Fréttablaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 6
6 9. janúar 2005 SUNNUDAGUR ORKUVEITA Guðlaugur Þór Þórðar- son, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, segir að kostnaður við höfuðstöðvar Orkuveitu Reykja- víkur hafi farið tæp 62 prósent fram úr áætlun en ekki rúm 30 prósent eins og kynnt var. Kostn- aðaráætlun á verðlagi í janúar 2005 hafi hljóðað upp á 2.933 milljónir en byggingarkostnaður- inn hafi verið 4.748 milljónir. Því hafi verið farið 1.815 milljónir fram yfir áætlun. Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitunnar, segir þetta óeðlilega útreikninga því norður- húsið, sem er innifalið í lokatöl- unni, hafi verið keypt áður en kostnaðaráætlun hafi verið gerð. Aðalmistök við kostnaðaráætlun- ina hafi líklega legið í því að Verk- fræðistofa VSÓ, sem gerði kostn- aðaráætlunina, hafi miðað við þá nýbyggt hús Nýherja, en það hafi allt verið einfaldara og ódýrara. Þá hafi önnur mistök verið gerð, eins og að reikna ekki með loft- ræstingum, og byggingin sé þús- und fermetrum stærri en gert hafi verið ráð fyrir í upphafi. Guðlaugur segir það eftirá- skýringu að segja að ekki eigi að taka norðurhúsið með í reikning- inn. Í allri umræðu um byggingar- kostnað hafi menn aldrei bara verið að ræða um aðalbygging- una. - ss Átta hundruð á hvern Íslending Samanlögð framlög Íslendinga til hjálparstarfs á hamfarasvæðunum í Asíu eru minni en flestra Norðurlanda en mun meiri en forystuþjóða Vesturlanda miðað við höfðatölu. HAMFARIR Miðað við höfðatölu hef- ur hver Íslendingur gefið átta hundruð og tuttugu krónur til að lina þjáningar bágstaddra eftir hamfarirnar á annan jí jólum við Indlandshaf. Heildarupphæð ís- lenskra framlaga er komin í 240 milljónir króna. Munar þar mestu um framlag ríkisstjórnarinnar, alls 150 milljónir sem samþykkt var á föstudag. Rauði kross Íslands hefur safn- að um áttatíu milljónum króna hjá almenningi og fyrirtækjum. Ríkis- stjórnin samþykkti á fundi sínum á föstudag að bæta sex milljónum við þær fimm milljónir sem þegar höfðu verið af hendi raktar í þá söfnun og Reykjavíkurborg lagði til tíu milljónir. Hjálparstarf kirkj- unnar hefur safnað hálfri fimmtu milljón, SOS barnahjálp einni millj- ón og Barnavernd hálfri tveimur milljónum. Samtals eru því fram- lög hjálparstofnana og ríkissjóðs á Íslandi 240 milljónir króna. Ef litið er til Norðurlanda hafa Íslendingar látið minna af hendi rakna en Norðurlandaþjóðirnar að Svíum undanskildum. Norðmenn eru gjafmildastir með rúmlega 2.500 krónur á mann og eru næs- trausnarlegasta þjóð heims á eftir Áströlum. Framlög okkar eru held- ur lægri miðað við höfðatölu en Ís- lendingar hafa látið af hendi rakna minna fé en Danir og Finnar, um það bil 1.000 krónur á mann, en talsvert meira en Svíar með 500 krónur á mann. Athygli vekur að auðugasta ríki heims, Bandaríkin, er næstneðst á lista með aðeins 72 krónur á mann. Aðeins Frakkar láta minna af hendi rakna miðað við höfðatölu eða 57 krónur. Reyndar versnar enn sam- anburðurinn ef tillit er tekið til þess að Evrópusambandið greiðir rúma 38 milljarða króna til neyðar- aðstoðar og uppbyggingar á ham- farasvæðunum. Vonir standa til að framlög Ís- lands eigi eftir að hækka umtals- vert. Elín Þ. Þorsteinsdóttir, verk- efnisstjóri söfnunarinnar „Neyðar- hjálp úr norðri“, segir að ekki sé stefnt að því að ná neinni ákveðinni fjárhæð inn í söfnuninni en vonir standi til að góður árangur náist enda ætli öll hjálparsamtök að leggjast á eitt. Söfnunin nær há- marki með beinum útsendingum allra sjónvarpsstöðva laugardags- kvöldið 15. janúar. a.snaevarr@frettabladid.is Búferlaflutningar á Austurlandi: Héraðsmenn fjölmennastir AUSTURLAND Fljótsdalshérað er nú fjölmennasta sveitarfélagið á Austurlandi með 3.364 íbúa. Á síðasta ári sameinuðust sveitar- félögin Fellahreppur, Norður- Hérað og Austur-Hérað í Fljóts- dalshérað. Íbúum þess fjölgaði um 433 á milli ára, umfram sam- eininguna og munar þar mestu um virkjunarsvæðið við Kára- hnjúka. Næstfjölmennasta sveitar- félagið á Austurlandi er Fjarða- byggð. Þar fjölgaði um 65 á milli ára og búa þar nú 3.175 manns. Hornafjörður er þriðja fjöl- mennasta sveitarfélagið á Aust- urlandi með 2.225 íbúa en þar fækkaði íbúum um 79 og var fækkunin hvergi meiri á Aust- urlandi. -kk 1. febrúar – 1 vika Kr. 49.990 Verð á mann, m.v. 2 í íbúð/stúdíó. Innifalið flug, gisting í 7 nætur og skattar. Netverð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800 1. febrúar – 2 vikur Kr. 59.990 Verð á mann, m.v. 2 í íbúð/stúdíó. Innifalið flug, gisting í 14 nætur og skattar. Netverð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800 Þökkum ótrúlegar viðtökur. Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina til Kanaríeyja í 1 eða 2 vikur á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí. Þú bókar ferðina og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Á Kanarí nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Bókaðu strax á www.heimsferdir.is Stökktu til Kanarí 1. febrúar frá kr. 49.990 Tryggðu þér ferð til Kanarí á lægsta verðinu VIÐ SAMEININGUNA Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra var við sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rannsóknarstofnun landbúnað- arins og Garðyrkjuskóla ríkisins. Rektor er Ágúst Sigurðsson. Skólar sameinast: Nýr háskóli á Hvanneyri HÁSKÓLANÁM Landbúnaðarháskóli Íslands tók formlega til starfa um áramótin. Í honum sameinast Landbúnaðarháskólinn á Hvann- eyri, Rannsóknarstofnun landbún- aðarins og Garðyrkjuskóli ríkis- ins. Um 300 nemendur stunda nám við háskólann. Höfuðstöðvarnar eru á Hvanneyri og helsta starf- semi. Auk þess fer kennsla fram að Reykjum í Ölfusi og Keldna- holti í Reykjavík. Um 130 starfsmenn koma að rannsóknum og kennslu við skól- ann. ■ Viðhefur Impregilo slæma starfs- hætti á Íslandi? SPURNING DAGSINS Í DAG: Tekurðu þér vetrarfrí? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 12% 88% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN BANDARÍSKT SKIP HELDUR Á HAMFARASVÆÐI Miðað við höfðatölu greiða Íslendingar þriðjung af því sem Norðmenn láta af hendi rakna en tífalt framlag hvers Bandaríkjamanns. AÐSTOÐ VIÐ FÓRNARLÖMB Í ASÍU: Aðstoð alls: Á mann: (í milljörðum) (í krónum) Ástralía 55 2.730 Noregur 11,5 2.530 Danmörk 4,5 1.000 Finnland 3,9 990 Ísland 240 820 Svíþjóð 4,5 500 Þýskaland 40 493 Japan 30 236 Bretland 6 100 Spánn 4,1 100 Ítalía 5,6 93 Bandaríkin 21 72 Frakkland 3,4 57 NÁMIÐ Á KREDITKORTIÐ Nem- endur Háskólans í Reykjavík geta greitt skólagjöld með rað- greiðslusamningum. Er það nýj- ung í greiðslu skólagjalda við há- skólann. Nemendur greiða 89 þúsund krónur fyrir vor- og sum- arönn, en 99 þúsund fyrir haustönn í diplóma, BSc eða BA námi. ELDUR Í ÖSKUTUNNU Eldur kviknaði í öskutunnu í rusla- geymslu við einbýlishús á Mar- bakkabraut í Kópavogi á laugar- dag og var slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins kallað til aðstoðar. Vel gekk að slökkva eldinn. GLERHÁLKA Á AUSTFJÖRÐUM Flughált var á vegum á Aust- fjörðum á laugardag, ekki síst í Norðfirði þar sem vegirnir voru eins og gler. Krossaði lögregla sig fyrir að umferð gengi vel miðað við ástand vega, en engin óhöpp urðu hjá ökumönnum. ■ MENNTAMÁL ■ LÖGREGLUFRÉTTIR SKIPULAGSMÁL Skipulagsstofnun hefur ekki sent tillögu Seltjarnar- nesbæjar að nýju aðalskipulagi til staðfestingar hjá umhverfisráð- herra heldur óskað eftir frekari upplýsingum frá bæjaryfirvöld- um. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, starfandi skipulagsstjóri, segir að bæjaryfirvöldum hafi verið sent bréf vegna þessa. Skipulagsstofn- un telji að bæjaryfirvöld eigi eftir að bregðast við þeim athugasemd- um sem stofnunin gerði á sínum tíma við skipulag Hrólfsskóla- mela. Þá telji stofnunin einnig að bæjaryfirvöld eigi eftir að bregð- ast við athugasemdum almenn- ings við skipulag svæðisins. Guðrún Helga Brynleifsdóttir, oddviti Neslistans, segir þetta ekki koma á óvart. Neslistinn, líkt og fjölmargir íbúar Seltjarnar- nesbæjar, hafi margoft mótmælt skipulaginu. Sjálfstæðismenn hafi hins vegar ekki sýnt neinn sátta- vilja heldur keyrt málið áfram án þess að láta sig mótmælin miklu varða. Jónmundur Guðmarsson bæj- arstjóri vísar gagnrýni Neslistans á bug. Hann segir málið hafa ver- ið í vinnslu í rúm tvö ár og mjög vel kynnt fyrir íbúum. Jónmund- ur segir að grundvallaratriðið sé að Skipulagsstofnun sé ekki að gera bæjaryfirvöld afturreka með skipulagið heldur sé verið að óska eftir frekari upplýsingum. - th JÓNMUNDUR GUÐMARSSON Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar segir skipu- lagsmálin hafa verið mjög vel kynnt fyrir íbúum. Skipulagsstofnun óskar eftir frekari upplýsingum frá Seltjarnarnesbæ: Aðalskipulag hefur ekki verið staðfest Hús Orkuveitunnar: Gleymdu loftræstingu og báru við of ódýru húsi HÖFUÐSTÖÐVAR ORKUVEITUNNAR Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að nýjar höfuðstöðvar kosti 122,5 prósentum meira en fékkst fyrir sölu eldri höfuðstöðva.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.