Fréttablaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 14
14 31. janúar 2005 MÁNUDAGUR STJÓRNMÁL Enginn efast um að ofurforstjórar Íslands eru ekki vanhaldnir í hlunnindum, en laus- leg könnun Fréttablaðsins bendir til að enginn þeirra geti státað af því sem ráðherrar Íslands geta: Að hafa einkabílstjóra. Á hverjum þriðjudegi og föstudegi þegar rík- isstjórnin þingar, má sjá á annan tug glæsibifreiða – yfirleitt í gangi – fyrir utan „hvíta húsið“ – stjórn- arráðið við Lækjartorg. Inni í bíl- unum sitja einkabílstjórar ráð- herranna tólf því allir ráðherrar núverandi ríkisstjórnar nýta sér í botn þau réttindi sem þeir hafa lögum samkvæmt: Að hafa einka- bílstjóra. „Nei, okkar menn hafa ekki einkabílstjóra,“ segir Jónas Sigur- geirsson hjá KB banka. „Ég hef aldrei heyrt að Jón Ásgeir hafi einkabílstjóra,“ segir Sara Lind Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Baugs. Sama gildir um Björgólfs- feðga. Seðlabankastjórar haf þó löngum haft einkabílstjóra. Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir menntamálaráðherra segir að „praktískar“ ástæður séu fyrir því að ráðherrar hafi bíl til umráða og einkabílstjóra. „Þetta er einfald- lega spurning um að gera okkur kleift að helga okkur skyldustörfum okkar eins mikið og mögulegt er.“ Hvorki Jóhanna Sigurðardóttir né Össur Skarphéðinsson, forkólfar Samfylkingarinnar, nýttu sér rétt- indi til að hafa einkabílstjóra í síð- ustu ríkisstjórn sem þáverandi flokkur þeirra, Alþýðuflokkurinn, átti aðild að. Jóhanna Sigurðardótt- ir segir að kostnaður við bílaflotann og laun bílstjóranna nemi hálfum milljarði á sex árum samkvæmt svari við fyrirspurn hennar á Al- þingi: „Ráðherrar eru sífellt að krefjast aðhalds og ættu að sjálfir að sýna gott fordæmi með slíkri ráðdeild.“ Vegfarendur geta síðan reynt að þreyta kappgöngu við ráðherrabíl- ana, þegar þeir fara frá stjórnar- ráðshúsinu eftir ríkisstjórnarfundi og bjóða einstefnugötum miðbæj- arins birginn í ráðuneytinu og er hætt við að þeir hafi betur. Langflest ráðuneytin eru nefnilega í göngu- fjarlægð jafnt frá stjórnarráðinu sem alþingishús- inu. - ás „Það er alltaf hellingur að frétta en þó ekki neitt. Það er bara sól og sumarylur,“ segir Bílddælingurinn Guðmundur Sævar Guðjónsson, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar. Hann segir allan snjó á bak og burt, í bili í það minnsta, eftir óvenju snjóþungar vikur um alla Vestfirði. „Við glímd- um við krapaflóð úr tveimur giljum fyrir ofan bæinn og þurftum því að láta rýma fjögur hús um daginn,“ segir Guðmundur Sævar en sjald- gæft er að rýma þurfi hús á Bíldudal vegna ofanflóða- hættu. „Áttirnar eru þannig hér að við höfum ekki haft mikinn snjó fyrir ofan okkur.“ Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við höfnina á Bíldudal en þar á kalkþör- ungaverksmiðja að rísa í sumar. Á dögunum voru opnuð tilboð í frágang nýju hafnarinnar og var lægsta boði tekið. „Það heitir KNH og að því standa Kubbur á Ísafirði, Norðurtak á Sauðár- króki og Höttur í Hólmavík,“ segir Guðmundur Sævar um fyrirtækið sem hreppti hnoss- ið, ljómandi ánægður með niðurstöðurnar enda lægsta tilboð nokkuð innan við kostnaðaráætlun, rúmar 42 milljónir króna. „Það er rífandi gangur í þessu, Írarnir eru á leiðinni til að ganga frá lóðarleigusamn- ingum og það er stefnt að því að vinnsla geti hafist á haustmánuðum.“ Meirihluti félagsins sem stendur að kalkþörungavinnslunni er írskt fyrirtæki sem er stórt á sínu sviði í heimalandinu. „Annars gæti þessu seinkað örlítið því það þarf mjög stór- an spenni sem þarf að prufu- keyra áður en vinnsla hefst,“ segir Guðmundur Sævar að lokum. Það er rífandi gangur HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GUÐMUNDUR SÆVAR GUÐJÓNSSON FORSETI BÆJARSTJÓRNAR VESTURBYGGÐAR „Mér líst mjög vel á þessa fyrirætlan. Það yrði stórslys ef ekki yrði af þessu,“ sagði Eggert feldskeri Jóhannsson um fyrirhug- aða byggingu mörg þúsund fermetra íbúðarhúsnæðis á milli Laugavegar og Hverfisgötu. „Það er rétt sem fram hefur komið um bygginguna sem fyrir er, þarna er að fara kofadrasl í bland við merkileg hús með sögulegt minjagildi. Þetta er spurning um hvort á að meta meira, hús sem söguleg minjaverðmæti eða aukið líf í miðborginni. Hvað varðar heildarmynd borgarinnar þá sé ég ekki að sé verið að gæta neins ósamræmis með þessari fyrirhuguðu byggð, því sunnan megin við Laugaveginn er búið að byggja upp. Ég held því að götumynd- in verði enn heildstæðari ef vel tekst til með hönnunina á þessari einingu. Ég sé fyrir mér að umhverfið þarna verði enn skemmtilegra heldur en það er núna.“ Eggert sagði viss vandamál uppi í mið- bænum í dag hvað varðaði umfangsmik- ið skemmtanahald sem ekki tæki tillit til þeirra sem byggju á svæðinu. „Ég býst við að búseta verði gerð þægilegri fyrir íbúana ef þeim fjölgar svo um munar þarna, bæði hvað varðar endurskoðun á opnunartíma til samræmis sem eðlilegt er og að tekið verði hressilega til hend- inni í bílastæðamálum í miðbænum.“ EGGERT FELDSKERI Enn heildstæð- ari götumynd ÍBÚÐABYGGÐ Í MIÐBÆNUM SJÓNARHÓLL GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI! FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI Dekkjalagerinn er nú á 12 stöðum um land allt! Sólbakka 8 310 Borgarnesi Miðási 23 700 Egilsstöðum Víkurbraut 4 780 Höfn Gagnheiði 13 800 Selfossi Hlíðarvegi 2-4 860 Hvolsvelli Njarðarnesi 1 603 Akureyri Skeifunni 3c 108 Reykjavík Viðarhöfða 6 110 Reykjavík Melabraut 24 220 Hafnarfirði Iðavöllum 8 230 Keflavík Flugumýri 16 270 Mosfellsbæ Smiðjuvegur 6 200 Kópavogi ...einfaldlega betri! Ættir Einars Hólmgeirssonar handboltalandsliðsmanns eru skil- merkilega raktar á heimasíðu sveitarfélagsins Skagafjarðar, skagafjordur.is. Tilefnið er orð Einars í Mogganum á dögunum, þar sem hann sagðist vera harður af sér því hann væri Skagfirðing- ur. Skagafjordur.is upplýsir að Einar sé frá Hofsósi, „sonur Hólmgeirs Einarssonar og frændi Halla á Enni sem sjálfur er for- maður UMSS og íþróttaáhuginn því augljóslega í ættinni“. Ekki er látið þar við sitja held- ur haldið áfram. „Hólmgeir, pabbi Einars, er sonur Einars Jóhanns- sonar sem kenndur var við Berlín í Hofsósi og Ernu Geirmundar- dóttur sem er ættuð frá Grafar- gerði við Hofsós. Móðir Einars heitir hinsvegar Þórleif og er dóttir Friðriks Antonssonar og Guðrúnar Þórðardóttur á Höfða. Það kemur því engum á óvart sem til ættanna þekkja að drengurinn sé harður af sér.“ Botn er svo sleginn í fréttina með sárum með sönnum stað- reyndum úr Skagafirði. „Skag- firðingar hafa reyndar ekki átt margar súperstjörnur í handbolt- anum, enda hefur þeirri íþrótta- grein ekki verið haldið hátt á lofti hér um slóðir síðan UMSS átti þokkalegt kvennahandboltalið á milli 1950 og 1960.“ - bþs SVONA ERUM VIÐ ÍSLENDINGAR BORÐA 24,7 KÍLÓ AF KINDAKJÖTI Á ÁRI Heimild: Bondi.is SKAGFIRÐINGURINN EINAR HÓLMGEIRSSON Ætterni Einars Hólmgeirssonar rakið: Einar Hofsósingur BÍLAFLOTI RÍKISSTJÓRNARINNAR Tákn valdsins. Ofurforstjórar hafa ekki einkabílstjóra Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa bíl og bílstjóra til umráða. Forstjórar og stjórnarformenn stærstu fyrir- tækja landsins njóta ekki slíkra hlunninda. Kostnaður við bílaflota ríkisstjórnarinnar er nærri hálfur millj- arður á sex árum, að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur. „Praktískt,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.