Fréttablaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 12
FRELSUNAR MINNST
Pólverjar minntust þess í gær að 60 ár
voru liðin frá því að Rauði herinn sovéski
frelsaði höfuðborgina Varsjá úr höndum
Þjóðverja. Þá höfðu borgarbúar lengi barist
gegn þýskum hersveitum og beðið mikið
mannfall. Í tæpa hálfa öld eftir frelsunina
var Pólland undir stjórn kommúnista.
12 18. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR
BARNAVERNDARMÁL Bogi Nilsson
ríkissaksóknari segir að saksókn-
arar embættisins fari yfir rann-
sóknargögn hvers máls og það
þurfi að vera líklegt eða verulega
líklegt að ákæra leiði til sakfell-
ingar til að málið leiði til ákæru,
jafnvel þó svo að um kynferðis-
brot gagnvart börnum sé að ræða.
Hann segir að ákæruvaldið
teygi sig þó mjög langt í þessum
málaflokki eins og sýknudómar
benda til.
Sakfelling fáist aðeins í um það
bil 90 prósentum tilfella. Mál af
þessu tagi sé látið niður falla ef
aðeins helmings líkur séu á sak-
fellingu enda eigi sýknudómar
helst ekki að falla.
Í barnaverndargeiranum gætir
undrunar á þröngu viðmiði sak-
sóknaraembættisins í kynferðis-
brotamálum gagnvart börnum.
Bogi neitar því að það sé mats-
kennd og huglæg ákvörðun ein-
stakra saksóknara hvort ákært
verði.
Starfsreglan sé sú að tveir til
þrír saksóknarar fari yfir málið
hver í sínu lagi áður en ákvörðun
sé tekin. Sömu starfsreglur gildi
um kynferðisbrot og önnur brot.
Reglurnar miðist við lög og
dómafordæmi. - ghs
Lúðuseiði fyrir
hundruð milljóna
Fiskey hefur samið um sölu á 1,4 milljónum lúðuseiða til Noregs. Andvirði samn-
ingsins er trúnaðarmál. Ljóst að fjárhæðin hleypur á hundruðum milljóna.
LÚÐUELDI Fiskey, sem er dótturfélag
Fiskeldis Eyjafjarðar, hefur selt 1,4
milljón lúðuseiða til Noregs. Kaup-
andi er eldisfyrirtækið Nordic
Seafarm og mun Fiske afhenda
seiðin á næstu fjórum árum.
Að sögn Arnars Freys Jónssonar,
framkvæmdastjóra Fiskeyjar, er
framleiðslugeta Fiskeyjar um millj-
ón seiði á ári en markmiðið er að
framleiða um 650 þúsund seiði í ár.
„Fiskey er langstærsti framleið-
andi lúðuseiða í heiminum en við
framleiddum ríflega helming allra
lúðuseiða sem framleidd voru í
heiminum í fyrra og árið þar á und-
an. Við erum með áframeldi á lúðu í
Þorlákshöfn og er stefnt á að slátra
þar um 350 tonnum eftir tvö til þrjú
ár. Í fyrra slátruðum við þar 120
tonnum en það er of lítið með tilliti
til arðsemissjónarmiða,“ segir Arn-
ar.
Í fyrra seldi Fiskey 25 þúsund
seiði til Kína og segir Arnar að þar
sé mjög áhugaverður markaður og
hagstæðar náttúrulegar aðstæður
til áframeldis á lúðu. Þar að auki er
markaðsstærð lúðunnar í Kína að-
eins hálft til eitt kíló sem þýðir
styttri eldistíma en æskileg stærð á
aðra markaði er 3 til 5 kíló. „Það eru
mjög miklir tekjumöguleikar í eldi
á lúðu og er lúða einn verðmætasti
eldisfiskur sem framleiddur er í
heiminum. Það er hins vegar kostn-
aðarsamt að koma eldinu af stað og
byggja upp starfsemina. Fiskeldi
Eyjafjarðar var stofnað í kringum
lúðueldi 1987 og hafa miklir fjár-
munir farið í rannsóknar- og upp-
byggingarstarf. Okkur hefur tekist
að ná stöðugleika í framleiðslunni
og stöndum vel tæknilega í saman-
burði við aðra framleiðendur. Á
næstu árum verður áherslan meiri
á markaðshliðina og ég er sann-
færður um að með áframhaldandi
þolinmæði og þrautseigju starfs-
manna og hluthafa þá mun þessi
fjárfesting skila sér,“ segir Arnar.
Fyrir þremur árum var Fiskey
að selja 5 gramma lúðuseiði á yfir
400 krónur stykkið en verðið hefur
heldur lækkað síðan.
Fiskey er með 14 starfsmenn og
starfsstöðvar á þremur stöðum á
landinu: Seiðaeldisstöð á Hjalteyri í
Eyjafirði, klakstöð á Dalvík og mat-
fiskeldisstöð í Þorlákshöfn. Félagið
er alfarið í eigu Fiskeldis Eyjafjarð-
ar en þar eru stærstu hluthafarnir
Hafrannsóknastofnun, Samherji,
ÚA, Grandi og Afl fjárfestingafé-
lag.
kk@frettabladid.is
Síðumúla 13
Opið 10 - 18
Sími 568-2870
TVEIR
FYRIR EINN
60 – 80 %
Ótrúlega lágt verð
Dæmi um verð:
Áður Núna
Riffluð peysa 6.500.- 1.400 + ein frí
Rennd peysa 5.900.- 1.900 + ein frí
Rúllukragapeysa 6.200.- 1.900 + ein frí
Vafin peysa 4.800.- 1.900 +ein frí
Peysa m/V-hálsmáli 4.700.- 1.400 + ein frí
Satín toppur 5.300.- 1.900 + ein frí
Bolur m/perlum 6.600.- 1.900 + ein frí
Bolur m/áprentun 3.700.- 900 + ein frí
Skyrta 4.000.- 1.500 + ein frí
Túnikublússa 4.700.- 900 + ein frí
Hettupeysa 4.900.- 1.900 + ein frí
Sítt pils 6.300.- 900 + ein frí
Flauelsjakki 6.400.- 1.900 + ein frí
Dömujakki 5.600.- 900 + ein frí
Leðurbuxur 11.200.- 2.900 + ein frí
Kvartbuxur 4.900.- 1.900 + ein frí
Dömubuxur 5.800.- 900 + ein frí
Og margt, margt fleira.
!
" " #$ # #
"
%
#
&
!
"
#!
SVEITARSTJÓRNARMÁL Í samþykkt
sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveit-
ar um sameiningarkosti á Eyja-
fjarðarsvæðinu er skýrsla sem
Rannsóknastofnun Háskólans á
Akureyri (RHA) vann um sama
mál gagnrýnd harðlega. Þar er
sagt að skýrslan svari ekki þeim
spurningum sem henni var ætlað
að svara og hún hjálpi því ekki
sveitarstjórnum á svæðinu að
taka afstöðu um sameiningar-
kosti. Þá segir einnig að óheppi-
legt hafi verið að skýrsluhöfundar
hafi kynnt skýrsluna ítrekað á op-
inberum vettvangi og tjáð um leið
afstöðu sína til málefnisins.
Grétar Þór Eyþórsson, forstöðu-
maður RHA, vísar ásökunum full-
trúa Eyjafjarðarsveitar um hlut-
drægni algerlega á bug í yfirlýsingu
sem hann hefur sent frá sér. Í yfir-
lýsingunni segir meðal annars að
skýrsluhöfundar hafi hvergi tekið
afstöðu til sameiningarkosta á Eyja-
fjarðarsvæðinu, hvorki í skýrslunni
né á öðrum vettvangi. „Það er alvar-
legt mál að liggja undir ásökunum
um hlutdrægni og trúnaðarbrest og
harmar Rannsóknastofnunin að
kjörnir fulltrúar sveitarfélags sendi
frá sér svo alvarlegar ásakanir að
óathuguðu máli,“ segir í yfirlýsingu
Grétars. - kk
ARNAR FREYR JÓNSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI FISKEYJAR
Eldislúðan fer einkum á markaði í Banda-
ríkjunum og Bretlandi en einnig víða um
Suður-Evrópu. Að sögn Arnars er vaxandi
eftirspurn eftir eldislúðu.
HÁSKÓLINN Á AKUREYRI
Forstöðumaður Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri vísar á bug gagnrýni sveitarstjórn-
ar Eyjafjarðarsveitar á skýrslu stofnunarinnar um sameiningarkosti á Eyjafjarðarsvæðinu.
Sameining á Eyjafjarðarsvæðinu:
Starfsmenn RHA
sakaðir um hlutdrægni
BOGI NILSSON
Ríkissaksóknari segir að saksóknarar fari
yfir gögn hvers máls. Líklegt eða verulega
líklegt þurfi að vera að ákæra leiði til sak-
fellingar til að ákært sé.
Kjarabarátta:
Undirlagt
verkföllum
FRAKKLAND, AP Viðbúið er að verk-
föll hafi mikil áhrif á franskt þjóð-
félag í vikunni. Lestarstarfsmenn
hófu verkfall á miðnætti síðustu
nótt og snúa ekki aftur fyrr en á
fimmtudagsmorgun. Þeir vilja
mótmæla áformum um að segja
upp 3.500 starfsmönnum. Stjórn
járnbrautanna kemur saman á
morgun.
Fleiri hafa boðað verkfall.
Starfsmenn póstsins ætla í verk-
fall í dag, skurðlæknar á morgun
og í kjölfarið fylgja kennarar, sál-
fræðingar og starfsmenn á bráða-
deildum sjúkrahúsa svo nokkrir
hópar séu nefndir. ■
Ríkissaksóknari:
Miðast við lög og
dómafordæmi