Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 50
Slagsmál brutust út í næturklúbbi íNew York þegar maður hvolfdi óvart fötu af klökum og vatni yfir Björk Guð- mundsdóttur. Tísku- hönnuður, sem þekktur er undir nafninu KAI, var að reyna að bera kampavínsfötu á höfð- inu þegar slysið varð. Fatan hvolfdist yfir greyið Björk sem yf- irgaf klúbbinn fljót- lega ásamt vini sín- um og um leið brut- ust slagsmál út. Uma Thurman mun fara með hlut-verk sænska ritarans Ullu í endurgerð kvikmyndarinnar The Pro- ducers eða Framleiðendanna. Einnig munu Matthew Broderick og Nathan Lane leika í myndinni og hefjast tökur í New York í febrúar. Leik- ritið eftir sögunni hefur verið mjög vinsælt á Broadway og einnig í West End í London. Fyrrverandi Staupa-steinsstjarnan Kirstie Alley kemur fram í sjónvarpsauglýsingaherferð um nýtt megrunarprógramm. Alley er víst orðin ansi feit núna. „Ég hafði mjög gaman af því að þyngjast og ætla að hafa ennþá meira gam- an að því að létt- ast.“ Leikkonan kennir þyngdinni um þá staðreynd að hætt var við að halda áfram með þættina Veronica’s Closet. Hún mun koma fram í raun- veruleikaþættinum Fat Actress í vor. 38 23. desember 2004 FIMMTUDAGUR MBL HHH Algjört augnayndi! FBL Hressir ræningjar! Kvikmyndir.com HHH MBL HHH Algjört augnayndi! FBL Hressir ræningjar! Kvikmyndir.com HHH LOKAÐ Í KVIKMYNDAHÚSUNUM 23., 24. Jólamyndin 2004Jólamyndin 2004Jólamyndin 2004 Tryggið ykkur gjafakort í bíó, miða á Stuðmannamyndina Í takt við tímann og á úrslitin í Idol stjör- nuleit í Smáralind! Miðasala opin í allan dag frá 15.30 - 23.00 Forsala hafin! Bíómiðar, gjafakort og Idol-miðar S kó la vö rð us tí g 2 • S ím i 5 5 2 1 7 0 0 Réttu stærðirnar Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Opið mán.-föst. 11-18 • laug. 11-15 Jólagjöfin hennar fæst hjá okkur Á Þorláksmessu munu margir rölta um miðbæinn og er þá upp- lagt að líta inn á Hverfisbarinn klukkan ellefu. Þar mun hljóm- sveitin Ullarhattarnir skemmta gestum með íslenskum jóla- og dægurlögum. Hljómsveitina skipa þjóðþekktir menn úr þremur enn þjóðþekktari hljóm- sveitum. Þetta eru þeir Eyjólfur Kristjánsson, Stefán Hilmars- son, Jón Ólafsson, Friðrik Sturluson og Jóhann Hjörleifs- son úr hljómsveitunum Ný danskri, Sálinni og Íslands einu von. Eins og nafnið bendir til er sveitin mjög hrifin af höfuðföt- um og skrýðast hljómsveitar- meðlimir höttum af ýmsu tagi. Innan sveitarinnar ríkir ávallt mikil spenna um það hvaða pott- lok hver muni hafa á höfði og leggjast meðlimir í langa versl- unartúra til að verða sér úti um góðan og veglegan hatt. „Þetta er eiginlega orðið ár- legt hjá okkur og aðallega til gamans gert,“ segir Eyjólfur Kristjánsson. „Við erum allir góðir vinir í gegnum tónlistina og þetta byrjaði í einhverju gríni. Einhver þrá hjá okkur í að fá að syngja jólalög og íslensk dægurlög. Þetta eru allt lög sem við höldum mikið upp á, bland af erlendum og íslenskum, bland í jólapoka.“ Eyjólfur er sjálfur í fríi frá tónlistarútgáfu þetta árið og ætlar að njóta þess að slappa af. „Ég þarf ekkert að þræða Smáralind og Kringluna þetta árið til þess að árita. Það er samt nóg að gera í tónlistinni. Svo bíð ég bara eftir vorinu svo ég geti farið í golf.“ Eyjólfur ætlar ekki að leggjast í skötuát í kvöld heldur ætlar hann út að borða. „Það er orðin hefð hjá mér að fara bara á veitingastað- inn Hornið á Þorláksmessu og fá mér pítsu. Ég kýs flatböku frek- ar en flatfisk,“ segir hann og hlær dátt. ■ STEFÁN HILMARSSON OG EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON Eru meðal þeirra tónlistar- manna sem skipa hina skemmtilegu hljómsveit Ullarhatta. Ullarhattarnir með bland í jólapoka FRÉTTIR AF FÓLKI Lít á mig sem mjög heppinn mann ■ TÓNLIST Út er komin fjórtán laga tónleika- plata með tónlistarmanninum Sigga Ármanni. Um er að ræða upptökur frá tónleikum sem Siggi hélt í Listasafni Reykjavíkur fyrir um ári síðan. Þar flutti hann nokkur lög af plötunni Mindscape í bland við mörg áður óútkomin lög sem verða á næstu hljóðversplötu hans, Music for the Addicted, sem er í vinnslu um þessar mundir. Strákarnir í Sigur Rós aðstoðuðu Sigga á þeirri plötu en hann hitaði upp fyrir hljómsveitina á tón- leikaferðalagi hennar um Banda- ríkin fyrir tveimur árum. Þessi tónleikadiskur er því eins konar brú á milli þessara tveggja hljóð- versplatna. Lög Sigga Ármanns láta engan ósnortinn en hjartahrein angur- værð og dáleiðandi einfaldleiki eru aðall hans. Á tónleikunum kom hann einn fram með kassagítarinn en Örnólfur Krist- jánsson sellóleikari, bróðir Sigga, aðstoðaði hann í tveimur lögum. Siggi Ármann segist vera mjög ánægður með nýju plötuna og seg- ir tónleikana einu af sínum bestu. Aðspurður segist hann hlusta á allt öðruvísi tónlist en hann spili sjálfur. „Ég hlusta á Pixies, Smashing Pumpkins og Soundgar- den. Síðan hlusta ég líka mikið á Korn og Deftones. Ég hlusta mest á þungt rokk og kann engar skýr- ingar á því hversu lítið samræmi er í þessu hjá mér,“ segir Siggi. Bætir hann því við að Robert Smith úr The Cure og Billy Corg- an, fyrrum forsprakki Smashing Pumpkins, séu í mestu uppáhaldi hjá sér. Fjölmargir kunnir tónlistar- menn aðstoða Sigga á næstu plötu hans, sem kemur væntan- lega út næsta vor. Má þar nefna trommarann Sigtrygg Baldurs- son, Jóhann Jóhannsson, hinn fjölhæfa tónlistarmann úr Orgel- kvartettinum Apparat, og þá Orra og Kjartan úr Sigur Rós. Einnig veitir hljómsveitin Anima honum dygga aðstoð. „Þetta er al- gjör heppni,“ segir Siggi um þetta einvalalið sem leggur hon- um lið. „Ég lít á mig sem mjög heppinn mann. Þetta er bara æð- islegt.“ Jón Þór Birgisson, söngvari Sigur Rósar, málaði auk þess mynd af Sigga fyrir auglýs- ingaplakat tónleikanna og prýðir sú mynd umslag plötunnar. Platan er jafnan sú fyrsta sem útgáfu- fyrirtækið Tími, Miðstöð fyrir tímalistir, sendir frá sér. Stofnend- ur þess eru listamaðurinn Birgir Örn Thoroddsen, sem tók upp plöt- una, Birgir Örn Steinarsson úr Maus og Alex úr hljómsveitinni Kimono. freyr@frettabladid.is SIGGI ÁRMANN Siggi Ármann spilar angurværa tónlist þar sem einfaldleikinn er í fyrirrúmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.