í möppur og númer- að eftir munstrum. Þetta er gam- aldags bókhald og mjög hægvirkt en þessi eini karlmaður á að tölvu- væða allt saman.“ Mikil gæðastjórnun er í póst- versluninni og munirnir skoðaðir í þaula eins og Ester komst að. „Þau skoða alla muni gaumgæfi- lega og senda ekkert út úr húsi nema það sé hundrað prósent í lagi. Síðan pakka þær yfir sig eins og þær segja en þær pakka hverjum mun afskaplega vel inn. Þeim fannst mjög spennandi að fá heimsókn frá Íslandi og gáfu sér tíma í öllu amstrinu að tala við mig og fræðast um mitt starf. Ég var þarna í þrjá tíma en þær voru svo hrifnar af Íslandi að þær beina öllum fyrirspurnum um postulín frá Íslandi til mín þannig að ég er eins konar tengiliður fyrir þetta vöruhús,“ segir Ester. Ester byrjaði með verslun sína, Ömmu Ruth, fyrir nokkrum árum þegar hún erfði postulín, silfur og kristal. „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera við þetta en mig hafði alltaf langað að vera búðarkona. Síðan keypti ég lager af konu sem hafði rekið verslunina Hjá ömmu antik og fólk héðan og þaðan hefur einnig selt mér gamla muni. Ég er með mikið frá Danmörku, Bret- landi, Þýskalandi, Japan, Ítalíu og Ungverjalandi sem ég sel í versl- uninni. Langmest af vörunum mín- um er gamlir munir en ég er einnig með eitthvað nýtt,“ segir Ester. Ester segir konurnar sem koma til að kaupa í gömul stell skiptast í tvo hópa. „Annar hópur- inn er eldri konur sem hafa keypt sín stell sjálfar eða fengið í gjöf. Á þeim tíma kostuðu stell náttúr- lega eins og tvenn mánaðarlaun í dag. Þær vantar kannski einn bolla og þegar ég segi þeim verð- ið eru þær steinhissa yfir því hve ódýrt þetta sé. Hinn hópurinn er ungar stúlkur sem hafa erft stell en eru vanar að kaupa sitt í IKEA. Þeim finnst verð á einum bolla hrikalega hátt. Stellin sem ég sel eru náttúrlega handmáluð og vönduð og sum framleidd síðan á 18. öld. Ódýr stell í IKEA fást bara í eitt ár og síðan ekki söguna meir þannig að það er ekkert hægt að fá inn í þau ef eitthvað brotnar. Það er samt ánægjulegt að sjá hve margar ungar stúlkur heimsækja mig og vilja fá sér gömul og ömmuleg stell.“ Ester er með heimasíðuna ammaruth.is þar sem hægt er að sjá allar vörur í versluninni. „Síð- an er svo að fólk úti á landi geti nálgast vörunar mínar. Það getur hringt ef það er áhugasamt og ég get sent því fleiri myndir. Ég hef nokkrum sinnum sent út á land og fólk hefur verið mjög ánægt. Ég er með breiða flóru í postulíni og því ættu margir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ lilja@frettabladid.is Ester Elíasdóttir rekur verslunina Ömmu Ruth og komst nýlega í samband við breska antík postulínspóstverslun þar sem úrvalið er gríðarlegt. Þar getur hún fundið muni fyrir fólk á Íslandi og selt á vægu verði. ] Deco Art Garðatorgi Full búð af föndur- og gjafarvörum. Ráðgjöf og leiðbeiningar á staðnum. Afsláttur af jólaföndri. Sími 555-0220 BLÓMÁLFURINN Íslandsmeistari í blómaskreytingum Vesturgötu 4 sími 562 2707 Ester rekur verslunina Ömmu Ruth í kjallara í Skipasundi 82. Hér sjást frá vinstri Anna, starfsmaður verslunarinnar í Bret- landi, Ester Elíasdóttir og Jackie, eigandi verslunarinnar í Bretlandi, að ræða saman. Ein og hálf milljón muna eru á boðstólum í póstversluninni sem Ester skiptir við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.