Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 10
23. desember 2004 FIMMTUDAGUR Flutti inn fimmtán kíló af hassi í dekkjum: Feðgar dæmdir til refsingar DÓMSMÁL Tuttugu og tveggja ára gamall maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir innflutning á fimmtán kílóum af hassi í félagi við föður sinn og tvo jafnaldra sína. Efnin flutti maðurinn í þremur skipaferðum frá Dan- mörku. Jafnaldrar mannsins og félag- ar voru hvor um sig dæmdir í átta mánaða fangelsi fyrir sölu á hluta efnanna. Faðir hans fékk fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið á móti einni sendingunni sem stíluð var á hans nafn. Hassið flutti maðurinn til landsins með því að fela það í dekkjum á felgum. Fyrst tvö kíló af hassi, síðan fimm kíló og síðast átta kíló. Höfuðpaurinn og jafnaldrar hans játuðu brot sín að mestum hluta. Faðir höfuðpaursins neitaði hins vegar að hafa haft nokkra vitneskju um innflutning fíkni- efnanna. Þykir dómnum ótrúlegt að hann hafi ekki vitað um inn- flutninginn þar sem hann bjó á sama stað og mennirnir þrír. Hon- um hljóti að hafa verið ljóst að flytja átti inn fíkniefni en ekki eingöngu hjólbarða. Höfuðpaurnum var gert að sæta upptöku á 2,8 milljónum króna vegna fíkniefnasölu. Eins var einum samverkamanna hans gert að sæta upptöku á 1,1 milljón króna. - hrs Prentsmiðjan rifin Prentsmiðja Moggans verður rifin og verslunarhúsnæði reist í staðinn. Lóðin er talin ein sú eftirsóknarverðasta á landinu og verðið því hátt. FASTEIGNIR Prentsmiðja Morgun- blaðsins í Kringlunni verður rif- in og í staðinn byggt verslunar- húsnæði með atvinnustarfsemi og íbúðum ef áætlanir kaupand- ans, Klasa hf., ganga eftir. Hugsanlegt er að ritstjórnar- skrifstofur Morgunblaðsins verði nýttar undir sameinaðan skóla þegar sameining Tækni- háskólans og Háskólans í Reykjavík hefur komið til fram- kvæmda. Stjórn Árvakurs lýsti því ný- lega yfir að ákveðið hefði verið að flytja alla starfsemi Morgun- blaðsins í nýtt húsnæði í Hádeg- ismóum og gamla húsnæðið selt fasteignafélaginu Klasa hf. Hin selda eign er 7.000 fermetrar á stærð auk eignarlóðar í Kringl- unni. Kaupverðið er samtals tveir milljarðar króna. Klasar greiða 1,5 milljarða fyrir fast- eignir og lóðarrétt í Kringlunni eða um 215 þúsund krónur á fer- metrann. Til viðbótar mun Klasi reisa nýtt 3.900 fermetra hús- næði í Hádegismóum fyrir 570 milljónir króna, eða rúmlega 146 milljónir á fermetrann. Gjarnan er talað um að viðmið- unarverð á nýbyggingu sé 150 þúsund krónur þannig að ljóst er að verðið í Kringlunni er hátt. Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Klasa, segir að verðið fyrir lóð og fasteignir Morgunblaðsins sé vissulega hátt en þarna sé um eina verð- mætustu lóðina á landinu að ræða. Björn Þorri Viktorsson, for- maður Félags fasteignsala, seg- ir að staðsetning skipti stöðugt meira máli í fasteignaviðskipt- um og lóðin hafi meiri áhrif á verð en áður. „Staðsetning skipt- ir miklu meira máli í verðlagn- ingu í dag en hún hefur gert á liðnum árum. Þetta á bæði við um atvinnuhúsnæði og íbúðir. Við sjáum um þrefaldan mun á hæsta og lægsta fermetraverði á höfuðborgarsvæðinu í dag.“ Klasi hf. er nýstofnað fast- eignafélag í eigu Íslandsbanka. ghs@frettabladid.is Brynjan fellur hjá Bubba „Þaðþýðir ekkert að liggja bara og væla” Bls. 38 Fyrstu jólin D V -M Y N D S TE FÁ N Ragga Gísla Ragga Gísla verður heima með nýjakærastanum á aðfangadagskvöld. ÞauBirkir Kristinsson, fyrrverandi landsliðs-markvörður, kynntust á balli. Hannbauð henni upp í dans. „Það var ofsa-lega sætt,” segir Ragga í skemmtileguviðtali við Helgarblað DV þar sem húnræðir meðal annars hinn fullkomna skilnaðvið Jakob Frímann Magnússon. Bls. 32-33 Unglegri og ástfangnari með nýju ástinni DAGBLAÐIÐ VÍSIR 291. TBL. – 94. ÁRG. – [FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004] VERÐ KR. 295 KampavínsslagsmálBjarkar í New York Bls. 10 Ástfangin upp fyrir haus á jólunum Markmaðurinn sem gat ekki varist RögguGísla Gríska lögreglan: Sökuð um pyntingar AÞENA, AP Grísk mannréttinda- samtök hafa sakað þarlenda lög- reglumenn um að pynta afg- anska hælisleitendur. Gríska lögreglan er sökuð um að misþyrma nokkrum innflytj- endum, þykjast ætla að taka þá af lífi og taka myndir af þeim nöktum þegar var verið að yfir- heyra þá. Ríkisstjórnin hefur lofað að rannsókn muni fara fram á málinu. Meintar pyntingar eru sagðar hafa átt sér stað í fangaklefum lögreglunnar, en málið kom upp eftir að afganskur maður slapp úr haldi hennar. Tugir afganskra hælisleitenda voru teknir hönd- um í kjölfar flóttans í tilraun lögreglunnar til að finna mann- inn aftur. ■ KJARAMÁL Samninganefnd starfs- manna Íslenska járnblendi- félagsins skoðar tillögu að kjara- samningi sem nefndin fékk í hendur síðasta föstudag. Vilhjálmur Birgisson, formað- ur Verkalýðsfélags Akraness, segir samningnum ekki hafa verið hafnað: „En það eru nokkur atriði sem menn vilja fá svör við.“ Á vef Verkalýðsfélagsins stendur að komið sé verulega til móts við kröfur sem trúnaðar- menn og stéttarfélögin lögðu upp með. Fyrri samningurinn rann út 1. desember. Fundað verður 4. janúar. - gag ÚR HÉRAÐSDÓMI Faðir höfuðpaursins neitaði að hafa haft nokkra vitneskju um innflutning fíkniefn- anna. Íslenska járnblendifélagið: Á endaspretti kjaraviðræðna JÁRNBLENDIÐ Á GRUNDARTANGA Samninganefndir starfsmanna og eigenda Íslenska járnblendifélagsins eru við það að ná sáttum um kjarasamning. MORGUNBLAÐIÐ Í KRINGLUNNI Mogginn hefur selt húsnæði sitt í Kringlunni og flytur þaðan þegar nýtt húsnæði í Hádeg- ismóa verður risið. Verslunarhúsnæði verður reist í stað prentsmiðjunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.