Fréttablaðið - 18.01.2005, Qupperneq 6
H alldór Ásgrímsson for-sætisráðherra hefur ít-rekað haldið því fram,
bæði í fjölmiðlum og á Alþingi, að
Íraksmálið svokallaða hafi verið
rætt í ríkisstjórn sem og í utanrík-
ismálanefnd og á Alþingi. Hann
dregur þó ekki dul á það að
ákvörðunin um stuðning Íslend-
inga við innrásina í Írak í mars
fyrir tæpum tveimur árum hafi
verið tekin af tveimur mönnum,
honum sjálfum sem þáverandi ut-
anríkisráðherra og Davíð Odds-
syni, þáverandi forsætisráðherra.
Engar samþykktir liggja því fyrir
um ákvörðunina, hvorki í ríkis-
stjórn né í utanríkismálanefnd.
Guðni segir málið rætt eftir á
Guðni Ágústsson, landbúnaðar-
ráðherra og varaformaður Fram-
sóknarflokksins, hefur hins vegar
haldið því fram í fjölmiðlum á
undanförnum dögum að Íraksmál-
ið hafi ekki verið rætt í ríkisstjórn
fyrr en eftir að ákvörðun Halldórs
og Davíðs lá fyrir. „Auðvitað var
oft búið að ræða um Íraksmál en
þessa ákvörðun tóku þeir og af
hverju þeir gerðu það með þess-
um hætti kann ég ekki að segja
frá. Þeir verða auðvitað bara að
verja sig í því,“ sagði Guðni í
Sunnudagsþættinum á Skjá einum
síðastliðinn sunnudag.
Halldór svarar ekki spurningum
Halldór Ásgrímsson sendi frá sér
yfirlýsingu vegna umræðunnar
um Íraksmálið í gær en neitaði að
veita viðtöl. Í yfirlýsingunni kem-
ur ekki neitt nýtt fram, heldur ít-
rekar Halldór einungis það sem
hann hefur áður haldið fram opin-
berlega, meðal annars það að
Íraksmálið hafi verið rætt
„nokkrum sinnum í utanríkismála-
nefnd og á Alþingi veturinn 2002-
2003“. Halldór bendir jafnframt á í
yfirlýsingu sinni að 12. mars 2003
hafi meirihluti utanríkismála-
nefndar fellt tillögu Vinstri-
grænna um að „ríkisstjórnin beitti
sér gegn áformum um innrás í írak
og að Ísland standi utan við hvers
kyns hernaðaraðgerðir gegn Írak“.
Þá kemur fram að málið hafi
verið rætt á Alþingi daginn eftir
og að þar hafi Halldór sagt: „Nú
liggur fyrir að meirihluti þingsins
útilokar það ekki að valdi verði
beitt í þessum málum. ... en það
liggur alveg ljóst fyrir af hálfu
ríkisstjórnarinnar að það er ekki
hægt að ná friði og friðsamlegri
lausn varðandi Írak nema að baki
liggi alvarleg hótun.“
Segir málið rætt fyrir ákvörðun-
artöku
Þingi var slitið 14. mars vegna
komandi alþingiskosninga en Hall-
dór heldur því fram í yfirlýsing-
unni frá í gær að Íraksmálið hafi
verið fyrsta mál á dagskrá ríkis-
stjórnarinnar á fundi 18. mars. Í
kjölfar ríkisstjórnarfundarins
hafi hann og Davíð síðan ákveðið
að styðja
innrásina í
Írak.
Í yfirlýsingunni er enga út-
skýringu að finna á því hvers
vegna sjálf ákvörðunin var ekki
rædd á ríkisstjórnarfundi – né
heldur hvers vegna Halldóri og
Davíð þótti ekki ástæða til að
kalla saman utanríkismálanefnd
til að ræða jafn afdrifaríka og
viðamikla ákvörðun.
Fréttablaðið sendi forsætisráð-
herra formlega ósk eftir svari við
þessum spurningum í gær en fékk
aðeins þau svör að hann veitti
ekki viðtöl við fjölmiðla. Þá óskaði
Fréttablaðið eftir því að fá afrit af
fundargerð ríkisstjórnarfundar-
ins sem forsætisráðherra vísar
til, frá 18. mars 2003, en var neit-
að um það með þeim skýringum
að þær væru trúnaðarmál. Í
fréttatilkynningu frá forsætis-
ráðuneytinu að loknum ríkis-
stjórnarfundi 18. mars 2003 kem-
ur fram að „ófriðarhorfur“ var
annað tveggja mála sem á dag-
skrá voru.
Þrennt stendur eftir
Af þessum ágreiningi um ákvörð-
unina um stuðning við innrásina í
Írak stendur þrennt eftir. Í fyrsta
lagi sú staðreynd að tveimur ráð-
herrum í ríksisstjórn Íslands beri
ekki saman um hvort Íraksmálið
hafi verið rætt í ríkisstjórn fyrir
eða eftir að ákvörðunin sjálf var
tekin. Í öðru lagi það, að ákvörð-
unin var hvorki rædd í ríkis-
stjórn, utanríkismálanefnd né á
Alþingi Íslendinga. Í þriðja lagi,
að Halldóri og Davíð þótti ákvörð-
unin ekki það veigamikil að
ástæða væri til að kalla saman ut-
anríkismálanefnd til að fjalla um
hana.
Að lokum má spyrja að því
hvers vegna ekki er hægt að fá
hreinskiptin svör við því hvers
vegna ákvörðun um jafn mikilvægt
mál og þetta var ekki tekin á hefð-
bundinn, lýð-
ræðislegan
hátt á Al-
þingi? ■
6 18. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Verktaki um útboð í Garðabæ:
Óheilbrigðir viðskiptahættir
ÚTBOÐ „Þetta er óréttlátt gagnvart
öðrum bjóðendum og óheilbrigðir
viðskiptahættir,“ segir Bergþór
Jónsson annar eigenda verktaka-
fyrirtækisins Mótás sem hefur
sent bæjarráði Garðabæjar skrif-
legar athugasemdir við útboð á
byggingarlóðum við Bjarkarás í
Garðabæ.
Alls bárust 49 tilboð í lóðirnar
en í síðustu viku ákvað bæjarráð
Garðabæjar að hefja viðræður
við forsvarsmenn Frjálsa fjár-
festingarbankans hf. vegna til-
boðs í tvær fjölbýlishúsalóðir við
Bjarkarás sem nemur rúmlega
175 milljónum króna. Hæsta til-
boðið kom frá Fasteignafélaginu
Hlíð ehf. og var upp á rúmlega
200 milljónir en fyrirtækið féll
frá því og því sneru bæjaryfir-
völd sér að Frjálsa fjárfestingar-
bankanum. Sömu eigendur eru
hins vegar að þessum félögum og
við það hefur Bergþór gert at-
hugasemdir auk annarra tilfella
þar sem fyrirtæki sendi inn fleiri
en eitt tilboð.
Bergþór segir að nauðsynlegt
sé að setja fyrir fram leikreglur á
útboð sem þessi. Hann hefur ekki
fengið nein viðbrögð frá yfirvöld-
um í Garðabæ vegna athuga-
semdarinnar. Ekki náðist í Ásdísi
Höllu Bragadóttur, bæjarstjóra í
Garðabæ vegna málsins. - bs
Forsætisráðherra
hvergi haggað
Halldór Ásgrímsson hvikar hvergi frá ummælum sínum um Íraksmálið og
segir að málið hafi verið rætt í ríkisstjórn daginn sem ákvörðunin var tekin.
Guðni Ágústsson segir málið ekki hafa verið rætt í ríkisstjórn fyrr en eftir á.
FIMMTÁN Í HALDI Yfirvöld í
Kúveit hafa handtekið fimmtán
Kúveita og Sádi-Araba í kjölfar
átaka milli lögreglu og íslamskra
vígamanna í síðustu viku. Menn-
irnir eru taldir hafa lagt á ráðin
um árásir á vestrænt fólk í
Kúveit.
ANDÓF Í HERNUM Þúsundir ísra-
elskra hermanna hafa undirritað
yfirlýsingu þar sem þeir heita
því að taka ekki þátt í aðgerðum
hersins til að reka ísraelska land-
nema frá landnemabyggðum á
Gaza. Þetta segja leiðtogar land-
nemanna sem eru mjög ósáttir
við áætlunina um brotthvarf frá
Gaza.
Tollstjórinn í Reykjavík:
Greiði bætur
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur hefur dæmt Tollstjórann í
Reykjavík til að greiða Kolbrúnu
Björnsdóttur grasalækni 200 þús-
und krónur í miskabætur fyrir að
leggja hald á jurtir sem hún hafði
pantað frá Bretlandi árið 2001.
Starfsmenn Tollstjóra töldu að
það þyrfti að skrá jurtirnar í ann-
an tollflokk og fá samþykki Lyfja-
stofnunar fyrir þeim.
Forsendur dómsins voru að
Kolbrún hefði ekki verið látin vita
að jurtirnar hefðu verið haldlagð-
ar fyrr en sjö mánuðum eftir að
það var gert og gat hún því ekki
nýtt sér rétt sinn til að kæra hald-
lagninguna til viðeigandi yfir-
valda. - bs
SÓTTI HJARTAVEIKAN MANN
TF-LIF, þyrla Landhelgisgæsl-
unnar, sótti hjartaveikan mann,
sem þurfti nauðsynlega að kom-
ast á sjúkrahús í Reykjavík, til
Stykkishólms í gær. Læknir og
stýrimaður þyrlunnar sóttu
manninn á sjúkrahúsið og hjálp-
uðu til við flutning hans á flug-
völlinn þaðan sem flogið var með
hann til Reykjavíkur.
FORSETAKOSNINGAR FYRIR RÉTTI
Janúkovitsj, sem bauð sig fram í
embætti forseta í Úkraínu, hefur
ekki gefist upp þrátt fyrir að niður-
stöður endurkosninga annan í jól-
um segi að mótframbjóðandi hans,
Júsjenko, hafi unnið. Janúkovitsj
hefur krafist ógildingar kosning-
anna og ber því við að þær hafi
borið svo brátt að, að margir veikir
og sjúkir hafi ekki haft tækifæri á
að kjósa.
SKYLDUGIR AÐ AÐSTOÐA Forsæt-
isráðherra Ungverjalands, Ferenc
Gyurchsany, sagði á mánudag að
landinu bæri skylda að aðstoða
Rúmena til að ganga í Evrópusam-
bandið. Innganga nágrannaríkisins
myndi stuðla að frið og velsæld á
svæðinu. Þá bæri þeim söguleg
skylda að aðstoða Rúmena.
■ SJÚKRAFLUG
■ EVRÓPA
■ MIÐ-AUSTURLÖND
Á Ísland erindi í öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Eiga fyrrverandi ráðherrar að
fá eftirlaun meðan þeir gegna
enn opinberum störfum?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
60,2%
39,8%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
Gi
ld
ir
til
6.
fe
br
úa
r
eð
a
á
m
eð
an
b
ir
g
ð
ir
en
d
as
t.
Tilboðsstaðir:
Apótekarinn Akureyri
Hagkaup Skeifan
Hagkaup Smáralind
Lyf & heilsa Austurstræti
Lyf & heilsa Kringlan
Lyf & heilsa Melhaga
TILBOÐá augnskuggum,
naglast
yrkingu
m
og vara
litum.
í völdum
línum L
’Oréal2 1fyrir
SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTASKÝRING
UMMÆLI RÁÐHERRA UM
ÍRAKSMÁLIÐ STANGAST Á
BERGÞÓR JÓNSSON
Vill skýrari leikreglur fyrir útboð. Telur
óréttlátt að fyrirtæki geti dregið tilboð sín
til baka eftir hentugleika.
Ummæli
stangast á
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra í Kastljósi 6. desember 2004:
„Það liggur náttúrlega alveg ljóst fyrir
að þetta mál var margrætt á Alþingi.
Það var rætt í utanríkismálanefnd,
það var rætt í þinginu en að lokum
var það að sjálfsögðu utanríkisráð-
herra og forsætisráðherra sem gerðu
tillögu í þessum efnum.“ [...]
„Þetta var rætt í ríkisstjórn og það var
fullur einhugur í þessu máli meðal
ráðherra ríkisstjórnarinnar. Sigmar
Guðmundsson: Og var þetta rætt
áður en að svarið var gefið út, já við
erum á listanum? Halldór Ásgrímsson:
Jú, ég meina auðvitað var þetta rætt á
milli okkar. Sigmar Guðmundsson:
Og samþykkt? Halldór Ásgrímsson:
Það var engin formleg samþykkt gerð
um það í ríkisstjórn.“
Jónína Bjartmarz, situr í utanríkis-
málanefnd Alþingis, í Íslandi í dag á
Stöð 2 6. janúar 2005:
„Ég tók aldrei ákvörðun um að vera á
þessum lista. Það liggur alveg ljóst fyr-
ir.“ [...]
„Þetta var ekki rætt í utanríkismála-
nefnd, þetta var ekki borið undir
hana.“
Guðni Ágústsson, landbúnaðarráð-
herra og varaformaður Framsóknar-
flokksins, í Sunnudagsþættinum á
Skjá einum 16. janúar 2005:
„Þessir leiðtogar ríkisstjórnarinnar,
Halldór Ásgrímsson og Davíð Odds-
son, þeir tóku þessa ákvörðun. [...]
um að vera á þessum lista.“
Guðmundur Steingrímsson: „Og það
er þá rétt sem Kristinn [H. Gunnars-
son] segir, að hún var ekki rædd fyrir-
fram í þingflokknum?“ Guðni Ágústs-
son: „Þeir tóku það, það er alveg við-
urkennt, þeir tóku þessa ákvörðun.
Auðvitað hefur hún síðan oft verið
rædd í ríkisstjórn og í utanríkismála-
nefnd og þinginu.“ Guðmundur
Steingrímsson: Já síðan, en hún var
ekki rædd fyrir í utanríkismálanefnd
og ekki fyrir í þingflokknum?“ Guðni
Ágústsson: „Auðvitað var oft búið að
ræða um Íraksmál en þessa ákvörðun
tóku þeir og af hverju þeir gerðu það
með þessum hætti kann ég ekki að
segja frá. Þeir verða auðvitað bara að
verja sig í því.