Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 36
24 23. desember 2004 FIMMTUDAGUR „Leikmennirnir sem slíkir þurfa á allri hjálp að halda til að styrkjast og vaxa og dafna. Góður þjálfari þarf að búa yfir mörgum kostum. Eitt af því er að vera föðurlegur en hann þarf líka að vera hvass og ákveðinn. Í uppeldi barna þarf að sýna ákveðnar hliðar. Þú klappar þeim ekki alltaf en það er ekki alltaf hægt að vera með svipuna á lofti.“ Guðjón Þórðarson, nýráðinn þjálfari Keflvíkinga, hefur komið þremur atvinnumönnum til vits og ára í uppeldinu og veit hvað hann syngur í þeim efnum.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 20 21 22 23 24 25 26 Fimmtudagur DESEMBER HANDBOLTI „Auðvitað eru það mikil vonbrigði að hafa ekki verið val- inn. Ég hef mikinn metnað sem leikmaður og hluti af því er að spila á alþjóðlegum vettvangi með landsliðinu. En Viggó er virkilega fær þjálfari og velur það lið sem hann telur best hverju sinni. Ég verð bara að taka því,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, hand- knattleiksmaður hjá Grosswall- stadt í Þýskalandi. Sem kunnugt er ákvað Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari að velja Snorra ekki í landsliðshóp- inn sem tekur þátt fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í Túnis í febrúar. Arnór Atlason, leikmaður Magdeburg, hlaut hnossið fram yfir Snorra í leik- stjórnandastöðuna og vakti það töluverða undrun á meðal hand- boltaáhugamanna, sérstaklega í ljósi þess að Snorri hefur í þó nokkurn tíma verið fastamaður í landsliðinu og spilar reglulega með félagsliði sínu á meðan Arnór er að stíga sín fyrstu spor í alþjóð- legum handknattleik og leikur nær eingöngu með B-liði Magde- burg í þýsku 3. deildinni. „Ég get ekki annað gert en reynt að líta málið jákvæðum aug- um. Ég hef tekið þátt í tveimur stórmótum á stuttum tíma og þetta þýðir að ég fá smá tíma til að anda og hugsa um eitthvað ann- að en handbolta. Ég tel mig eiga heima í liðinu en það þýðir ekkert að væla yfir þessu. Þetta þýðir bara að ég verði að leggja enn harðar að mér til að vinna sæti í liðinu á nýjan leik. Ég ætla mér að koma sterkur til baka,“ sagði Snorri í samtali við Fréttablaðið í gær. Þegar Viggó tilkynnti lands- liðshópinn á þriðjudag sagði Viggó að hann teldi Snorra hafa verið í lægð í töluverðan tíma og oft leikið betur. Þá þurfti Snorri einnig að þola töluverða gagnrýni fyrir frammistöðu sína á heims- bikarmótinu í Svíþjóð í nóvember þó að sumir hafi talið að tækifæri Snorra í leikjunum þar hafi verið af skornum skammti. „Ef ég ber saman tímabilið hjá mér í ár og það sem ég átti í fyrra get ég alveg að mörgu leyti tekið undir það. Ég hef ekki verið að spila eins vel í ár og á síðasta tímabili, sem var að öllu leyti mjög gott. Ég hef átt svolítið mis- jafna leiki á meðan ég var stöðugri í fyrra,“ segir Snorri að- spurður um hvort hann telji gagn- rýni Viggós hafa átt rétt á sér. Snorri segir að íslenska liðið geti vel náð einu af efstu sex sæt- unum á HM, sem einmitt er það markmið sem Viggó hefur sett lið- inu. „Þetta eru allt frábærir strákar og frábærir leikmenn. Liðið er vissulega ungt og reynslulítið en þetta er lið sem getur hiklaust komið á óvart. Ég vona bara inni- lega að þeim gangi sem allra best.“ vignir@frettabladid.is Kem sterkur til baka Snorri Steinn Guðjónsson, leikmaður Grosswallstadt í Þýskalandi, segist sár og svekktur yfir því að hafa ekki verið valinn í íslenska landsliðið í handbolta fyrir HM í Túnis en er staðráðinn í að vinna sér sæti í liðinu á nýjan leik. ■ ■ SJÓNVARP  16.30 Þrekmeistarinn á RÚV.  17.30 Þrumuskot - ensku mörkin á Skjá einum.  19.00 World’s Strongest Man á Sýn. Sýnt frá keppninni um sterkasta mann heims.  19.30 European PGA Tour á Sýn. Sýnt frá Dunhill-mótinu á evrópsku mótaröðinni í golfi.  20.30 NFL-tilþrif á Sýn.  23.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Íslenska kvennalandsliðið í hand-knattleik bar sigurorð af úrvalsliði Katalóníu, 36-34, í framlengdum vináttuleik rétt fyrir utan Barcelona á þriðjudagskvöld- ið. Dagný Skúla- dóttir var marka- hæst í íslenska liðinu með ellefu mörk, Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði sjö mörk og Hrafnhildur Skúladóttir skoraði fimm mörk. Miðherjinn tröllvaxni ShaquilleO’Neal lék ekki með sínum mönnum í Miami Heat aðfaranótt m i ð v i k u d a g s vegna meiðsla á kálfa. Það kom þó ekki í veg fyr- ir að Miami ynni sinn níunda sig- ur í röð en lið Boston Celtics var ekki mikil fyr- irstaða. Heat vann leikinn, 108-100, og skoraði Dwayne Wade 33 stig fyrir Miami. Meiðsli O’Neals eru ekki talin alvar- leg og þykir líklegt að hann verði klár í slaginn gegn Sacramento Kings í kvöld. Gunnar Pettersen, þjálfari norskakarlalandsliðsins í handbolta, hefur látið hafa eftir sér að karlaliðið geti lært mikið af norska kvennalið- inu sem vann Evr- ópumeistaratitil um síðustu helgi. Pettersen sagði að útfærsla kvennaliðsins á hraðaupphlaup- um hefði verið fullkomin á EM og hann hefði þegar sagt sínum mönnum að læra af konunum. Norska liðið tekur, líkt og það íslenska, þátt í heimsmeistara- mótinu í Túnis og binda Norðmenn miklar vonir við liðið. Eþíópíski langhlauparinn KenenisaBekele var í gær kjörinn frjálsí- þróttamaður ársins af Alþjóða frjálsí- þróttasambandinu. Bekele setti heims- met í fimm þúsund og tíu þúsund metra hlaupi á árinu og vann tvenn verðlaun á Ólympíuleikunum í Aþenu. Hann vann gull í tíu þúsund metra hlaupi og silfur í fimm þúsund metra hlaupi. Millivegalengda- hlauparinn Hichem El-Guerrouj frá Marókkó varð annar og sænski há- stökkvarinn Stefan Holm varð þriðji. Rússneska stangarstökksdrottning-in Jelena Ysinbajeva var við sama tækifæri valin frjálsíþrótta- kona ársins. Ysin- bajeva bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína í stangarstökki á árinu, vann gull á Ólympíuleikun- um í Aþenu og setti sjö heims- met. Breski millivegalengdahlaupar- inn Kelly Holmes varð önnur og hin rússneska Jelena Slesarenko, sem vann gull í hástökki á Ólympíuleikun- um í Aþenu, varð þriðja. Argentínska ungstirnið CarlosTevez, sem er nýgenginn í raðir brasilíska liðsins Corinthians frá Boca Juniors í Argentínu, er hreinskilinn ungur drengur og hann var ekki að afla sér neinna vinsælda strax á fyrstu dögum sín- um í Brasilíu þeg- ar hann lýsti því yfir að Diego Maradona hefði verið betri leik- maður en sjálfur Pele. Í Brasilíu kall- ast þetta guðlast en það er eins gott fyrir Tevez að standa sig inni á vellin- um eftir þessi ummæli - annars verð- ur lífið eriftt fyrir hann. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Kantmaðurinn Joaquin: Chelsea þarf að bíða til sumars FÓTBOLTI Svo gæti farið að Chelsea þurfi að bíða fram á sumar eftir spænska kantmanninum Joaquin sem leikur með Real Betis en Chelsea hefur gert fimm árang- urslausar tilraunir til að kaupa kappann. Manuel Ruiz de Lopera, forseti Betis, veit að stuðningsmenn liðs- ins vilja ekki missa helstu stjörnu liðsins og hann hefur tilkynnt for- ráðamönnum enska toppliðsins að þeir verði að bíða í það minnsta fram til næsta sumars. Jose Mourinho, knattspyrnu- stjóri Chelsea, vill ólmur fá einn kantmann til viðbótar þar sem hann er með aðeins með tvo slíka, Arjen Robben og Damien Duff, og hefur Shaun Wright-Phillips hjá Manchester City verið nefndur til sögunnar. ■ JOAQUIN Fer ekki til Chelsea frá Real Betis fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar. Frakkinn Thierry Henry óttast að erfitt verði fyrir Arsenal að ná Chelsea: Vonar að Chelsea komi til jarðar FÓTBOLTI Frakkinn frábæri Thierry Henry hefur viðurkennt að það geti orðið erfitt fyrir Arsenal að ná hinu frábæra liði Chelsea aftur til jarðar. Hann sagði við fjöl- miðla í gær að það eina sem and- stæðingar Chelsea gætu gert væri að vona að liðið misstigi sig. Hann sagði hins vegar að reynsla Arsenal í að vinna og tapa titlum á undanförnum árum hefði fært þeim heim sanninn um að ekkert sé öruggt í boltanum. „Við höfum unnið upp mikið forskot á endasprettinum en við höfum líka tapað þegar við höfum haft forystu. Það er því ekki hægt að gefa sér neitt í þessum efnum. Ég er viss um að fólk spurði sig að því fyrir mánuði hvort hægt væri að stoppa Arsenal en núna er spurningin hvort hægt sé að stoppa Chelsea? Þetta verður að hafa sinn gang. Þeir verða að fá að vera á flugi. Þeir eru fljúgandi núna og allt sem við getum gert er að bíða og vona að Chelsea komi til jarðar,“ sagði Henry. „Það verður að hrósa Chelsea- liðinu því að það var gagnrýnt mikið í byrjun tímabilsins fyrir að spila ekki vel. Liðið vann samt þá leiki og núna valtar það yfir and- stæðinga sína. Það verður að taka Chelsea alvarlega því það er með leikmenn eins og Makelele innan- borðs, leikmenn sem þekkja það að vinna titla auk þess sem hungrið er mikið.“ ■ THIERRY HENRY Vonast til að Chelsea misstígi sig og segir það einu von Arsenal til að vinna meistaratitilinn. MIKIL VONBRIGÐI Snorri segist hafa orðið sár og svekktur þegar hann komst að því að hann yrði ekki valinn í landsliðshópinn. Hér sést hann í eldlínunni með íslenska liðinu á Ólympíuleikunum í Aþenu í sumar. Fréttablaðið/Teitur Stjörnuleikur KKÍ: Netkosning hófst í gær KÖRFUBOLTI Hinn árlegi Stjörnuleik- ur Körfuknattleikssambands Ís- lands fer fram í Valsheimilinu 15. janúar næstkomandi. Auk leiksins verður troðslu- keppni og þriggja stiga skot- keppni í hálfleik en stefna sam- bandsins er að gera daginn að fjöl- skyldudegi. Að þessu sinni munu bestu ís- lensku leikmennirnir í Intersport- deildinni mæta bestu erlendu leikmönnunum en það er í fyrsta skipti sem það gerist. Körfuboltaáhugamenn geta valið byrjunarlið liðanna á kki.is en síðan munu íþróttafréttamenn velja fimm leikmenn í hvort lið en þjálfarar liðanna, Sigurður Ingi- mundarson hjá Keflavík og Einar Árni Jóhannsson hjá Njarðvík, velja tvo síðustu menn liðanna. Netkosningin hófst í gær og er rétt að benda á að velja þarf tvo bakverði og þrjá framherja/mið- herja í liðið. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.