Fréttablaðið - 06.01.2005, Page 6

Fréttablaðið - 06.01.2005, Page 6
STJÓRNMÁL Mikill meirihluti lands- manna er á móti því að Ísland sé á lista hinna „staðföstu þjóða“ sem lýstu yfir stuðningi við innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak. Þetta er niðurstaða skoðana- könnunar Gallups sem gerð var í lok síðasta árs. 84% sögðust andsnúin því að Ísland væri á list- anum. Aðeins14% þeirra sem svöruðu sögðust vilja að Ísland væri á listanum, 2% töldu það ekki skipta máli. „Þetta staðfestir það sem við höfum lengi haldið fram, að yfir- gnæfandi meirihluti sé á listanum og gegn því sem það inniber“, seg- ir Ólafur Hannibalsson, einn talsmanna Þjóðarhreyfingarinnar sem berst gegn stuðningi Íslands við aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak. „Þjóðin situr við sama keip og andstaðan hefur frekar aukist en minnkað.“ Sólveig Pétursdóttir Sjálfstæð- islokki, formaður utanríkismála- nefndar, segir niðurstöðuna vissu- lega athyglisverða en hins vegar skipti listinn litlu máli í dag nema sem siðferðisleg skylda til að taka þátt í uppbyggingunni í Írak. „Það berast oft skelfilegar fréttir af átökum í Írak þar sem saklausir borgarar falla. Ég býst við að að niðurstaðan endurspegli hvaða áhrif þær fréttir hafa.“ Siv Friðleifsdóttir Framsókn- arflokki, varaformaður utanríkis- málanefndar, segir að Ísland hafi skuldbundið sig til að leyfa afnot af Keflavíkurflugvelli, yfirflug í lofthelgi og þátttöku í uppbygg- ingu í Írak með því að vera á listanum. „Aðeins uppbyggingin stendur nú eftir, en fólk virðist ekki átta sig á því.“ Mun fleiri konur en karlar eru á móti verunni á listanum. 93% kvenna eru á móti en 74%, karla. 23% karla er fylgjandi stuðningi við innrásina en 5% kvenna. Enginn fylgismaður Vinstri grænna styður innrásina og örfáir samfylkingarmenn. Afgerandi meirihluti framsóknarmanna eða 80% vill Ísland burt af listanum og 58% sjálfstæðismanna. 16% fram- sóknarmanna eru sáttir við stuðn- inginn og 40% sjálfstæðismanna. Könnun Gallups var gerð í des- ember. 62% þeirra rúmlega 1.200 sem voru í úrtakinu svöruðu. a.snaevarr@frettabladid.is 6 6. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Ákæra gegn Hákoni Eydal þingfest: Þrengdi að hálsi Sri með belti ÁKÆRA Hákon Eydal er ákærður af ríkissaksóknara fyrir að hafa myrt Sri Rahamawati barnsmóður sína og fyrrum sambýliskonu en ákæran á hendur Hákoni verður þingfest í dag.Hann er sagður hafa slegið hana með kúbeini í hnakkann þannig að hún missti meðvitund og síðan hafi hann endanlega ráðið henni bana með því að þrengja að hálsi hennar með belti. Ákært er fyrir manndráp af ásetningi eða samkvæmt 211. grein almennra hegningarlaga. Í ákærunni er farið fram á bætur fyrir þrjú börn Sri sem Hákon gerði móðurlaus. Í lok júlí játaði Hákon að hafa ráðið Sri bana á heimili sínu sunnu- daginn fjórða júlí en þá hafði hann setið þögull í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur. Um viku síðar eða þann þriðja ágúst benti Hákon réttilega á hvar lík Sri væri að finna í hraun- sprungu sunnan við Hafnarfjörð. Áður sagðist hann hafa hent líki hennar í sjóinn við Presthúsatanga á Kjalarnesi og hafði þar farið fram umfangsmikil leit lögreglu og björgunarsveita. - hrs Þorri landsmanna vill af Íraks-listanum 84% Íslendinga vill Ísland burt af lista hinna „staðföstu þjóða“ sem studdu inn- rásina í Írak. Í þeim hópi eru 80% framsóknarmanna og 58% sjálfstæðismanna. Óhapp í Hrútafirði: Matvaran utan vega BÍLVELTA Flutningabíll með tengivagn valt á hliðina ofan í skurð í Hrúta- firði. Bíllinn var á leið til Ísafjarðar fullur af matvöru. Bjarni Gunnarsson bílstjóri flutningabílsins segir atvikið hafa átt sér stað þegar hann mætti öðrum flutningabíl á einbreiðu slit- lagi um tíu kílómetrum vestan við Borðeyri. Snjóföl hafi verið á veginum þegar þeir mættust á lítilli ferð. Hann hafi því ekki séð hve sleipt var: „Ég hef trú á því að bíllinn sé ökufær,“ sagði Bjarni sem var á leið á staðinn í gær með öðrum flutn- ingabíl að sækja varninginn. - gag Þjóðarhreyfingin: Söfnun nærri lokið SÖFNUN Söfnun Þjóðarhreyfingar- innar fyrir auglýsingu í New York Times er nærri lokið. Í auglýsing- unni er stuðningi Íslands við innrás- ina í Írak mót- mælt og íraska þjóðin beðin af- sökunar. Hans Krist- ján Árnason, einn af for- svarsmönnum söfnunarinnar segir að búið sé að panta aug- lýsingapláss í tímaritinu og ráðgert er að yfir- lýsingin birtist einhvern tímann milli 17. og 21. janúar. Hans Krist- ján segir að búið sé að safna nægu fé fyrir auglýsingunni sjálfri sem kostar um 2,8 milljónir króna, en auk þess hafi fallið til kostnaður vegna auglýsinga og kynningar á málinu hérlendis. - bs 25 LÉTUST Í ÁRÁSUM Tuttugu og fimm manns létust í árás upp- reisnarmanna í Írak í gær. Bíl- sprengja varð 15 íröskum lög- reglumönnum að bana í borginni Hilla skammt suður af Bagdad. Sex lögreglumenn létust í sjálfs- morðsárás í Baquba og fjórir borgarar létust í átökum í Ramadi. Vaxandi átök hafa verið í landinu undanfarið og er óttast að þau eigi enn eftir að magnast fyrir kosningarnar 30. janúar. ÞÚSUNDIR HERMANNA HAFA SÆRST Meira en tíu þúsund bandarískir hermenn hafa særst í átökum í Írak síðan innrásin var gerð í mars árið 2003. Samkvæmt bandaríska varnarmálaráðuneyt- inu hafa fimm þúsund af hinum særðu slasast það alvarlega að þeir hafa ekki getað snúið aftur til starfa. Yfir 1.300 bandarískir hermenn hafa látist í Írak. ■ ÍRAK Hafdís Halla Lella Margrét Einar Auður Ásta A. Ásta B. www.kramhusid.is Opið og Yogakort Námskeiðin hefjast 10. janúar 2004 Leikfim i Símar: 551-5103 551-7860 Guðný leikfimi- Leikfim i Lei kfimi S tott Pilates Tai Ch i : Ashtan ga Yoga Kripal u Yoga Kripal u Yoga Kripal u Yoga Kripal u Yoga Áslaug Ægir Streitu - stjórnu n og Yog a Heyrnartæki: Biðtími stytt- ist verulega HEILBRIGÐISMÁL Biðtími eftir heyrn- artækjum hjá Heyrnar- og tal- meinastöðinni fór úr átta mánuðum í þrjá til fjóra mánuði á árinu 2004, að því er segir í frétt frá heil- brigðisráðuneyt- inu. Fyrir ári biðu um 700 manns eftir heyrnar- tækjum en nú eru 250 manns á biðlista. Á árinu 2004 voru seld 2.004 heyrnartæki til 1260 einstaklinga og eru í þeim hópi bæði þeir sem eru að endurnýja tæki og þeir sem eru að fá ný tæki. Rúmlega 2% Íslendinga nota heyrn- artæki en ef tekið er mið af erlend- um rannsóknum má gera ráð fyrir að allt að 15% þjóðarinnar sé heyrn- arskert. ■ Hagstofa Íslands: Meira gist á hótelum HÓTEL Gistinóttum á hótelum fjölgaði í nóvember síðastliðnum um rúm 6 prósent milli ára, sam- kvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands. Þá kemur fram að gistinótt- um á hótelum fyrstu ellefu mánuði síðasta árs hafi fjölgað um tæp 9 prósent frá árinu 2003. Nóvemberaukningin er mismikil eftir landshlutum, langmest á Suð- urlandi, 32 prósent. Á höfuðborgar- svæðinu nam fjölgunin 3,9 prósent- um og um 8 prósentum á Suðurnesj- um, Vesturlandi og Vestfjörðum. Á Austurlandi stóð fjöldi gistinátta í stað. Sé landið skoðað í heild kemur í ljós að gistinóttum Íslendinga fjölgaði um tæp 12 prósent milli nóvembermánaða, en útlendinga um rúm 3 prósent. - óká Hefur þú gefið til hjálparstarfs vegna flóða í Asíu?? SPURNING DAGSINS Í DAG: Drekkur þú orkudrykki? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 48% 52% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN ÍRAK Aldrei hafa fleiri fjölmiðla- menn látist við störf en árið 2004 að sögn International News Safety Institute (INSI)Ins. Hundrað og sautján létust við störf í þágu fjölmðila, flestir í Írak. „Írak var hættulegasti stað- ur heims fyrir blaðamenn og sam- starfsmenn þeirra“, segir í skýrslu stofnunarinnar. Fjörutíu og tveir létust í Írak, allir nema 6 heimamenn. Filipps- eyjar voru næsthættulegasti stað- ur blaðamanna en 12 voru drepnir þar, átta á Indlandi og fimm í Brasilíu, Mexíkó og Bangladesh. Næsta mannskæðasta ár blaða- manna var 1994 en þá voru 157 blaðamenn- og konur drepin við störf í Rúanda, Bosníu, Téténíu, Sómalíu og Angóla. INSI telur ekki aðeins blaða- menn heldur einnig starfsmenn þeirra á borð við túlka og bílstjóra. Nefnd til varnar blaðamönnum í Bandaríkjunum gaf nýlega út lista yfir drepna blaðamenn við störf og sagði 54 hafa látist við skyldustörf á árinu og var sammála INSI að þetta væri mannskæðasta ár frá því farið var að taka saman fjölda látinna blaðamanna. ■ HEYRN Gera má ráð fyrir að allt að 15% þjóðarinnar séu heyrnarskert. Árið 2004 var blóðugt fjölmiðlaár: Mesta mannfall blaðamanna ÍRAK ER HÆTTULEGASTI STAÐURINN Langflestir fjölmiðlamannanna sem drepnir voru við skyldustörf voru í Írak. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P HANS KRISTJÁN ÁRNASON Fram- sóknar- flokkur Sjálf- stæðis- flokkur Vinstri- grænir Sam- fylkingin 16% 80% 40% 58% 0% 99% 2% 96% Heimild: RÚV KAFARAR VIÐ LEIT Hákon villti um fyrir lögreglu og sagðist hafa losað sig við lík barnsmóður sinnar í sjóinn við Presthúsatanga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI HERSETA BANDARÍKJAMANNA Í ÍRAK Gallup spurði: „Á Ísland að vera á lista með þeim þjóðum, sem styðja hernaðaraðgerðir Banda- ríkjamanna og Breta í Írak, eða á Ísland ekki að vera á listanum?“ 84% landsmanna sögðu nei. ÞJÓÐARPÚLS GALLUP „Á Ísland að vera á lista með þeim þjóðum, sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkja- manna og Breta í Írak, eða á Ísland ekki að vera á listanum?“ Nei 84% Já 14% Skiptir ekki máli 2% ALLT LANDIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.