Fréttablaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 48
28 9. janúar 2005 SUNNUDAGUR
■ PONDUS
■ PÚ OG PA Eftir SÖB
Eftir Frode Överli
ÞÝSKUNÁMSKEIÐ
GOETHE ZENTRUM
www.goethe.is
551 6061
Kennt þri., fim. og lau.
Reiðskólinn Þyrill
Næstu námskeið byrja 11. janúar
Fyrir börn kl. 16.30
Fullorðnir byrjendur kl. 18.30
Fullorðnir framhald kl. 17.30
REIÐSKÓLINN ÞYRILL
Uppl. og
skráning
í síma
896 1248
Harpa Helgadóttir sjúkraþjálfari BSc.
Sérgrein: Manual Therapy
Bakleikfimi
með mjúkri sambasveiflu
Kennslan hefst 10. janúar og fer
fram í glæsilegu húsnæði
Hreyfigreiningar að Höfðabakka 9
kl. 16.10, 17.10 og 18.10 virka daga
Kerfisbundin uppbygging
æfinga sem bæta líðan í
hálsi, herðum og baki
Skráning fer fram í
síma 695-1987
Vefsíða:
www.folk.is/breidubokin/
Nú eru jólin loksins
búin enda er ég
fyrir löngu, eins og
aðrir landsmenn,
kominn með nóg.
Jólalögin hljómuðu
í eina tvo mánuði og
eyðslan fór að venju
langt fram úr öllum
áætlunum.
Síðustu jól voru
ein þau stystu sem ég man eftir. Að-
fangadagur á föstudegi svo margir
þurftu að mæta í vinnu á mánudegi.
Nánast eins og venjulegt helgarfrí
bara með helmingi meira stressi.
Um áramót strengdi ég þess heit
að verða skipulagðari. Líf mitt hefur
verið illa skipulagt síðustu ár og ég
hef engu komið í verk. Fresta því
sem ég ætla að gera fram á næsta
dag, sem ég fresta síðan aftur þar til
ég gleymi því.
Nú mun líf mitt hins vegar taka
stakkaskiptum því ég hef fengið
mér dagbók. Dagbókin á eftir að
breyta lífi mínu svo um munar því
nú get ég skipulagt hverja viku fyrir
sig. Og það sem meira er þá býður
dagbókin upp á að skipuleggja
hvern dag fyrir sig, klukkutíma
fyrir klukkutíma – nema á sunnu-
dögum. Þá ætla ég að taka frí.
Það kann kannski að hljóma
undarlega en það fyrsta sem ég
skrifaði í dagbókina var að halda jól
strax á nýju ári. Ástæðan er einföld.
Eftir hina gríðarlegu eyðslu fyrir
síðustu hátíð skelltu verslunarmenn
útsölum á okkur strax á þriðja degi
jóla. Sjaldan hefur nokkur útsala
sviðið jafn mikið.
Ég hef ákveðið, þótt ég sé gjör-
sneyddur allri trú, að skrá mig í
rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna.
Þar hefjast jólin í byrjun janúar. Af
ótta við að riðla þessu nýja skipulagi
þori ég ekki annað en að hefja trú
mína strax á nýju ári. Jólin kunna að
vísu að verða talsvert dýrari en und-
anfarin ár þar sem það kostar sitt að
fagna þeim með tveggja vikna milli-
bili. En þar sem ég er orðinn skyn-
samur og skipulagður maður horfi
ég til langs tíma. Á næstu árum mun
ég fagna rússneskum jólum í byrjun
janúar þegar útsölurnar standa sem
hæst. Þannig skýt ég siðlausum
verslunarmönnum ref fyrir rass og
held jólin með 70% afslætti. ■
STUÐ MILLI STRÍÐA
KRISTJÁN HJÁLMARSSON ÆTLAR AÐ TAKA UPP NÝJA TRÚ
Jólin í janúar
M
YN
D
: H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N
Tja...
Það væri kannski ekki
svo vitlaust
að teikna
barbarann
með nef!
ÉG VEIT ÞAÐ!