Fréttablaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 4
4 28. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Hamfaraflóðin í Indlandshafi: Mannslífum hefði mátt bjarga JAKARTA, AP Embættismenn í ríkj- unum við Bengalflóa viðurkenndu í gær að ef þau hefðu gefið út við- varanir um yfirvofandi flóð í kjöl- far jarðskjálftans á annan í jólum hefði mátt bjarga mörg þúsund mannslífum. Þeir segjast ekki geta sett upp viðeigandi viðvörun- arbúnað vegna fjárskorts. Stjórnvöld í Indónesíu og víðar hafa sætt vaxandi gagnrýni fyrir að hafa ekki varað við flóðbylgj- um þar sem þær brotnuðu á landi nokkru eftir að sjálfur skjálftinn varð. Þannig tók flóðanna ekki að gæta í Taílandi fyrr en klukku- tíma eftir skjálftann og Indverjar og Sri Lankabúar urðu einskis varir fyrr en tveimur og hálfri stundu eftir að skjálftinn varð. Ef íbúar þessara landa hefðu verið varaðir við í tíma hefði mátt bjarga mörgum mannslífum. Háttsettur veðurfræðingur í Taílandi gagnrýndi yfirvöld harð- lega í gær. „Vissulega gera jarð- skjálftar ekki boð á undan sér en hægt er að spá fyrir um flóðbylgj- ur í kjölfar þeirra,“ sagði hann við fjölmiðla. Stjórnvöld í Indónesíu sögðust harma mistökin en bentu á að öll mælitæki skorti og ekki útlit fyrir að þau yrðu keypt á næstunni vegna fjárskorts. ■ Harmleikur á hamfarasvæðum Gærdagurinn leiddi enn betur í ljós hvílíkur harmleikur hefur átt sér stað í löndun- um við Bengalflóa. Um 24.000 manns liggja í valnum, milljónir eru heimilislausar og veruleg hætta er á alvarlegum pestum. Neyðaraðstoð hefur borist víða að. HAMFARIR Nú er orðið ljóst að á þriðja tug þúsunda fólks lét lífið í jarðskjálftanum við Indlandshaf og flóðunum sem honum fylgdu. Enn er ekkert vitað um afdrif fjölda fólks og því er viðbúið að tala látinna muni enn hækka. Neyðaraðstoð hefur borist víða að en mikið verk er óunnið. Jarðskjálftinn sem varð skammt vestur af Súmötru var enn stærri en fyrstu mælingar sýndu. Vísindamenn segja hann nú hafa verið 9,0 stig á Richter, þann fjórða stærsta síðan mæl- ingar hófust. Sjónarvottar hafa lýst því hvernig sjórinn sogaðist undan ströndunum rétt áður en sex metra hár ölduveggurinn ruddist upp á landið og eyðilagði allt sem fyrir varð. Viðurstyggð eyðileggingarinn- ar blasti alls staðar við á hamfara- svæðunum í gær. Lík íklædd sundfatnaði lágu víða á bað- ströndum Taílands í gær og ná- lyktina lagði yfir margar strandbyggðir Indónesíu því ekki var hægt að leggja hina látnu til grafar í forugan jarðveginn. Verst var ástandið á Srí Lanka þar sem ríflega þrettán þúsund manns létu lífið og í það minnsta ein milljón missti heimili sín. Í Indónesíu telja menn að hátt í fimm þúsund manns hafi farist og ein milljón sé heimilislaus. Flóðbylgjan barst alla leið til Sómalíu þar sem hund- ruð manna drukknuðu, einkum fiskimenn á trékænum. Skelfilegar frásagnir hafa borist af örlögum fólks sem lenti í flóðunum. Flóðbylgjan hrifsaði sex mánaða gamalt ástralskt barn úr örmum föður síns á baðströnd á Phuket-eyju, skammt undan ströndum Taílands. 150 börn voru lögð í fjöldagröf í bænum Cuddalore í Indlandi. Foreldrar þeirra fylgdust grátandi með þeg- ar jarðýtur mokuðu leðjunni yfir lík barnanna. Mikið öngþveiti hefur skapast á flugvöllum á vinsælum ferða- mannastöðum á þessum slóðum en fjölda erlendra ferðamanna er enn saknað. Hjálparsamtök óttast mjög að sjúkdómar á borð við malaríu og kóleru muni breiðast hratt út enda er hreint vatn af skornum skammti. Neyðaraðstoð hefur borist víða að og hafa ríkisstjórn- ir og hjálparstofnanir lofað veg- legum fjárstuðningi þeim til handa sem verst hafa orðið úti. Þar á meðal íslenska ríkisstjórnin. sveinng@frettabladid.is Hlutabréfamarkaðir: Verðfall vegna jarðskjálftans PARÍS, AFP Verðfall varð á bréfum í flugfélögum, tryggingafélögum og fyrirtækjum í ferðamannageiran- um þegar evrópskir hlutabréfa- markaðir opnuðu í gær. Lækkunin er rakin beint til hamfaranna í Ind- landshafi á annan dag jóla. Verð á bréfum í þýska ferða- skrifstofurisanum TUI féll um tæp tvö prósent á meðan hluturinn í svissneska flugfélaginu Swiss var 8,6 prósentum verðminni en fyrir helgi. Fjármálasérfræðingar segja enn of snemmt að meta tjónið af völdum jarðskjálftans og þar með bótagreiðslur tryggingafélaga en víst er að þær verða háar. ■ MANNTJÓN Í AFRÍKU Ríflega hund- rað sómalskir fiskimenn eru taldir af eftir að flóðbylgjur bárust frá skjálftasvæðinu við Bengalflóa alla leið að ströndum Afríku. Fiski- mennirnir fóru til veiða í gær- morgun á opnum trékænum sínum en síðan hefur ekkert til þeirra spurst. Flóðbylgjur sem myndast af völdum öflugra jarðskjálfta geta borist þúsundir kílómetra en tals- vert dregur þó úr krafti þeirra á leiðinni. ELLEFU BRETAR Á MEÐAL LÁTINNA Á meðal þeirra sem týndu lífi í flóðunum eru ellefu Bretar. Átta þeirra voru í Taílandi, tveir á Maldíveyjum og einn á Srí Lanka. Auk þeirra sem létust slösuðust margir og því gæti dauðsföllum fjölgað. Jack Straw utanríkisráð- herra segir að enn eigi eftir að bera kennsl á fólkið en allt kapp verði lagt á að láta ættingja þeirra vita þegar það hefur verið gert. HÉRAÐSSTJÓRI ACEH SAKAÐUR UM SPILLINGU Héraðsstjóri Aceh-hér- aðs á Súmötru, örskammt frá upp- tökum jólaskjálftans, hefur verið dreginn fyrir rétt vegna spillingar- mála. Hann er sakaður um að hafa dregið sér tugi milljóna króna og gæti átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisvist. Héraðsstjórinn kveðst saklaus og vill heldur taka þátt í hjálparstarfi en málaferlum. MALDINI Á MALDÍVEYJUM Ítalska knattspyrnumenn sem staddir voru á Maldíveyjum sakaði ekki þegar flóðbylgjurnar ógurlegu dundu yfir þessar lágreistu eyjar. Í þessum hópi voru Paolo Maldini, Filippo Inzaghi og Alessandro Nesta, leik- menn Milan, og Gianluca Zambrotta, leikmaður Juventus. Ellefu Ítalir eru taldir hafa látist í flóðunum víðs vegar um Asíu. ■ JARÐSKJÁLFTINN Fékkstu góðar jólagjafir? Spurning dagsins í dag: Á að gera þriðja í jólum að almennum frídegi? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 7%Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun FERÐAMENN SÁRIR Fjöldi erlendra ferðamanna týndi lífi í flóð- unum við Indlandshaf. Flóðin í Asíu: Norður- landabúar á meðal látinna KAUPMANNAHÖFN, AP Í það minnsta 23 Norðurlandabúar eru á meðal þeirra sem týndu lífi í flóðunum miklu á öðrum degi jóla og enn þá fleiri er saknað. Staðfest hefur verið að níu Sví- ar létust en ekki er vitað um af- drif 600 þeirra til viðbótar. Þrír Danir eru taldir af eftir að hafa lent í flóðbylgjum á Phuket-eyju, þar á meðal er tíu ára gamall drengur. Talið er að tíu Norðmenn hafi farist, átta í Taílandi og tveir á Srí Lanka. Þar fórst einnig finnskur maður. - shg Vinningar verða afhendir hjá Office 1, Skeifunni. Reykjavík. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið Vinningar eru: Miðar f. 2 á Blade Trinity Blade 1 og 2 á DVD Aðrar DVD myndir Margt fleira. Sendu SMS skeytið JA B3F á númerið1900 og þú gætir unnið. 9. hver vinnur 2 X bíómiðar á 99kr.- Skrifstofustjóri Alþingi: Þrír sækja um ATVINNA Þrír umsækjendur eru um starf skrifstofustjóra Alþingis. Friðrik Ólafsson, sem gegnt hefur starfinu um árabil hef- ur óskað eftir að láta af störfum frá 20. janúar á næsta ári en hann verður sjötugur síðar í mánuðinum. Umsækjendurnir eru Einar Farestveit, lögfræðingur á skrif- stofu Alþingis, Helgi Bernódusson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis, og Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna. - ás ALLT Á FLOTI Íbúar vaða vatnselginn í Lhokseumawe, Aceh-héraði, á Súmötru. Erfitt hefði verið að vara við flóðunum á þessum slóðum vegna nálægðar við skjálftann en það hefði verið hægt á fjarlægari svæðum.93% SORGIN ER ÓBÆRILEG Indverskur maður syrgir látna eiginkonu sína og ástvini sem létust í flóðunum í borginni Madras á austurströnd landsins. MANNFALL AF VÖLDUM HAM- FARANNA Srí Lanka: 13.000 látnir Indónesía: 4.500 látnir Indland: 3.500 látnir Taíland: 866 látnir Maldíveyjar: 52 látnir Malasía: 44 látnir Myanmar: 30 látnir Bangladess: 2 látnir FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P FRIÐRIK ÓLAFSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.