Fréttablaðið - 06.01.2005, Síða 23
Þeir sem eru fyrir rómantískan sveitastíl ættu að hafa
gaman af því að kíkja inn í verslunina HomeArt á neðri
hæð Smáralindar. Þar hitta þeir fyrir Brynhildi Helgadótt-
ur, framkvæmdastjóra verslunarinnar, og hún getur sýnt
þeim ýmislegt fallegt til heimilisins eða í sumarbústaðinn.
„Við erum mest með danskar vörur, svona heimilis- og
gjafavörur í bland. Þetta eru bæði vörur í skandinavískum
sveitastíl en svo eru einfaldar og klassískar vörur inn á
milli.“ Þarna má finna ýmislegt til að búa til hlýlegt heim-
ili, rúmteppi og ljósakrónur í léttum og rómantískum stíl.
„HomeArt er þekkt vörumerki um alla Skandinavíu og
Þýskaland. Reyndar eru ekki margar búðir sem eru ein-
göngu eða mestmegnis með vörur frá þessu merki en það
er algengt að sjá HomeArt merkið inni í stærri húsbúnað-
arverslunum, til dæmis á Strikinu í Kaupmannahöfn.“ En
hvað skyldi fólk nú vera mest að skoða þessa dagana?
„Vinsælastar núna eru ljósakrónurnar sem eru bæði til úr
málmi og kristal og svo líka púðar og rúmteppi úr skjanna-
hvítu blúnduefni.“ ■
3FIMMTUDAGUR 6. janúar 2005
Mán. - fös. 10.00 - 18.00 • Laugard. 11.00 - 16.00 • Sunnud. 13.00 - 16.00
t m h u s g o g n . i s
ÚTSALA
ú
ts
a
la ú
ts
a
la
10% afsláttur af öllum vörum
sem ekki eru sérmerktar sem útsöluvörur
1. Vestergaard sjónvarpsskápur
spónlaður, hlynur, kirsuber, 210x115x60 cm....................
Ver›dæmi:
2. Sófar New Line
3+2, svart leður......................................................
3. Sófi Lind 237
tau áklæði, brúnt, drappað..................................
4. „Tungu“ sófi Megara
tau áklæði, grátt, drappað...........................................
5. Náttborð m/ 1 skúffu
hlynur, kirsuber melamin.......................................
92.500 kr.
Ver› á›ur
329.000 kr.
131.000 kr.
6. Fataskápur 41090
beyki, hlynur, kisruber melamin, 145x60x200..............................
7. Skrifborð 80231/2 m/yfirhillu
hlynur/grátt melamin, 155x70x150................................................
98.000 kr.
6.000 kr.
57.500 kr.
229.000 kr.
79.000 kr.
18.000 kr.
19.500 kr.
8. Eldhús- og borðstofustólar..................................................
9. Jensen rúm, Ambassador og Comfort á 30% afslætti,
afgr.frestur um.þ.b. 3 vikur
frá 1.500 kr.
59.000 kr.
3.500 kr.
Ver› nú
Op i›
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
14
7
11
Rómantískur, skandinavískur sveitastíll
Íburðarmiklar ljósakrónur, púðar og skjannahvít blúndurúmteppi.
1. Brynhildur Helgadóttir hefur rekið HomeArt í rúm tvö ár. 2.
Englahöfuðin seljast upp jafnóðum og þau koma í búðina. 3.
Ljósakrónurnar renna út eins og heitar lummur. 4. Rúmteppi,
rúmföt og púðaver úr skjannahvítu blúnduefni. 5. Ýmis falleg
stell eru á boðstólum. 6. Skemmtilegar glasamottur.
1
2 3
4 5 6
„Það eru svo margir staðir þar
sem mér líður vel hérna heima en
ég eyði sennilega mestum tíma
mínum í tölvuhorninu þar sem
ég er oftast við vinnu,“ segir
Kolbrún og bætir við að hún taki
vinnuna ansi oft með sér heim,
það virðist aldrei ætla að eldast af
henni.
„Það sem er gott við tölvu-
hornið er að þar er ég með glugga
þar sem ég get horft út á hafið. Ég
gleymi mér oft við að horfa á
ölduganginn og sjávarföllin og
mun skemmtilegra að horfa á það
en skjávarann á tölvuskjánum,“
segir Kolbrún og hlær.
Hún fær þó ekki alltaf tæki-
færi til að sitja ein við tölvuna því
á tölvuhorni heimilisins eru
hvorki meira né minna en þrjár
tölvur. „Bekkurinn er oft þétt-
setinn hérna enda er tölvan búin
að taka við af nánast öllu. Hægt er
orðið að horfa á sjónvarpið í tölv-
unni og hlusta á útvarpið. Fjöl-
miðlar eru ekki lengur með hefð-
bundnu sniði og les ég orðið
bara Moggann á vefnum,“ segir
Kolbrún sem ekki er mikið heima
við þegar þingið stendur sem
hæst en hefur náð nokkuð góðu
fríi heima yfir hátíðarnar.
„Þetta er búið að vera frábært
frí og ég er bara bjartsýn á nýja
árið. Reyndar er ég hrædd um að
pólitíkin verði átakamikil en eins
og einhver sagði: lítið er gaman að
guðspjöllunum ef enginn er í þeim
bardaginn,“ segir Kolbrún. ■
Horfir á hafið
Kolbrún Halldórsdóttir, alþingiskona og leikstjóri, eyðir
miklum tíma á heimilinu við tölvuskjáinn en hefur útsýni
yfir hafið handan tölvunnar.
Kolbrún Halldórsdóttir tekur vinnuna gjarnan með sér heim og situr þá við tölvuna.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Nú eru útsölur í fullum gangi í
vefnaðarvöruverslunum eins og
annars staðar. Þá er kjörið að
kaupa nokkra metra af fallegu
efni á vægu verði, spotta í stíl
og láta hugmyndaflugið svo
ráða.
Ef til er gardínustöng er til
dæmis frekar einfalt að búa til
gardínur með því að falda efnið
uppi og niðri og stinga stönginni
svo í gegnum efri faldinn.
Nokkur púðaver er einnig
einfalt að sníða og sauma úr
sama efni og svo má búa til
borðdúka úr sama efni með því
að falda allan hringinn. Þetta er
góð lausn fyrir þá sem hafa ekki
mikið milli handanna en vilja
samt eiga fallegt heimili. ■
Púðar, dúkar og tjöld í stíl!
Mikilvægt er að huga að litasamsetningum.
Hægt er að gerbreyta útliti heimilisins með því að gera púða og gardínur úr sama efni.