Fréttablaðið - 06.01.2005, Page 36

Fréttablaðið - 06.01.2005, Page 36
Þeir sem þekkja Ólaf Egil erusammála um að hann sé einlæg-ur, umburðarlyndur, og laus við allan hroka. Utan sviðs er hann rólegur og yfirvegaður; ekki beint lokaður á sjálfan sig en þó langt frá því að vera opinn í báða enda. Sem listamaður vill hann fá uppbyggilega gagnrýni en segist eiga erfitt með að taka miklu lofi. Sjálfur lýsir hann viðtökum áhorf- enda á frumsýningunni af meðfæddri hógværð. „Ég held að áhorfendur hafi bara verið ánægðir með sýninguna. Ég gerði mitt besta og ég vona að þetta hafi lukkast hjá okkur.“ Hrós skiptir ekki öllu nema kannski frá mömmu og pabba Óli, eins og hann kýs að kalla sig, er 27 ára gamall og á leikhæfileikana ekki langt að sækja því hann er sonur Egils Ólafssonar, söngvara og leikara, og Tinnu Gunnlaugsdóttur leikara og Þjóðleikhússtjóra. Segir hann að sam- þykki og velþóknun foreldra sinna, á störfum sínum sem leikari, skipti sig miklu máli. Hann á tvö systkini: Gunnlaug, sem er rúmlega árinu yngri en Óli, og starfar sem ballettdansari í Svíþjóð, og Ellen Erlu en hún er 17 ára. Óli er í sambúð með jafnöldru sinni, Esther Taliu Casey, og hafa þau þekkst frá sex ára aldri. „Við bjuggum í sama hverfi, ég á Grettisgötunni en hún á Klappar- stíg, og vorum í sama bekk í Austur- bæjarskóla í átta ár. Leiðir okkar héldu áfram að liggja saman í MR og enn á ný í Leiklistarskóla Íslands nema hvað ég byrjaði þar ári á undan henni. Núna erum við í sambúð og búum á Lokastíg með einum ketti sem Rámur heitir.“ Blaðamaður hitti Óla á Hótel KEA á Akureyri og þegar skammt var liðið á viðtalið ómaði rödd föður hans úr hátölurum hússins þar sem hann leiddi söng Stuðmanna í einu af þeirra vinsælu lögum. Talið barst því að sönghæfileikum Óla. „Ég ber mig náttúrlega ekkert saman við pabba enda er söngurinn hans kúnst og ég held að fáir komist með tærnar þar sem hann hefur hælana í þeim efnum. Við höfum að vísu ekki sungið saman opinberlega en höfum tekið lagið í jólaboðum.“ Þrátt fyrir að Óli geri fremur lítið úr sönghæfileikum sínum, segist hann hafa gaman af að syngja og yfirleitt hefur hann þurft að syngja eitthvað í þeim leikverkum sem hann hefur tekið þátt í. Óli útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands fyrir tveimur árum og hefur haft næg verkefni tengd leiklistinni síðan. „Ég og Esther sambýliskona mín stofnuðum lítið fyrirtæki sem við köllum Hitt og þetta þar sem hún er Hitt og ég þetta. Við erum einu starfs- mennirnir og við leigjum okkur til hinna ýmsu listastofnana, eins t.d. til Leikfélags Akureyrar. Svona vil ég helst starfa. Maður getur þá valið eða hafnað verkum og sem betur fer höf- um við haft nóg að gera. Ég hef aldrei verið fastráðinn hjá leikfélagi og held að ég myndi ekki kæra mig um slíkt, jafnvel þótt Þjóðleikhússtjórinn, mamma, byði mér starf. Ég held þó að það komi ekki til með að bitna sérstak- lega á mér að mamma stjórni Þjóð- leikhúsinu enda er það yfirleitt svo að leikstjóri hverrar sýningar, en ekki leikhússtjórinn, velur leikarana í við- komandi verk.“ Undanfarin þrjú ár hefur Óli einnig unnið að kvikmyndahandriti að Brennu-Njáls sögu í samvinnu við Baltasar Kormák. „Við Balti erum ekkert að flýta okkur og höfum endur- skrifað handritið frá grunni 23 sinn- um. Samt erum við enn að finna nýja fleti á verkinu,“ segir Óli. Ferillinn varðaður illmennum og aumingjum Þó að Óli sé sagður hinn ljúfasti drengur, hefur hann oftar en ekki farið með hlutverk skúrksins í þeim sýning- um sem hann hefur tekið þátt í og svo er einnig í Óliver. Hann hefur líka farið með hlutverk undirmálsmanna og því engin skreytni að segja að leik- listarferill hans sé varðaður illmennum og aumingjum. „Við góðu drengirnir þurfum náttúrulega stundum að fá að vera vondir,“ segir Óli með glott á vör- um svo glittir í skúrkinn. „Ætli ég svali ekki bara minni „skúrksþörf“ á leik- sviðinu. Að minnsta kosti man ég eftir því þegar ég lék skúrkinn Ljovtsík í Svartri mjólk í Þjóðleikhúsinu, ekki fyrir margt löngu, að þá fannst mér ég aldrei hreinni og betri manneskja en þegar ég gekk út úr leikhúsinu að lok- inni sýningu. Búinn að losa mig við hið illa og aðeins hið hvíta og góða eftir.“ Söngleikurinn Óliver Twist er byggður á samnefndri sögu Charles Dickens og hefur verið með vinsælustu söngleikjum allra tíma frá því um 1960 þegar hann var frumsýndur. Margir hafa séð kvikmyndaútgáfuna af sög- unni og er hún löngu orðin sígild. „Ég held það séu einkum þrjár ástæður fyrir þessum vinsældum,“ segir Óli. „Í fyrsta lagi þá höfðar verkið til grunn- þátta í mannlegu eðli eins og t.d. sið- ferðisvitundar þar sem blandast saman græðgi og dyggð. Í öðru lagi eru per- sónurnar í verkinu mjög litskrúðugar, og eftirtektarverðar sem slíkar, og í þriðja lagi er músíkin í verkinu mjög góð. Í flestum söngleikjum er eitt eða tvö lög sem eru mjög grípandi, og önnur falla í skuggann, en í Óliver hitta flest lögin meira eða minna í mark.“ Impregilo hugsun í Fagin Að mati Óla er persóna Fagins bæði skemmtileg og skiljanleg. „Það er kannski freistandi að dæma hann hart en ekki má gleyma að hann hýsir og fæðir börnin og þau læra af honum ýmsar gagnlegar lífsreglur. Öll viljum við hafa það gott og þurfa ekki að hafa áhyggjur af elliárunum. Í raun er hann kannski ekkert verri en hörð- ustu kapítalistar samtímans sem reyna að fá sem mest vinnuframlag fyrir eins lág laun og þeir komast upp með. Svona Impregilo hugsun!“ Í söngleiknum koma fram mörg börn og segir Óli ekki hafa verið erfitt að vinna með þeim. Vissulega hafi hann stundum þurft að sýna þolin- mæði en það hafi aldrei verið svo þungbært að hann hafi þurft að fara afsíðis og gnísta tönnum. „Ég veit ekki hvort börnin hér á Akureyri eru betur framleidd en í Reykjavík eða hvort þessi eintök eru einfaldlega rjóminn af rjómanum eins og Fagin segir. Að minnsta kosti hefur verið mjög ánægulegt að starfa með öllum skaranum hér fyrir norðan og þau eru eiginlega hreint út sagt frábær!“ segir Óli. Nánustu ættingjar Óla eru margir hverjir landsþekktir leikarar og lista- menn. Því var leiklistin meira og minna daglegt umræðuefni í hans uppvexti og hann var enn með bleiu, rúmlega ársgamall, þegar hann fékk sitt fyrsta hlutverk 1978. Var það í umdeildri sjónvarpsgerð móðurbróð- ur hans, Hrafns Gunnlaugssonar, af Silfurtunglinu eftir Halldór Laxness og fór Pabbi Óla, Egill, með eitt hlut- verkanna. Tólf ára gamall lék hann Kalla Batta í Óliver Twist í uppfærslu Þjóðleikhússins. „Þar fór Laddi á kostum í hlutverki Fagins og því er ekki að leyna að til hans sótti ég fyrir- mynd að minni túlkun á Fagin,“ segir Óli. Efir að hann hóf nám við Menntaskólann í Reykjavík tók hann virkan þátt í leiklistarlífi MR en samt segir hann það ekki hafa legið beint við að leggja leiklistina fyrir sig. „Á unglings- og táningsárunum stefndi hugur minn út og suður og um tíma var ég ákveðinn í að verða geimfari. Það fór nú samt svo að eftir að ég lauk stúdentsprófi frá MR sótti ég um inn- göngu í Leiklistarskóla Íslands. Ég lét foreldra mína ekkert sérstaklega vita af þessari ákvörðun fyrr en eftir að ég hafði fengið vilyrði fyrir inngöngu í skólann og það fyrsta sem pabbi sagði var: „Æ Guð minn góður! Ertu nú viss elsku drengurinn?“ Viðbrögð mömmu voru yfirvegaðri en ég held að óhætt sé að segja að þau hafi hvorki hvatt mig né latt til að verða leikari.“ Sumir segja að nauðsynlegt sé að þekkja rétta fólkið til að komast áfram í leiklist á Íslandi og stundum er sagt að baknag sé viðloðandi leikarastétt- ina. Óli kannast við að hafa heyrt hvoru tveggja en gerir ekki mikið úr því. „Illt umtal endar yfirleitt að lok- um á þeim sem það stunda og þeir sem falla í þá gryfju sitja oftar en ekki fastir í henni. Varðandi svonefndar leikaraklíkur þá held ég að þær séu hvorki miklar að umfangi á Íslandi né áhrifamiklar. Hinu er ekki að neita að þeir sem unnið hafa vel saman einu sinni, leita oft aftur eftir samstarfi en það er ekkert óeðlilegt við það.“ Ólíkt mörgum öðrum leikurum ber Óli ekki í brjósti drauma um frægð og frama á erlendri grundu eða veröldina á enda. Hans jarðbundna lítillæti speglast í markmiðum hans sem leikara. „Mig dreymir ekki um annað en að koma því hlutverki sem ég er í hverju sinni sem best til skila enda er það í samræmi við starfið sjálft, leiklistina. Hún gengur út á augnablikið, hér og núið, að vera þar sem maður er. Ég reyni svo að gera mitt besta og ef það tekst þá er mark- miði mínu náð og um leið hefur von- andi orðið til gott leikhús.“ Vitandi um hylli áhorfenda á frumsýningarkvöldinu í Samkomu- húsinu á Akureyri leita ósjálfrátt á huga blaðamanns fleyg orð eins hinna helgu manna kirkjusögunnar: „Það er hægur vandi að vera auðmjúkur þegar maður á engu að fagna. En það er fágætt og stórt að vera auðmjúkur þegar maður er hafinn til skýjanna.“ Ólafur Egill Egils- son hefur slegið í gegn í hlutverk Fag- ins í söngleiknum Óliver Twist sem Leikfélag Akureyrar frumsýndi á dögunum. Kristján Kristjánsson ræðir hér við Ólaf sem er af miklum leikara- og listamannsættum, sonur Egils Ólafs- sonar og Tinnu Gunnlaugsdóttur. Ljósmynd: Teitur Jónasson F2 10 6. janúar 2005 FIMMTUDAGUR LÍTILLÁTUR EN LOFI HLAÐINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.