Fréttablaðið - 06.01.2005, Page 22
Dúnkoddar og sængur
Dúnkoddar og -sængur duga lengur því sjaldnar sem þau eru þrifin. Sjáðu til þess að
alltaf séu hrein sængurföt utan um koddann og sængina til þess að vernda þau gegn
óhreinindum. Koddann skaltu fara með í hreinsun einu sinni á ári en sængina á þriggja
til fimm ára fresti.[
Gersemar frá álfum
Margir eiga margra áratuga stafla af ljósmyndum
sem þeim hrýs hugur við að skoða og flokka. Það
þarfa verkefni getur orðið að skemmtilegri dægra-
styttingu.
- Byrjaðu á að flokka myndirnar í myndir til að
geyma og myndir sem á að henda. EKKI henda
myndum þar sem fólk er asnalegt á svipinn eða illa
fyrirkallað, með tilkomu digitalvélanna verða slíkar
heimildir um lífið sjálft æ sjaldgæfari. Hentu hins
vegar hreyfðum myndum eða þeim sem eru ekki af
neinu sérstöku
- Flokkaðu myndirnar sem eftir eru eins og þér
finnst skemmtilegast, sumir vilja flokka eftir árum
en aðrir hafa öll frí saman, afmæli eða jól
- Keyptu falleg myndaalbúm sem passa vel heima
hjá þér og settu myndirnar í þau
- Hafðu svo alltaf eitt albúm á stofuborðinu fyrir
gesti. Þó aldrei fleiri en eitt. Skiptu þeim svo út
þannig að þeir sem koma oft að heimsækja þig fái
alltaf eitthvað nýtt að skoða
- Finndu myndir af frændsystkinum þínum og vinum
frá ýmsum aldursskeiðum og
haltu til haga fyrir at-
burði eins og stórafmæli
eða brúðkaup en þá get-
urðu glatt alla viðstadda
með myndunum og sögun-
um á bak við þær (sjá lið 1
um að geyma misheppnað-
ar myndir)
- Búðu til myndavegg af
vinum og vandamönnum til
að hafa alltaf fólkið þitt í
kringum þig. ■
Mynd er minning
Gamlar ljósmyndir gera heimilið
skemmtilegra.
Gaman er að hafa mynd af ömmu þegar hún var ung uppi á
vegg til að finna líkindi með henni og afkomendunum.
Það er hægt að búa til
skemmtilega umgjörð um
gömlu ljósmyndirnar.
Útsalan er hafin.
Góður afsláttur af föndur
og gjafavörum.
DecoArt
Garðatorgi 3 Garðabæ 555 0220
Kringlunni - sími : 533 1322
Útsalan er hafin!
Mörg góð tilboð
Vandaðar heimilis og gjafavörur
Nú
er það svart
Fréttablaðið vill beina þeim tilmælum
til lesenda að auðvelda blaðberum okkar
að bera út blaðið.
Vinsamlegast mokið frá útidyrahurðum
og hafið kveikt á útiljósum.
]
Álfkonudúkurinn fagri frá Burstarfelli. Hann er úr gulu vaðmáli og er alsettur
rósum og fiðrildum, auk þess sem tvö sælleg englabörn prýða hann og tvær
fagrar konur. Dúkurinn er almenningi til sýnis á Þjóðminjasafninu.
Álfabarnið sem var að hjálpa fjölskyldu
sinni í Dýrafirði að flytja var dauðþreytt
á að rogast með þennan pott svo það
lagði hann frá sér og hljóp til mömmu
sinnar. Nú er potturinn til sýnis á Þjóð-
minjasafninu.
Bikar sem talinn er vera frá álfum
kominn er í eigu kirkjunnar á
Breiðabólsstað í Fljótshlíð. Margir
hafa bergt af honum til að fá bót
meina sinna.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/M
YN
D
IR
:
ÞJ
Ó
Ð
M
IN
JA
SA
FN
IÐ
O
G
G
U
N
.
Nú er glatt í hverjum hól,
hátt nú allir kveði.
Hinstu nótt um heilög jól,
höldum álfagleði.
Þetta syngjum við á þrettándanum þeg-
ar við dönsum kringum brennurnar og
höldum gleði hátt á loft því þá má búast
við álfum, huldufólki og fleiri vættum
landsins á kreiki, samkvæmt hinni ís-
lensku þjóðtrú. Margar sögur finnast
um álfana og samskipti þeirra við menn
og til eru líka áþreifanlegir hlutir sem
taldir eru frá þeim komnir. Oft voru
þeir laun fyrir veittan greiða. Dæmi um
slíkan dýrgrip er álfkonudúkur á Þjóð-
minjasafninu sem er frá Burstarfelli í
Vopnafirði. Sagan segir að sýslumanns-
kona á Burstarfelli gengi í draumi í
stein þann sem í rauninni var álfabær
og greiddi hag sængurkonu er lá á gólfi
og var þungt haldin. Í þakklætisskyni
gaf álfkonan henni dúk „mjög dýran úr
guðvef, allan gullofinn“ eins og segir í
bókinni Gersemar og þarfaþing. Hafði
enginn séð svo fagran dúk áður enda
var hann hafður fyrir altarisdúk í kirkj-
unni að Hofi í Vopnafirði uns Sigurður
Vigfússon fékk hann handa Forngripa-
safninu árið 1890.
Á Þjóðminjasafninu er líka pottur úr
messing sem safnið eignaðist árið 1882.
Honum fylgir sú sögn að vestur í Dýra-
firði hafi hjátrúarlaus maður að nafni
Pálmi Guðmundsson séð hóp af fólki á
ferð fyrir neðan hlaðvarpann í Litla-
garði, berandi ýmsa muni. Aftast fór
barn, fjögurra til fimm ára sem kallaði
stöðugt á móður sína og á göngu sinni
lagði það eitthvað frá sér til að flýta sér
til hennar. Hluturinn reyndist vera pott-
ur og fór Pálmi með hann heim og varð-
veitti vel enda fylgdi honum lækninga-
máttur því gott þótti að sverfa ofurlítið
úr pottinum til að leggja við brjóst- og
fingurmein.
Þriðja gersemin sem nefna má er
álfabikar sem er í kirkjunni á Breiða-
bólsstað í Fljótshlíð. British Museum
sendi út leiðangur til að falast eftir hon-
um og buðu annan nákvæmlega eins úr
gulli. En það kom ekki til greina af hálfu
sr. Sveinbjarnar Högnasonar sem þá
var prestur á Breiðabólsstað og er það
vel. gun@frettabladid.is