Fréttablaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 33
25ÞRIÐJUDAGUR 28. desember 2004 Afgrei›slutímar Vínbú›a yfir hátí›irnar Höfu›borgarsvæ›i› Fimmtudagurinn 30.12. Föstudagurinn 31.12. Opnar Lokar Opnar Lokar Austurstræti 10:00 20:00 10:00 13:00 Dalvegur 11:00 20:00 10:00 14:00 Ei›istorg 10:00 20:00 10:00 13:00 Gar›abær 12:00 20:00 10:00 13:00 Hafnarfjör›ur 10:00 20:00 10:00 13:00 Hei›rún 09:00 20:00 09:00 13:00 Holtagar›ar 11:00 20:00 09:00 13:00 Kringlan 10:00 20:00 09:00 13:00 Mjódd 11:00 20:00 10:00 13:00 Mosfellsbær 11:00 20:00 09:00 13:00 Smáralind 11:00 19:00 09:00 13:00 Spöngin 11:00 20:00 09:00 13:00 Landsbygg›in Fimmtudagurinn 30.12. Föstudagurinn 31.12. Opnar Lokar Opnar Lokar Akranes 11:00 19:00 10:00 13:00 Akureyri 11:00 20:00 9:00 13:00 Blönduós 11:00 19:00 9:00 12:00 Borgarnes 11:00 19:00 10:00 13:00 Bú›ardalur 16:00 19:00 9:00 12:00 Dalvík 13:00 19:00 9:00 12:00 Djúpivogur 16:00 19:00 9:00 12:00 Egilssta›ir 11:00 19:00 10:00 12:00 Fáskrú›sfjör›ur 16:00 19:00 10:00 12:00 Grindavík 11:00 19:00 10:00 12:00 Grundarfjör›ur 16:00 19:00 9:00 12:00 Hólmavík 16:00 18:00 10:00 12:00 Húsavík 13:00 20:00 9:00 12:00 Hvammstangi 16:00 18:00 9:00 12:00 Hvolsvöllur 14:00 19:00 10:00 12:00 Höfn 11:00 19:00 10:00 13:00 Ísafjör›ur 11:00 19:00 9:00 12:00 Keflavík 11:00 19:00 9:00 12:00 Kirkjubæjarklaustur 16:00 19:00 10:00 13:00 Neskaupsta›ur 11:00 19:00 9:00 12:00 Ólafsvík 11:00 19:00 10:00 12:00 Patreksfjör›ur 13:00 19:00 10:00 12:00 Sau›árkrókur 11:00 19:00 9:00 12:00 Selfoss 11:00 19:00 9:00 12:00 Sey›isfjör›ur 16:00 19:00 9:00 12:00 Siglufjör›ur 10:00 19:00 9:00 12:00 Stykkishólmur 14:00 18:00 9:00 12:00 Vestmannaeyjar 11:00 19:00 9:00 12:00 Vík í M‡rdal 16:00 19:00 9:00 12:00 Vopnafjör›ur 16:00 19:00 9:00 12:00 fiorlákshöfn 16:00 19:00 10:00 12:00 fiórshöfn 16:00 19:00 9:00 12:00 Nánari uppl‡singar um afgrei›slutíma er a› finna á vinbud.is HVINUR FRÁ HOLTSMÚLA Stóðhesturinn fór til Danmerkur í fyrra. Knapi er Sigurður Sæmundsson. „Ameríski draumurinn mun ekki rætast varðandi sölu á íslenskum hestum til Ameríku,“ segir Bald- vin Ari Guðlaugsson á Akureyri. Baldvin hefur einna mesta reynslu íslenskra hestasölumanna á þeim markaði og hefur farið þrjár til fjórar ferðir til Banda- ríkjanna á hverju ári síðastliðin 18 ár í þeim tilgangi að markaðs- setja og selja íslenska hesta. „Boltinn er hins vegar orðinn það stór að hann er farinn að rúlla af sjálfu sér, hann mun hlaða utan á sig hægt og rólega, sveiflur í efnahag og lágt gengi á dollar munu ekki drepa það niður. Við eigum hins vegar að leggja meiri áherslu á Evrópu og Norðurlönd, vinna upp það sem tapaðist eftir hrossapestina 1998 og hlúa betur að þeim mörkuðum þar sem vel gengur. Það mun skila okkur meiru heldur en að leggja allt púð- ur í að bæta við tugum eða fáein- um hundruðum hrossa til Amer- íku,“ segir Baldvin Ari. Hann segir enn fremur að þátt- taka í stórum hestasýningum skipti orðið minna máli en áður, áhrif þeirra á sölu minnki eftir því sem hesturinn nær meiri fót- festu. Það sé eins með Ameríku og önnur lönd að kynbótasýningar á íslenskan máta séu það sem hafi mest áhrif. Á milli 2000 – 3000 manns hafi verið á kynbótasýn- ingu sem haldin var á Winter- horse búgarðinum í miðríkjum Bandaríkjanna í haust. „Það myndi líka hafa mjög jákvæð áhrif ef fleiri Íslendingar flyttu út til Bandaríkjanna og settu upp bú- garða með íslenskum hestum. Það er hins vegar mjög erfitt að fá at- vinnuleyfi og þar stendur hnífur- inn í kúnni,“ segir Baldvin Ari. 1578 hross voru flutt út á liðnu ári, sem er aukning um 122 hross frá árinu 2003, en rúmlega 1000 hrossum færra en toppárið 1995 þegar 2609 hross voru seld til út- landa. Þá fóru 1127 hross til Þýskalands á móti aðeins 240 á síðasta ári. Flest hross fóru til Sví- þjóðar í fyrra, eða 450, og næst- flest til Danmerkur, 327. Finnland hefur tekið kipp á síðustu árum, er nú með 121 hross og Noregur með 114 hross. Bandaríkin eru sjötta útflutningslandið með 100 hross. ■ JENS EINARSSON FJALLAR UM HESTA OG HESTAMENNSKU Á HESTBAKI Ameríski draumurinn mun ekki rætast

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.