Fréttablaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 25
Rússneska ríkið mun líklega verða eigandi stærsta orkufyrirtækis heims innan skamms þegar ríkisfyrirtækið Gazprom sameinast Rosneft og Yug- anskneftegaz sem nýlega var keypt af Yukos á uppboði. Hin dularfullu kaup óþekkts fyrir- tækis á Yuganskneftegaz og endur- sölu þess til Rosneft hafa smám sam- an skýrst á síðustu dögum. Þeir sem buðu í Yuganskneftegaz fyrir hönd huldufyrirtækisins BaikalFin- ansGroup voru stjórnendur í Surgut- neftegaz, olíufyrirtæki sem tengist stjórninni í Moskvu. Í uppboðinu tók aðeins enn aðili þátt og lét fulltrúi Gazprom sig hverfa á síðustu stundu eftir að hafa hringt eitt símtal. Í kjölfar uppboðs- ins fór fram skoðun á uppruna hins dularfulla félags og kom fátt í ljós annað en að engar vísbendingar fund- ust um starfsemi félagsins. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur haldið því til streitu að uppboð- ið og kaup ríkisfyrirtækis á eignun- um í kjölfarið séu lögleg og í gær lögðu rússnesk samkeppnisyfirvöld blessun sína yfir gjörninginn. ■ MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.356 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 126 Velta: 700 milljónir +X,XX% MESTA LÆKKUN vidskipti@frettabladid.is Enn margt á huldu Rússneska ríkið mun innan skamms stjórna stærsta orkufyrirtæki heims eftir kaup á dótturfélagi Yukos. Actavis 38,20 -0,78% ... Bakkavör 24,60 +0,41% ... Burðarás 11,95 - ... Atorka 5,87 -0,34% ... HB Grandi 8,00 +1,27% ... Íslandsbanki 11,20 +0,90% ... KB banki 443,00 -0,34% ... Landsbankinn 11,95 - ... Marel 48,60 -0,21% ... Medcare 6,00 - ... Og fjarskipti 3,28 -0,61% ... Samherji 11,10 -0,89% ... Straumur 9,35 - 0,53% ... Össur 78,00 - Austurbakki 4,62% Jarðboranir 1,46% Grandi 1,27% Fiskimarkaður Ís. -3,64% Samherji -0,89% Actavis -0,78% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is 17ÞRIÐJUDAGUR 28. desember 2004 VERSLAÐ FYRIR JÓLIN Kona í Los Ang- eles á gangi með verslunarpoka í námunda við jólasveininn sem þar flaug yfir á sleða sínum um svipað leyti. Góð sala fyrir jólin Jólasalan í Bandaríkjunum var heldur meiri en gert var ráð fyrir. Sérstaklega tók salan í stórmörk- uðum og verslunarmiðstöðvum við sér á allra síðustu dögum fyr- ir jól. Kaupmenn í Bandaríkjunum voru fremur svartsýnir fyrir þessi jól en segja nú að tölurnar líti betur út en þeir héldu. Fréttir af þessi höfðu jákvæð áhrif á verðþróun hlutabréfa á banda- rískum mörkuðum í gær. Verslanir í Bandaríkjunum opnuðu á annan í jólum og virðist sem þá hafi salan verið mjög mik- il einkum vegna þess að margir hafi verið fljótir til að innleysa gjafabréf. Um átta prósent allra jólagjafa í Bandaríkjunu hafi ver- ið gjafakort. ■ Össur fer frá Dayton Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur selt dótturfélag sitt, Mauch, í borginni Dayton í Ohio-ríki í Bandaríkjunum. Í fréttatilkynn- ingu frá Össuri segir að þetta sé liður í að gera starfsemi fyrirtæk- isins hnitmiðaðri. Í tilkynningunni segir að Össur hafi fengið betra verð en sem nemur bókfærðu verði Mauch. Bókfærða verðið er 1,6 milljónir Bandaríkjadala – um 100 milljónir króna. Verðið í kaupunum er ekki gefið upp en í tilkynningunni seg- ir að salan hafi ekki veruleg áhrif á rekstur Össurar. „Það er ánægjulegt að geta til- kynnt að Össur hefur ákveðið að draga sig út úr allri starfsemi í Dayton og að jafnframt hefur tek- ist að tryggja starfsmönnum áframhaldandi störf hjá góðu fyr- irtæki,“ er haft eftir Jóni Sigurðs- syni, forstjóra félagsins. ■ STÖNDUGT KAFFIHÚS? Á heimilisfanginu þar sem kaupandi Yuganskneftegaz er til húsa er enginn umfangsmeiri rekstur en þetta kaffihús. Kaupverð olíufyrirtækisins var tæplega 600 mill- ljarðar króna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.