Fréttablaðið - 18.01.2005, Side 16
Það þarf ekki að kvarta undan
fréttaþurrð eða gúrkutíð á Ís-
landi meðan hver uppákoman
rekur aðra við álver og virkjun á
Austurlandi. Árekstrar út og suð-
ur og á sama tíma sér forseti
bæjarstjórnar á Austurhéraði
ástæðu til að tala um sérstaka
samstöðu um verkefnið, alveg
frá byrjun. Það er ekki gott að
segja hvort réttara er að hlæja
eða gráta, sennilega er þó réttast
að segja að þetta sé allt grátbros-
legt.
Allt frá því að átök hófust um
virkjun á Eyjabökkum hefur
þetta mál undið upp á sig og oft
tekið á sig hinar undarlegustu
myndir. Átök um virkjun Jök-
ulsár í Fljótsdal við Eyjabakka
voru hatrammar. Þær snerust
fyrst og fremst um það hvort 20
ára gamalt virkjunarleyfi væri
gilt eða ekki. Á þeim 20 árum
hafði hönnun virkjunarinnar
breyst umtalsvert og leikreglur
samfélagsins ekki síður. Mörg-
um þótti breytingar á hönnun
virkjunar vera til bóta en eigi að
síður varð niðurstaða þeirra
deilna sú að leyfið væri ekki í
gildi, endurskoðunar væri þörf
og síðan var fallið frá virkjun
þar eins og alþjóð veit. Átökin
voru erfið, ekki síst í austfirsku
samfélagi og hægt að tala um
stríðandi fylkingar. Síðan var
hafist handa við Kárahnjúka eft-
ir miklar deilur og átök í þjóðfé-
laginu og frá þeim tíma hefur
ekki linnt látum og árekstrum af
ýmsu tagi og sér ekki fyrir end-
ann á þeim.
Nýleg niðurstaða Héraðsdóms
þess efnis að álver í Reyðarfirði
þurfi að sæta mati á umhverfisá-
hrifum, þvert gegn úrskurði um-
hverfisráðherra tekur undir það
sjónarmið sem varð ofan á í
Eyjabakkamálinu, að leikreglur
samtímans eigi að gilda. Ýmsir
hafa haldið því fram að álverið
þurfi ekki að fara í mat á um-
hverfisáhrifum á nýjan leik þrátt
fyrir umtalsverðar breytingar á
hönnun. Þær breytingar hafi ver-
ið til bóta. Leikreglurnar eru þó
skýrar. Við höfum komið okkur
saman um að meta skuli um-
hverfisáhrif verkefna af þessu
tagi og þessari stærðargráðu.
Álit einstakra manna á því hvort
eitthvað er betra eða verra á ekki
að hafa nein áhrif þar á. Leik-
reglum ber að fylgja. Það þýðir
ekki að standa sár og reiður
frammi fyrir kastljósi fjölmiðla
og segjast ekki skilja þetta. Það
er enginn vandi að skilja, svona
eru reglurnar og þeim ber að
fylgja. Það skilur nýráðinn for-
stjóri álvers á Reyðarfirði og við-
brögð hans eru honum til sóma.
Það er hins vegar undarlegt
að fylgjast með átökum við sam-
tök atvinnulífsins um manna-
ráðningar og starfsmannahald
við Kárahnjúka. Leikmaður veit
ekkert hverju hann á að trúa.
Þar hefði maður haldið að leik-
reglur væru líka skýrar en svo
virðist ekki vera. Ljóst er að
annað hvort túlka menn lögin
hver með sínum hætti, sem þýð-
ir að þau eru þá varla nógu af-
dráttarlaus, eða þeir hreinlega
ljúga að okkur linnulítið og al-
menningur þarf að velja hverj-
um hann á að halda með. Slíkt er
út í hött. Leikreglurnar hljóta að
vera skýrar þarna líka og svo
virðist sem Impregilo sé að kom-
ast upp með að ganga á skjön við
samninga sem gerðir hafa verið.
Ef sú er raunin verða stjórnvöld
að grípa í taumana en láta ekki
skammtímagróðasjónarmið og
áhyggjur af einstökum atkvæð-
um verða þess valdandi að leik-
reglur séu brotnar.
Lítilvægasta dæmið um sam-
stöðuskort var sennilega þegar
forseti bæjarstjórnar í Fjarða-
byggð lýsti andstöðu sinni við
búsetu forstjóra álversins í
Reyðarfirði, sem hefur ákveðið
að setja sig niður á Egilsstöðum
með fjölskyldu sinni. Þjóðin hló
og það var í sjálfu sér ágætt því
svona rétt eftir jólin er oft fátt
sem kætir. En í raun var þetta
ekkert sérstaklega fyndið. Af-
staða forsetans endurspeglaði
nefnilega skort á samstöðu og
það er sorglegt. Það rifjaðist líka
upp að þessi sami forseti hafði
ekkert á móti því að Norðfirðing-
ur tæki við stöðu forstöðumanns
Fræðsluskrifstofu Austurlands á
Reyðarfirði löngu fyrir samein-
ingu þessara sveitarfélaga.
Hann gerði heldur ekki athuga-
semdir við það að Reyðfirðingur
var ráðinn forstöðumaður
Byggðastofnunar á Egilsstöðum.
Enginn annar sá heldur ástæðu
til að amast við þessum ráðning-
um og akstri starfsmannanna
tveggja milli heimilis og vinnu-
staðar. Þvert á móti held ég að
þeim hafi báðum verið vel tekið
á vinnustað.
Það er dapurlegt að enn skuli
lifa í einstökum mönnum þessi
hrepparígur sem árum saman
hefur þvælst fyrir víða um land.
Þeim mun meiri ástæða er til að
gleðjast með þeim byggðarlög-
um sem hafa borið gæfu til að
hefja sig upp fyrir slík átök og
starfa saman. Vonandi eru þau
fleiri en færri. ■
Þ að eru erfiðir tímar framundan,“ sagði Mahmoud Abbas,forseti heimastjórnar Palestínu, þegar hann ávarpaði stuðn-ingsmenn sína eftir að ljóst var að hann hafði unnið yfir-
burðasigur í forsetakosningum þar í landi fyrir rúmri viku. „Verk-
efni eru óþrjótandi við að byggja upp palestínskt þjóðfélag og
tryggja öryggi borgaranna,“ sagði hann ennfremur.
Abbas bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína í kosningunum,
og sigur hans var mjög afgerandi, sem var mjög gott bæði fyrir
hann og umheiminn. Sæti Arafats er mjög vandfyllt, því þrátt fyr-
ir að ýmislegt hafi þrifist í valdatíð hans sem ekki var talið heppi-
legt, var hann tákn Palestínu út á við, og átti sér ákveðinn sess í
heimsmyndinni. Klúturinn hans gerði sitt til þess. Fyrstu dagana
eftir kjör Abbas báru margir þá von í brjósti að nú skapaðist tæki-
færi til þess að koma á friðarviðræðum í deilu Ísraelsmanna og
Palestínumanna. Þessar vonir fengu aukið vægi þegar þær fréttir
bárust að þeir hefðu ræðst við í síma, Sharon, forsætisráðhera Ísra-
els, og Abbas, nýkjörinn forseti heimastjórnarinnar. Sharon var þá
að óska honum til hamingju með kosningasigurinn, og þeir munu
jafnframt hafa ákveðið að hittast fljótlega. Leiðtogar þjóðanna
höfðu þá ekki ræðst við í tæp fjögur ár, eða frá því í febrúar 2001
þegar leiðtogar Ísraelsmanna sögðu að Jasser Arafat væri ekki við-
ræðuhæfur á meðan hann stöðvaði ekki hryðjuverkaárásir palest-
ínskra vígamanna.
Auk þess sem símtal leiðtoganna vakti von í hugum margra var
líka annað sem vakti von, en það var að Simon Peres skyldi enn á
ný taka sæti í ríkisstjórn í Ísrael. Hann hefur verið talinn hófsam-
ari og samningaliprari en fyrrverandi hershöfðinginn Sharon, sem
virðist aldrei geta farið úr herbúningi sínum. Þó að þetta hafi vak-
ið vonir í hugum margra, voru líka aðrir sem voru ekki eins bjart-
sýnir og byggðu á reynslu undanfarinna ára.
Þeir sem voru hvað bjartsýnastir fyrir helgi um þróun mála eft-
ir símtal leiðtoganna, urðu að bíta í það súra epli nú um helgina að
enn á ný blossuðu upp bardagar á báða bóga. Ísraelar gerðu árás á
Palestínumenn á Gaza og felldu nokkra, og vígamenn í liði Palest-
ínumanna skutu flugskeyti á bæ í Ísrael. Þetta er svona smækkuð
mynd af þróun mála í samskiptum Ísraelsmanna og Palestínu-
manna á undanförnum árum og fólk er eiginlega hætt að leggja við
hlustir um svo og svo marga fallna í liði hvorrar fylkingar um sig.
Þetta á sérstaklega við þegar stóratburðir eru að gerast annars
staðar í heiminum. Þá hefur stundum verið sagt að deilendur í Mið-
Austurlöndum efni til ófriðar, bara til að minna á sig.
En það skal tekið undir með Abbas sem hann sagði í síðustu viku
um erfiða tíma framundan. Kannski eru viðbrögð hans við árásum
herskárra Palestínumanna á Ísraela merki um að hann ætli raun-
verulega að reyna að hafa hemil á sínu liði, en hann sagði að árás-
irnar um helgina sköðuðu málstað Palestínumanna og skipaði ör-
yggissveitum að koma í veg fyrir þær.
Betur að satt reynist. ■
18. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Um helgina blossuðu enn á ný upp bardagar milli
Ísraela og Palesínumanna.
Reynir á Abbas
FRÁ DEGI TIL DAGS
Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði
SPÆNSKA
Prófaáfangar
Spænska 203. Hefst 18. jan. kl. 18
Spænska 403. Hefst 20. jan. kl. 18.
Einnig spænska 103 ef næg þátttaka næst.
Almenn námskeið
Spænska fyrir byrjendur. Hefst 24. jan. kl. 18.00
Spænska framhald I. Hefst 24. jan. kl. 19.30
Spænska framhald II. Hefst 24. jan. kl. 21.00
Nánari upplýsingar og innritun í síma 585-5860 eða á
heimasíðu skólans: namsflokkar.hafnarfjordur.is
Árekstrar á Austurlandi
Sjálfsdýrkun
„Aldrei hafa ljósvakamiðlarnir boðið
okkur upp á aðra eins laugardags-
skemmtun“, segir Sigurður Heiðar Jóns-
son í harðorðu bréfi sem Egill Helgason
birtir á Vísi í gær. „Verst er þegar gamal-
reyndir sjónvarpsjaxlar geta ekki hamið
sjálfsdýrkun sína, eins og glöggt kom
fram í fallegasta og heiðarlegasta atriði
þessarar makalausu samkomu, þegar
fram komu tvö börn sem höfðu eytt
dögum til að ganga í hús í Hlíðunum og
safna fé handa nauðstöddum; afrakstur-
inn, rúmar tvö þúsund krónur, dugir að
minnsta kosti tveim fjölskyldum á ham-
farasvæðunum fyrir segldúksskýli og
eldunaráhöldum. Þessi fallegu og ein-
lægu börn voru meðhöndluð eins og
aukaatriði sem á ekki heima meðal al-
vöru fólks. Hljóðneminn var rekinn upp
að nefinu á þeim í flýti og asnaleg
spurning borin fram. Börn kunna ekki
að svara asnalegum spurningum og þá
skipti engum togum, þau voru gefin
upp á bátinn og Logi Bergmann og
Svanhildur ...tróðu sér fram fyrir börnin
og tóku að gorta af því hvað tekist hafði
að hala inn fyrir hálsbindið hans Loga“.
Ístöðulaus ráðherra?
Ákvörðunin um stuðning við innrásina í
Írak var tekin einhliða af Davíð Oddssyni
og Halldóri Ásgrímssyni. Þetta upplýsti
Guðni Ágústsson í fjölmiðlum um helg-
ina. Kom svo sem engum á óvart en er
óþægilegt fyrir ráðherrana sem reynt
höfðu að drepa umræðunni á dreif með
því að segja að „málið“ hefði verið rætt
áður en ákvörðun var tekin. Þá áttu þeir
við að Íraksmálið hefði verið rætt en
ekki ákvörðunin um stuðning sem slík.
Kannski á þessi lausmælgi eftir að verða
Guðna dýrkeypt. Ritstjóri Morgunblaðs-
ins skrifar í gær um stjórnmálamenn
sem „hafi ekki kjark og þor til að taka
og standa við erfiðar ákvarðanir“. Slíkir
menn séu „ístöðulausir og
á þeim sé ekkert að
byggja“. Til að Guðni
skilji sneiðina til fulln-
ustu er síðan í hæðn-
istón tekið fram að
„ekkert af þessu“
eigi við um „hinn
kraftmikla og
rammíslenska
bóndason af
Suður-
landi“.
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 - prentmiðlar. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI
RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24,
105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UM-
BROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS
Í DAG
KÁRAHNJÚKA-
VIRKJUN
INGA RÓSA
ÞÓRÐARDÓTTIR
Það er ekki gott að
segja hvort réttara
er að hlæja eða gráta,
sennilega er þó réttast að
segja að þetta sé allt grát-
broslegt.
,,
gm@frettabladid.is
Þeir sem voru hvað bjartsýnastir fyrir helgi um
þróun mála eftir símtal leiðtoganna, urðu að bíta í
það súra epli nú um helgina að enn á ný blossuðu upp
bardagar á báða bóga.
,,