Fréttablaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 54
34 9. janúar 2005 SUNNUDAGUR
FRÉTTIR AF FÓLKI
...fær Elvis Presley sem hefði orð-
ið sjötugur í gær. Elvis mun lifa
um ókomna tíð.
HRÓSIÐ
Fyrstu 300 sem vinna fá miða fyrir 2 á myndina
Vinningar eru:
Miðar fyrir 2 á oldboy
DVD myndir
Margt fleira
LEIKUR
SMS
99kr.
bíómiðar2
Sendu SMS skeytið JA OBF á
númerið 1900 og þú gætir unnið
9. hver vinnur
Vinningar verða afhendir hjá Office 1, Skeifunni. Reykjavík.
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið
Námskeið hefjast 17. janúar
3.-14 janúar
Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna
Taltímar - einkatímar
Námskeið fyrir börn
Viðskiptafranska - lagafranska
Kennum í fyrirtækjum
anska
Senn styttist í að tiltekt lista-
mannsins Birgis Arnar Thorodd-
sens verði fullkláruð en heima-
vinnan sú er hluti af raunveru-
leikagjörningi sem er hluti sýning-
ar Listasafns Íslands sem lýkur 16.
janúar. Sem kunnugt er héldu
Birgir og kærastan Tinna jólin há-
tíðleg í beinni útsendingu á netinu
en eftir hátíðarnar hefur Birgir
verið í óðaönn að setja saman hús-
gögn. Mesta sjáanlega breytingin á
íbúðinni enn sem komið er, er
skjannahvítt svefnherbergið sem
áður hafði verið fagurbleikt.
„Ég var orðinn leiður á bleika
litnum, auk þess sem nýju innrétt-
ingarnar passa betur við hvítt.
Reyndar streyma hingað inn ný
húsgögn og í náinni framtíð mun
ég henda þeim gömlu, en þetta
tvöfalda magn húsgagna í íbúð-
inni má auðvitað sjá á netinu þar
sem bein útsending frá tiltektinni
er allan sólarhringinn,“ segir
Birgir sem fljótlega leggst í að
mála gólfdúkinn í eldhúsinu með
nýrri málaratækni.
Birgir segir Valda málara hjá
Slippfélaginu-Litalandi hafa bent
sér á að tiltektargjörningurinn
væri líklega fyrsta íslenska raun-
veruleikasjónvarpsefnið; en
vinnuferlið allt og afraksturinn
má sjá í lífsstílsþættinum Innlit-
Útlit á SkjáEinum.
„Því þótt þessi raunveruleika-
gjörningur sé hluti af sýningu
Listasafns Íslands fer verkið
langt út fyrir veggi safnsins og á
sér stað í dægurmenningunni,
fjölmiðlum og þjóðarvitundinni,“
segir Birgir kátur með ermar
uppbrettar. ■
Hvítmálað svefnherbergi Birgis Arnar Thoroddsen:
Orðinn leiður á bleika litnum
Fjögurra þátta sjónvarpsröð,
Myrkrahöfðinginn, eftir Hrafn
Gunnlaugsson verður frumsýnd í
Sjónvarpinu í kvöld. Þættirnir
byggja á samnefndri sögu og
kvikmynd Hrafns sem frumsýnd
var árið 1999.
„Sjónvarpsþættirnir eru eins
og verkið var upphaflega skrifað.
Þegar myndin var sýnd í Svíþjóð,
við góðar undirtektir, vissu Sví-
arnir að sagan hefði verið tekin
upp í heild sinni og kvikmyndin
væri í raun ákveðinn þáttur sög-
unnar,“ segir Hrafn. „Svo kom ósk
frá sænska sjónvarpinu og fram-
leiðendum um að gera öllu efninu
skil. Þannig klippti ég þessa sjón-
varpsseríu upp úr efninu. Í þátt-
unum er sagan eins og ég hugsaði
hana.“
Hrafn segist vera ánægður
með kvikmyndina en hann er
ánægðari með sjónvarpsþættina.
„Í þáttunum næ ég að fara dýpra í
ýmis atriði sem verða dramatísk-
ari og sterkari fyrir vikið,“ segir
hann.
Leikstjórinn hefur oft verið
gagnrýndur fyrir að fara yfir
strikið í bíómyndum sínum, og
spurning hvort sama sé uppi á
teningum í sjónvarpsþáttunum.
Hann þvertekur fyrir það. „Ég hef
nú alltaf gengið stutt í myndunum
miðað við það ameríska efni sem
er sýnt hér. Sjónvarpsserían er á
engan hátt berorðari en myndin.
Það er meira um hið hverdagslega
líf í sjónvarpsseríunni og sagan
fær að njóta sín betur. Í þáttunum
nær efnið að anda miklu betur.“
Það vekur talsverða furðu að
Sjónvarpið skuli sýna sjónvarps-
þættina nú en ekki eru nema þrjú
ár síðan myndin var sýnd þar.
Hrafn segist aðeins vera leik-
stjóri og höfundur myndarinnar
og hann hafi ekki fengið greitt
fyrir þá frá Sjónvarpinu. „Það er
löngu búið að gera upp við mig
vegna myndarinnar. Hún var sýnd
í Svíþjóð fyrir tveimur árum og
þættirnir voru hluti af leikstjóra-
greiðslunni í heild sinni. Það kom
enginn hluti til mín þegar Sjón-
varpið fékk þættina,“ segir
Hrafn. „Það er kvikmyndasam-
steypan hans Friðriks Þórs sem
selur hana áfram og hefur vænt-
anlega fengið greiðslu fyrir.“
kristjan@frettabladid.is
HRAFN GUNNLAUGSSON: GERÐI FJÓRA SJÓNVARPSÞÆTTI EFTIR MYRKRAHÖFÐINGJANUM
Dramatískari og sterkari atriði
HIN HLIÐIN
HIN HLIÐIN Á ELLEN KRISTJÁNSDÓTTUR SÖNGKONU
Hvernig ertu núna?Mjög fín.
Augnlitur:Blágrár.
Starf:Tónlistarmaður.
Stjörnumerki: Naut.
Hjúskaparstaða:Í sambúð.
Hvaðan ertu? Fædd í San Fransisco, annars úr miðbænum í Reykjavík.
Helsta afrek:Börnin mín.
Helstu veikleikar: Fljótfærni.
Helstu kostir: Ég get gert mjög gott spaghettí.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Malcolm in the Middle, meðal annars.
Uppáhaldsútvarpsþáttur:Það er enginn sérstakur en mér finnst gaman af
Tvíhöfða.
Uppáhaldsmatur: Spaghettí.
Uppáhaldsveitingastaður:Mér finnst indverskur matur alveg frábær en
það er enginn sérstakur staður í uppáhaldi.
Uppáhaldsborg: Mig langar mest að fara til San Fransisco núna.
Mestu vonbrigði lífsins: Það sem veldur mér vonbrigðum í lífinu er
kannski helst mannvonskan sem er í heiminum og græðgin.
Áhugamál: Hestar og að breyta inni hjá mér.
Viltu vinna milljón? Nei, það er bara vesen.
Jeppi eða sportbíll?:Hvorugt.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?Ég ætlaði að verða
söngkona.
Hver er fyndnastur/fyndnust? Sigríður dóttir mín.
Hver er kynþokkafyllst(ur)? Maðurinn minn og aðalpersónan í The
Incredibles.
Trúir þú á drauga?Ég trúi ekki á alvöru drauga en kannski frek-
ar á fortíðardrauga.
Hvaða dýr vildirðu helst vera?Hestur.
Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Svarta ekkjan.
Áttu gæludýr?Já, hún heitir Dúlla blaðakona og er köttur.
Besta kvikmynd í heimi: The Incredibles. Hún er alveg
mögnuð.
Besta bók í heimi:Sjálfstætt fólk.
Næst á dagskrá: Mig langar rosalega að komast út úr
bænum í frí.
8.5.1959
Íslandsvinurinn Kiefer Sutherlandlofaði land og þjóð í þætti Davids
Letterman fyrir skömmu. Kiefer, sem
eyddi áramótunum hér á landi
ásamt vini sín-
um og um-
b o ð s m a n n i ,
Rocco, sagðist
hafa skemmt
sér konung-
lega en var þó
forviða yfir
sprengjugleði
Íslendinga á
síðasta degi
ársins. Sagði
hann að Ís-
l e n d i n g a r
eyddu um 15 milljónum dollara í
flugelda á þessu eina kvöldi og það
kom honum á óvart að það væru
engin lög til um hvar eða hvenær
mætti sprengja. „Þetta er eins og
stríðssvæði og það er ekkert skipu-
lag. Ég sá sex ára krakka halda á
fimmtán kílóa sprengjuvörpu og sex
ára krakki elti hann með eldspýtur,“
sagði Kiefer meðal annars í viðtalinu
við mikil hlátrasköll Lettermans og
áhorfenda.
Fréttablaðið hefur heimildir fyrir þvíað Kiefer, sem kom hingað upp á
sitt einsdæmi, hafi heillast það mikið
af landi og þjóð að hann ætl-
i að koma aftur áður en langt um líð-
ur. Heimsókn Kiefers í þátt Lett-
ermans er sögð einhver besta land-
kynning sem Ísland hefur fengið í
langan tíma og því má búast við að
listi yfir Íslandsvini fræga fólksins
muni lengjast á næstu mánuðum.
MÁLAÐ Bibbi er búinn að mála
svefnherbergið.
BIBBI CURVER Hefur leyft öllum sem vilja að fylgjast með breytingum á íbúðinni sinni.
MYRKRAHÖFÐINGINN Myndin var
frumsýnd árið 1999 og sýnd í Sjónvarpinu
tveimur árum síðar. Sjónvarpið sýnir þætti
byggða á myndinni í kvöld. Myndin var
tekin við tökur á Myrkrahöfðingjanum í
Kúagerði.
HRAFN GUNNLAUGSSON Hann segir að sænski framleiðandinn Bo Jonsson haldi
geysilega mikið upp á þessa þáttaröð en hann er framleiðandi þeirra. Bo framleiddi
einnig Hrafninn flýgur. „Ég er ánægður með að Sjónvarpið ætli að sýna verkið núna. Það
hefur farið fram mikil umræða um þættina en fólk hefur aldrei séð þá. Nú fær fólk að sjá
þá,“ segir Hrafn og bætir við að þættirnir standi jafnfætis kvikmyndinni Hrafninn flýgur.
Mannvonska veldur mestum vonbrigðum