Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.01.2005, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 09.01.2005, Qupperneq 6
6 9. janúar 2005 SUNNUDAGUR ORKUVEITA Guðlaugur Þór Þórðar- son, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, segir að kostnaður við höfuðstöðvar Orkuveitu Reykja- víkur hafi farið tæp 62 prósent fram úr áætlun en ekki rúm 30 prósent eins og kynnt var. Kostn- aðaráætlun á verðlagi í janúar 2005 hafi hljóðað upp á 2.933 milljónir en byggingarkostnaður- inn hafi verið 4.748 milljónir. Því hafi verið farið 1.815 milljónir fram yfir áætlun. Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitunnar, segir þetta óeðlilega útreikninga því norður- húsið, sem er innifalið í lokatöl- unni, hafi verið keypt áður en kostnaðaráætlun hafi verið gerð. Aðalmistök við kostnaðaráætlun- ina hafi líklega legið í því að Verk- fræðistofa VSÓ, sem gerði kostn- aðaráætlunina, hafi miðað við þá nýbyggt hús Nýherja, en það hafi allt verið einfaldara og ódýrara. Þá hafi önnur mistök verið gerð, eins og að reikna ekki með loft- ræstingum, og byggingin sé þús- und fermetrum stærri en gert hafi verið ráð fyrir í upphafi. Guðlaugur segir það eftirá- skýringu að segja að ekki eigi að taka norðurhúsið með í reikning- inn. Í allri umræðu um byggingar- kostnað hafi menn aldrei bara verið að ræða um aðalbygging- una. - ss Átta hundruð á hvern Íslending Samanlögð framlög Íslendinga til hjálparstarfs á hamfarasvæðunum í Asíu eru minni en flestra Norðurlanda en mun meiri en forystuþjóða Vesturlanda miðað við höfðatölu. HAMFARIR Miðað við höfðatölu hef- ur hver Íslendingur gefið átta hundruð og tuttugu krónur til að lina þjáningar bágstaddra eftir hamfarirnar á annan jí jólum við Indlandshaf. Heildarupphæð ís- lenskra framlaga er komin í 240 milljónir króna. Munar þar mestu um framlag ríkisstjórnarinnar, alls 150 milljónir sem samþykkt var á föstudag. Rauði kross Íslands hefur safn- að um áttatíu milljónum króna hjá almenningi og fyrirtækjum. Ríkis- stjórnin samþykkti á fundi sínum á föstudag að bæta sex milljónum við þær fimm milljónir sem þegar höfðu verið af hendi raktar í þá söfnun og Reykjavíkurborg lagði til tíu milljónir. Hjálparstarf kirkj- unnar hefur safnað hálfri fimmtu milljón, SOS barnahjálp einni millj- ón og Barnavernd hálfri tveimur milljónum. Samtals eru því fram- lög hjálparstofnana og ríkissjóðs á Íslandi 240 milljónir króna. Ef litið er til Norðurlanda hafa Íslendingar látið minna af hendi rakna en Norðurlandaþjóðirnar að Svíum undanskildum. Norðmenn eru gjafmildastir með rúmlega 2.500 krónur á mann og eru næs- trausnarlegasta þjóð heims á eftir Áströlum. Framlög okkar eru held- ur lægri miðað við höfðatölu en Ís- lendingar hafa látið af hendi rakna minna fé en Danir og Finnar, um það bil 1.000 krónur á mann, en talsvert meira en Svíar með 500 krónur á mann. Athygli vekur að auðugasta ríki heims, Bandaríkin, er næstneðst á lista með aðeins 72 krónur á mann. Aðeins Frakkar láta minna af hendi rakna miðað við höfðatölu eða 57 krónur. Reyndar versnar enn sam- anburðurinn ef tillit er tekið til þess að Evrópusambandið greiðir rúma 38 milljarða króna til neyðar- aðstoðar og uppbyggingar á ham- farasvæðunum. Vonir standa til að framlög Ís- lands eigi eftir að hækka umtals- vert. Elín Þ. Þorsteinsdóttir, verk- efnisstjóri söfnunarinnar „Neyðar- hjálp úr norðri“, segir að ekki sé stefnt að því að ná neinni ákveðinni fjárhæð inn í söfnuninni en vonir standi til að góður árangur náist enda ætli öll hjálparsamtök að leggjast á eitt. Söfnunin nær há- marki með beinum útsendingum allra sjónvarpsstöðva laugardags- kvöldið 15. janúar. a.snaevarr@frettabladid.is Búferlaflutningar á Austurlandi: Héraðsmenn fjölmennastir AUSTURLAND Fljótsdalshérað er nú fjölmennasta sveitarfélagið á Austurlandi með 3.364 íbúa. Á síðasta ári sameinuðust sveitar- félögin Fellahreppur, Norður- Hérað og Austur-Hérað í Fljóts- dalshérað. Íbúum þess fjölgaði um 433 á milli ára, umfram sam- eininguna og munar þar mestu um virkjunarsvæðið við Kára- hnjúka. Næstfjölmennasta sveitar- félagið á Austurlandi er Fjarða- byggð. Þar fjölgaði um 65 á milli ára og búa þar nú 3.175 manns. Hornafjörður er þriðja fjöl- mennasta sveitarfélagið á Aust- urlandi með 2.225 íbúa en þar fækkaði íbúum um 79 og var fækkunin hvergi meiri á Aust- urlandi. -kk 1. febrúar – 1 vika Kr. 49.990 Verð á mann, m.v. 2 í íbúð/stúdíó. Innifalið flug, gisting í 7 nætur og skattar. Netverð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800 1. febrúar – 2 vikur Kr. 59.990 Verð á mann, m.v. 2 í íbúð/stúdíó. Innifalið flug, gisting í 14 nætur og skattar. Netverð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800 Þökkum ótrúlegar viðtökur. Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina til Kanaríeyja í 1 eða 2 vikur á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí. Þú bókar ferðina og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Á Kanarí nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Bókaðu strax á www.heimsferdir.is Stökktu til Kanarí 1. febrúar frá kr. 49.990 Tryggðu þér ferð til Kanarí á lægsta verðinu VIÐ SAMEININGUNA Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra var við sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rannsóknarstofnun landbúnað- arins og Garðyrkjuskóla ríkisins. Rektor er Ágúst Sigurðsson. Skólar sameinast: Nýr háskóli á Hvanneyri HÁSKÓLANÁM Landbúnaðarháskóli Íslands tók formlega til starfa um áramótin. Í honum sameinast Landbúnaðarháskólinn á Hvann- eyri, Rannsóknarstofnun landbún- aðarins og Garðyrkjuskóli ríkis- ins. Um 300 nemendur stunda nám við háskólann. Höfuðstöðvarnar eru á Hvanneyri og helsta starf- semi. Auk þess fer kennsla fram að Reykjum í Ölfusi og Keldna- holti í Reykjavík. Um 130 starfsmenn koma að rannsóknum og kennslu við skól- ann. ■ Viðhefur Impregilo slæma starfs- hætti á Íslandi? SPURNING DAGSINS Í DAG: Tekurðu þér vetrarfrí? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 12% 88% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN BANDARÍSKT SKIP HELDUR Á HAMFARASVÆÐI Miðað við höfðatölu greiða Íslendingar þriðjung af því sem Norðmenn láta af hendi rakna en tífalt framlag hvers Bandaríkjamanns. AÐSTOÐ VIÐ FÓRNARLÖMB Í ASÍU: Aðstoð alls: Á mann: (í milljörðum) (í krónum) Ástralía 55 2.730 Noregur 11,5 2.530 Danmörk 4,5 1.000 Finnland 3,9 990 Ísland 240 820 Svíþjóð 4,5 500 Þýskaland 40 493 Japan 30 236 Bretland 6 100 Spánn 4,1 100 Ítalía 5,6 93 Bandaríkin 21 72 Frakkland 3,4 57 NÁMIÐ Á KREDITKORTIÐ Nem- endur Háskólans í Reykjavík geta greitt skólagjöld með rað- greiðslusamningum. Er það nýj- ung í greiðslu skólagjalda við há- skólann. Nemendur greiða 89 þúsund krónur fyrir vor- og sum- arönn, en 99 þúsund fyrir haustönn í diplóma, BSc eða BA námi. ELDUR Í ÖSKUTUNNU Eldur kviknaði í öskutunnu í rusla- geymslu við einbýlishús á Mar- bakkabraut í Kópavogi á laugar- dag og var slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins kallað til aðstoðar. Vel gekk að slökkva eldinn. GLERHÁLKA Á AUSTFJÖRÐUM Flughált var á vegum á Aust- fjörðum á laugardag, ekki síst í Norðfirði þar sem vegirnir voru eins og gler. Krossaði lögregla sig fyrir að umferð gengi vel miðað við ástand vega, en engin óhöpp urðu hjá ökumönnum. ■ MENNTAMÁL ■ LÖGREGLUFRÉTTIR SKIPULAGSMÁL Skipulagsstofnun hefur ekki sent tillögu Seltjarnar- nesbæjar að nýju aðalskipulagi til staðfestingar hjá umhverfisráð- herra heldur óskað eftir frekari upplýsingum frá bæjaryfirvöld- um. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, starfandi skipulagsstjóri, segir að bæjaryfirvöldum hafi verið sent bréf vegna þessa. Skipulagsstofn- un telji að bæjaryfirvöld eigi eftir að bregðast við þeim athugasemd- um sem stofnunin gerði á sínum tíma við skipulag Hrólfsskóla- mela. Þá telji stofnunin einnig að bæjaryfirvöld eigi eftir að bregð- ast við athugasemdum almenn- ings við skipulag svæðisins. Guðrún Helga Brynleifsdóttir, oddviti Neslistans, segir þetta ekki koma á óvart. Neslistinn, líkt og fjölmargir íbúar Seltjarnar- nesbæjar, hafi margoft mótmælt skipulaginu. Sjálfstæðismenn hafi hins vegar ekki sýnt neinn sátta- vilja heldur keyrt málið áfram án þess að láta sig mótmælin miklu varða. Jónmundur Guðmarsson bæj- arstjóri vísar gagnrýni Neslistans á bug. Hann segir málið hafa ver- ið í vinnslu í rúm tvö ár og mjög vel kynnt fyrir íbúum. Jónmund- ur segir að grundvallaratriðið sé að Skipulagsstofnun sé ekki að gera bæjaryfirvöld afturreka með skipulagið heldur sé verið að óska eftir frekari upplýsingum. - th JÓNMUNDUR GUÐMARSSON Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar segir skipu- lagsmálin hafa verið mjög vel kynnt fyrir íbúum. Skipulagsstofnun óskar eftir frekari upplýsingum frá Seltjarnarnesbæ: Aðalskipulag hefur ekki verið staðfest Hús Orkuveitunnar: Gleymdu loftræstingu og báru við of ódýru húsi HÖFUÐSTÖÐVAR ORKUVEITUNNAR Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að nýjar höfuðstöðvar kosti 122,5 prósentum meira en fékkst fyrir sölu eldri höfuðstöðva.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.