Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 8
8 23. desember 2004 FIMMTUDAGUR ARAFATS MINNST Lítill drengur heldur fyrir eyru sín á meðan skotið er úr hríðskotariffli í Palestínu. Í gær voru liðnir 40 dagar frá dauða Jassers Ara- fat og lauk þá opinberum sorgartíma. Kennaraforystan: Sjálfkjörið í formennsku KENNARAR Eiríkur Jónsson, for- maður Kennarasambands Íslands, verður sjálfkrafa kjörinn formað- ur KÍ á þingi sambandsins í mars og Elna Katrín Jónsdóttir, vara- formaður KÍ og fráfarandi for- maður Félags framhaldsskóla- kennara, sömuleiðis. Framboðs- frestur er runninn út og voru þau tvö ein um að senda inn framboð. Því verður ekki efnt til atkvæða- greiðslu. Jóhannes Þór Skúlason, ritari Kennarafélags Reykjavíkur, segir að ýmsar raddir séu farnar að heyrast fyrir þingið en allt of snemmt sé að ræða málin því að þing Kennarasambandsins sé ekki fyrr en í mars. Ýmislegt geti gerst fyrir þann tíma. Formannsskipti eiga sér stað í Félagi framhaldsskólakennara eftir áramót. Aðalheiður Stein- grímsdóttir, kennari við Verk- menntaskólann á Akureyri, gefur kost á sér til formanns en Elna Katrín gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Kjörseðlar verða sendir út í byrjun næsta árs. Nið- urstaða kosninganna ætti að vera ljós um miðjan janúar. -ghs Óljóst hvernig árásin í Mosul var gerð Ekki er víst að flugskeyti hafi hæft matsal bandarískrar herstöðvar eins og í fyrstu var talið. Samtökin Ansar al-Sunnah segja að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Verið er að rannsaka málið. Björgunarsveitin Kyndill í Mosfellsbæ: Flugeldasýningin í minningu Ragnars BAGDAD Bandarísk hermálayfir- völd rannsaka nú hvað olli því að sprenging varð í matsal banda- rískrar herstöðvar í borginni Mosul í fyrradag. Tuttugu og tveir létust í árásinni, 18 Bandaríkja- menn og fjórir Írakar. Nú hafa meira en 1.300 bandarískir her- menn látist í Írak síðan innrásin var gerð. Í fyrstu var talið öruggt að flugskeyti hefði hæft matsalinn með fyrrgreindum afleiðinum. Nú eru einhverjar efasemdir uppi um það eftir að samtökin Ansar al- Sunnah, sem lýstu ábyrgð á árásinni, sögðu að um sjálfs- morðsárás hefði verið að ræða. Auk hinna látnu særðust 72 í árásinni á matsalinn, þar af 51 Bandaríkjamaður. Bandarískur læknir, sem starfað hefur á her- sjúkrahúsi í Mosul í ellefu mán- uði, segist ekki hafa séð hermenn jafn illa særða og eftir þessa árás. Margir séu með mjög slæm brunasár og líkamar þeirra, andlit og augu illa farin eftir sprengju- flísar. Samkvæmt CNN höfðu banda- rískir hermenn í herstöðinni lýst áhyggjum af því hversu ber- skjaldaðir þeir væri fyrir árás í matsalnum sem er mjög illa bú- inn. Hann er sagður líkjast mest einhvers konar tjaldbúðum. Hin herskáu samtök Ansar al- Sunnah eru talin hafa tengsl bæði við hryðuverkaleiðtogann Abu Musab al-Zarqawi og al-Kaída. Samtökin, sem vilja að Írak verði stjórnað af bókstafstrúarmönnum samkvæmt islömskum lögum, hafa sagst standa að öðrum árás- um í Írak sem og aftökum nokk- urra gísla. Tiltölulega friðsælt var í Mos- ul, þriðju stærstu borg Íraks, eftir innrásina í fyrra. Á síðustu mán- uðum hefur ástandið hins vegar farið síversnandi. Eftir innrás bandaríska hersins í Falluja, sem beindist gegn því að uppræta starfsemi uppreisnarmanna, hefur ástandið snarversnað í Mosul. Talið er að fjöldi uppreisn- armanna hafi flúið frá Falluja og hafi nú bækistöðvar í Mosul. trausti@frettabladid.is BJÖRGUNARSVEITIR Feðgarnir Örn og Einar Páll Kjærnested og fjöl- skyldur þeirra leggja út fyrir flug- eldasýningu í Mosfellsbæ um ára- mótin. Peningana leggja þeir fram til minningar um Ragnar Björns- son, sem lést eftir að á hann var ráðist á sveitakránni Ásláki í Mos- fellsbæ fyrr í mánuðinum. Ingvar Þór Stefánsson, formað- ur Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, segir að sökum pen- ingaskorts hafi verið útlit fyrir að ekki gæti orðið af flugeldasýningu í bænum þetta árið. „Þetta heyrðu góðir menn í bæjarfélaginu og buðust til að leggja fram pening- ana í minningu Ragnars,“ sagði Ingvar Þór, en vildi ekki gefa upp hversu miklu yrði kostað til. „Það höfum við aldrei talað um, en sýn- ingin verður með svipuðu sniði og verið hefur.“ Ingvar Þór fagnar því að hægt sé að minnast Ragnars með þessum hætti og segir hann hafa verið drifkraftinn í björg- unarsveitinni í fjöldamörg ár. „Hann hélt þessu gangandi með öðrum, kom af stað unglinga- starfi í Mosfellsbæ og í björg- unarsveitinni sem ennþá er í gangi og við njótum enn góðs af því starfi sem hann sinnti fyrir okkur.“ ■ PÓLSKIR RÁÐAMENN Í HEIMSÓKN Sextán pólskir hermenn hafa látist í Írak síðan innrásin var gerð. Í síð- ustu viku fórust þrír þegar þyrla hrapaði. Pólverjar eru traustir bandamenn Bandaríkjamanna í Írak og í gær heimsóttu Marek Belka, forsætisráðherra Póllands, og Jerzy Szmajdzinski varnarmálaráðherra pólska hermenn í Diwaniyah. Um 2.400 pólskir hermenn eru í Írak. OLÍULEIÐSLUR SKEMMDAR Eldur logaði í olíuleiðslum nærri Baji í Írak í gær. Upptök eldsins eru ókunn en grunur leikur á skemmd- arverkum. Nokkuð hefur verið um að uppreisnarmenn hafi reynt að eyðileggja olíuleiðslur í Írak. Fyrir þremur dögum voru til að mynda unnin skemmdarverk á olíuleiðsl- um. ■ ÍRAK Afgreiðslutími Sparisjóðsins yfir hátíðarnar Heimabanki Sparisjó›sins er alltaf opinn 24. desember, aðfangadagur / lokað 31. desember, gamlársdagur / opið 9.15-12.00 3. janúar 2005 / lokað 4. janúar 2005 / hefðbundinn afgreiðslutími www.spar.isfijónustusími 515 4444 ELNA KATRÍN JÓNSDÓTTIR Hætt sem formaður Félags framhalds- skólakennara en heldur áfram sem vara- formaður Kennarasambands Íslands. MATSALUR HERSTÖÐVARINNAR Bandarískir hermenn aðstoða særðan félaga sinn eftir árásina sem gerð var í fyrradag. FLUGELDASÝNING Flugeldasýningin í Mosfellsbæ um áramótin verður haldin í minningu Ragnars Björnsson- ar, sem lést eftir árás fyrr í mánuðinum. Sýningin verður með hefðbundnu sniði utan að ekki verður skotið upp frá Reykjalundi líkt og verið hefur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Vesturbakkinn: Kosið eftir 28 ára hlé VESTURBAKKINN, AP Palestínumenn á Vesturbakkanum munu í dag kjósa í fyrsta sinn til sveitar- stjórnarkosninga síðan 1976. Um 150 þúsund Palestínumenn geta gengið til kosninga í 26 þorpum og bæjum. Sveitarstjórnarkosning- um mun ljúka á næsta ári. Talið er að Fatah-hreyfingin hafi mestan stuðning á þeim svæðum þar sem kosið er fyrst. Á landinu öllu er von á mikilli kosn- ingabaráttu á milli Fatah- og Hamas-hreyfinganna. Íbúar flóttamannabúða fá ekki að kjósa nú. Ástæðan er sögð vera að ekki eigi að gefa í skyn að flóttamannabúðir séu varanlegar byggðir. ■ Írak: Frakkar fara heim BAGDAD, AP Tveimur frönskum blaðamönnum, sem sleppt var úr haldi mannræningja á þriðjudag komu til Frakklands í gær. Menn- irnir tveir hurfu seint í ágúst, ásamt sýrlenskum ökumanni þeirra í Najaf. Ökumaðurinn, Mohammed al-Joundi, slapp úr haldi hóps manna sem kalla sig Hinn íslamska her Íraks. Utan- ríkisráðherra Frakklands, Jean- Pierre Raffarin, sagði að frelsun mannanna væri afrakstur erfiðr- ar og mjög leynilegrar vinnu. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.