Fréttablaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 20
Dansskór Ekki vera í glænýjum skóm í nýársgleðinni eða í partíinu á gamlárs- kvöld ef líkur eru á því að þú munir dansa. Ef þú stenst ekki að fara í nýju skón- um skaltu ganga þá til daginn áður. Auk þess skaltu hafa með þér gott fótakrem sem kælir til að bera á fæturna ef þeir bólgna. Einnig eru fáanlegir í apótekum sérstakir gelpúðar sem hægt er að stinga í skóna til að draga úr álagi á tábergið.[ Keypti hátíðarmatinn á bensínstöð í Róm Dagur Kári kveðst engar dellur hafa í sambandi við flugeldana. „Ég reyni að forðast hefðir en auðvitað draga svona stórhátíðir oft dám hver af annarri,“ segir Dagur Kári Pétursson kvik- myndagerðarmaður og fékkst til að líta aðeins upp úr lokafrágangi danskrar myndar og rifja upp eftirminnileg áramót. „Það er skemmtilegast þegar breytt er algerlega út af vananum og þannig var það eitt sinn þegar ég, foreldrar mínir og bróðir ákváð- um að vera í Róm á áramótum. Ég held það hafi verið 1991/1992. Við vorum innan um mannfjöld- ann á torginu við Vatikanið og hlýddum á páfann flytja ávarpið sitt út um lítinn glugga. Á eftir ætluðum við að setjast einhvers staðar inn og fá okkur að borða en komumst þá að því að allir veitingastaðir voru fráteknir vegna einkasamkvæma og allar verslanir lokaðar. Að endingu fundum við bensínstöð og gátum keypt okkur brauð og skinku, freyðivín og einhverja kökulufsu og það innbyrtum við uppi á her- bergi þar sem við gistum. Á eftir löbbuðum við um göturnar og þá kynntumst við þeim sið Ítala að losa sig við eitthvað á gamlárs- kvöld og henda því út um glugga. Maður varð að gæta sín að fá ekki yfir sig stóla, sjónvörp og allskonar fljúgandi furðuhluti.“ Talið berst að þeim áramótum sem í hönd fara og meðal annars flugeldunum. „Ég hef engar dell- ur á því sviði,“ segir Dagur Kári með hægð en rifjar þó upp að sem unglingi hafi honum þótt púðrið spennandi. Nú býst hann við að verða á rólegu nótunum með fjölskyldunni. „Gamlárs- kvöld er dæmt til að standa aldrei undir væntingum fólks en eftir að ég hætti að gera ráð fyr- ir að upplifa alltaf eitthvað ein- stakt og stórbrotið þetta kvöld hef ég átt skemmtileg áramót og vona að svo verði líka núna,“ seg- ir Dagur Kári og undir það skal sannarlega tekið. gun@frettabladid.is Dagur Kári upplifði einstök áramót á Ítalíu. Harmonikkuball Hinn árlegi dansleikur Félags harmonikkuunnenda Suðurnesja verður haldinn á Ránni, Keflavík, þann 29.desember. Húsið opnar kl. 18:00 með frábæru hlaðborði á góðu verði. Borðapantanir eru þegar hafnar í s. 421 4601. Dansleikurinn hefst kl. 20:30 með mörgum góðum sveiflum og kveðjum við þannig árið 2004. FHUS Miðaverð fyrir aðra en en matargesti er kr. 500 LESTUR/ÁHORF: NOKKUR DÆMI ÚR NÝRRI GALLUP KÖNNUN * *Upplýsingarnar í þessari auglýsingu eru fengnar úr nýafstaðinni fjölmiðlakönnun Gallup í október s.l.. HEIMILI Í FBL FIMMTUDAGUR FJ Ö LM IÐ LA R 0 20 40 60 52.1% FORSÍÐA MBL SUNNUDAGUR 45.8% TÍMARIT MBL MIÐVIKUDAGUR 32.2% GÍSLI MARTEINN Á RUV MEÐALÁHORF VIKUNNAR 37% INNLIT ÚTLIT Á SKJÁ EINUM UPPSAFNAÐ 31% IDOL stjörnuleit UPPSAFNAÐ 44,8% SAMANBURÐUR VIÐ AÐRA MIÐLA [ KONUR 18-49 ÁRA Á ÖLLU LANDINU ] Lesendur „Allts“ er fólk með áhuga á efni hverrar opnu og eru auglýsingarnar eðlilegur hluti lesefnisins og ein af ástæðum þess að þeir staldra við. Það er með öðrum orðum, vel skilgreindur og áhugasamur hópur, sem skoðar t.d. þessa auglýsingu. Grunnhugmyndin á bak við „Allt“ er að flokka auglýsingar og staðsetja í lesefni sem vekur áhuga þeirra sem auglýsandinn vill ná til. „Allt“ er löngu tímabær og áhugaverður valkostur á íslenskum auglýsingamarkaði. Hafið samband við auglýsingadeild „Allts“ Síminn er 550-5000 - markvissar auglýsingar - ] Stuðið á Sögu á nýárskvöld er engu líkt, segir Hafsteinn Egilsson, veislu- og ráð- stefnustjóri. Tvöföld nýársgleði á Sögu Allir skemmta sér saman. Á Hótel Sögu verður nýársfagn- aður haldinn í 15. sinn. „Það má eiginlega segja að við séum með tvo nýársfagnaði þetta kvöld,“ segir Hafsteinn Egilsson, veislu- og ráðstefnustjóri á Hótel Sögu. „Annarsvegar erum við með ‘68- kynslóðina í Súlnasal. Þar bjóðum við upp á dúndurmatseðil á 11.700 krónur og frábæra skemmtun. Hins vegar er matur í Grillinu, átta rétta matseðill á 18.500 krón- ur. Ef menn vilja nýta sér þjón- ustu margfalds Íslandsmeistara í vínfræðum, Sævars Más Sveins- sonar framleiðslumeistara þá er það líka í boði. Verðið hækkar þá í 24.500 krónur og vínið er inni- falið.“ Hafsteinn segir að stemningin á Sögu þetta kvöld sé engu lík, frjálsleg og skemmtileg. „Menn eiga bara að vera þokkalega fínir, koma með góða skapið, njóta góðs matar og þjónustu og dansa svo fram á nótt,“ segir hann, en gestir úr báðum sölum sameinast í stuð- dansleik með Hljómum að loknu að borðhaldi. „Hátíðin, sem lengi var kölluð hátíð ‘68-kynslóðarinnar, hefur breyst með árunum og er nú orð- in meiri blanda af yngra og eldra fólki úr öllum áttum sem skemmt- ir sér konunglega saman,“ segir Hafsteinn. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L Lúðvík Halldórsson býður til nýársfagn- aðar í Gullhömrum. Nýársgleði í Gullhömrum Milljónamæringarnir stíga á stokk. Í Gullhömrum í Grafarholti verð- ur blásið til nýársfagnaðar að kvöldi 1. janúar. „Við opnum hús- ið klukkan 23,“ segir Lúðvík Thor- berg Halldórsson, framkvæmda- stjóri Gullhamra. „Milljónamær- ingarnir með Bjarna Ara og Bogomil Font í broddi fylkingar munu halda uppi stuðinu fram eftir nóttu og nóg er plássið því við erum með stærsta dansgólf á landinu og pláss fyrir 1.200 manns. Við ábyrgjumst mikið fjör á þessum fyrsta opinbera dans- leik hússins.“ Miðinn kostar 2.000 krónur í forsölu, en 2.500 við inn- ganginn. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.