Fréttablaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 2
SPURNING DAGSINS Já, hún á svo góða vini. Katrín Anna Guðmundsdóttir er talsmaður Femínistafélagsins. Þær fréttir fóru sem eldur í sinu í gær að eitt frægasta Hollywood-parið, Jenifer Aniston og Brad Pitt, væru skilin eftir fjögurra ára hjónaband. Katrín, verður Aniston sama konan án Pitts? 2 9. janúar 2005 SUNNUDAGUR PALESTÍNA Ísraelsmenn hafa held- ur slakað á ferðatakmörkunum vegna kosninganna í Palestínu að sögn Ögmundar Jónassonar, þingmanns og formanns Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB). Ögmundur er nú í Palestínu í boði palestínsku verkalýðshreyfingarinnar. „Það er óhætt að segja að hér sé loft lævi blandið,“ segir Ög- mundur. „Ég verð fyrir áfalli dag- lega. Nærvera ísraelska hersins er svo raunveruleg. Ef þetta er tilslökun hjá ísraelska hernum þá býð ég ekki í það hvernig ástand- ið er hérna á öðrum tímum.“ Ögmundur segir fólk sem hann hafi rætt við almennt sam- mála um að Mahmoud Abbas sigri þó Mustafa Barghouti hafi sótt í sig veðrið undanfarna daga. Ögmundur hefur heimsótt kosn- ingaskrifstofur Abbas og Barg- houtis. „Það er ljóst að Abbas er með allt stofnanaveldið á bak við sig en hinn síður. Abbas er talinn lík- legri til að vera sveigjanlegri í samningum við Ísraelsmenn en Barghouti. Þá stendur Barghouti heldur lengra til vinstri í stjórn- málum en Abbas. Það vakti at- hygli mína að í báðum herbúðum er talað vel um andstæðinginn.“ - th Ölgerðin mótmælir stöðvun á dreifingu Ölgerðin segir yfirvöld mismuna innlendum framleiðendum með því að stöðva dreifingu vítamínbætts drykks þeirra. Yfirvöld segja að vegna EES sé ekki hægt að fylgjast náið með hvað sé á markaðnum. MATVÆLI Forstjóri Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar, Andri Þór Guðmundsson, gagnrýnir að dreif- ing vítamínbætta drykkjarins Kristals Plús hafi verið stöðvuð. Vinnubrögð Umhverfis- og heil- brigðisstofu Reykjavíkur séu sam- keppnishamlandi mismunun og brot á jafnréttisreglu, þar sem horft sé framhjá vítamínbættum drykkjum erlendra framleiðenda hér á landi sem hafi ekki leyfi. „Við teljum illilega á okkur brotið. Vítamínbættar drykkjar- vörur hafa flætt hér yfir markað- inn ár eftir ár og eru óáreittar í verslunum. Við skiljum ekki af hverju eitt er ekki látið yfir alla ganga,“ segir Andri. Unnið sé á móti hollustumarkmiðum og vöru- þróun innlendra aðila. Rögnvaldur Ingólfsson, deildar- stjóri matvælaeftirlitssviðs Um- hverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur, segir ekki keppt að því að gera innlendum framleið- endum erfiðara fyrir. Þar sem frjálst flæði vítamínbættra vara sé innan Evrópska efnahagssvæðisins sé ekki skoðað hvort þær erlendu uppfylli allar íslenskar reglur áður en þær fari á markað. Rögnvaldur segir þó meginmun á þeim erlendu og drykk Ölgerð- innar því flestir erlendu drykkj- anna hafi fengið leyfi sinna stjórnvalda. Drykkur Ölgerðarinn- ar hafi hins vegar aldrei verið skoðaður. Hann hafi farið á markað án allra leyfa: „Í dreifingarbanninu felist ekki dómur um hvort drykk- urinn verði leyfður eða ekki.“ Andri segir menn Ölgerðarinn- ar hafa talið 43 vítamínbætta drykki í hillum stórmarkaða í vik- unni. Á fundi með Umhverfisstofn- un og umhverfis- og tæknisviði Reykjavíkurborgar, þar sem sótt hafi verið um leyfi fyrir Kristal Plús, hafi þær upplýsingar fengist að umhverfis- og tæknisviðið hafi gert athugasemdir við þrjár er- lenda vítamínbætta drykki í janú- ar. Rögnvaldur segir það rétt. Þeir drykkir hafi fengið viðurkenningu erlendra stjórnvalda. gag@frettabladid.is HRAÐAKSTUR Á REYKJANES- BRAUT Fimm voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni á laugar- dagsmorguninn. Sá sem hraðast fór ók á 117 kílómetra hraða á klukkustund. Nokkur hálka var á veginum og voru mennirnir allir sektaðir á staðnum. UMFERÐARÓHAPP Í HAFNAR- FIRÐI Ölvaður ökumaður var stöðvaður af lögreglunni í Hafnarfirði í Moldahrauni milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar aðfaranótt laugardags. Þá varð minniháttar árekstur við Fjarð- arhraun á Reykjanesbraut á laugardagsmorguninn, en engin slys urðu á fólki. Bílarnir er nokkuð skemmdir. KOFI ANNAN Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna heimsótti hamfarasvæðin á Srí Lanka í gær. Hamfarasvæðin í Asíu: Mat dreift til allra ASÍA, AP Enginn sem komst lífs af eftir hamfarirnar í Asíu mun deyja úr hungri að sögn Jim Morris, yfir- manns matvælastofnunar Samein- uðu þjóðanna. Hann segir að eftir viku verði búið að dreifa mat til nánast allra þeirra sem lifðu ham- farirnar af. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsótti Srí Lanka í gær en þar sér matvæla- stofnunin um 750 þúsund manns fyrir mat. Í Indónesíu brauðfæðir stofnunin 130 til 150 þúsund manns en talið er að sú tala muni hækka í um 400 þúsund á næstu dögum. Staðfest er að meira en 150 þús- und manns hafi látist í kjölfar jarð- skjálftanna og flóðbylgjanna sem þeir ollu. Sameinuðu þjóðirnar vara enn við hættunni á því að farsóttir breiðist út. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Slys í Reykjavík: Ekið á barn í Breiðholti LÖGREGLUFRÉTTIR Ekið var á barn á gangbraut á gatnamótunum við Stekkjarbakka og Þarabakka í Breiðholti laust fyrir klukkan tvö í gær. Barnið hlaut höfuð- högg við ákeyrsluna og var flutt á gjörgæsludeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi til aðhlynningar. Betur fór en á horfðist og komst barnið fljótt til meðvitundar en það er enn á sjúkrahúsi. Þá urðu alls sextán umferðar- óhöpp í Reykjavík frá því klukk- an tíu á laugardagsmorguninn, þar af sex umferðarslys. Engin alvarleg meiðsl urðu á fólki en flytja þurfti nokkra á slysa- deild. Bílarnir eru allir mikið skemmdir. Lögreglan í Reykja- vík segir orsakir þessarar háu slysatíðni vera að hluta til vegna þess hve sól var lágt á lofti en einnig sé vítavert hve ökumenn keyra hratt og blindandi í að- stæðum sem þessum. - þlg Páskaferðir til Tyrklands, Krítar, Kanaríeyja, Túnis, Egyptalands, Tælands, Bali, Kína, Kúbu og Suður- Afríku á verði sem kemur á óvart! Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar, www.kuoni.is, og á söluskrifstofunni. Pantaðu glæsilegan ferðabækling! Vertu með í Glóbus-klúbbnum! RÖGNVALDUR INGÓLFSSON „Það er ekki fyrr en á markaðnum, annað hvort við eigin vöru- skoðun eða við ábendingar frá neytendum eða samkeppnisaðil- um, sem við vitum af tilvist vöru sem ekki uppfyllir reglur.“ ANDRI ÞÓR GUÐMUNDSSON „Við teljum illilega á okkur brotið. Vítamínbættar drykkjarvörur hafa flætt hér yfir markaðinn ár eftir ár og eru óáreittar í verslun- um. Við skilum ekki út af hverju eitt er ekki látið yfir alla ganga.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L LÁN Tæplega fjórir af hverjum tíu stúdentum Háskóla Íslands nýttu námslán Lánasjóðs íslenskra námsmanna síðustu tvo vetur. Þeim fjölgar um nær sjö prósentu- stig frá árunum tveimur þar á und- an samkvæmt tölum sjóðsins. Erla Ósk Ásgeirsdóttir, fram- kvæmdastjóri stúdentaráðs, segir ráðið hafa gert könnun á fram- færslukostnaði háskólanema á síð- asta ári. Niðurstaðan þar hafi sýnt að um 30 prósent þeirra njóti lána. Hún segir flesta vinna með nám- inu eða nær 70 prósent. Nemendur í lengra námi, svo sem læknanámi, lögfræði og hjúkrunarfræði séu flestir lántakenda. Hópur nem- enda nái að nýta sumartekjurnar út veturinn. Steingrímur Ari Arason, fram- kvæmdastjóri LÍN, segir að sam- kvæmt útreikningum sjóðsins sé nær helmingur ráðstöfunarfé þeirra sem séu á lánum sjálfsaflafé. „Gert er ráð fyrir að barnlaus námsmaður í leiguhúsnæði sé að eyða tæplega fjórtán hundruð þús- undum á skólaárinu. Þar af eru tekjurnar 860 þúsund og lánið þar af leiðandi 670 þúsund,“ segir Steingrímur. Álíka margir séu fyrir ofan ráðstöfunartekjuvið- miðið og fyrir neðan. - gag HÁSKÓLI ÍSLANDS Háskólanemar hafa að meðaltali 157 þúsund krónur fyrir skatta í tekjur á mánuði. Helmingur stúdenta sem svöruðu könnun stúdentaráðs var með að- eins 95 þúsund krónur á mánuði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Skólaár: Fjöldi í skóla: Fjöldi á lánum: Hlutfall: 2003-2004 9.117 3.343 36,6% 2002-2003 8.225 3.023 36,7% 2001-2002 7.948 2.402 30,2% 2000-2001 7.051 2.075 29,4% Heimildir: LÍN og HÍ Um 70 prósent háskólanema í starfi með námi: Nær fjórir af tíu háskóla- nemum á lánum hjá LÍN BÍLL SLÍTUR RAFMAGNSLÍNU Rafmagnslína við bæinn Kolfreyju í Fáskrúðsfirði slitnaði snemma á föstudag þegar flutningabíll með of háan farm ók hana niður á leið sinni austur. Rafmagnslaust varð í Fáskrúðsfirði og sveitunum í kring, en viðgerð tók langt fram á kvöld og fengu síðustu bæirnir ekki raf- magn fyrr en undir miðnætti. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Svíar á hamfarasvæðunum: Færri látnir en talið var SVÍÞJÓÐ Mun færri Svíar létust og er saknað eftir hamfarirnar í Asíu en sænsk yfirvöld héldu fram. Samkvæmt opinberum tölum sem fréttastofan AP birtir er staðfest að 52 Svíar hafi látist og 637 sé saknað. Sænsk yfirvöld héldu því lengi fram að mun fleiri hefðu látist og að allt að þrjú þúsund væri saknað. Sænskir fjölmiðlar gagnrýndu í gær yfirvöld harkalega fyrir óvönduð vinnubrögð. Flestir þeirra erlendu ríkis- borgara sem létust í hamförun- um voru frá Þýskalandi eða 60 manns. Þá er um eitt þúsund Þjóðverja saknað. ■ ÍSLENDINGAR Í NABLUS Ögmundur Jónasson, Borgþór Kjærnested, fulltrúi félagsins Ísland Palestína, og Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Ís- lands, skoða aðstæður í Nablus. Ögmundur Jónasson er í Palestínu: Loft er lævi blandið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.