Fréttablaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 12
Árið 2004 skilaði fjárfestum í hlutabréfum gríðarlegum hagnaði. Úrvalsvísitalan hækkaði um sextíu pró- sent. Enginn hafði spáð slíkum hækkunum og eng- inn spáir því að annað eins gerist nú í ár. Árið 2004 var ævintýri líkast á ís- lenska hlutabréfamarkaðnum. Úrvalsvísitalan hækkaði um tæp sextíu prósent á árinu og allt fram á haust virtist fátt ætla að koma í veg fyrir að vísitalan tvö- faldaðist að gildi. Í byrjun október snérist þró- unin hins vegar við og á aðeins þremur vikum lækkaði Úrvals- vísitalan um tæp tuttugu prósent en á síðustu tveimur mánuðum ársins réttu hlutabréfin aðeins úr kútnum og virðist sem ákveðið jafnvægi hafi komist á stemning- una á markaðnum. Tvær hækkunarhrinur Hækkanirnar árið 2004 komu í tveimur hrinum. Í upphafi árs urðu miklar hækkanir sem með- al annars tengdust uppskiptingu á eignum gamla Eimskipafélags- ins. Hækkanir voru litlar frá mars og fram undir mitt ár. Þá hófst hins vegar mikil hækkun- arhrina sem tengdist útrás fyrir- tækja, átökum um eignarhald í fyrirtækjum og mikilli bjartsýni um þróun efnahagsmála. Á fjórum mánuðum hækkaði Úrvalsvísitalan um næstum fimmtíu prósent og þegar Úrvals- vísitalan var við það að rjúfa fjögur þúsund stiga múrinn tóku við dagar mikillar taugaveiklunar í Kauphöllinni. Hlutabréf hrundu í verði á nokkrum dögum. Stressdagar í Kauphöll Taugaveiklunin á markaðnum varð svo mikil að suma dagana lækkaði vísitalan um meira en fimm prósent áður en skyndileg- ar hækkanir afstýrðu hruni á síð- ustu mínútunum áður en markað- ir lokuðu. Þann 2. nóvember námu sveiflur innan dagsins rúm- lega sjö prósent af markaðsverð- mæti fyrirtækjanna í Úrvalsvísi- tölunni og fór vísitalan niður í 3.087 stig innan dagsins. Verðbréfamiðlarar og fjárfest- ar um land allt rifjuðu upp fyrir sér myndir af örvæntingarfullu fólki í upphafi heimskreppunnar á þriðja áratugi síðustu aldar og menn hringdu hver í annan og spurðu hvort einhver vissi „hvað væri eiginlega að gerast“. Það sem var að gerast var sennilega að fjárfestar voru orðnir ánægðir með ávöxtun sína og ákváðu að leysa út hagnaðinn. Mjög hefur dregið úr sveiflum á markaði síðan og má gera ráð fyrir að blóðþrýstingur fjárfesta hafi einnig orðið stöðugri. Skiptar skoðanir um horfurnar Skömmu fyrir fall hlutabréfa í október höfðu raddir efasemdar- manna orðið háværari og grein- ingardeildir bankanna sögðu að sífellt fleiri einkenni verðbólu væru í verð íslenskra hltuabréfa. Þetta kann að hafa haft einhver áhrif á fjárfesta en þessu til við- bótar nýttu mörg fyrirtæki sér hátt hlutabréfaverð til að styrkja sjóði sína með að bjóða út nýtt hlutafé. Þessi hlutabréfaútboð hafa ákveðin ruðningsáhrif í för með sér. Þeir sem ætla að taka þátt í þeim eiga ekki endilega næga innistæðu á tékkheftinu sínu og þurfa því að selja hluta- bréf í öðrum fyrirtækjum til að eiga fyrir nýju hlutafé. Fleiri útboð líkleg Það er talið eitt af merkjum um hátt hlutabréfaverð þegar stjórn- endur fyrirtækja vilja ná í fjár- magn með því að bjóða út nýtt hlutafé og svo virðist sem þær að- stæður séu enn uppi því nokkur stór hlutafjárútboð eru yfirvof- andi auk einkavæðingar Símans. Þá gæti flugrekstrarfélagið Avion haft í hyggju að bjóða út nýtt hlutafé samhliða boðaðri skráningu í Kauphöll Íslands. Þessi áform ættu að öðru jöfnu að halda aftur af hækkunum á hluta- bréfamarkaði enda er það mat flestra sérfræðinga að hækkun á hlutabréfum verði miklum mun minni nú í ár heldur en á síðasta ári. Íslandsbanki bjartsýnn Greiningardeild Íslandsbanka kynnti skýrslu sína um horfur á hlutabréfamarkaði á föstudaginn og samkvæmt mati sérfræðinga deildarinar má búast við að hækkun Úrvalsvísitölunnar á þessu ári verði um fimmtán pró- sent. Þegar Úrvalsvísitalan fór sem hæst í októberbyrjun létu hagfræðingarnir Ágúst Einars- son og Gylfi Magnússon hafa eftir sér að lækkunin sem slík væri ekki fréttnæm heldur hinar gríðarlegu hækkanir sem átt hafa sér stað á síðustu árum. Fræðimenn telja þróunina á hlutabréfamarkaði ekki vera í tengslum við raunveruleikann og samkvæmt hefðbundnum mælikvörðum eru íslensk hluta- bréf ennþá í dýrari katninum. Fræðimenn benda á að það sé ekki eðlilegt ef verðmæti hluta- bréfa hækkar langt umfram aðr- ar efnahagsstærðir í samfélag- inu. Slík hækkun hafi aldrei ver- ið varanleg. Útrásin er málið Sérfræðingar á markaði eru hins vegar ekki sammála fræðimönn- unum að öllu leyti og benda á að raunverulegur árangur sé á bak við hækkunina á verðmæti is- lenskra fyrirtækja. Þar er helst nefnd til sögunnar útrás ís- lenskra fyrirtækja sem hefur aldrei verið meiri en nú. Íslensk fyrirtæki á borð við stóru bank- ana, Actavis, Bakkavör og Össur starfa á alþjóðlegum markaði sem gefur mikinn möguleika á áframhaldandi vexti. Ef sá vöxt- ur lukkast er eðlilegt að verð- mæti hlutabréfa í þessum fyrir- tækjum hækki verulega í verði. Útrásin er því forsenda þess að hlutabréfaverð geti hækkað langt umfram vöxt íslenska efna- hagslífsins. Ef íslensk fyrirtæki stækka markaðssvæði sín stór- lega á hverju ári þýðir það ein- faldlega að stærð og vöxtur ís- lenska efnahagslífsins eru þeim enginn fjötur um fót. Hættur á markaði Í afkomuspá sinni tiltekur greiningardeild Íslandsbanka nokkra þætti sem hafa munu áhrif á hlutabréfaverð bæði í lengd og bráð. Eins og á síðasta ári verður útrás íslenskra fyrir- tækja einn helsti áhrifaþáttur- inn. Sérstaklega verður litið til þess hvort fyrirtæki sem sett hafa sér markmið um vöxt er- lendis nái þeim. Bakkavör mun á næstu mánuðum gera atlögu að yfirtöku á breska matvæla- fyrirtækinu Geest og er útlit fyrir að þær fyrirætlanir gangi eftir. Landsbankinn leitar enn að heppilegum tækifærum er- lendis og Burðarás hefur styrkt stöðu sína í Carnegie bankanum auk þess sem líklegt er að önnur fyrirtæki tengd Björgólfi Thor Björgólfssyni láti til sín taka í erlendum fjárfestingum. Að hve miklu leyti íslensk fyrirtæki taka þátt í þeim verkefnum er þó óvíst þótt áframhaldandi aukning umsvifa Björgólfs skapi vafalaust töluverð tæki- færi fyrir þau félög sem tengj- ast honum hér á landi. Íslandsbanki nefnir einnig að útlit er fyrir áframhaldandi sókn fyrirtækja í fé frá fjárfestum í gegnum hlutafjárútboð og að sterkt gengi íslensku krónunnar, og hætta á snöggri gengislækkun í kjölfarið, hafi áhrif bæði á framlegð fyrirtækja og stemn- inguna á markaðnum. Stóru félögin áfram í sviðsljósinu Smæð íslenska markaðarins ger- ir það að verkum að stærstu fé- lögin á markaði hafa mjög veru- leg áhrif á þróun Úrvalsvísitöl- unnar. Stóru bankarnir þrír eru allir taldir standa fremur sterkir um þessar mundir þótt minni hagnaður af viðskiptum með hlutabréf hafi töluverð áhrif á af- komu Íslandsbanka og sérstak- lega Landsbankans. Þeir hafa hins vegar allir styrkt tekjugrunni sína bæði með fjárfestingum erlendis og með því að taka þátt í stórum fjárfestingarverkefnum erlend- is. Slíkum verkefnum fylgja háar þóknunartekjur og ef ís- lensk fyrirtæki halda áfram uppteknum hætti á árinu þá mun hagur bankanna halda áfram að vænkast. 12 9. janúar 2005 SUNNUDAGUR 9 3 Nafnávöxtun frá 01.12.2004 - 31.12.2004 á ársgrundvelli vidskipti@frettabladid.is nánar á visir.is Miklar væntingar eru þegar bundnar í hlutabréfaverð. Það þýðir að svigrúm til mistaka er ekki mikið. Ef hin stóru verkefni gefa lítið af sér, eða ef langan tíma tekur að hemja þann rekstur sem íslensk fyrirtæki hafa tekið yfir, getur það orðið mjög kostnaðarsamt bæði fyrir íslensku fyrirtækin og íslenska fjárfesta. 4.000 3.500 3.000 2.500 2.000 Ja n . Fe b . M ar s A p rí l M aí Jú n í Jú lí Á gú st Se p t. O kt . N ó v. D es . Óvíst hvort ævintýrið haldi áfram FARIÐ YFIR STÖÐUNA Á fundi greiningardeildar Íslandsbanka á föstudag kom fram að bankinn telur ekki að íslensk félög séu almennt of dýr. Íslandsbanki telur að Úrvalsvísitalan hækki um 15 prósent í ár. ÞRÓUN ÚRVALSVÍSI- TÖLUNNAR 2004 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.