Fréttablaðið - 18.01.2005, Side 8
1Hversu margir fyrrverandi ráðherrareru komnir á eftirlaun en eru samt
áfram í opinberu starfi sem þeir fengu eftir
að hafa hætt á þingi?
2Rúmensk kona varð elst kvenna til aðeignast lifandi barn, hversu gömul er
hún?
3Hvað heitir heimildarmyndin sem ver-ið er að vinna um Quarashi?
SVÖRIN ERU Á BLS. 30
VEISTU SVARIÐ?
8 18. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Abbas skipar öryggissveitum að hafa hemil á vígamönnum:
Komi í veg fyrir
árásir á Ísrael
PALESTÍNA, AP Mahmoud Abbas, for-
seti palestínsku heimastjórnar-
innar, fyrirskipaði palestínskum
öryggissveitum í gær að reyna að
koma í veg fyrir árásir á Ísrael.
Hann fyrirskipaði þeim einnig að
rannsaka skotárásina á Gaza í síð-
ustu viku sem kostaði sex ísra-
elska verkamenn lífið.
Óvíst er hvaða áhrif fyrirskip-
un Abbas hefur. Ekkert var gefið
út um hvernig öryggissveitirnar
ættu að koma í veg fyrir árásir og
talsmaður Hamas sagði að sam-
tökin myndu halda áfram árásum
á Ísraela.
Ofbeldi á Gaza og Vesturbakk-
anum undanfarna daga hefur
dregið úr bjartsýni á að semja
megi um frið milli Ísraela og
Palestínumanna. Palestínskir
vígamenn myrtu sex ísraelska
verkamenn í árás á fimmtudag og
síðan þá hafa sextán Palestínu-
menn, níu vígamenn og sjö
óbreyttir borgarar, fallið fyrir
hendi ísraelskra hermanna.
Háttsettur ísraelskur embætt-
ismaður sagði í gær að Ariel Shar-
on, forsætisráðherra Ísraels,
hefði ákveðið að hefja ekki stór-
sókn hersins á Gaza-svæðinu.
Áður hafði Sharon veitt hernum
ótakmarkaða heimild til að skjóta
alla vopnaða vígamenn og þá sem
skytu eldflaugum að landnema-
byggðum. ■
Kaupmenn ánægðir:
Rífandi gangur
í útsölum
VERSLUN Kaupmenn eru allflestir
ánægðir með gang á útsölum sem
nú standa yfir. Sigurður Jónsson,
forstjóri Samtaka verslunar og
þjónustu, kvaðst hafa tekið stöð-
una hjá nokkrum þeirra í síðustu
viku og svo virtist sem rífandi
gangur væri í þeim.
„Útsölurnar hafa færst fram
og byrja milli jóla og nýárs,“ sagði
hann. „Kaupmenn sem ég ræddi
við sögðu að janúar væri betri
sölumánuður heldur en febrúar
og mars. Að vísu verður þetta að-
eins öðruvísi í ár því páskarnir
eru í lok mars og þeir hleypa
þessu aðeins upp miðað við í
fyrra, því þá voru þeir í apríl. Ég
held að það sé almennt bjartsýnis-
hljóð í mönnum.“
Varðandi jólaverslunina sagði
Sigurður að hún hefði aukist um
rúmlega tíu prósent frá því í
fyrra, þegar öll kurl væru komin
til grafar.
„Menn halda alltaf að toppnum
sé nú náð, en það virðist vera
stöðug aukning og alltaf að bætast
við,“ sagði hann.
- jss
Rifbrotinn og
lurkum laminn
Nói Marteinsson, bifreiðastjóri á Tálknafirði, var hætt kominn í gær þegar flutningabíllinn sem hann ók
fór út af veginum í blindbyl og niður 150-200 snarbratta hlíð. Bíllinn er gjörónýtur. Nói rifbrotnaði og er
lurkum laminn eftir að hafa barist í bílhúsinu niður í árfarveg, þar sem bíllinn stöðvaðist.
SLYS „Það er eitthvert lán yfir
mér,“ sagði Nói Marteinsson,
flutningabílstjóri á Tálknafirði,
sem lenti í alvarlegu bílslysi í
blindbyl í gærdag. Bíllinn sentist
niður snarbratta hlíð og stöðvað-
ist ekki fyrr en í farvegi Mikla-
dalsár.
Nói var á leiðinni frá Patreks-
firði yfir á Tálknafjörð þegar
slysið varð á tólfta tímanum í
gærdag. Hann var kominn rúm-
lega kílómetra fram í Mikladal
þegar það átti sér stað. Á bílnum
voru 5-6 tonn af fiski.
„Það var þreifandi bylur, svo
ég stoppaði. Bíllinn hefur verið
kominn alveg út í kantinn, því
þegar ég ók af stað aftur hélt hann
áfram niður. Það er alveg snar-
bratt þarna niður, 150-200 metrar
niður í árfarveginn.“
Nói sagði að bíllinn hefði aldrei
oltið á allri þessari leið, heldur
hefði hann „skrönglast niður á
hjólunum“. Það hefði ekki verið
fyrr en hann stoppaði í árfarveg-
inum sem hann fór á hliðina. Nói
kvaðst hlutina hafa gerst svo
hratt að hann hefði tæpast gert
sér grein fyrir því sem hefði ver-
ið að gerast. Hann kvaðst hafa
setið í bílnum allan tímann.
Nói var með farsíma í vasanum
á kuldagalla sem hann var í. Þeg-
ar hann reyndi að ná sambandi
reyndist það ekki hægt niðri í ár-
farveginum. Hann þurfti því að
skreiðast langleiðina upp á veginn
og þaðan gat hann hringt. Lög-
reglan á Patreksfirði kom á stað-
inn og flutti hann rakleiðis á
sjúkrahúsið Patreksfirði. Þaðan
fékk hann að fara heim eftir að
gert hafði verið að meiðslum
hans.
„Það eru víst eitt eða tvö rif
brotin,“ sagði hann. „Svo er ég all-
ur lurkum laminn í skrokknum
eftir að hafa barist í húsinu niður.
Það eru engin bílbelti í þessum
bíl. Hann er ónýtur eftir þetta,
það er ekkert öðruvísi en það.“
Fleiri voru í vandræðum vegna
veðurs og hálku í gær og fyrra-
dag. Kona með tvö börn í bíl sín-
um lenti utan vegar á Holtavörðu-
heiði í gær. Bíllinn valt en engin
slys urðu á fólki. Þá fór flutninga-
bíll út af veginum á heiðinni og
aðstoðaði lögreglan á Hólmavík
við að koma honum upp á veginn
aftur.
jss@frettabladid.is
200 SLÖSUÐUST Hálfs árs gömlu
neðanjarðarlestakerfi Bangkok,
höfuðborgar Taílands, hefur ver-
ið lokað um vikuskeið eftir að
meira en 200 manns slösuðust
þegar tvær lestir skullu saman í
gærmorgun. Mannlegum mistök-
um er kennt um slysið sem varð
þegar tóm lest rann á aðra sem
var drekkhlaðin farþegum.
Rútuslys í Fagradal:
Fékk hjól af
tengivagni á sig
UMFERÐARSLYS „Það sluppu allir
ómeiddir því dekkið lenti sem bet-
ur fer bara utan á rútunni en fór
ekki inn í bílinn, það hefði getað
kostað mannslíf,“ segir Sveinn
Sigurbjarnarson eigandi rútu sem
varð fyrir bíldekki sem losnaði af
tengivagni sem var að koma úr
gagnstæðri átt í Fagradal í Suður-
Múlasýslu á laugardag.
Um borð í rútunni var knatt-
spyrnulið í Fjarðabyggð sem var á
leið til Akureyrar en önnur rúta
kom á slysstað og ók þeim áleiðis
til Akureyrar. Sveinn segir að það
hafi verið hægt að aka rútunni
tómri af slysstað en það eigi eftir
að meta hversu miklar skemmd-
irnar séu. ■
■ ASÍA
– hefur þú séð DV í dag?
Kafteinn Kókaín
Beinbraut
konuna
og kýldi
úr henni
tennur
BRESK DAGBLÖÐ
Fjaðrafokið út af prinsinum með haka-
krossinn varð til þess að íhugað er að
banna notkun hakakrossa.
Evrópusambandið:
Vilja banna
hakakrossinn
BELGÍA, AP Franco Frattini, sem fer
með dómsmál í framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins, íhug-
ar að banna notkun hakakrossins,
tákn þýskra nasista í tíð Adolfs
Hitlers. Frattini sagðist reiðubú-
inn að taka málið upp á fundi
framkvæmdastjórnarinnar í
næstu viku. Verði bannið sett gild-
ir það í öllum 25 ríkjum Evrópu-
sambandsins.
Orð Frattinis koma í kjölfar
þess að Harry prins í Bretlandi
var myndaður með hakakrossinn
á furðufataskemmtun. Athæfið
olli miklu fjaðrafoki og kepptust
stjórnmálamenn og fleiri einstak-
lingar við að fordæma hann. ■
PILTAR GRÝTA HERBÍL
Palestínskir drengir í flóttamannabúðunum
Balata grýttu ísraelska herbíla sem keyrt
var inn í búðirnar.
Alþýðusambandið:
Mætir fyrir fé-
lagsmálanefnd
KÁRAHNJÚKAR Fulltrúar ASÍ munu
mæta fyrir félagsmálanefnd í dag
til að ræða um aðbúnað og kjör
starfsmanna á Kárahnjúkum.
Upphaflega átti að kalla verka-
lýðshreyfinguna og fulltrúa Im-
regilo fyrir nefndina samtímis.
Því höfnuðu fulltrúar Impregilo
og báru fyrir sig að að fyrirtækið
hefði viljað útskýra mál sitt í friði
og ró. ■
RÍFANDI GANGUR
Kaupmenn eru ánægðir með ganginn í jólaverslun og síðan útsölum.
FÓR BETUR EN Á HORFÐIST
Nói Marteinsson bifreiðastjóri fékk að fara heim til sín eftir slysið í gær eftir að hann hafði
verið skoðaður og fengið aðstoð á sjúkrahúsinu á Patreksfirði.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/F
RÍ
Ð
A
H
R
U
N
D