Fréttablaðið - 06.01.2005, Qupperneq 8
DANSfjörið
er í
Magad
ans
Bollyw
ood Afró
Salsa Fun
kJazz Magad
ans
ll
l
Natasja
Edna
Maria Dianne
Carlos
Yesmine Maher Ta
ngóFlame
ncól
Minerva Hany & Bryndís
Kramhúsinu
www.kramhusid.is
Símar:
551-5103
551-7860
Námskeiðin hefjast 10. janúar 2004
Breakd
ans
Hip ho
p
Karabí
skir
dansar
:
Balkan
dansar
l
Veska
Höfðabakka 1 - sími 587 50 70
stór
humar
ath opið laugardaga
10-14.30
8 6. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
Atvinnuleysi undir þremur prósentum:
Atvinnuhorfur eru að skána
ATVINNUMÁL Rúmlega sexhundruð
fleiri voru með atvinnu í desember
en á árinu á undan. Atvinnuleysi
jókst milli nóvember og desember.
Í gær voru 4.656 án atvinnu, 2.148
karlar og 2.508 konur.
Friðrik Friðriksson, hagfræð-
ingur hjá Vinnumálastofnun, segir
atvinnuleysi jafnan aukast í desem-
ber og janúar: „Nóvember var
óvenju góður. Atvinnuleysi minnk-
aði þá hlutfallslega miðað við sama
tíma á árinu á undan.“
Atvinnuleysi hefur verið undir
þremur prósentum síðustu mánuði
ársins, 2,6 prósent í september og
nóvember en 2,7 í október. Friðrik
segir nákvæmar tölur ekki ljósar
fyrir desembermánuð.
„Atvinnuhorfur eru að skána, þá
sérstaklega á höfðuborgarsvæð-
inu,“ segir Friðrik. Búast megi við
minna atvinnuleysi með vorinu.
Það geri árstíðarsveiflur í atvinnu-
málum.
Atvinnuleysisbætur hækkuðu
frá 1. janúar um þrjú prósent. Há-
marksbætur atvinnuleysistrygg-
inga verða 4.219 krónur hvern virk-
an dag. - gag
HEILBRIGÐISMÁL Samdráttaraðgerð-
ir sem nú eru hafnar á Vogi vegna
fjárskorts bitna verst á fólki sem
er mikið veikt og á erfitt með að
halda sér frá vímuefnum, að sögn
Þórarins Tyrfingssonar yfirlækn-
is. Hann óttast að grípa þurfi til
enn frekari aðgerða til að koma til
móts við kostnað viðhaldsmeð-
ferða ópíumfíkla, sem ríkið hafi
enn ekki lagt krónu til.
Þórarinn lagði línurnar með
starfsfólki sínu á fundi í fyrradag.
Dregið verður úr innlögnum og
bráðaþjónustu.
„Það verður einungis unnið út
frá biðlistum eins og þeir liggja
fyrir,“ sagði Þórarinn. „Allir þeir
sem eru 16 ára og fram að tvítugu
eiga greiðan aðgang að spítalan-
um, svo og þeir sem ekki hafa
verið í meðferð áður.“
Viðhaldsmeðferðin fyrir ópíum-
fíkla heldur áfram fyrir þá sem
þegar voru í hana komnir, en nýir
verða ekki teknir inn.
„Við erum ekki farnir að sjá
neina peninga í hana enn þá, ekki
einu sinni þá sem við áttum að fá
á síðasta ári,“ sagði Þórarinn.
Jón Kristjáns-
son heilbrigðis-
ráðherra sagði
við Fréttablaðið
nýlega, að hann
vildi eiga sam-
skipti við SÁÁ á
grundvelli gild-
andi þjónustu-
samnings. For-
r á ð a m e n n
sjúkrahúss ins
gætu sent form-
lega beiðni til
ráðuneytisins um viðræður um
endurskoðun samningsins ef þeim
byði svo við að horfa. Þórarinn
segir að það hafi enn ekki verið
gert.
„Það má minna á hvernig
göngudeildin á Akureyri var fjár-
mögnuð á árinu 2000, að mig
minnir, þegar þurfti að færa fjár-
magn vegna þeirrar þjónustu sem
við vorum með á Akureyri,“ sagði
Þórarinn. „Það fjármagn var tekið
af rekstrarfénu á Vogi. Þá var
skilgreint að hluti af fjárveitingu
Vogs ætti að fara til Akureyrar,
sem þýddi að við urðum að draga
saman. Mér heyrist ráðherrann
vera að gefa upp boltann með það
að hann ætli að leysa kostnaðinn
við viðhaldsmeðferð ópíumfíkla
með því að draga úr meðferð á
Staðarfelli eða Vík. Ef hann ætlar
ekki að fjármagna hana með því
að taka upp þjónustusamninginn,
eða bæta aukalið við hann, þá
hlýtur hann að ætla sér að taka
peninga sem eru í öðrum með-
ferðarþáttum í þetta. Það þykir
mér leiðinlegt að heyra.“
jss@frettabladid.is
ATVINNULEYSI 4. JAN. 2005*
Karlar Konur Samtals
Höfuðborgarsvæðið 1.459 1.519 2.978
Vesturland 67 98 165
Vestfirðir 20 61 81
Norðurland vestra 65 44 109
Norðurland eystra 274 318 592
Austurland 41 84 125
Suðurland 105 189 294
Suðurnes 117 195 312
Samtals: 2.148 2.508 4.656
*Heimild: Vinnumálastofnun
Smáauglýsingasíminn er 550 5000
auglysingar@frettabladid.is
YFIRLÆKNIRINN
Vandinn leystur
með því að draga
úr meðferð.
RAFORKA Tilkynnt var í gær að al-
mennur taxti hjá Orkuveitu
Reykjavíkur muni nú 1. febrúar
hækka um 3,89 prósent. Gjald á
almennum taxta mun lækka um
3,5 prósent, en fastagjaldið mun
þess í stað hækka um 3.204 krón-
ur á ári, sem er um helmings-
hækkun. Guðmundur Þóroddsson,
forstjóri Orkuveitunnar, segir
þessa hækkun eingöngu koma til,
til að mæta verðhækkunum sem
Orkuveitan verður fyrir hjá
Landsvirkjun og Landsneti hf.
vegna breytinga á raforkulögum
nú um áramót. Nú verða til dæm-
is dreifikerfi sjálf að standa undir
sér. Alfreð Þorsteinsson, stjórnar-
formaður Orkuveitunnar, sagði að
þrátt fyrir þessa hækkun verði
verð á rafmagni til heimila lægst
á landinu hjá Orkuveitunni.
Hitaveita Suðurnesja, sem oft
hefur haft lægstu raforkugjöldin,
er nú einnig að hækka orkuverð
sitt. Ákveðið hefur verið að í
Hafnarfirði og á Suðurnesjum
muni orkutaxtinn hækka um 4,8
prósent. Þá munu fastagjöldin á
öllu svæðinu hækka um 3.600
krónur á ári, sem er rúm helm-
ingshækkun. Orkutaxtinn í Vest-
mannaeyjum og í Árborg munu
lækka um 3,5 prósent. - ss
Rafmagnsverð:
Fastagjaldið hækkar
RÁÐHERRANN
Endurskoðun
þjónustusamnings
stendur til boða.
,,Meðferðin
fyrir ópíum-
fíkla heldur
áfram fyrir
þá sem þeg-
ar voru í
hana komn-
ir, en nýir
verða ekki
teknir inn.
Óttast frekari sam-
drátt í starfi SÁÁ
Yfirlæknirinn á Vogi óttast að til enn frekari samdráttar komi í starfi SÁÁ
vegna kostnaðar við viðhaldsmeðferð ópíumfíkla. Ríkið hefur enn ekki lagt
krónu til hennar. Ástandið sagt bitna mest á bráðveiku fólki.
MIRALE
Grensásvegi 8
108 Reykjavík
sími: 517 1020
Opið:
mán. - föstud. 11-18
laugard. 11-15
Glös
Bollar
Kertastjakar
50% afsláttur