Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 30
Þó að Magnús eigi ekki mikið af fötum þá segist hann nota mikið af fötum og því er hann lengi að finna uppáhaldsflíkina sína. „Já, það er Manchester United-treyj- an mín. Ég er algjör aðdáandi. Þetta er ekta varabúningur síðan í fyrra. Ég á ekki búning þessa árs en ég stefni á að eignast hann. Ég á reyndar eftir að setja númer á varabúninginn sem verður auðvitað Solskjær númer tuttugu. Langbestur,“ segir Magnús sem keypti þessa for- láta treyju í Intersport hér heima í vor. „Þær eru svolítið dýrar hér á landi þessar ekta treyjur. Þess vegna reyni ég yfirleitt að kaupa þær erlendis. En maður leggur ýmislegt á sig fyrir liðið sitt.“ „Ég nota treyjuna reglulega en helst þegar ég horfi á leiki,“ segir Magnús, sem hefur þó ekki gerst svo frægur að mæta í treyjunni á helstu ölstofur bæj- arins. „Klúbburinn er eiginlega heimavöllur Manchester United og ég hef alltaf verið á leiðinni að mæta þangað en það hefur ekkert orðið úr því.“ Strákarnir í Búdrýgindum hafa nýgefið út plötuna Juxtapos sem vakið hefur mikla lukku enda ákaflega hressandi í ís- lenska skammdeginu. ■ Gull Gull, gull, gull er það sem hafa skal að leiðarljósi yfir hátíðarnar þegar kemur að skóm og snyrtivörum. Gullaugnskuggar og gyllt glimmer sem úðað er yfir líkamann er fyrir ævintýralegar dísir og ekki er verra að stíga dans í gullskóm, jafnvel með gullbelti og gulltösku. [ Harður United-aðdáandi Magnús Ágústsson, söngvari í Búdrýgindum, rótar ansi lengi í fataskápnum og hugsar sig vel um áður en hann velur sína uppáhaldsflík. Magnús er kátur með treyjuna sína en hyggur á að kaupa sér nýrri gerð. SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 Bómull: svartir og rauðir Satín blóma: svartir, rauðir og dökkbláir. Flauel: svartir og brúnir (stærðir 35-41) JÓLASKÓR Einnig mikið úrval af blómaskóm í mörgum litum og stærðum Sendum í póstkröfu. Mikið úrval af kínaskóm í barna- og fullorðins- stærðum. Tilboð Eitt par kr. 1290,- Tvö pör kr. 2000,- Stærðir 27-41 Eddufelli 2, s. 557 1730 Bæjarlind 6, s. 554 7030 Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 og lau. kl. 10-16T Í S K U V E R S L U N Jólagjöfin - Jólafötin Opið frá kl. 10-22 Handsmíðað skart með íslenskum steinum Falleg hönnun fyrir dömur og herra Nýkomin mörg spennandi módel. Demantsskartgripir Handsmíðaðir gullskartgripir. ] Indriði á nýjum stað Skyrtur og bindi í sérflokki Indriði er herrafataverslun sem hefur starfað á Skólavörðustígn- um í rúmt ár og flutti sig nú í byrjun jólamánaðarins í nýtt og rýmra húsnæði örlítið neðar á sama stíg. Indriði sérhæfir sig í skyrtum og bindum á flotta karlmenn sem vilja aðeins það besta. Bæði skyrturnar og bindin eru sérframleidd fyrir Indriða suður á Ítalíu þar sem allur frágangur er í hæsta gæðaflokki, skyrturnar eru saumaðar og stungnar af kostgæfni og öll bindin eru handsaumuð. Efnin sem Indriði notar eru mjög gerðarleg, skyrturnar eru efnismeiri en gerist og gengur með herraskyrtur, krumpast lítið og endast mjög vel. Þó að skyrturnar og bindin séu aðalatriðið hjá Indriða þá er stundum hægt að fá hjá honum aðrar flíkur eins og til dæmi flotta klassíska bómullarjakka, buxur og peysur. Verðið hjá Indriða eru líka sanngjarnt, allar skyrtur kosta 8.900 kr. og ítölsku handsaumuðu silkibindin eru á 6.900 kr. ■ Lakkrísbindi úr leðri Mjóu, flottu lakkrísbindin eru komin aftur og seljast eins og heitar lumm- ur. Selma Ragnarsdóttir, klæðskeri og kjóla- hönnuður, hannar bindin, en hún fékk hugmyndina þegar hún var að vinna fatnað í leður og sat uppi með ræmur og af- ganga. „Bindin eru úr leðri og til í mörgum litum, svörtum, rauðum og brúnum. „Þau eru líka notuð sem belti og passa við allt, karlmenn geta notað þau við jakka- föt, skyrtur eða bara boli og gald- urinn er að hafa þau laus. Þarna gildir bara einfaldur bindishnútur,“ segir Selma hlæjandi. Bindin fást í Gallery Sautján í Kringl- unni og Vinnustofu Selmu í Kjörgarði, Laugavegi 59. Glimmer og glans Flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi því í boði eru augn- skuggapallettur með ljósum litum sem hægt er að nota bæði kvölds og morgna. Duft-augnskuggarnir eru einnig fáanlegir fyrir þá sem kjósa meiri dýpt í förðunina en þeir eru fáanlegir í næturbláum, silfurgráum og silfurhvítum. Síðast en ekki síst er Star Bronzer-línan tilvalin með jóla- litunum. Línan inni- heldur meðal annars glitrandi púður, gyllta, fín- gerða olíu sem hægt er að nota á handleggi og axlir og töfraburst- ann sem er fá- anlegur með gylltu púðri og fíngerðu, gylltu glimmeri. Hér sést bleikt glimmer varagloss, Star Bronzer-olía og augnskuggapal- letta frá Lancóme. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.