Fréttablaðið - 18.01.2005, Page 38

Fréttablaðið - 18.01.2005, Page 38
...fær Viggó Sigurðsson, þjálfari karlalandsliðsins í handknatt- leik, sem stefnir ótrauður á gott sæti á heimsmeistaramótinu í Túnis sem hefst 23. þessa mánaðar. 30 18. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 – hefur þú séð DV í dag? Nanna í Idol Pabbinn ekki sáttur við keppnina og ættingjar hennar grétu HRÓSIÐ Bryndís Jakobsdóttir er ungur söngfugl enda dóttir Ragnhildur Gísladóttur og Jakobs Frímanns Magnússonar. Hún virðist hafa fengið tónlistaráhuga í vöggugjöf og eins og kom fram í DV í gær er hún á leið til London í vikunni að syngja fyrir nokkra í bransanum. „Þetta eru einungis frumþreifing- ar kornungrar stúlku á þessu sviði. Áhugi landans á hljómi raddar hennar er ef til vill skiljan- legur en þetta er gríðarleg pressa á ungan og óharnaðan ungling og því viljum við sem minnst að um þetta sé fjallað á þessu stigi, þó að DV hafi haft eyrað jafn nálægt grassverðinum og raun ber vitni,“ segir Jakob Frímann Magnússon. Jakob segir fyrirtækið Sony Music Publishing hafa sýnt áhuga á að vinna með henni. „Svona ferli getur tekið allt frá einu ári og upp í fimm ár svo þetta er rétt að byrja. Þetta eru allt einungis hug- myndir og drög og það kemur í ljós hvort þetta verður að veru- leika. Menn geta orðið sammála því að semja en svo getur það gerst að ekkert verði af samning- um.“ Bryndís hefur verið syngjandi síðan hún var lítil og lærði bæði á píanó og selló. Hún var einnig orð- uð við Nylon hópinn þegar hann var skipaður. „Það kom til tals að hún væri í Nylon en kaus að feta sína eigin leið. Einari Bárðarsyni hugnaðist mjög vel það sem hann sá og heyrði og í kjölfarið fórum við að skoða hvað hægt væri að gera. Hún kaus svo að gera þetta og semja þá tegund af músík sem er byggð á hennar eigin músík- áhrifum. Þetta er samt allt nýtt og skammt á veg komið. Það gæti verið hálft ár eða lengra í að komi út lag,“ segir Jakob. ■ Stuðmanna-söngfuglinn fer sína eigin leið BRYNDÍS JAKOBSDÓTTIR Dóttir Stuð- mannanna Ragnhildar Gísladóttur og Jakobs Frímanns Magnússonar hefur feng- ið tónlistaráhuga í vöggugjöf. Kristjáni Magnússyni, sundlaug- arverði í Vesturbæjarlaug, tókst fyrir skömmu hið ótrúlega þegar hann fann augnlinsu í lauginni sem ítalskur ferðamaður hafði týnt. Ítalinn bað starfsmenn sund- laugarinnar um að koma sér til hjálpar enda var um svokallaða „eilífðarlinsu“ að ræða, linsur sem eiga að endast von úr viti. „Þetta eru sextíu tonn af vatni sem ég leitaði í. Við erum með sérstakar ryksugur til þess að hreinsa sandinn úr botninum á lauginni. Ég vissi af þessari týndu linsu svo ég fór vandlega í gegn- um ryksugusíuna og fann lins- una,“ segir Kristján. „Þetta er víst svona linsa sem fólk á ekki að taka úr sér.“ Aðspurður hvort hann hafi ekki orðið hvumsa við beiðninni um að finna augnlinsu í sundlaug- inni segir Kristján: „Mér brá ekk- ert við það að vera beðinn um að finna linsu í lauginni. Ég er vanur svona ævintýrum og í fyrra fann ég lítinn demantseyrnalokk. Þeir í afgreiðslunni sögðu því Ítalanum að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þessu því að á staðn- um væri maður sem hefði fundið ótrúlega hluti. Hann var auðvitað ánægður þegar ég fann linsuna og sagðist alltaf ætla að koma í Vest- urbæjarlaugina í sund.“ Kristján hefur unnið sem sund- laugarvörður síðastliðin þrjú ár. „Ég vann áður hjá Slysavarna- félaginu þar sem ég var vélstjóri á björgunarbátnum. Núna er ég orðinn svo gamall að það er voða- lega þægilegt að vera þarna í sundlauginni.“ Kristján hefur komið við sögu á fleiri sviðum því hann sinnir einnig myndlistinni sem áhuga- máli. „Jú, ég hélt málverkasýn- ingu fyrir nokkrum árum, við vél- stjórarnir, við getum allt,“ segir hann og hlær. hilda@frettabladid.is KRISTJÁN MAGNÚSSON Sundlaugarvörður í Vesturbæjarlaug var beðinn um að leita að augnlinsu í lauginni. Hann gerði meira en það, hann fann hana! KRISTJÁN MAGNÚSSON: SUNDLAUGARVÖRÐUR Í VESTURBÆJARLAUG Fann augnlinsu í sundlaug Dótið? Sushi-gleraugu. Sem er? Venjuleg gleraugu sem nýtast einnig sem verkfæri til að borða sushi eða annan austurlenskan mat með. Gleraugun virka eins og öll venjuleg gleraugu, fyrir nærsýna og fjærsýna. Það sem þau hafa hins vegar umfram önnur er að það er hægt að taka spangirnar af og nota sem prjóna til að borða með. Hugmyndin? Þýska fyrirtækið Ic!Berlin er framleiðandi þessara fjölnota gler- augna. Hugmyndasmiðurinn er Ralph Anderl en hann fékk hugmyndina að gleraugunum þegar hann sá hversu vinsælt það er orðið að borða mat á ferðinni. „Fólk hefur ekki lengur tíma til að setjast niður og borða. Þess í stað vill það borða meðan það gengur á milli vinnustaða,“ segir Anderl um þessa stórkostlegu hugmynd sína. Gleraugun virðast vera orðin nokkuð vinsæl, ekki síst í Austurlöndum. Gallar? Gleraugun eru afar einföld í notkun. Spöngunum er einfaldlega kippt af þegar nota á þær í matinn og þeim síðan smellt aftur á eftir notkun. Gleraugun er hins vegar ekki hægt að nota þegar búið er að taka spangirnar af svo það getur reynst erfitt fyrir sjóndapra að sjá góðgætið. Spangirn- ar verða líka skítugar eftir matinn en sem betur fer er auðvelt að hreinsa þær. Verð? Gleraugun kosta 180 pund eða um tuttugu þúsund krónur, sem hlýt- ur að teljast nokkuð billegt miðað við hversu notadrjúg þau eru. Hægt er að nálgast upplýsingar um gleraugun á vefslóðinni www.ic-berlin.de. DÓTAKASSINN ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Sjö. 66 ára. Skæruliðadiskó. Lárétt: 2 lipurð, 6 bardagi, 8 rýja, 9 mikill vindur, 11 einkennisstafir, 12 mittismjó, 14 armur, 16 prófgráða, 17 snjó, 18 ólma, 20 númer, 21 skipta. Lóðrétt: 1 óhljóð, 3 bogi, 4 viðskiptavin- urinn, 5 verkur, 7 gat borðað, 10 sængur- lega gamalmennis, 13 tangi, 15 fæða, 16 fleti, 19 til. Lausn. Lárétt: 2mýkt,6at,8rúa,9rok,11nk, 12grönn, 14grein, 16ba,17snæ,18 óða,20nr, 21liða. Lóðrétt: 1garg,3ýr, 4kúnninn,5tak,7 torgaði,10kör, 13nes,15næra,16ból, 19að. » FA S T U R » PUNKTUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.