Fréttablaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 8
„Alþingi hefur samþykkt að létta undir
með heimilunum í landinu með því að
lækka skatta og hækka um leið bætur til
barnafólks. Með þeim breytingum er lögð
sérstök áhersla á barnafjölskyldur. Það er
ekki að ástæðulausu því ýmis teikn eru á
lofti um að gömul og gróin fjölskyldugildi
séu á undanhaldi með óæskilegum afleið-
ingum. Samheldni fjölskyldna virðist
minni. Við vitum að börn þarfnast um-
hyggju foreldra sinna og tíma fyrir leik og
samræðu. Nútímaþjóðfélagið hefur breytt
lífsmynstrinu og í kjölfarið hafa samveru-
stundir fjölskyldunnar tekið breytingum.
Hverju er um að kenna? Langur vinnudag-
ur margra er auðvitað nærtæk ástæða, en
örugglega ekki eina skýringin. Er mögu-
legt að ýmis konar afþreying tefji svo fyr-
ir börnum og fullorðnum að heimanám,
elskulegur agi og uppeldi líði fyrir? Er
ástæða til að sjá fjöl-
skyldugerð fyrri tíma í
hillingum? Hefur stór-
fjölskyldan gefið um of
eftir? Látum við aðra um
uppeldi barna okkar -
dýrmætustu eignina í líf-
inu? Það er bjargföst trú
mín að samheldin og ást-
rík fjölskylda sé kjarninn
í hverju þjóðfélagi. Þann
kjarna þarf að styrkja og
treysta og við höfum komið til móts við
breyttar kröfur með fæðingarorlofi fyrir
báða foreldra, sem var mikið jafnréttis-
mál. Að sama skapi höfum við lagt áherslu
á að allir geti eignast sitt eigið húsnæði. En
betur má ef duga skal. Ég hef því ákveðið
að setja af stað vinnu við að meta stöðu ís-
lensku fjölskyldunnar.“ ■
8
EINS ÁRS BÖRN Á ÍSLANDI
ERU 4.191
Samkvæmt mannfjöldatölum
frá 1.12. 2004
SVONA ERUM VIÐ
Sala á flugeldum fyrir áramót og
þrettándann stóð í stað á höfuð-
borgarsvæðinu í ár, en fram til
þessa hefur orðið aukning á milli
ára, að sögn Friðfinns Guðmunds-
sonar hjá slysavarnarfélaginu
Landsbjörg.
Friðfinnur sagði að ekki lægju fyrir
sölutölur enn sem komið væri, en
tilfinningin segði mönnum að
áframhaldandi söluaukning hefði
orðið á landsbyggðinni á milli ára.
„Það var spáð slæmu veðri í vik-
unni fyrir áramótin og það hafði
alveg greinilega einhver áhrif,“
sagði Friðfinnur. „Ég held að veð-
urspáin hafi fyrst og fremst haft
sín áhrif á söluna á höfuðborgar-
svæðinu. Þetta leit ekki vel út á
tímabili, en svo varð áramótaveðr-
ið með því fallegra sem ég hef
orðið vitni að.“
Samkvæmt reglugerð má selja
flugelda frá 28. desember til og
með 6. janúar. Utan þess tíma má
einungis selja flugelda til þeirra
sem hafa sérstakt leyfi. Friðfinnur
sagði að það væru einkum fyrir-
tæki sem sæktu um slík leyfi, en
lítið væri um að einstaklingar
gerðu það. Landsbjörg seldi
einnig kyndla sem notaðir væru í
blysgöngur og það væri svolítið
sala í þeim yfir dimmari mánuð-
ina.
Aðspurður sagði Friðfinnur, að fólk
gæti geymt flugelda á milli ára, ef
þeir væru hafðir á góðum og ör-
uggum stað. Samkvæmt reglugerð
væri endingartími þeirra þrjú ár. ■
Veðurspá dró úr flugeldasölu
EFTIRMÁL: FRIÐFINNUR GUÐMUNDSSON HJÁ LANDSBJÖRG:
9. janúar 2005 SUNNUDAGUR
Styttri vinnutími mikilverðastur
Áramótaávörp biskups
og forsætisráðherra vöktu
athygli en báðir fjölluðu
um stöðu fjölskyldunnar í
samfélaginu. Á meðan
sumir fagna að þeir skuli
vekja máls á stöðu fjöl-
skyldunnar telja aðrir þá
tvímenninga vera á villi-
götum.
Íslenskt samfélag hefur breyst frá
þeim tíma er jafnaldrarnir Halldór
Ásgrímsson og Karl Sigurbjörnsson
voru ungir drengir. Þeir, eins og
flest börn á þeim tíma, ólust upp í
faðmi heimavinnandi húsmæðra
enda fátítt að konur ynnu utan
heimilanna. Veruleiki dagsins í dag
er annar. Þeir vinna sem vettlingi
geta valdið.
Á þetta hafa margir bent í um-
ræðum um orð biskupsins og for-
sætisráðherrans síðustu daga.
Ekki sé hægt að bera saman að-
stæður barna nú og þá, einfald-
lega vegna þess að íslenskt þjóð-
félag er gjörbreytt frá því sem
var fyrir hálfri öld.
Því fer hins vegar fjarri að þeir
tvímenningar séu fyrstir til að
benda á að margt megi betur fara í
samskiptum barna og foreldra. Í tíu
ára gamalli fjölskyldustefnu Barna-
heilla segir til dæmis: „Það er út-
breidd skoðun að fjölskyldan sé
hornreka í íslensku samfélagi. Þjóð-
félagsbreytingar taka mið af þörf-
um atvinnuvega og efnahagslífs og
fjölskyldan, hornsteinn þjóðfélags-
ins, hefur af veikum mætti mátt
laga sig að þessum breytingum.“
Skuldinni er að hluta til skellt á
stjórnvöld og þau sögð hafa tekið
ákvarðanir án þess að huga að af-
leiðingunum. Breytingar á skatta-
kerfi, barnabótum og húsnæðislán-
um eru nefndar til sögunnar og
sagðar hafa skert afkomu fjöl-
skyldna verulega.
Segja má að Halldór Ásgrímsson
hafi svarað þessari tíu ára gömlu
gagnrýni þegar hann í ávarpi sínu
nú sagði Alþingi hafa samþykkt að
létta undir með heimilunum með
skattalækkunum og hærri barna-
bótum.
„Það er ekki að ástæðulausu því
ýmis teikn eru á lofti um að gömul
og gróin fjölskyldugildi séu á und-
anhaldi með óæskilegum afleiðing-
um,“ bætti hann við.
Athyglisvert er að Halldór gefur
í skyn að aðgerðunum sé ætlað að
bæta fyrir það sem miður hefur far-
ið en þar með talar hann í mótsögn
við fjármálaráðherra ríkisstjórnar
sinnar. Geir Haarde sagði nefnilega
í aðdraganda skattabreytinganna að
þeim væri ekki síst ætlað að hvetja
fólk til að vinna meira.
Líf án yfir-, eftir- og aukavinnu
Það sést glögglega á leikskólum
höfuðborgarsvæðisins hvað for-
eldrar vinna mikið. Börnin dvelja
að öllu jöfnu lengur á leikskólun-
um en áður auk þess sem leik-
skólabörnum hefur fjölgað frá því
sem var. Leikskólakennurum, sem
rætt var við, ber saman um að
hraðinn og álagið í samfélaginu
hafi aukist stórum og merktu það
vel í leikskólunum. Allir létu þeir
þó vel af foreldrunum og sögðu þá
almennt rækta hlutverk sitt eins
vel og þeir gætu. Hins vegar kost-
aði tíma og streð að koma sér upp
húsnæði og öðru því sem nútíma-
lífinu fylgir þannig að tíminn með
börnunum væri ekki jafn langur
og best væri. Mismunandi skoðan-
ir eru uppi um hvort heppilegt sé
að börn séu allt að níu klukku-
stundir á leikskólum en flestum
bar þó saman um að börnunum
væri betur borgið þar heldur að
hætta fyrr á daginn og lenda
hugsanlega á þvælingi milli
skyldmenna eftir það.
Þess má raunar geta að til er fólk
sem telur þjónustu leikskólanna alls
ekki næga og vill hafa þá opna fram
á kvöld.
Leikskólakennararnir sem rætt
var við eru ekki sammála biskupi
um að foreldrar hafi falið öðrum
uppeldi barna sinna. Þeir sögðust
líta á sig sem viðbót – ennþá að
minnsta kosti.
Hins vegar varð þeim tíðrætt um
agaleysið sem almennt ríkir í sam-
félaginu og sögðu það bæði ein-
kenna börn og fullorðna. Miklar
breytingar hefðu orðið í þeim efn-
um á um tuttugu árum og mikilvægt
að eitthvað yrði gert til að snúa þró-
uninni við.
Aragrúi skýrslna hefur verið
unninn um fjölskylduna og stöðu
hennar á umliðnum árum og til
nokkurra þeirra hefur verið vitnað í
umræðum um málið síðustu daga.
Víst er að þeir, sem forsætisráð-
herra felur að meta stöðu íslensku
fjölskyldunnar, hafa úr talsverðu að
moða og spennandi að sjá hvaða nið-
urstaða fæst og til hvaða aðgerða
gripið verður í framhaldinu. Al-
mannnarómur segir hins vegar að
mikilverðast sé að stytta vinnudag-
inn og gera fólki bært að lifa góðu
lífi án yfir-, eftir- og aukavinnu. ■
Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • 562 8501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is
BIC Atlantis penni
Verð 90 kr/stk
PILOT SUPER GRIP
Verð 75 kt/stk
Ljósritunarpappír 397 kr/pakkningin
Teygjumöppur
af mörgum gerðum
og þykktum
Geisladiskar:
100 stk. hólkur 5.530 kr
50 stk. hólkur 2.963 kr
10 stk í þunnum hulstrum 995 kr/pakkning
Gatapokar
100 stk í pakka 486 kr/pk STABILO BOSS
Verð 78 kr/stk
TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 339 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2005
FRIÐFINNUR GUÐMUNDSSON
GLEÐIN SKÍN ÚR HVERJU ANDLITI
Borgarstjórinn í Reykjavík ásamt hópi
skólabarna í Melaskóla. Myndin var tekin
þegar börnin afhentu borgarstjóra jólakort
á aðventunni.BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON
BLAÐAMAÐUR
BAKSVIÐS
FJÖLSKYLDAN OG
ÁRAMÓTAÁVÖRPIN
„Nú á dögum erum við mitt í stórfeng-
legri tilraun sem á sér enga hliðstæðu í
sögu mannkyns. Það er heimur þar sem
skuldbindingar hjúskapar og foreldra-
hlutverksins virðast álitnar
valkvæðar, og þar sem æ fleiri
ábyrgðarsvið foreldra gagn-
vart börnum sínum eru fengin
öðrum – „átsorsað“ – eins og
það heitir á viðskiptamálinu!
Uppeldi og agi, menntun og
fræðsla og umhyggja er falin
dagmæðrum, leikskólum og
skólum og sérfræðingum. Ég
ber mikla virðingu fyrir þeim
mikilvægu stofnunum og því
góða fólki sem mannar þær.
En án atbeina og þátttöku for-
eldra dugar jafnvel hinn besti
skóli og frábærasti kennari skammt. Æ
fleiri foreldrar finna sig vanmáttuga í
foreldrahlutverkinu og finnst sem þeir
ráði ekki við verkefnið. Sjónvarpið og
vídeóið og tölvan verða sífellt
mikilvægari gæslu- og upp-
eldisaðilar á heimilum, sam-
töl milli foreldra og barna
verða æ fátíðari. Aldrei
nokkru sinni hefur foreldra-
hlutverkið verið í meira upp-
námi en einmitt nú, og aldrei
hefur uppeldishlutverk for-
eldra verið minna metið en
nú. Aldrei fyrr hafa eins
margir foreldrar yfirgefið
börn sín og nú, á mesta vel-
megunarskeiði Íslandssög-
unnar.“ ■
KARL SIGUR-
BJÖRNSSON
BISKUP
Úr áramótaávarpi biskups:
Ábyrgðarsviðum
foreldra er „átsorsað“
HALLDÓR
ÁSGRÍMSSON
FORSÆTIS-
RÁÐHERRA
Úr áramótaávarpi forsætisráðherra:
Fjölskyldugildin
eru á undanhaldi
Börn og auglýsingar:
Tölum sam-
an og finn-
um mörkin
Börn og auglýsingar hafa verið til
umræðu, nú síðast vegna einnar
slíkrar, sem
birtist í fjölmiðl-
um, þar sem
barn var vafið
inn í ljósaseríu
sem kveikt var
á. Sú auglýsing
var dregin til
baka að tilmæl-
um Samkeppn-
isstofnunar sem
taldi hana stang-
ast á við ákvæði í samkeppnislög-
um. En þetta er vissulega ekki eina
auglýsingin sem gæti komið ímynd-
unaraflinu á flug hjá börnum og
unglingum. Bent hefur verið á ýms-
ar aðrar, þar sem höfð eru frammi
glæfraleg atriði af margvíslegum
toga.
„Það er í mannlegu eðli að ganga
of langt,“ sagði Elísabet Jökulsdótt-
ir rithöfundur. „Við þurfum alltaf að
vera að passa okkur, hvort sem full-
orðnir, börn eða unglingar eiga í
hlut. Þess vegna þurfum við alltaf
að vera að tala saman og finna
mörkin.“
Elísabet rifjaði upp þegar hún
var með ung ömmubörn og barna-
auglýsingum var skotið inn á milli
teiknimynda sem þau voru að horfa
á.
„Þetta voru eins og dvergaaug-
lýsingar og maður hugleiddi hvort
þær væru fyrir börn eða fullorðna.
Ég held að krakkar líti kannski á
þetta sem eina teiknimyndina í við-
bót. Það var eins og verið væri að
gera börn að litlum, fullorðnum
manneskjum. Það fer í taugarnar á
mér.
En hin hliðin á málinu er sú, að
það getur verið ákveðin virðing fyr-
ir börnum að láta þau vita að til-
teknir hlutir séu til fyrir þau.“ ■
GÓÐIR VINIR
Ljóns- og tígrisdýraungar búa saman í sátt
og samlyndi í dýragarði í Kína.
ELÍSABET
JÖKULSDÓTTIR
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P