Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.01.2005, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 06.01.2005, Qupperneq 14
TRÚ Trúin er sterkur þráður í öllu sem snertir líf kaupmannsins í Litla húsinu. Hann er yngstur fjögurra systkina en foreldrar hans, Þórunn Jónsdóttir og Guðmundur Jónasson, voru bæði sterktrúuð. Hann fór ungur í sunnudagaskóla í kristniboðs- húsinu Zíon á Akureyri og um átta ára aldur byrjaði hann í KFUM þar sem hann varð síðar foringi. Árið 1971 hóf Jón Oddgeir að starfrækja Orð dagsins, símsvara sem fólk gat hringt í allan sólar- hringinn og hlustað á kristilegar hugleiðingar. Í dag, 33 árum síðar, starfrækir hann enn Orð dagsins og aldrei hefur hann tekið krónu af þeim sem nýtt hafa sér þessa þjónustu. „Fyrstu áratugina voru mjög margir sem hringdu í Orð dagsins en hin síðari ár hefur þeim farið fækkandi. Þó hringja enn 10 til 20 manns á dag,“ segir Jón Oddgeir sem les að mestu sjálfur inn á símsvarann og skipt- ir daglega um hugleiðingar. Þar sem hann fékk engar tekjur af Orði dagsins, en hafði af töluverð útgjöld, fór hann fljót- lega að huga að leið til að standa straum af kostnaðinum. „Ég datt niður á breska hugmynd árið 1972 sem gekk út á að bænir voru prentaðar á límmiða sem síðan voru límdir á mælaborð í bílum. Þessari hugmynd kom ég á mark- að hér á landi og hefur bílabænin farið í tugi þúsunda íslenskra bifreiða.“ Jón Oddgeir hefur sótt fleiri kristilegar viðskiptahugmyndir út fyrir landsteinana. „Árið 1984 byrjaði ég að gefa út Guðsorða- öskjuna en í henni eru lítil spjöld með 200 ritningargreinum eða Biblíutextum. Öskjuna, sem er að norskri fyrirmynd, kalla ég Orð Guðs til þín úr Biblíunni og hef ég selt yfir 12 þúsund eintök.“ Litla húsið Jón Oddgeir erfði Litla húsið eftir föður sinn og hóf að versla með kristilegar vörur árið 1981. „Það sem ég sel mest af eru bænabæk- ur, Biblíur handa börnum, krossar af ýmsum toga og Guðsorðaöskj- urnar. Einnig eru englanælur og englamyndir vinsælar. Ég hef lítið auglýst í gegnum tíðina en þó hafa viðskiptin heldur farið vaxandi og ég verð ekki var við að fólk sé síður trúað í dag en þegar ég byrj- aði fyrir rúmum tveimur áratug- um,“ segir Jón Oddgeir. Kaupmaðurinn í Litla húsinu á Akureyri er einhleypur og óhætt að segja að allt hans líf snúist á einn eða annan hátt um Guð, kirkjuna og trúna. Hann er for- maður KFUM og K á Akureyri, á sæti í sóknarnefnd Akureyrar- kirkju, situr í stjórn Landssam- bands KFUM og K, er í leik- mannaráði þjóðkirkjunnar, for- maður sumarbúðanna að Hóla- vatni og sem umboðsmaður Hjálparstarfs kirkjunnar á Ak- ureyri sér hann um ýmis verk s.s. að deila út mat til bágstaddra fyrir jól. Að fenginni þessari upptalningu frá Jóni Oddgeiri stenst blaðamaður ekki mátið og spyr hvort ekki sé óhætt að telja hann umboðsmann Guðs á Akur- eyri. Hann hlær við og strýkur blaðamanni vinalega um bakið um leið og hann segir: „Nei, ég er bara verkamaður í víngarði Drottins!“ kk@frettabladid.is Smári - einn af 200 bestu auglýsingaljósmyndurum heims ■ Göturnar í lífi Péturs Gauts málara ■ Japanskir grillpinnar ■ Matgæðingurinn Eyjólfur Kristjánsson ■ Það sem er að gerast um helgina ■ Böddi klippari ■ Súr bolahúmor F29. TBL. 2. ÁRG. 6. 1. 2005 Íslenskur hreindýra- smali í Noregi Ólafur Egill Slær í gegn fyrir norðan Inni í Fréttablaðinu í dag 14 SVONA ERUM VIÐ Nú er rúmt ár liðið síðan bandaríska könnunarfarið Spirit lenti á Mars og hóf að senda myndir og jarðfræðilegar upplýsingar um þessa nágrannareiki- stjörnu okkar. Gunnlaugur Björnsson, stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísinda- stofnun Háskólans, segir að kannanir farsins hafi hjálpað okkur heilmikið til að skilja jarðfræðina á Mars. „Það er er eitt að reyna að gera sér mynd af jarð- fræðinni á Mars og þeim þáttum sem mótað hafa yfirborðið, en allt annað að gera aktívar mælingar á staðnum. Jarðfræðinni sjálfri svipar til okkar, en Mars er minni reikistjarna og virknin því líkast til hlutfallslega minni. Til dæmis eldgosavirknin, en þarna er stærsta eldfjall í sólkerfinu.“ Eldfjallið hefur þó ekki verið virkt í tugi eða hundruð milljónir ára. Ein merkasta uppgötvunin er oft sögð vera staðfesting þess að það hafi verið vatn á Mars. „Það var vitað um íshellur á skautunum og ummerki eftir ham- faraflóð sem líklega eru vatnsflóð. Það var svo núna í desember að menn gáfu út þá niðurstöðu að þarna hafi verið umtalsvert vatn á yfirborði reikistjörn- unnar. Það er merkilegt í sjálfu sér og tengist þeirri spurningu hvort það hafi verið líf á Mars.“ Enn stendur til að senda mannað geimfar til Mars, en Gunnlaugur segir að það verði sjálfsagt ekki fyrr en eftir árið 2020. „Þetta er rosalega dýrt og tæknilega mjög erfitt. Fyrir utan að það þarf að hafa uppi á einhverjum sem býðst til að fara. Það er ekki víst að það gangi vel, því bara önnur leiðin tekur 8-10 mánuði.“ ■ Umtalsvert vatn EFTIRMÁLI: GUNNLAUGUR BJÖRNSSON STJARNEÐLISFRÆÐINGUR 6. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Verkamaður í víngarði Drottins Jón Oddgeir Guðmundsson rekur verslunina Litla húsið á Akureyri. Þar höndlar hann með Guðsorð í ýmsum myndum en allt hans líf snýst um Guð, trúna og kirkjuna. ÍBÚAR ÍSAFJARÐAR ERU 4.131 2.091 karl og 2.040 konur. JÓN ODDGEIR GUÐMUNDSSON Kaupmaðurinn í Litla húsinu á Akureyri. M YN D /K KUmferðin: Lafandi treflar GLEYMSKA Talsvert ber á að treflar, frakka- og kápuhorn, svo ekki sé talað um belti af yfirhöfnum, lafi út úr bifreiðum á ferð um götur og stræti. Gætir þá fólk ekki nægilega vel að sér þegar það lokar dyrum bifreiða sinna; gleymir sumsé að kippa flíkunum að sér. Er hér um hvimleitt vanda- mál að ræða enda fara treflar og aðrar flíkur illa á að velkjast eftir götunum, ekki síst í slabbinu sem nú ríkir. - bþs GUNNLAUGUR BJÖRNSSON FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ALGENG SJÓN Í UMFERÐINNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.