Fréttablaðið - 18.01.2005, Side 26
Norskt píramídaeignarhald
Í nýjasta hefti Vísbendingar er meðal annars fjallað
um píramídaeignarhald. Þetta eignarhald er vel
þekkt frá tímum Kolkrabbans, þegar ráðandi eignar-
hlutur í Eimskipafélaginu dugði til að ráða
fjölmörgum öðrum félögum í gegnum ým-
iss konar gagnkvæmt eign-
arhald.
Í greininni í Vís-
bendingu kemur
fram að sam-
kvæmt könnun
ritsins séu um
23% stærstu fyr-
irtækja hér á landi
með slíkt eignar-
hald. Meðaltal í
Vestur Evrópu er 25,4 prósent að því er fram
kemur í greininni. Það kemur nokkuð á óvart
að slíkt eignarhald er algengast í Noregi eða 54
prósent. Norðmenn skera sig nokkuð úr í reglu-
verki í viðskiptum og meiri hömlur eru þar en víð-
ast hvar annars staðar. Forsvarsmenn íslensks at-
vinnulífs hafa einmitt varað við að fyrirmyndir við
reglusetningu viðskiptalífsins verði sóttar til Noregs.
Þekkingin bókuð
Samtök iðnaðarins halda málþing í dag í tilefni af
menntadegi iðnaðarins. Yfirskriftin er mannauður,
þekking, menntun. Atvinnulífið hefur í vaxandi
mæli beint sjónum sínum að þessum þáttum. Í
þekkingu innan fyrirtækis búa mikil verðmæti sem
máli skiptir hvernig á er haldið.
Meðal frummælanda á þinginu er Eggert Claessen,
framkvæmdastjóri Tölvumiðlunar. Hann mun rekja
hvernig beita megi þekkingarreikningsskilum til
þess að rækta og varðveita mannauð og þekkingar-
auð í fyrirtækjum. Víða í stærri fyrirtækjum hefur
verið ráðist í að skrá þekkingu sem býr í fyrirtækinu
með skipulegum hætti, bæði til þess að slík þekk-
ing fari ekki út úr fyrirtækinu og eins til þess að átta
sig á því hvaða þekkingu þurfi að auka innan þess.
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 3.591
KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ]
Fjöldi viðskipta: 385
Velta: 2.271 milljónir
+1,07%
MESTA LÆKKUN
MARKAÐSFRÉTTIR...
Gengi krónunnar styrktist á
markaði í gær og hefur krónan
ekki staðið sterkari á gjaldeyris-
markaði í fjögur og hálft ár.
Markaðir í Bandaríkjunum voru
lokaði í gær en þar var haldið
upp á fæðignardag Dr. Martin
Luther King.
Í Bretlandi hækkaði FTSE vísi-
talan um 0,54 prósent í gær.
Þýska Dax vísitalan hækkaði um
0,31 prósent og í Japan hækkaði
Nikkei um 0,43 prósent.
Á vef Vinnumálastofnunar í
gær kom fram að atvinnuleysi í
desember hafi verið 2,7 prósent. Í
desember 2003 var atvinnuleysið
3,1 prósent en 3,0 í sama mán-
uði árið 2002.
18 18. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Sigurður Helgason lætur af
störfum í vor eftir tuttugu ár
á forstjórastóli. Hannes
Smárason verður starfandi
stjórnarformaður og hyggur
á áframhaldandi útrás Flug-
leiða. Sigurður verður félag-
inu áfram til ráðgjafar.
Sigurður Helgason lætur af störf-
um sem forstjóri Flugleiða í lok
maí. Þá mun hann hafa setið í for-
stjórastóli Flugleiða í tuttugu ár. Í
tilkynningu frá Flugleiðum kem-
ur fram að Sigurður hafi kynnt
stjórn félagsins ákvörðun sína á
stjórnarfndi í gærmorgun.
Hlutverk Hannesar Smárason-
ar stjórnarformanns breyttist
einnig í gær og er hann nú starf-
andi stjórnarformaður félagsins.
Sem slíkur hefur hann mun meiri
afskipti af daglegum rekstri
fyrirtækisins og hann mun beina
kröftum sínum að útrásarverk-
efnum og fjárfestingum. Hann
segir ýmis verkefni vera í burðar-
liðnum.
Hannes segir sátt hafa ríkt um
starfslok Sigurðar og að félagið
muni áfram njóta krafta hans sem
ráðgjafa samkvæmt samkomulagi
sem við hann hefur verið gert.
„Það er alltaf gott þegar menn
hafa tækifæri til að hætta á toppn-
um,“ segir Hannes og segir Sigurð
skilja við mjög gott bú eftir tutt-
ugu ár í forstjórastóli fyrirtækis-
ins.
Hugsanlegt er að brotthvarf
Sigurðar kunni að marka upphafið
á frekari skipulags- og manna-
breytingum í rekstri Flugleiða.
Líklegt er að áhersla á fjárfest-
ingar og útrás fyrirtækisins auk-
ist og hugsanlega verður rekstur-
inn á Íslandi einfaldaður með sölu
eininga.
Hannes segir hins vegar að
engar slíkar ákvarðanir hafi verið
teknar. Hann segir það stefnu fé-
lagsins að starfa sem eignarhalds-
félag fyrir margvíslega starfsemi
og einingar innan samsteypunnar
séu ætíð til athugunar.
Hann segir ennfremur að ým-
islegt sé í pípunum um áframhald-
andi vöxt fyrirtækisins. „Það
verður engin lognmolla í rekstri
fyrirtækisins,“ segir hann. Hins
vegar sé of snemmt að segja
nokkuð til um í hverju næstu
verkefni fyrirtækisins verða fólg-
in. Fjárfesting félagsins í EasyJet
hefur skilað Flugleiðum mjög
góðum ágóða og líklegt er að Flug-
leiðir leiti víða tækifæra til fjár-
festingar.
Sigurður segir engan ágreining
hafa verið um stefnu fyrirtækis-
ins milli sín og helstu eigenda.
Honum hafi hins vegar þótt þetta
vera góður tími til að láta af störf-
um enda séu tuttugu ár langur
tími við stjórnvöl í alþjóðlegu
flugfyrirtæki. „Ég tók við þessu
starfi 38 ára og veit ekki um neinn
sem hefur setið jafnlengi í for-
stjórastól alþjóðlegs flugfyrir-
tækis á þessu tímabili,“ segir Sig-
urður.
Sigurður segir að það sem
standi upp úr eftir þrjátíu ára
starf sitt hjá Flugleiðum, þar af
tuttugu í stóli forstjóra, sé vöxtur
þess og hvernig tekist hafi að
byggja traust fyrirtæki á örugg-
um fjárhagslegum grunni. „Ég er
mjög ánægður að skila fyrirtæk-
inu af mér við þessar aðstæður og
mun standa upp úr forstjórastóln-
um með góða samvisku,“ segir
hann.
thkjart@frettabladid.is
vidskipti@frettabladid.is
Peningaskápurinn…
Actavis 40,70 +1,24% ... Atorka 5,82
+0,17% ... Bakkavör 25,40 -1,17% ... Burðarás 12,80 +1,19% ... Flug-
leiðir 11,70 -1,68% ... Íslandsbanki 11,40 – ... KB banki 489,50 +2,19%
... Kögun 47,40 – ... Landsbankinn 12,65 +0,80% ... Marel 53,40 +1,71%
... Medcare 6,00 -0,83% ... Og fjarskipti 3,54 – ... Samherji 11,35
+0,44% ... Straumur 10,00 +0,50% ... Össur 84,50 -
Engin lognmolla fram-
undan hjá Flugleiðum
Síminn 6,25%
Nýherji 3,14%
KB banki 2,19%
Flugleiðir -1,68%
HB Grandi -1,27%
Bakkavör -1,17%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
nánar á visir.is
Frjáls íbúðalán
4,15% verðtryggðir vextir
Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar.
Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000
eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is
Engin sk
ilyrði
um önn
ur
bankav
iðskipti
100%veðsetningarhlutfall
Félag Björgólfs Thors í
Lundúnum, Novator, sækist
eftir að kaupa QXL
Ricardo.
Björgólfur Thor Björgólfsson er
aðili að yfirtökutilboði í breska
netfyrirtækið QXL Ricardo.
Fyrirtæki Björgólfs Thors í
Lundúnum, Novator, styður til-
raun hollenska félagsins
Florissant til yfirtöku á félaginu
en stjórnendur QXL telja tilboð
félagsins of lágt. Sökum þess að
stjórn QXL Ricardo er mótfallin
tilboði Florissant telst tilraun fé-
lagsins til yfirtöku vera fjand-
samleg.
Stjórn QXL á einnig í viðræð-
um við annan hóp, Tiger
Acquisition, sem gert hefur tilboð
í reksturinn. Tilboð Tiger var 700
pens á hlut en tilboð Florissant er
800 pens á hlut. Báðum tilboðun-
um var hafnað eftir því sem fram
kemur í umfjöllun á vefsíðu
Times í Lundúnum.
QXL Ricardo var metið á um
tvö hundruð milljarða króna fyrir
fjórum árum áður en netbólan
brast. Miðað við tilboð Björgólfs
og félaga er fyrirtækið nú um 1,6
milljarða króna virði. Rekstur
QXL hefur lengstum skilað miklu
tapi en töluverður viðsnúningur
hefur orðið í rekstrinum á síðustu
misserum. - þk
Gerir yfirtökutilboð
í breskt netfyrirtæki
LÆTUR AF STÖRFUM Í VOR Sigurður Helgason lætur af störfum sem forstjóri Flugleiða í vor eftir tuttugu ár í forstjórastóli. Hann segist
skilja við félagið með góðri samvisku.
FJÁRFESTIR Í NETFYRIRTÆKI Félag
Björgólfs Thors í Lundúnum er aðili að yfir-
tökutilboði í breskan uppboðsvef.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/Þ
Ö
K
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R