Fréttablaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 2
2 28. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Sjö taílenskar fjölskyldur leita hjálpar Rauða krossins: Áhyggjur af ættingjum á hamfarasvæðum JARÐSKJÁLFTI Sjö taílenskar fjöl- skyldur hafa leitað til Rauða krossins eftir aðstoð við að finna ættingja á hamfarasvæðum flóð- bylgjunnar á ströndum Taílands. Somjai Sirimekha, túlkur hjá Al- þjóðahúsi, aðstoðar fólkið. Fjöl- skylda hennar býr skammt frá Phatong-strönd þar sem skemmdir urðu miklar. Þau sluppu óhult. „Frænka mín og frændi búa við Phatong ströndina. Þau náðu að keyra í burtu en húsið þeirra og veitingastaður hrundi,“ segir Somjai. Somjai segir fólk við strönd- ina hafa fengið áfall. Það sé margt heimilislaust og hræðist að fara aftur að þeim svæðum þar sem heimili þeirra hafi stað- ið. Þórir Guðmundsson, upplýs- ingafulltrúi Rauða krossins, seg- ir um tólf til fimmtán hundruð landsmenn eiga rætur sínar að rekja til þeirra landa sem illa urðu úti í jarðskjálftanum. Þeir geti fengið aðstoð Rauða krossins við að hafa upp á ættingjum sín- um. Þeirra sé leitað í leitarvélum samtakanna. - gag Heilu þorpin horfin og einnig fólkið Alþjóðlegar hjálpastofnanir keppast við að fjarlægja lík og skipuleggja flótta- mannabúðir til að koma í veg fyrir farsóttir. Helen Ólafsdóttir starfar í nor- rænni friðargæslu á Srí Lanka á vegum utanríkisráðuneytisins. FLÓÐBYLGJA „Heilu þorpin á austur- strönd Srí Lanka eru horfin. Fólkið líka,“ segir Helen Ólafsdóttir sem stödd er í höfuðborginni Colombo. Hún hóf störf á Srí Lanka hjá nor- rænu friðargæslunni á vegum ut- anríkisráðuneytisins 12. desember. Dánartölur í Indlandi eru komn- ar yfir tólf þúsund manns, sam- kvæmt fréttamiðlinum AP. Helen segir þær tölur enn geta hækkað. Landið sé erfitt yfirferðar þar sem mikil rigningarflóð hafa verið fyr- ir flóðbylgjuna. Erfitt sé því að ná til fólksins sem búi á svæðinu. Nokkrar vikur geti tekið að meta manntjón hamfaranna: „Núna er kapphlaupið hjá al- þjóðlegum hjálparstofnunum, hernum, lögreglu og öllum þeim sem koma að málum að fjarlægja lík og skipuleggja flóttamannabúð- ir svo hægt sé að koma í veg fyrir farsóttir. Það er svo erfitt því stór hluti af landinu er mjög erfiður yf- irferðar og skelfilegt að ná til fólksins.“ Auk rigningarflóðanna segir Helen að flóðbylgjan hafi fært jarðsprengjubelti sem grafið var í jörð á átakasvæðum Tamil Tígra og stjórnvalda úr stað. Enginn viti nákvæmlega hvar sprengjurnar séu niðurkomnar. Skrifstofur norrænu friðar- gæslunnar sem Helen starfar hjá eru á austurströnd Srí Lanka. Helen segir ástandið þar verst. Gæslan starfi við friðareftirlit og skrái brot á vopnahléssamningi sem Tamíl Tígrum og stjórnvöld- um hafi verið sett. Helen segir fylkingarnar tvær vinna vel sam- an. Það sé ljósið í myrkri hamfar- anna. Norræna friðargæslan hafi milligöngu um samskiptin. Auk Helenar starfa Björn Rú- riksson og Magnús Norðdahl með friðargæslunni á Sri Lanka. Þeir eru í Ampara-héraði þar sem ástandið er verst: „Ég veit að strákarnir voru að hjálpa á ökrun- um og að hjálpa fólki að komast á spítala.“ Sjá einnig frásögn á síðu 16 gag@frettabladid.is Jarðskjálftar í Asíu: Ráðherra vottar samúð HAMFARIR Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra sendi í gær samúð- arkveðjur til stjórnvalda þeirra ríkja sem verst urðu úti vegna náttúruhamfaranna sem áttu sér stað í Asíu á annan í jólum. Neðansjávarjarðskjálfti upp á níu á Richter olli flóðbylgjum með þeim afleiðingum að tugþús- undir létust og á aðra milljón manns missti heimili sitt. Kveðj- ur voru sendar til stjórnvalda á Indlandi, Srí Lanka, Indónesíu, Taílandi, Maldíveyjum, Malasíu, Bangladess, Myanmar og Sómal- íu. - óká Skiptinemi: Er óhultur í Indónesíu JARÐSKJÁLFTI Einn Íslendingur, Guð- mundur Jakobsson, er á vegum skiptinemasamtakanna AFS í Indónesíu. Er hann eini nemi sam- takanna í sunnanverðri Asíu. Móðir Guðmundar, Dagbjört Magnúsdóttir, segir það hafa verið óhugnanlegt að heyra af flóðbylgj- unni sem varð í kjölfar eins stærsta jarðskjálfta sögunnar og því mikla manntjóni sem varð. Við nánari at- hugun hafi hún séð að hans svæði hafi sloppið. Dagbjört náði ekki sambandi við fjölskylduna fyrr en í gær. - gag ■ MIÐAUSTURLÖND Umboðsmaður Alþingis: Lög brotin LÖGREGLA Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að dóms- málaráðuneytið hefði brotið lög með úrskurði sem staðfesti synjun fangelsisyfirvalda á umsókn fanga um dagsleyfi. Ráðuneytið óskaði eftir umsögn fangelsisyfirvalda í kjölfar kæru fangans til ráðuneytisins. Fangan- um var hins vegar ekki kynnt efni umsagnarinnar sem ný atriði komu fram í og gátu haft þýðingu við mat á því hvort bæri að staðfesta synjun fangelsisyfirvalda. Taldi umboðs- maður því að ráðuneytið hefði brot- ið 13. gein stjórnsýslulaga með því að gefa fanganum ekki kost á að tjá sig um umsögnina. - hrs Söfnunarsíminn er 907 2020 Með því að hringja í söfnunarsímann leggur þú fram 1.000 kr. til hjálparstarfsins í Asíu. Einnig er hægt að leggja fram fé með kreditkorti á www.redcross.is, eða millifærslu á bankareikning 1151-26-000012, kt. 530269-2649. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN kostar birtingu auglýsingarinnar „Nei, við erum vaxnir upp úr þessum vandamálum, sem betur fer.“ Lúðvík Geirson er bæjarstjóri í Hafnarfirði. Fyrir um 10 árum hættu árleg ólæti í Hafnarfirði í kringum þrettándabrennur. Á jóladag voru ólæti í Grindavík þegar kveikt var í áramótabrennunni fimmtu jólin í röð. SPURNING DAGSINS Lúðvík, eru Gaflarar minni menn en Grindvíkingar? FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P JARÐSKJÁLFTI Aðstæður á flóða- svæðunum við Indlandshaf eru víða slæmar. Neyðaraðstoð berst nú alls staðar að úr heiminum, bæði frá ríkisstjórnum og hjálp- arsamtökum. Á þeim svæðum sem verst urðu úti í hamfaraflóðunum hafa menn miklar áhyggjur af út- breiðslu hættulegra sjúkdóma. Hreint vatn er af skornum skammti og því aukast líkurnar á að fjöldi fólks smitist af sjúkdóm- um á borð við malaríu og ýmsum niðurgangspestum. Fólk er hungr- að og því er kalt og aðstæður bág- bornar. Neyðaraðstoð hófst strax í kjölfar skjálftanna og hafa hjálp- argögn og peningar borist alls staðar að úr heiminum. Alþjóða- samband Rauða krossins og Rauða hálfmánans ætlar að leggja til að minnsta kosti rúmar fjögur hundruð milljónir króna og hefur sent hjálpargögn á svæðið. Evr- ópusambandið hefur boðist til að láta um þrjá milljarða króna af hendi rakna. Ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna eru þegar farnar á kreik og þá er ótalinn stuðningur fjölda ríkisstjórna landa á borð við Kína og Ástralíu. Söfnunarsími Rauða kross Ís- lands er 907 2020. - shg Íslensk stjórnvöld: Setja peninga í hjálparstarf NEYÐARAÐSTOÐ Aðstæður á flóða- svæðunum við Bengalflóa eru víða skelfilegar og þar ríkir sannkallað neyðarástand. Hjálparsamtök og ríkisstjórnir víða um heim hafa brugðist hratt við og sent á vett- vang hjálparstarfsmenn, matvæli, lyf og aðrar nauðsynjar. Íslensk stjórnvöld láta ekki sitt eftir liggja því í gær ákváðu þau að veita þegar í stað fimm milljónum króna til mannúðar- og neyðaraðstoðar á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti. Fjárveitingunni er veitt til Rauða kross Íslands sem mun sjá um að stuðningurinn komist til réttra aðila. - shg SOMJAI SIRIMEKHA Leitar ættingja landsmanna í Taílandi. Fjöl- skylda hennar býr við Phatong-strönd. Þau sluppu en frændi hennar og frænka misstu eignir sínar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A Neyð ríkir á flóðasvæðum: Aðstoð berst alls staðar að Á LEIÐ TIL SRÍ LANKA Franskir starfsmenn á vegum alþjóðlegra hjálparsamtaka lögðu af stað í gærmorgun til Colombo á Srí Lanka hlaðnir útbúnaði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P COLOMBO Á SRÍ LANKA Í það minnsta 300 manns létust í höfuð- borg Srí Lanka, Colombo. Flóðbylgjan náði til 100 þúsund manna, samkvæmt alþjóð- legu fréttastofunni AP. FJÓRIR Í PLATÍNU Að minnsta kosti fjórir geisladiskar seldust í platínu- sölu fyrir jólin. Sálmar Ellenar Kristjánsdóttur, Vetrarljóð Ragn- eiðar Gröndal, Vertu ekki að horfa með Ragnari Bjarnasyni og Perlur Birgittu Haukdal seldust allar í meira en tíu þúsund eintökum. Tónlistinn segir sölu 30 vinsælustu titlanna hafa aukist um rúmlega 20 prósent milli ára. ■ TÓNLISTARSALA BÆRINN HIKKADUWA Er í 70 kílómetra fjarlægð suður af Colombo. Hann rústaðist við flóðbylgjuna. Tala látinna nær rúmlega 11.500 manns á Srí Lanka. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P FRAMBJÓÐANDI HANDTEKINN Ísra- elska lögreglan tók forsetafram- bjóðanda Palestínumanna, Mustafa Barghouti, á kosningafundi í Jer- úsalem í gær. Lögreglan gaf þá skýringu að Barghouti hefði einung- is leyfi til þess að ferðast í gegnum Jerúsalem en ekki til þess að vera í borginni. Ráðherra í Úkraínu: Lést eftir byssuskot ÚKRAÍNA, AP Heorhiy Kirpa, sam- gönguráðherra Úkraínu, fannst í gær látinn eftir byssuskot. Kirpa var stuðningsmaður forsætisráð- herrans Viktors Janúkovitsj í for- setakosningunum, en hann tapaði fyrir Viktor Júsjenko. Fjölmiðlar í Úkraínu hafa ýjað að því að um sjálfsvíg hafi verið að ræða, en það hefur ekki fengist staðfest hjá yfirvöldum. Stjórnar- andstæðingar hafa haldið því fram að Kirpa hafi notað lestarkerfi landsins til að ferja stuðningsmenn Janúkovitsj á milli kjörstaða í kosn- ingunum sem fram fóru í síðasta mánuði og hæstiréttur landsins ógilti. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.