Fréttablaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 38
■ VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á bls. 6
1
3
2
Fimm þúsund sinnum öflugri.
Viktor Júsjenko.
Að kvöldi jóladags.
30 28. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Kvikmyndaleikarinn Kiefer
Sutherland er staddur á Íslandi og
hyggst dvelja hér fram yfir ára-
mót. Hann kynnti sér hið margróm-
aða næturlíf Reykjavíkurborgar í
fyrrinótt og lét meðal annars sjá
sig á kránni Dillon við Laugaveginn
og á skemmtistaðnum Rex í Aust-
urstræti. Þá snæddi hann steik á
veitingastaðnum Rossopomodoro
fyrr um kvöldið.
„Hann er á ferð hérna með öðr-
um Ameríkana og þeir komu við
hjá okkur og pöntuðu steik,“ segir
Kristján Þór Hlöðversson, rekstr-
arstjóri Rossopomodoro, og ber
leikaranum vel söguna. „Hann var
mjög almennilegur. Afskaplega
hress og þægilegur maður,“ segir
Kristján sem spjallaði við Suther-
land sem sat á veitingastaðnum í
um það bil klukkustund.
„Ferðafélagi hans þekkir fólk á
Íslandi og þeir sögðust ætla að
dvelja hérna í einhvern tíma.“
Sutherland er á Íslandi á eigin veg-
um og tjáði Kristjáni að hann væri
hér til þess að slappa af og
skemmta sér.
Ísland er greinilega orðið að
funheitum áfangastað erlendra
ferðamanna í kringum áramót og
Kristján bendir á að Íslendingar
hafi aðeins setið við tvö borð á
Rossopomodoro í fyrra kvöld. „Allt
hitt voru útlendingar,“ segir Krist-
ján sem hefur haft spurnir af því að
leikstjórinn Martin
Scorsese væri á Ís-
landi en það
hafi ekki
fengist stað-
fest.
Stjörnum prýdd áramót
Fræga fólkið úr kvikmyndaheimin-
um heldur svo áfram að streyma til
landsins en leikarinn og uppi-
standsgrínarinn Jamie Kennedy
kom til landsins í morgun. Hann
verður með skemmtun á Broadway
á fimmtudagskvöld en rauk beint í
viðtal við Svanhildi Hólm Valsdótt-
ur eftir að hann lenti í Keflavík.
Viðtalið verður svo sýnt í Ísland í
dag á Stöð 2 í kvöld.
„Ég er alltaf heyra af einhverj-
um frægum sem ætla að eyða ára-
mótunum hérna,“ segir Ísleifur B.
Þórhallsson sem stendur fyrir
uppistandsgríni Kennedys. Hann á
jafnvel von á að einhverjir kunn-
ingar Kennedys láti sjá sig á land-
inu auk þess sem hann mun taka á
móti vini sínum Eli Roth og fríðu
föruneyti á morgun.
Eli Roth kemur hingað með leik-
stjóranum Dean Parras og leikkon-
unni Lauru Harris en hún lék
einmitt á móti Kiefer Sutherland í
annarri seríunni af spennuþáttun-
um 24. Þar elduðu þau grátt silfur
saman þar sem Harris lék fláráða
systur ástkonu Jacks Bauers, sem
Sutherland leikur, og aðstoðaði
hryðjuverkamenn við að koma
kjarnorkusprengju fyrir í Los Ang-
eles.
Allt þetta lið mætir á skemmtun
Kennedys og þar sem það er frekar
lítið við að vera á nýársnótt hefur
Ísleifur leigt veitingastað og smal-
að saman í stjörnupartí. „Ég mun
að sjálfsögðu nota þessi
Hollywood-sambönd mín til að hafa
upp á því fræga fólki sem verður
hérna um áramótin og bjóða því
bæði á sýninguna og í partíið,“ seg-
ir Ísleifur sem telur víst að Laura
Harris muni slá á þráðinn hjá Kie-
fer og bjóða honum að slást í hóp-
inn.
Fóstbróðir í sviðsljósinu
Eli Roth er rísandi stjarna í
Hollywood en er þekktastur fyrir
hryllingsmyndina Cabin Fever.
Hann fékk hugmyndina að henni
þegar hann dvaldi í sveit í nágrenni
við Selfoss fyrir rúmum áratug en
foreldrar hans eru miklir Íslands-
vinir. Fréttablaðið hefur svo þegar
greint frá því að félagi hans, Dean
Parras, er meðal annars á leiðinni
til landsins til að skoða Reykjavík
sem hugsanlegan tökustað fyrir
bíómynd sem hann hyggst gera í
félagi við sjálfan Quentin Taran-
tino.
Gamanleikarinn og fyrrum
Fóstbróðirinn Þorsteinn Guð-
mundsson verður kynnir á
skemmtun Jamie Kennedys og
Grinder Girl á Broadway á fimmtu-
daginn og fær því heldur betur
tækifæri til að auglýsa sig þar sem
í það minnsta tveir vaxandi leik-
stjórar verða á meðal áhorfenda og
ekki er enn hægt að skjóta loku fyr-
ir það að Scorsese og Sutherland
verði einnig á staðnum. Hlutverk í
24 eða á móti Robert de Niro í Scor-
sese-mynd gætu því verið á næsta
leiti. thorarinn@frettabladid.is
Sjónvarpsmyndin Jólamessan verð-
ur frumsýnd í Ríkissjónvarpinu í
kvöld, strax á eftir Kastljósinu.
Árni Tryggvason fer með aðalhlut-
verkið í myndinni, sem er 30 mín-
útna löng.
Hún gerist í smábæ og segir frá
öldruðum presti sem veit sína ævi
skamma og heldur sína síðustu hátíð-
armessu. Hann kappkostar að fá sem
flesta í kirkjuna og er staðráðinn í að
gera messuna bæjarbúum eftir-
minnilega. Leikstjórar eru þeir
Jóakim Reynisson og Lýður Árnason,
sem áður gerðu Í faðmi hafsins sem
var tilnefnd til Edduverðlaunanna.
„Ég hefði kannski átt að verða
prestur frekar en leikari,“ segir
Árni um hlutverkið. „Þegar ég var
stráklingur heima í Hrísey var Séra
Stefán Kristinsson með Jesúskegg.
Þegar maður sá hann í stólnum
fannst manni hann endilega vera
Jesú Kristur. Þá langaði mig óskap-
lega mikið til að verða prestur. En
mér gekk illa að læra faðir vorið og
svo var ég ekkert yfirmáta hrifinn
af langskólagöngu. Það var því til-
tölulega fljótt sem ég hvarf frá því
að verða prestur,“ segir Árni. „En
ég fékk uppbót á þessu hjá Lýði.
Þetta er prestur sem er dálítið sér-
kennilegur náungi og þessi mynd er
frekar á léttari nótunum.“
Með önnur hlutverk fara Friðrik
Kingo Andersen, Hinrik Ólafsson,
Ólafía Hrönn og Halldór Eydal, en
sá síðastnefndi starfar sem hringj-
ari í Bolungarvík þar sem myndin
var tekin. ■
Langaði að verða prestur
ÁRNI Í HEMPUNNI Árni Tryggvason leikur prest sem heldur sína síðustu hátíðarmessu í
sjónvarpsmyndinni Jólamessunni.
KIEFER SUTHERLAND: LEIKARINN GÓÐKUNNI SNÆDDI STEIK Á ROSSOPOMODORO
Stjörnuregn á áramótum
Dótið? TV Radio Lantern.
Sem er? Stór lukt með sjónvarpi, útvarpi, hitamæli,
tveimur flúorljósum, áttavita og sírenu!
Tækið? Þetta er auðvitað upplagt fyrir fjalla-
ferðir, gönguferðir, bátsferðir, skíðaferðir og
bara ferðalög yfir höfuð. Er rafmagnið farið? Er
sjónvarpið bilað? Ertu villtur? Heyrist ekki í út-
varpinu? Þarftu að vita hversu hátt hitastigið
er? Er allt í volli? Þessi græja er lausn við öll-
um þessum vandamálum og nauðsynleg á
hvert einasta heimili.
Eins og segir á heimasíðu græjunnar er hún með
„easy touch controls“ eða takka sem auðvelt á að
vera fyrir hvern sem er að eiga við. Handfangið er
með gúmmíhúð sem gerir það ólíklegra að fólk missi
græjuna í gólfið. Einnig er ól á græjunni til þess að setja
yfir öxlina. Tækið gengur fyrir batteríum en
einnig er hægt að stinga því í sígarettu-
kveikjara í bílnum. Þetta er framleitt í
Kína en kemur hingað frá Noregi.
Þetta tæki er alls ekki það eina
sinnar tegundar því nýjasta
græjan af þessu tagi býður upp
á alla þessa kosti auk þess að
vera DVD spilari og með
moskítófælu og geri aðrir betur.
Hún er þó ekki ennþá komin á
markað.
Hvar fæst þetta? Örvæntið
eigi því þessi stórkostlega græja
fæst hérlendis í Europris á aðeins
5.995 krónur! Hún selst þó eins og heit-
ar lummur og er að klárast í búðunum. Það
er því um að gera að drífa í því að tryggja sér
eintak. ■
DÓTAKASSINN
1
6 7
98
10
12 13
1514
16
18
17
11
2 3 4 5
... fær Berglind Kristinsdóttir,
lögreglufulltrúi í skatta- og efna-
hagsbrotadeild hjá ríkislögreglu-
stjóra, fyrir að ljúka námi frá lög-
regluháskóla bandarísku alríkis-
lögreglunnar, FBI.
HRÓSIÐ
– hefur þú séð DV í dag?
DV tók viðtal við
Kiefer
Sutherland
á djamminu
Lárétt: 1 syrtir, 6 fæða, 7 ull, 8 tveir eins, 9
herðandi forskeyti, 10 fát, 12 tunga, 14 viljugur,
15 fimmtíu og einn, 16 drykkur, 17 vá, 18 á litinn.
Lóðrétt: 1 stefna niðurávið, 2 vond, 3 skóli, 4
talar illa um fólk, 5 rölt, 9 sár, 11 léleg krá, 13
dragi úr, 14 ferð, 17 vitstola.
Lausn.
Lárétt: 1dimmir, 6ala,7ló,8ll,9all,10fum,12
mál,14fús,15li,16öl,17ógn,18rauð.
Lóðrétt: 1dala,2ill,3ma,4illmálg,5ról,9aum,
11búla,13lini,14för, 17óð.
» BETRI
SJÓNVARPSDAGSKRÁ
UM HÁTÍÐARNAR
KIEFER SUTHERLAND Skráði sig inn á Hótel Holt en mun jafnvel íhuga að flytja sig um
set. Fræga fólkið frá útlöndum hefur oftar en ekki kosið 101 hótel og nægir í því sam-
bandi að nefna Harrison Ford. Það vildi þó enginn á 101 hóteli staðfesta að Sutherland
hefði látið sjá sig þar. „Það er þá undir dulnefni,“ eins og stúlkan í móttökunni orðaði
það.
LAURA HARRIS Lék á sínum tíma í hryllingsmyndinni The
Faculty en er líklega þekktust á Íslandi fyrir leik sinn á móti
Kiefer Sutherland í 24. Hún fer einnig með hlutverk í þátt-
unum Dead Like Me sem Skjár einn sýnir um þessar
mundir.