Fréttablaðið - 18.01.2005, Síða 14

Fréttablaðið - 18.01.2005, Síða 14
14 18. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR ALÞJÓÐAMÁL Íslendingar hafa tekið upp stjórnmálasamband við á fimmta tug ríkja síðasta hálfa annað árið. Þetta er liður í fram- boðsvinnu ríkisstjórnarinnar vegna kosninga í öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna sem haldnar verða eftir rúm þrjú ár. Möguleik- ar Íslendinga á sæti í ráðinu eru taldir góðir en ekkert er þó öruggt í þessum efnum. Langur aðdragandi Þótt Ísland hafi átt aðild að Sam- einuðu þjóðunum nánast frá upp- hafi höfum við aldrei setið í valda- mestu stofnun þess, öryggisráð- inu. Haustið 1998 ákváðu hins vegar íslensk stjórnvöld að rétt væri að stefna að því að fá þar sæti á árunum 2009-2010 og var ákvörðunin tilkynnt á allsherjar- þingi samtakanna fimm árum síð- ar. Fimmtán ríki sitja í öryggis- ráðinu, þar af eiga fimm þar fastafulltrúa en allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kýs hin ríkin tíu. Samkvæmt stofnsáttmála samtakanna skal litið til þess hvernig ríkin sem í framboði eru hafa stuðlað að varðveislu heims- friðar og öryggis og unnið að markmiðum bandalagsins að öðru leyti. Ekki síður er reynt að tryggja að í ráðinu sitji þjóðir úr sem flestum heimshlutum. Tvo þriðju hluta atkvæða þarf til að ná kjöri í öryggisráðið en kosning- arnar fara fram árið 2008. 35 milljónir króna í baráttuna Hjálmar W. Hannesson sendi- herra er fastafulltrúi Íslands í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóð- anna í New York, en fastanefndin þar ber hitann og þungann af framboði okkar til öryggisráðsins ásamt alþjóðaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins. Að sögn Hjálmars sinna nær allir starfsmenn nefnd- arinnar framboðsmálunum og hann gerir ráð fyrir að þegar nær dregur þurfi að bæta við starfs- fólki vegna þessa, bæði í New York og í Reykjavík. Utanríkis- þjónustan fær 35 milljóna króna fjárveitingu á þessu ári sem verja á til að styrkja stöðu Íslands í bar- áttunni. Kosningabaráttan fer einkum fram með þeim hætti að íslenskir embættismenn reyna að sann- færa erlenda kollega sína um að rétt sé að greiða Íslandi atkvæði sitt. Liður í baráttunni er að stjórnmálasambandi hefur verið komið á við fleiri ríki. Hjálmar segir að frá því að hann kom til starfa í New York fyrir hálfu öðru ári hafi Ísland tekið upp samband við ríflega fjörutíu ríki þannig að nú eru aðeins um tuttugu lönd sem við höfum ekkert stjórnmála- legt samneyti við. „Samhengið er ekki alveg beint við framboðið að öðru leyti en því að við stöndum betur að vígi að hafa stjórnmála- Zhao Ziyang, fyrrverandi leiðtogi Kommúnistaflokksins í Kína, lést í gær, 85 ára að aldri. Zhao var um skeið á meðal valdamestu manna í þessu fjöl- mennasta ríki veraldar en féll í ónáð árið 1989 eftir atburðina á Torgi hins himneska friðar. Krókótt leið til valda Zhao fæddist árið 1919 í landbúnaðar- héraðinu Henan. Ungur að árum gekk hann til liðs við kommúnista og innan þeirra raða reis hann fljótt til nokkurra metorða. Hann þótti nokkuð harð- drægur á yngri árum, til dæmis stýrði hann pólitískum hreinsunum á andófs- mönnum á sjötta áratugnum. Í menn- ingarbyltingunni svonefndu fékk Zhao hins vegar að kenna á eigin meðulum þegar hann féll í ónáð hjá Maó. Zhou Enlai tók hann hins vegar í sátt og gerði hann að héraðsstjóra í Sichuan en þar ríkti mikil örbirgð. Á skömmum tíma kom hann á róttækum umbótum í héraðinu og velsæld þar snarjókst. Eftir það var leiðin á toppinn greið. Deng Xiaoping gerði Zhao að forsætis- ráðherra árið 1980 og síðar varð hann aðalritari Kommúnistaflokksins. Grét með námsmönnunum Á valdatíma sínum beitti Zhao sér fyrir efnahagsumbótum líkt og hann hafði áður gert sem héraðsstjóri. Undir hans stjórn jókst framleiðni kínversks iðnað- ar umtalsvert og utanríkisviðskipti margfölduðust, ekki síst við Vestur- lönd. Telja margir hagfræðingar hann hafa lagt grunninn að því hagvaxtar- skeiði sem ríkt hefur í Kína undanfarin ár. Umbótavilji hans varð Zhao hins vegar að falli því þegar námsmenn mót- mæltu á Torgi hins himneska friðar vorið 1989 sýndi hann kröfum þeirra meiri skilning en félagar hans í Komm- únistaflokknum þoldu. Hann var því al- gjörlega mótfallinn að hervaldi yrði beitt gegn friðsömum mótmælendun- um og degi áður en herlög voru sett í Peking mætti Zhao á torgið og ræddi grátandi við andófsmenn. Eftir þetta sást hann aldrei opinberlega heldur var hnepptur í stofufangelsi allt til dauðadags. Lítið er vitað um einkahagi Zhaos. Hann var sagður stunda líkamsrækt af krafti og elska barnabörn sín. Hann var tvíkvæntur og eignaðist fjóra syni og eina dóttur. Féll tvisvar í ónáð hjá kínverskum valdhöfum HVER VAR? ZHAO ZIYANG SVARTFUGLSDAUÐI SPURT & SVARAÐ Allt bendir til að svartfugl, bæði langvía og stuttnefja, sé að drepast úr hor við strendur Íslands. Þetta er fjórða árið í röð sem svartfugl drepst vegna hung- urs. Náttúrufræðistofnun hefur nú beð- ið fuglaáhugamenn að láta vita ef þeir verða varir við dauðan eða deyjandi svartfugl. Ólafur K Nielssen, fuglafræð- ingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir að þetta gerist öðru hverju en svartfugls- stofninn sé mjög stór og nái að jafna sig á milli. Gerist þetta oft? „Við höfum skriflegar heimildir um svona atburði aftur til 1327 þegar segir frá því í Flateyjarannál. Þessi hrina sem nú stendur yfir byrjaði veturinn 2001- 2002. Þar á undan var það 1991. Þetta eru mjög stórir stofnar, sem ná að jafna sig á milli. Á hverju ári drepast hundruð þúsunda fugla. Væntanlega eru meiri afföll þetta árið.“ Hvernig vitið þið að þetta er hungur? „Fyrsta veturinn, 2001-2002, fórum við á vettvang fyrir norðan og söfnuðum deyjandi og dauðum fuglum. Þeir voru krufðir og niðurstaðan var að þetta væri hungur sem væri að drepa fuglana.“ Er skortur á æti? „Bæði langvían og stuttnefjan lifa út á sjó. Við gerum okkar athuganir þegar þeir koma á land. Hvað er að gerast út á sjó vitum við ekki. Fuglarnir sýndu það bara að það var eitthvað að. Við spurð- um Hafrannsóknastofnun á sínum tíma sem gat ekki bent á neitt. Það getur ver- ið að ekki sé heppilegt æti fyrir þá, eða að ætið sé of djúpt fyrir fuglana að ná í. Þeir geta þó kafað á 100 metra dýpi.“ Hvað étur svartfugl? „ Aðalfæða þeirra er loðna, síld og krabbadýr sem lifa á svifinu í sjónum.“ ÓLAFUR K NIELSSEN Heimildir um slíkt frá 1327 Ekkert fast í hendi þótt útlitið sé gott Vinna við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er í fullum gangi og gengur vel. Tekið hefur verið upp stjórnmálasamband við fjölda ríkja til að bæta möguleika Íslendinga í kjörinu sem verður árið 2008. HJÁLMAR W. HANNESSON „Ef við hefðum þá ímynd innan Sameinuðu þjóðanna að við værum ósjálfstæð og ekki með eigin utanríkisstefnu þá yrði róðurinn aldeilis þungur.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.