Fréttablaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 14
Á föstudagskvöldið frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur Híbýli vind- anna eftir Böðvar Guðmundsson. Leikritið er gert eftir vesturfara- sögu Böðvars, „Híbýli vindanna“. Böðvar á líka afmæli í dag. Hann er 66 ára. Af þessu hringdum við í skáldið þar sem hann býr í Dan- mörku. Við spurðum hann fyrst hvernig hugmyndin að Híbýlum vindanna hefði kviknað. „Hún kviknaði nú eiginlega hægt og hægt. Ég kenndi einu sinni á sumarnámskeiði í Victoria í Kanada. Þar er legat, myndað af gjöf Richards Beck til þess að styrkja sambandið við Ísland. Vinkona mín Kirsten Wolf, pró- fessor við Manitoba-háskóla, bauð mér að koma til sín og ég gerði það. Þar hitti ég gamla Vestur-Ís- lendinga, fólk af 3. og 4. kynslóð en sumt talaði ennþá íslensku og það gamla íslensku, sem ekki var lengur til á Íslandi. Nú svo kom það líka til að langafi minn fór á sínum tíma til Ameríku og frá honum eru til bréf til afa míns og svo frá afkomendum hans til pabba. Ég fór að lesa þessi bréf og þá má segja að hugmyndin hafi kviknað. Það er reyndar sérkenni- leg reynsla að lesa bréf til ann- arra, dálítið eins og að liggja á hleri. En það er skemmtilegt og ég stend í mikilli þakkarskuld við þessa bréfritara.“ Böðvar komst ekki til þess að vera viðstaddur frumsýninguna en kemur í næsta mánuði. Við spurð- um hann hvað hann hefði fyrir stafni. „Ja, ég keppist nú við að ná heilsu. Safna mér saman. En svo er ég að sýsla við þetta sama. Annars er helsta áhyggja mín þessa dagana að fá útgefanda. Íslenskir útgef- endur segja að ég skrifi ekki um rétt fólk. Svo er vitaskuld ekkert um morð eða samfarir í mínum bókum. Útgefendur trúa á morð og samfarir.“ Umsjónarmaður tímamóta minnist fyrstu ljóðabókar Böðvars, „Burtreið Alexanders“ með mikilli aðdáun og telur að hún hafi ekki verið metin að verðleikum. Ertu að yrkja eitthvað Böðvar? „Æi, nei ég get ekki sagt það. Þeir tóku nú eitthvað af æðum úr löppunum á mér og notuðu annars staðar. Ætli ein þeirra hafi ekki ver- ið skáldæðin.“ Lauk svo okkar tali. Lesendum til huggunar skal þess getið að æð- arnar úr fótum Böðvars voru notað- ar til viðgerða á hjartaæðum. Kannske ekkert verra að hafa skáldæðina þar! ■ 14 9. janúar 2005 SUNNUDAGUR NELSON FLOTAFORINGI (1758-1805) var borinn til grafar þennan dag. BÖÐVAR GUÐMUNDSSON: ER 66 ÁRA Í DAG „England væntir þess að allir menn geri skyldu sína.“ Þetta eru orð hans við upphaf orrustunnar við Trafalgar. þar gjörsigruðu Englendingar flota Spánverja og Frakka og komu þar með í veg fyrir innrás Napóleons í England. Foringinn gerði skyldu sína í orrustunni, kúla leyniskyttu felldi hann. Minningarsúla hans stendur á Trafalgar-torgi. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Edda Ingólfsdóttir lést mánudaginn 27. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sigríður Sigurðardóttir frá Görðum, Ægisíðu 52, Reykjavík, lést fimmtudag- inn 6. janúar. Ástvaldur Stefán Stefánsson málara- meistari, Lautasmára 1, Kópavogi, lést fimmtudaginn 6. janúar. Jón Sigurðsson, fyrrv. bifreiðaeftirlits- maður, Austurvegi 31, lést fimmtudag- inn 6. janúar. Óli Jóhannes Ragnarsson, Gyðufelli 12, Reykjavík, lést fimmtudaginn 6. janúar. Þennan dag árið 1972 braust út eldur í hinu fræga skipi „Queen Elizabeth“. Elísabet drottning hóf siglingar 1946, sem farþegaskip, en sagan var í raun lengri. Seint á fjórða áratugnum hófst vinna við þetta skip fyrir Cunard-skipafélagið í skipasmíðastöð í Skotlandi. Skipið átti að verða glæsilegra en önnur sem sigldu um heimshöfin. En þeg- ar heimsstyrjöldin braust út í sept- ember 1939 var skipið tekið í brúk í öðru skyni en að flytja prúðbúið fyr- irfólk yfir Atlantshafið. Ekki var lögð áhersla á að ljúka við innréttingarn- ar því skipsins var þörf til liðsflutn- inga. Allt stríðið gegndi þessi drottning úthafsins þessu hlutverki en þegar stríðinu lauk var hafist handa við að ljúka því verki sem hafið var fyrir stríð. 1946 hljóp hún á ný af stokkunum í Southampton, nú glæsilega innréttuð í „art deco“- stíl. Skipið var í siglingum fyrir Cun- ard-félagið til 1968 og þótt farþega- flutningum á sjó færi hrakandi með tilkomu farþegaflugsins skorti ekk- ert þægindi og aðbúnað fyrir þá sem vildu eyða nokkrum dögum í að komast milli heimsálfa. 1968 var skipið selt hæstbjóðanda. Kaupand- inn, skipakóngur frá Taívan, ætlaði að breyta skipinu í siglandi háskóla og vinna var á lokastigi þegar eldur- inn batt enda á fyrirætlanirnar. Hin fræga drottning úthafanna sökk. HMS Queen Elizabeth brann þennan dag 1972 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1799 Básendaflóðið. Mesta sjáv- arflóð sem sögur fara af við Ísland. Kaupstaðinn Básenda tók af með öllu. 1924 Skáldkonan Virginia Woolf festir kaup á húsi í Blooms- bury í Englandi. 1935 Lög um aldurshámark opin- berra starfsmanna staðfest. 1945 Bandarískur her ræðst inn í Luzon á Filippseyjum. 1958 Japanskir bílar, Toyota og Datsun (Nissan), sýndir í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. 1964 Tunnuverksmiðjan á Siglu- firði brennur til kaldra kola. 1982 Íslenska óperan vígir hús sitt við Ingólfsstræti með frum- sýningu á Sígaunabaróninum. 1990 Gríðarlegt sjávarflóð á Suð- urlandi, hið mesta á tuttug- ustu öld. Sjóvarnargarðar skemmast á Stokkseyri. Fisk- ur kastast á land í Vest- mannaeyjum í hundraðatali. Queen Elizabeth brennur Eiríkur Bjarnason Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánudaginn 3. janúar. Jarðsett verður miðvikudaginn 12. janúar kl. 13.00 frá Kópavogs- kirkju. Sveinþór Eiríksson, Jóhann Ásberg Eiríksson, Hrönn Pétursdóttir, Snorri Eiríksson, Kristín Ólafsdóttir, Jón Eiríkur Eiríksson, Anna Lísa Geirsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is MOSAIK af legsteinum gegn staðgreiðslu í janúar og febrúar Sendum myndalista 15% afsláttur Óli Jóhannes Ragnarsson Gyðufelli 12, Reykjavík, áður Skálum á Langanesi Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, andaðist á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss, Fossvogi, 6. janúar 2005. Reynir Ö. Ólason, Jóhanna Stígsdóttir, Þórunn R. Óladóttir, Ernst Bernd- sen, Anna G. Óladóttir, Gústaf A. Ólafsson, Hörður H. Ólason, Hafdís Y. Ólason, Laufey Ólason, Sigurjón Gunnarsson, Hólmfríður Óladóttir, Randver Elísson, Helgi S. Ólason, Guðrún R. Valgeirsdóttir, Sölvi S. Óla- son, Margrét Pálsdóttir, Linda B. Óladóttir, Bryan Baker og fjölskyldur þeirra. Jarðarförin auglýst síðar. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 11. janúar kl. 14.00. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Sigtryggur Maríusson, Drífa Maríus- dóttir, Erlingur Jónsson, Sigurjón Maríusson, Alba Lucia Alvarez, Jóhann Maríusson, Þyrí Magnúsdóttir, Jón Þór Maríusson, Alda Haf- steinsdóttir, Jón Þór Harðarson, barnabörn og barnabarnabörn. Maríus Sigurjónsson Háteig 2b, Keflavík, Stefán Þórðarson Reykjahlíð 10, Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, sem lést 28. desember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. janúar kl. 15. Ólöf Stefánsdóttir, Hannes Þór Ragnarsson, Þóra María Stefáns- dóttir, Kristinn Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lovísa Júlíusdóttir frá Hítarnesi, Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, lést á Landspítala í Fossvogi miðvikudaginn 29. desember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 10. janúar kl. 13.00. Guðrún Magnúsdóttir, Valþór Sigurðsson, Kristín Magnúsdóttir, Magnús Valþórsson, Sigríður Svanborgardóttir, Sigrún Valþórsdóttir, Valdimar Þorsteinsson, Eyrún Valþórsdóttir, Gestur Ákason, Margrét Rán, Bjarni Valur og Valþór Viggó. AFMÆLI Baltasar Samper list- málari er 67 ára í dag. Ólafur Proppé , rektor KHÍ, er 63 ára. Björn Marteinsson, arkitekt og verk- fræðingur, er 55 ára. Böðvar Guðmundsson rithöfundur. Ætli þeir hafi ekki skorið úr mér skáldæðina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.